Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 ✝ BjörgúlfurÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 6. nóvember 1961. Hann lést á Land- spítalanum 9. mars 2018. Foreldrar hans eru Bergljót Ólafs, f. 19. ágúst 1938, d. 23. mars 2014, og Ólafur Björgúlfs- son, f. 25. sept- ember 1935. Systur Björgúlfs eru Kristín, f. 1957, maki Örn Svavarsson, og Bergljót, f. 1964, maki Arnar Stefánsson. Börn Kristínar eru: Ingunn, f. 1980, Bergljót, f. 1984, og Þórunn, f. 1987. Björgúlfur sleit barnsskónum Síðar fluttist Björgúlfur til London og Kaupmannahafnar og loks til Indlands þar sem hann dvaldist í nokkurn tíma. Björgúlfur kvæntist Hönnu Margréti Einarsdóttur árið 2004. Þau skildu. Börn þeirra eru: Margrét Birta, f. 2003, Ólafur, f. 2005, og Teitur, f. 2010. Björgúlfur var mikill áhuga- maður um bókmenntir enda vel lesinn. Þá hafði hann alla tíð áhuga á ritstörfum og skrifaði um tíma greinar og pistla í dag- blöð. Hann var ötull íþróttamaður, lagði stund m.a. á fótbolta og skíði og golf hin síðari ár. Hann var einnig útivistarmaður mikill og ferðaðist víða um landið. Björgúlfur lauk prófi frá HÍ í ferðamálafræði fyrir nokkrum árum og starfaði eftir það sem leiðsögumaður. Útför Björgúlfs fer fram frá Fríkirkjunni í dag, 20. mars 2018, kl. 15. í Tjarnargötu en flutti síðar með fjöl- skyldu sinni til Óslóar og síðar Kaupmannahafnar. Þegar þau komu heim settust þau að í Vesturbænum og þar gekk Björg- úlfur í Melaskóla, Hagaskóla og MR og varð stúdent þaðan 1981. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í stærðfræði í HÍ en hugurinn beindist fljótlega meira að ritstörfum sem hann tók fram yfir frekara háskóla- nám. Hann fékk útgefnar þrjár bækur, þar af var ein unglinga- bók sem vakti töluverða athygli. Elsku pabbi. Það er sárt að setjast niður og skrifa um þig minningarorð en á sama tíma er- um við mjög þakklát fyrir allar minningarnar um þig. Ferðirnar á Þingvelli þar sem við grilluðum hamborgara í sumarblíðunni og fórum út á bát eru ógleymanleg- ar stundir í lífi okkar. Þau voru líka ófá skiptin sem við fórum í kapp upp á Stapann og þú leyfðir okkur alltaf að vinna. Við mun- um líka sakna skíðaferðanna með þér þar sem þú kenndir okk- ur að skíða eins og fagmenn, enda frábær skíðamaður sjálfur. Þegar við minnumst þín hugsum við um glaðan, bjartsýnan og já- kvæðan mann sem kenndi okkur að njóta lífsins en kvaddi okkur allt of snemma. Við munum varð- veita minninguna um þig. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Þín börn, Margrét Birta, Ólafur og Teitur. Á þessari stundu er mér orða vant. Bróðir minn, vinur minn, kletturinn minn. Nístandi sárs- auki og söknuður. Minningarnar góðu geymi ég. Takk fyrir allt, elsku Bjöggi minn. Þín Kristín Ólafsdóttir (Stína). „Kannski einn lítinn latte“ var hefðbundið svar Bjögga þegar hann leit við og maður bauð hon- um kaffi. Og yfir latte-bollanum skorti aldrei umræðuefnin, hvort sem hann var kominn til fara yfir einhver sameiginleg málefni stórfjölskyldunnar eða bara rak inn nefið sísona. Þessi einstak- lega geðprúði maður hafði oft og tíðum einkar ákveðnar skoðanir á mönnum en þó sér í lagi mál- efnum. Umræður urðu oft fjör- legar, einkum þegar við héldum andstæðar skoðanir á tilteknum málefnum. Björgúlfur var einstaklega bóngóður, ávallt til taks ef á þurfti að halda. Fjölskyldan öll raunar sérdeilis samheldin, öfl- ugt klan sem Óli og Bebbiló héldu þétt utan um svo lengi sem Bergljótar naut við og hafa systkinin ræktað það góða sam- band með föður sínum áfram og haft börnin sín með í því. Hann mágur minn var skemmtilega ólíkur systrum sín- um varðandi klæðaburð og stíl, en þær eru báðar örlítið pjatt- aðar, tískumeðvitaðar tildurróf- ur, okkar maður aftur á móti eins laus við prjál og tildur og frekast er unnt. Maður upplifði hann ein- hvern veginn þannig að hann labbaði einfaldlega glaður inn í daginn og brosti við öllu og öll- um, hafandi nákvæmlega engar áhyggjur af því hvort sokkarnir sem hann var í væru örugglega af sama pari eða hvort skyrtan væri öllum stundum nægilega vel girt ofan í buxnastrenginn. Höfðu þær systur hans eiginlega gefist upp á að hafa skoðanir á þessu ábyrgðarleysi í klæða- burði. Í hjúskaparmálum lá Bjögga ekkert á, en þegar hann var kominn vel framhjá þeim aldri sem kúfurinn af hans kynslóð festi ráð sitt, þá hitti hann draumadísina og þó að upp úr því hjónabandi hafi slitnað fyrir nokkru, þá eignuðust þau þrjú einstaklega falleg og vel gerð börn. Það var stoltur faðir sem horfði nýverið á frumsýningu kvikmyndarinnar „Sumarbörn“, þar sem frumburðurinn Margrét Birta lék stórt hlutverk sem hún skilaði af snilld. Að skemmtilegu fólki safnast skemmtilegt fólk og höfum við Stína notið þess að kynnast og skemmta okkur með stór- skemmtilegum og kraftmiklum vinum Bjögga sem flest hafa fylgst að síðan í menntaskóla. Gott hefur verið að finna fyrir umhyggju þessa fólks nú fyrir fjölskyldunni allri og getað leitað til þeirra í þessu áfalli. Þegar góður maður fer fyrir- varalaust setur okkur hljóða og þegar þessi maður er aukinheld- ur í frábæru ástandi bæði á sál og skrokk, þá er það bylmings- högg inn í tilveru þeirra sem næst honum standa. Eftir standa minningar, minningar um ein- staklega geðugan og glaðlegan samferðamann og traustan vin. Örn Svavarsson. Elsku Bjöggi. Takk fyrir allar góðu minning- arnar, hláturinn, ferðalögin og stuðninginn. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku frændi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þínar frænkur, Ingunn, Bergljót og Þórunn. Nú er skammt stórra högga á milli, ekki eru nema þrír mán- uðir síðan tvímenningur minn og leikfélagi Björgúlfur Egilsson féll í valinn, nú slær hann aftur, sá með ljáinn, og enn fastar því Björgúlfur Ólafsson frændi minn var svo ungur, enn í blóma lífs- ins. Bjöggi var miklu yngri en ég, en samt órjúfanlegur partur af hinum stóra samhenta frænd- systkinahóp bernskunnar. Foreldrar okkar voru náin og ekki aðeins bjuggum við hlið við hlið á Nesinu, heldur voru heim- sóknir og sumardvalir alltíðar meðan við bjuggum öll í Skand- inavíu. Ósló, Stokkhólmur og Kaup- mannahöfn voru leiksvæði okkar frændsystkina. Eðlilega missti ég svolítið sjónar á honum þegar ég var sjálfhverfur unglingur, en um leið og fullorðinsárin voru í höfn fundumst við aftur, hann þá líka orðinn fullorðinn. Hann Bjöggi var glæsilegur og glaðsinna, alltaf jákvæður og leit tilveruna björtum augum og er, í minningunni, alltaf bros- andi. Það er því þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja hann svona snemma og hefði ég trú væri ég reið almættinu. Far vel frændi. Þórunn Hreggviðsdóttir. Hjartans vinur minn, Björg- úlfur Ólafsson, ávallt kallaður Bjöggi, hefur verið tekinn frá okkur, snögglega og allt of snemma. Ég minnist hans nú með þessum fátæklegu orðum. Þótt foreldrar okkar Bjögga hafi verið kunningjar og skóla- systkin lágu leiðir okkar fyrst saman þegar við vorum heima- gangar á heimili systra, vin- kvenna okkar, árið 1980. Þau kynni urðu grunnur að sterkum vinaböndum sem blómstruðu og styrktust alla tíð. Á dvalarárum mínum erlendis skildi leiðir – oft til langs tíma í senn – en eftir þéttingsfast faðmlag tókum við alltaf fyrirhafnarlaust upp þráð- inn eins og við hefðum hist í gær. Ég minnist með þakklæti ná- inna samtala og rökræðna á mótunarárum okkar, en þau áttu stóran þátt í að móta afstöðu mína til lífsins og tilverunnar. Í Bjögga sameinuðust nefnilega margir aðdáunarverðir eiginleik- ar – frumleg hugsun, heiðarleiki og umburðarlyndi. Það var ham- ingja að deila lífsskoðunum með þessum fjöllesna og frjálslynda öðlingi. Afstaða hans til sam- ferðamanna byggðist á virðingu – hann hæddist ekki að neinum. Á erfiðleikatímum var hann traust stoð sem ég þarf nú að læra að komast af án. Vinum hans er efst í huga gleði og þakklæti fyrir allar þær ánægjustundir sem hann veitti þeim. Þeir muna eftir afburðavel gefnum félaga sem var gjafmild- ur á tíma sinn og athygli og litaði samverustundir með leiftrandi gleði sem jafnan smitaði út frá sér. Öllum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast hon- um er hann óskiljanlegur harm- dauði. Ég kynntist æskuheimili Bjögga, hjá foreldrum hans Bergljótu Ólafs og Ólafi Björg- úlfssyni, og þarf ekki að leita lengra til þess að skilja hvaðan Bjöggi fékk heilbrigða afstöðu sína til lífsins og fjölskyldunnar. Ég á minningar um margar ánægjulegar stundir hjá þeim, því Óli og Bebbiló höfðu alltaf tíma fyrir rökræður um gildi lífs- ins. Á heimilinu var hins vegar ekki tími fyrir hégóma og prjál. Björgúlfur var nokkru eldri en ég hafði verið þegar hann stofnaði til fjölskyldu og fórst honum það vel úr hendi. Með Hönnu Einarsdóttur eignaðist hann þrjú dásamleg börn, Margréti Birtu, Óla og Teit, og veitir það mér huggun og gleði að sjá í þeim glaðlyndi og hlýju og mörg önnur af falleg- ustu einkennum Bjögga. Ég er þakklátur fyrir margar ham- ingjustundir á heimili þeirra Bjögga og Hönnu. Hún er einkennandi fyrir Bjögga sú aðdáunarverða rækt- arsemi sem hann sýndi börnum sínum eftir að Hanna og hann brugðu búi. Sömu ræktarsemi sýndi hann Ólafi föður sínum eft- ir fráfall móður hans. Hann skil- ur eftir sig skarð sem ekki verð- ur fyllt. Ég kveð Björgúlf vin minn með djúpri sorg og söknuði. Ég er þakklátur honum fyrir að auðga líf mitt en á erfitt með að sætta mig við að missa hann og að hafa ekki haft tækifæri til að kveðja hann. Við Rakel vottum börnum Björgúlfs, Margréti Birtu, Óla og Teiti, Ólafi föður hans, systr- unum Stínu og Dúsu og fjöl- skyldum þeirra allra okkar inni- legustu samúð og vonum að þau finni styrk í minningunni til að takast á við sorg og missi. Gísli Óttarsson. Þegar sólin var loks tekin að hækka á lofti féll skyndilega myrkur yfir tilveruna er mér barst sú fregn að vinur minn Björgúlfur væri dáinn. Við vor- um jafnaldrar sem ólust upp í Reykjavík, þessari litlu borg sem er svo smá í minningunni. Án þess að þekkjast vissum við hvor af öðrum og áttum sameiginlega kunningja. Í byrjun tíunda áratugarins fengum við gefnar út skáldsögur hjá Almenna bókafélaginu og upp frá því tókum við að hittast og urðum síðar góðir vinir. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari Björgúlfs var leiftrandi greind, ríkt skopskyn og einstaklega glaðlegt viðmót. Fáum hef ég kynnst með jafn skemmtilegt og æðrulaust sjón- arhorn á veröldina. Það var alltaf stutt í hláturinn sem var svo ein- lægur og bjartur. Við Björgúlfur vorum áhyggjulausir ungir menn sem vorum ekki að flýta okkur inn í alvöru lífsins. Á tímabili var hvorugur okkar í fastri vinnu en við fengumst báðir við að skrifa. Við lásum gjarnan texta hvor annars yfir og komum með at- hugasemdir. Björgúlfur var lip- ur penni eins og bækur hans bera vott um. Fyrir fáeinum ár- um skrifaði hann hnyttna pistla fyrir Pressuna sem fjölluðu um ólík mál. Á árum áður voru sundlaug- arnar fastur punktur í daglegu lífi en það var ekki íþróttaandinn sem rak okkur þangað heldur sú frábæra dægradvöl að sitja í heitum pottum í góðum fé- lagsskap og ræða um heima og geima. Heimsóknir á kaffihús voru líka hluti af tilverunni en jafnframt fórum við oft út á lífið. Það voru góðar stundir því það var einstaklega gefandi og gam- an að hlusta á Björgúlf þar sem hann hafði alltaf frá einhverju áhugaverðu að segja enda sér- lega víðlesinn, hugmyndaríkur og víðförull maður. Við vorum einhleypir fram undir fertugt en þá urðu kafla- skil þar sem fjölskyldulíf tók við hjá okkur báðum. Ég kynntist Margréti og Björgúlfur Hönnu á svipuðum tíma. Við héldum góðu sambandi þrátt fyrir ný og krefj- andi verkefni sem fylgdu breyttu hlutverki. Árið 2008 dvöldum við Margrét í London með dætrum okkar og var það skemmtileg og upphressandi tilbreyting þegar Björgúlfur og Hanna komu í heimsókn og dvöldu yfir helgi. Aldrei þá rúmu tvo áratugi sem vinátta okkar stóð varð okk- ur sundurorða en það var honum fremur að þakka en mér. Við vorum ekki alltaf sammála og þegar ég hélt fram öfgafullum skoðunum um menn eða málefni sem voru á skjön við hugmyndir hans þá hlustaði hann þolinmóð- ur en varpaði gjarnan fram stuttri athugasemd jafnvel í spurnartóni með góðlátlegum hætti. Þó að við hittumst ekki oft í seinni tíð héldum við alltaf sam- bandi, hringdumst á og töluðum saman. Í haust gáfum við okkur tíma til að fara í bíltúr um Árnes- sýsluna sem endaði með mat á góðu veitingahúsi. Þar ræddum við einlæglega um líf okkar og tilveru. Þá mátti heyra hversu kær börnin hans voru honum og hversu stoltur hann var af þeim. Fyrir stuttu hringdi Björgúlf- ur í mig og sagði mér frá ánægjulegri ferð sem hann hafði farið í með góðum vinum. Okkar síðustu orð voru að við skyldum hittast á næstu dögum. Við Margrét vottum öllum að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Einar Örn. Elskulegur vinur okkar, Björgúlfur Ólafsson, er allur. Fyrir fáeinum vikum, nánast dögum, vorum við saman á suð- rænum slóðum að spila golf. Þar var Bjöggi í essinu sínu og spil- aði léttilega 27 holur á dag. Flest okkar hafa þekkt Bjögga í áratugi og hvert okkar og við sameiginlega eigum hafsjó af minningum um góðar sam- verustundir með honum á und- anförnum árum. Fastir punktar í tilverunni hafa verið árleg Hítarganga í sumarbyrjun, Þórsmerkurferðir og göngur yfir Fimmvörðuháls síðustu helgina í júlí og dansk- ættaða jólaboðið í desember. Við þetta hafa bæst ótal matarboð, afmælisveislur, fjallgöngur og ferðalög, að ónefndum brúð- kaupum, flutningum og fræða- félagsfundum. Bjöggi elskaði að segja sögur og hafði frábæra frásagnarhæfi- leika og glaðbeittan húmor. Hann var vel lesinn og víðförull, hafði yndi af því að ræða um þjóðfélagsmál og gjarnan krydda umræðuna með því að benda á sjónarhorn sem voru ekki endilega viðtekin. Það sem einkenndi hann þó mest var já- kvæðnin og bjartsýnin og hið séríslenska viðhorf: þetta redd- ast! Bjöggi var fjölhæfur íþrótta- maður og var góður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði spilað golf löngu áður en nokkurt okkar hafði snert á kylfu og það var því mikið gleði- efni í golfhópnum þegar Bjöggi ákvað að slást í lið með okkur og byrja að stunda golfið á nýjan leik. Hann hitaði upp með helg- arferð til Englands með strákun- um í október og svo var það hin langþráða vikuferð til Tenerife um miðjan febrúar. Þar var Bjöggi í essinu sínu, hvort sem það var á vellinum þar sem gaml- ir golftaktar tóku sig upp aftur eða við kvöldverðarborðið þar sem hann lék á als oddi. Ekki spillti það svo fyrir að hann gat haldið uppi samræðum á spænsku og stökk þar af leiðandi léttilega inn í leiðsögumanna- hlutverk þegar við tókum okkur frí frá golfinu. Á sama tíma og það er óskiljanlegt að eiga ekki eftir að heyra háværan hlátur Bjögga næst þegar vinahópurinn kemur saman þá er það ómet- anlegt að hafa átt þessar stundir með honum í febrúar og þær dýrmætu minningar munu ylja okkur um ókomna tíð. Við vottum ástvinum Bjögga okkar dýpstu samúð og hugur okkar er hjá þeim. Far þú í friði, elsku vinur. Regína, Birgir, Védís, Snorri, Ástríður, Árni og Bryndís. Þegar Bjöggi hringdi í mig að kvöldi 28. feb. og kvaðst ekki komast í fótboltann vegna slapp- leika hvarflaði ekki að mér að þetta yrði okkar síðasta samtal. Seinna sama kvöld dundi reið- arslagið yfir, hjartastopp, sem leiddi til andláts hans rúmri viku síðar. Það er í senn óskiljanlegt og óréttlátt að þessi hrausti mað- ur sem aldrei kenndi sér meins sé hrifinn allt of snemma á brott frá börnum, ættingjum og vin- um. Kynni okkar Bjögga hófust er ég settist í 4. bekk í MR haustið 1978. Með okkur tókst góður vin- skapur sem stóð alla tíð. Mér urðu mannkostir Bjögga snemma ljósir: Hann var alltaf skemmtilegur, skapgóður og greiðvikinn. Alltaf var stutt í brosið og hláturinn. Hann var góður í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem var í námi, á skíðum, golfi eða fót- bolta. Bjöggi var reyndar alger snillingur á skíðum og fannst honum ótækt að ég kynni ekki íþróttina. Dró hann mig snemma á skíði og get ég þakkað honum það litla sem ég kann. Margs er að minnast frá menntaskólaárunum. Ég hugsa með hlýju til æskuheimils Bjögga á Tjarnarstígnum. Þar var gott að koma í heimsókn og þar kynntist maður fjölskyldu hans sem er sérlega samheldin og skemmtileg. Þar var oft setið og skrafað yfir kaffibolla um allt milli himins og jarðar. Og þar voru haldin partíin, Drottinn minn dýri! Bjöggi kunni vel við sig úti í náttúrunni, var duglegur að ferðast með félögunum, hvort sem var í Mörkina eða á hálend- ið. Ótal gönguferðir voru farnar yfir Fimmvörðuháls og Lauga- veginn. Einnig var farið í páska- ferðir og skíðin dregin fram. Börnin okkar Védísar, Lena og Árni Freyr, voru ung þegar þau fóru að koma með í þessar ferðir. Bjöggi þreyttist ekki á að spjalla við þau, lesa fyrir þau og hafa of- an af fyrir þeim með ýmsum hætti, enda var hann barngóður með afbrigðum. Þau minnast Bjögga með hlýju og söknuði. Bjöggi var mikill lestrarhest- ur og kom maður ekki að tómum kofunum hjá honum þegar mál voru rædd. Hann var óhræddur við að viðra sínar skoðanir, sem oft voru ekki endilega viðteknar, og koma í gang áhugaverðum umræðum. Eftir fótboltann á miðvikudagskvöldum var mikið spjallað yfir einum köldum á Rauða ljóninu og var Bjöggi oft- ar en ekki í aðalhlutverki. Elsku Óli B., Stína, Dúsa, Margrét Birta, Óli og Teitur. Við Védís, Lena og Árni Freyr send- um ykkur og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég tel mig mjög lánsaman að hafa kynnst Bjögga og átt vin- áttu hans stærstan hluta ævinn- ar. Hans verður sárt saknað. Verði moldin honum létt sem fiður. Snorri Bergmann. Hann skíðaði hratt niður Snæ- fellsjökul, sneiddi bröttustu brekkurnar þar sem harðfennið var mest og fór svo í stórum sveigum beint niður bratta hlíð- Björgúlfur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.