Morgunblaðið - 20.03.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.03.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Ein merkasta nýj- ung hagstjórnar og ríkisfjármála er ríkis- fjármálaáætlun þjóð- arbúsins, sem unnin var í fjármálaráðu- neytinu. Þetta fram- faraskref var tekið í fyrri fjármálaráðher- ratíð Bjarna Bene- diktssonar. Þessi áætlun hefur það ótvíræða gildi, að í stað eins árs fjárlaga, er dregin upp mynd af ríkisfjármálunum til allt að 5 ára. Stefnumörkun og áætlun um rekst- ur, framkvæmdir og tekjustreymi er rammað inn í þessa áætlun. Í henni má í reynd lesa hvað er hægt og hvað er ekki hægt, m.v. gefnar forsendur. Hinn almenni markaður fær hér veigamikla leiðsögn um hvers má vænta, af vettvangi ríkis og fjár- mála. Mynd sem sárlega hefur vantað og hefur án efa verið einn þáttur í glundroða hagstjórnar- innar. Þessi áætlun tekur m.a. niður á jörðina hátimbraðar væntingar og kröfur úr öllum áttum samfélags- ins, kröfur sem ýtt hafa undir þenslu, og skapað verðbólguþrýst- ing. Það markaðssamfélag sem við höfum byggt upp, byggist mjög á upplýsingum. Gerendur í þessu samfélagi eru stöðugt að leita upp- lýsinga, til að meta stöðu sína. Upplýsingar sem þeir nota síðan í áformum sínum og rekstri. Það er eitt af hlutverkum stjórnvalda að miðla upplýsingum um hvað þau hyggjast fyrir, það má orða þannig að þeim beri að „tala við og leiðbeina mark- aðnum“. Ríkisfjármálaáætl- unin er stórt skref í þessa átt og löngu tímabært. Löggjafar- og fjárveit- ingavaldið þarf svo að virða og styðja við þessa áætlun og vinna út frá henni. Sama er að segja um peningastefnuna, sem í þessari áætlun hefur fengið öflugan sam- herja og bandamann. Að það sé tekist á um þessa áætlun er eðlilegt. Mikilvægast er hinsvegar að sem flestir sjái gildi þessa verklags fyrir samfélagið og slái skjaldborg um gildi þess og framkvæmd. Ríkisfjármálaáætlun, stórt framfaraskref í hagstjórn þjóðarinnar Eftir Jón Atla Kristjánsson Jón Atli Kristjánsson » Þessi áætlun hefur það ótvíræða gildi, að í stað eins árs fjár- laga, er dregin upp mynd af ríkisfjármál- unum til allt að 5 ára. Höfundur er sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi hjá Ráðgjöfum ehf. jak@radgjafar.is Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Í síðustu viku skrif- ar þú, Haraldur Benediktsson, grein í Morgunblaðið sem þú nefnir á tímamótum. Ég sé að þessi grein á að fjalla hjá þér um landbúnaðarmál. Þar erum við áreiðanlega sammála um að þörf er miklu meiri um- ræðu um ákveðin mál. Oft hefur þú lagt margt gagnlegt til fátæklegrar landbúnaðar- umræðu. Nú bregður hins vegar svo við að mér er ómögulegt að átta mig á hverju þú ætlar að koma á framfæri í umræddri grein. Hef ég orðið var við að fleiri lesendur hafa lent í sama vanda þannig að ekki verður einvörðungu kennt um heimsku minni. Vegna þessa vil ég beina til þín smá athugasemdum og skýringum í þeirri von að þú komir skýrar á framfæri því sem þú vilt segja. Umræðan þarfnast þess. Greinin einkennis um of af samhengis- lausum málsgreinum sem sumar má alveg skilja þó að samhengið verði óljóst og síðasti hlutinn virð- ist óskiljanlegur útafakstur. Sjálf- ur tel ég að vísu að vandamálin séu miklu meiri en þú vilt láta. Samjöfnuðurinn sem þú tekur við ástandið fyrir fjórum áratugum er rangur. Ég tók sjálfur mjög virkan þátt í þeim málum þá og þar er enginn samjöfnun við þá klessu- keyrslu sem nú er orðin. Að mínu viti, finnist samjöfnuður er hann við ástandið á verstu árunum 1930-1940. Þú nefnir samþykktir síðasta búnaðarþings og segir þar „sem er greinilega til heimabrúks innan samtaka bænda, þar sem af- greiðsla nýrra búvörusamninga var beintengd staðfestingu á tolla- samningi“. Ég tel það nokkuð al- varlegt ef búnaðarþing er að sam- þykkja tillögur til „heimabrúks“. Það hefur aldrei verið hlutverk þess og þekktist ekki fyrr á árum. Sé þetta eitthvað sem þú innleiddir væri æskilegt að fá það nánar útskýrt. Mögu- lega er þetta aðeins viðbótarstaðfesting frá þér um að það sem ég bendi nýverið á í Morgunblaðinu að síðasta búnaðarþing hafi aðeins verið skammlíf blekking- arsamkoma sé hár- rétt. Vandamál þitt í greininni er fyrst og fremst seinni hlutinn sem kallast stöðugleika- mörk. Þetta er fremur óþjált orð og þegar ég leita þess í íslenskri orðabók finnst það ekki þar. Að vísu kemur þú með langa romsu til að skýra orðið. Gallinn er bara sá að þar rekst hvað á annars horn og er fullt af mótsögnum og úr slíku verður aldrei skiljanleg skil- greining. Þú talar um að treysta fram- leiðsluvilja íslenskra bænda. Ég fæ ekki séð annað en framleiðsluvilji bænda sé alla jafna mikill, stund- um of mikill. Hvað er þá að treysta hann í þessu sambandi? Endilega bið þig að útskýra þessi stöðugleikamörk sem þú þekkir í landbúnaði erlendis, ég er alveg blindur á slíkt. Mér finnst að þú viljir ræða eitthvert jafnvægi á milli krafta í atvinnustarfsemi. Gleymir samt alveg vinum þínum úr versluninni (innan flokksins). Haraldur. Af fyrri störfum þín- um sem formaður BÍ veist þú að stefnumörkun í landbúnaði mis- tekst meira og minna í flestum löndum vegna þess að andstæð markmið takast á. Þetta hafa menn hér á landi reynt að leysa í búvörusamningum. Vandinn hefur aukist allra síðustu ár vegna þess að stefnumörkun bæði ríkis og at- vinnugreinarinnar skortir nánast hér á landi. Eftirmaður þinn ætl- aði að einfalda þetta með að und- anskilja kjaramál bænda í sam- bandi við búvörusamninga líkt og hann lýsti þá yfir. Hafir þú mögu- lega verið byrjaður á slíku leið- réttir þú það. Árangur síðustu ára í þróun á kjörum bænda gæti bent til að ég vilji hafa af þér einhvern hlut. Þú ert það glöggur maður að þú veist alveg að vandi landbúnaðar- ins hefur rekið í enn harðari hnút vegna þess að andstæðum sjónar- miðum fjölgar. Lausn í þessum efnum er engin endanleg en víð- sýnir menn verða að nálgast hana með að semja um framkvæmd landbúnaðarstefnu sem skilar sem mestu af því sem til er ætlast og veldur sem minnstum skakkaföll- um. Þetta verður sífellt vanda- samara og þess vegna þurfa allir að beita kröftum sínum að því verkefni. Það er stjórnmálamanna að úrskurða þar sem sjónarmið verða ekki jöfnuð. Eftir Jón V. Jónmundsson » Þú ert það glöggur maður að þú veist al- veg að vandi landbúnað- arins hefur rekið í enn harðari hnút vegna þess að andstæðum sjónar- miðum fjölgar. Jón Viðar Jónmundsson Höfundur er starfsmaður BÍ í meira en fjóra áratugi. Haraldur – á tíma- mótum – eða hvað? Fjölmiðlar kynda nú enn og aftur undir samfélagslegu ófriðar- báli. Virðist fjaðrafok- ið þessa dagana snú- ast um vinnureglur Alþingis, þ.e. að þeir þingmenn sem eru duglegir að heim- sækja kjósendur fái endurgreiddan kostn- að. Einn þingmaður, dugnaðarfork- urinn Ásmundur Friðriksson, virð- ist tekinn fyrir meira en aðrir. Það líður varla sá fréttatími sem hann er ekki nefndur á nafn; sérstaklega hjá útvarpi „allra“ landsmanna. Þetta er sá þingmaður sem þekkir hvern krók og kima í sínu kjör- dæmi, þessu langstærsta kjördæmi landsins. Heimsækir Ásmundur íbúa kjördæmisins af einstakri elju, hlustar á áhyggjur kjósenda og reynir að hjálpa. Óhræddur tekur hann upp þau mál sem þarf að ræða. Stundum er því fleygt fram að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar. Hvort sem það er rétt eða ekki verður slík gjá aðeins brúuð með þingmönnum sem fara til fólks- ins og hlusta á það; þingmönnum eins og Ásmundi. Ekki þingmönn- um sem sitja á bak við tölvuna í miðbæ Reykjavíkur. Alþingismaður Pírata í Suður- kjördæmi, Smári McCarthy, til- heyrir þeim flokki sem vill helst fela sig á bak við tölvuna. Fari hann frá tölvuskjánum fer hann helst ekki út fyrir póstnúmer 101. Finnst Smára það gagnslaust að hann sem þing- maður fari út til fólksins og tali við það. Vill hann frekar að fólkið komi til sín. Þingmaðurinn skrifaði um þetta á Facebook með eftirfarandi hætti: „Ég [Smári McCarthy] dreg það hins vegar í efa að það sé eitthvert tiltekið gagn að því að gera ekkert nema keyra í hringi í kjördæminu, þambandi kaffi og röflandi á kaffi- stofum; sér í lagi á kostnað almenn- ings! Þegar einhverjir vilja koma athugasemdum varðandi mál á framfæri munnlega skal ég glaður taka símtal eða bjóða þeim í kaffi á þinginu.“ Ekki tekur píratinn fram hver ber kostnað- inn af kaffiþambi hans í þinginu. Ekki heldur að hann sjálfur, sem virðist ekki vilja hitta fólk kjördæmisins aug- liti til auglitis, þiggur (aukreitis við þing- fararkaup) mánaðar- legan ferðakostnað upp á 30.000 krónur, starfs- kostnað upp á 40.000 krónur og húsnæðis- kostnað upp á 134.041 krónu og það þrátt fyrir að vera bú- settur að öllu leyti í Reykjavík. Svona þar sem fjölmiðlum er mikið umhugað um að uppreikna kostnað, þó að því virðist eftir hentugleika, gerir þetta tvær og hálfa milljón á ári. Orti skáldið um slíkan þanka- gang: Að ljúga að öðrum, er ljótur vani. Að ljúga að sjálfum sér, hvers manns bani. Það er í raun alveg makalaust hvernig fjölmiðlar hafa flutt fréttir af þessu máli, sér í lagi hvernig óboðlegar dylgjur pólitískra and- stæðinga fá að velkjast um. Er mál- ið farið að minna á aðförina gegn fyrrverandi forsætisráðherra, Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, en þá komust fjölmiðlar upp með að skrumsæla einkamál eiginkonu hans með forkastanlegum hætti. Hefur enn ekki verið upplýst hvað eða hver stóð þar að baki. Sögur eru þó á kreiki um að frægur er- lendur auðjöfur, sem nú skv. frétt- um leggur fé til höfuðs Brexit, hafi dregið fram dýra kampavínið í kjöl- farið með léttari vasa. Fjárstuðning slíkra manna við hérlenda umróts- hópa og fjölmiðlamenn mætti ræða. Aðförina að Sigríði Andersen, nú- verandi dómsmálaráðherra, og ítrekaðar fréttaárásir á Ásmund Friðriksson skal ekki síður skoða með það fyrir augum. Ófriðarbál Eftir Viðar Guðjohnsen Viðar H. Guðjohnsen » Það er í raun alveg makalaust hvernig fjölmiðlar hafa flutt fréttir af þessu máli. Höfundur er sjálfstæðismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.