Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
ina, sem mér fannst endalaus.
Hann skíðaði af öryggi og glæsi-
leika og þetta virtist svo einfalt
þannig að ég lét mig gossa á eftir
honum, þótt langt væri síðan ég
hafði stigið á skíði. Við jökulræt-
ur mættum við félögum okkar,
bæði kát og glöð eftir skemmti-
lega salibunu.
Þetta er minningabrot úr
einni af ótal skemmtilegum ferð-
um sem við Björgúlfur Ólafsson
ásamt stórum vinahópi fórum
reglulega saman. Líklega er
þetta á páskum 1994 eða þar um
bil. Við fórum víða og um árabil
sóttumst við mest eftir að vera
uppi á hálendinu. Með fáum var
ánægjulegra að ferðast en
Bjögga. Alltaf tilbúinn að taka á,
fara upp á næsta tind, halda að-
eins lengra eða vaða enn eina
ána. Þetta var aldrei neitt mál.
Nei, hann var ekkert sérstaklega
þreyttur þótt aðrir væru úr-
vinda, rigningin var ekkert til að
gera veður út af og það var líka
sjálfsagt að hjálpa til við að koma
upp tjöldum eða elda matinn og
vera svo hrókur alls fagnaðar
fram á nótt, ef stemningin var
þannig.
Gott geðslag Bjögga, léttleiki
og eðlislæg forvitni um menn og
náttúru gerðu hann að skemmti-
legum og gefandi ferðafélaga.
Það hefði því ekki átt að koma
neinum á óvart að hann skyldi
síðar á ævinni ákveða að verða
leiðsögumaður. Samt kom sú
ákvörðun á óvart, en Bjöggi fór
svo oft óvenjulegar leiðir í lífinu,
tók snúning á tilverunni þegar
þess var síst að vænta. Líkast til
var hann dulur og það gat verið
erfitt að ná til hans, sérstaklega
þegar eitthvað bjátaði á. Því
fylgdi óþægileg vanmáttartil-
finning að geta ekki verið honum
meiri stoð þegar þess þurfti með,
því sjálfur var hann ævinlega
fyrstur manna til að bjóða fram
aðstoð ef aðrir þurftu á henni að
halda.
Nánari vinaböndum tengd-
umst við eftir að við eignuðumst
börn á sömu árum. Þá tók við
annars konar samvera og alvar-
legri verkefni tengd uppeldi
barnanna. Við fórum sjaldnar á
fjöll en þeim mun meira um þjóð-
veg eitt, upp í sumarbústað eða
bara út í garð. Þótt Björgúlfur
kæmi oft á óvart var það alger-
lega fyrirsjáanlegt að hann yrði
ástríkur pabbi. Hann gekk inn í
það hlutverk áreynslulaust og
flækti fáa hluti. Það var afar gef-
andi að vera samferða Bjögga og
Hönnu í barnauppeldinu og þær
eru einfaldlega óteljandi þær
yndislegu stundir sem fjölskyld-
ur okkar áttu saman þar sem
ekki mátti á milli sjá hvort börn-
in eða hinir fullorðnu skemmtu
sér betur.
Dauðinn er óhjákvæmileg af-
leiðing lífsins. Fagni maður öðru
verður maður því að minnsta
kosti að samþykkja tilveru hins.
Samt er treginn sem fylgir
skyndilegu fráfalli Bjögga, langt
um aldur fram, samofinn minn-
ingunni um allar hamingjustund-
irnar. Um leið og við Hansi,
Unnsteinn og Erna María þökk-
um Bjögga af alhug vináttuna og
áratuga samfylgd sendum við
börnunum hans, Margréti Birtu,
Óla og Teiti, og fjölskyldu hans
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Okkur setti hljóð við þessar
sorgarfréttir um andlát hans
Bjögga, af hverju, hvernig gat
þetta verið? En við fáum víst
ekkert gott svar frá neinum.
Þetta er mikill harmur, svo
ótímabært og óundirbúið fráfall
þessa ljúfa manns, á miðjum
aldri, föður þriggja ungra ein-
staklinga sem nú syrgja svo sárt.
Hugur okkar er hjá þeim og allri
fjölskyldunni sem og stóra vina-
hópum sem finnur líka fyrir
raunverulegum tómleika, því
skarðið er stórt.
Minningarnar hrannast upp.
Þótt ég hafi verið mest erlendis í
25 ár vissi ég alltaf af Bjögga,
vináttan var gömul og þurfti
ekkert mikilla útskýringa við, en
þannig var Bjöggi líka, hann var
ekki maður sýndarmennsku,
hann var stór maður, góður mað-
ur og vinur vina sinna.
Bjöggi birtist mér sem átta
ára polli, hoppandi yfir lækinn á
Sturluhóli þar sem við hittumst
fyrst, hann var þar ásamt Ásu
Hregg. frænku sinni í tvö sumur.
Við öll ásamt Birni bróður mín-
um urðum vinir. En Bjöggi var
mikill fjörkálfur, glettinn,
traustur og ljúfur, en þá vissum
við ekki að þessi sumur voru
bara byrjunin á ævilöngum vin-
skap. Hann tannlæknissonurinn
fékk alltaf stærri sælgætissend-
ingar en við hin, okkur fannst
það frábært, en hann setti allt í
púkkið og þessu var svo deilt
jafnt á kvöldvökunum. Bjöggi
öðlingur. Þar settum við upp
leikrit saman og allir skemmtu
sér. En Bjöggi var maður gleð-
innar og naut þess alla tíð að
taka þátt í gleðinnar stund.
Við urðum eldri og hittumst
aftur sem bekkjarsystkin í F-
bekknum hennar Hafdísar í
Hagaskóla og áttum þar frábær
þrjú ár og sáum hvert annað
stækka og breytast úr börnum í
unglinga. Þar birtist skýrar hver
Bjöggi var, skarpur, forvitinn og
tilbúinn til að spyrja spurning-
anna sem enginn þorði.
Síðan lá leiðin í MR og enn
vorum við í sama bekk á nátt-
úrufræðisviði og þar fór að koma
meira í ljós áhugi hans á nátt-
úrunni og margvíslegum þáttum
mannsins, bæði hugarfarslegum
og vísindalegum í bland við bók-
menntir. Hann varð alvarlegri,
enda fullorðinn, og spurði dýpri
spurninga, þótt alltaf væri stutt í
gleðina og það að halda upp á líf-
ið.
Halda upp á lífið.
Ég vil minnast Bjögga sem
þess sem vildi alltaf halda upp á
lífið og vonaðist til að gera það
áfram lengi með börnunum
þremur, lífsperlunum sínum. Á
þessari sorgarstundu votta ég
þeim og öllum sem eiga um sárt
að binda vegna fráfalls hans
Bjögga, Ólafi föður hans og báð-
um systrum hans og fjölskyldum
þeirra, frænkum og frændum,
vinunum mörgu og vinnufélög-
um mína dýpstu samúð. Bróðir
minn Björn vill einnig minnast
Bjögga með virðingu.
Blessuð sé minning þessa
ljúfa manns.
Helga Leifsdóttir
í New York.
Við sátum saman á Rauða
ljóninu nokkrir boltafélagar og
ræddum saman. Það hefur lengi
verið fastur liður hjá okkur á
miðvikudagskvöldum eftir bolt-
ann. Sparkfélagið er komið til
ára sinna. Saga þess spannar
orðið 30 ár og gott betur. Við er-
um Liljur vallarins.
Bjöggi hafði hringt í Snorra
fyrr um kvöldið og afboðað sig.
Hann var því fjarri góðu gamni.
Eitt af mörgu sem bar á góma
þetta kvöld var hversu hratt æv-
in líður og að farið væri að kvarn-
ast úr hópnum vegna aldurs og
þrálátra meiðsla. Þetta var eins
og fyrirboði. Daginn eftir bárust
okkur fregnir af því að Bjöggi
lægi milli heims og helju á spít-
ala. Nokkrum dögum síðar var
hann allur.
Við erum harmi slegnir.
Við höfum ekki bara verið
minntir á það að lífið er forgengi-
legt, að enginn veit hver annan
grefur. Við höfum misst góðan
félaga og vin. Stórt skarð er
höggvið í raðir okkar.
Björgúlfur Ólafsson var stór
maður. Í mörgu tilliti. Hávaxinn
og bjartur yfirlitum, glæsilegur
á velli og bar einhvern veginn
heimsmannslegt yfirbragð. Allra
hugljúfi. Jafnan léttur í skapi, já-
kvæður. Stundum kæruleysis-
legur í fasi, en samt traustur og
vinur vina sinna. Hann var í senn
styðjandi og umvefjandi. Það var
alltaf gott að hitta hann, vera ná-
lægt honum. Hann hafði þægi-
lega nærveru. Hann var skraf-
hreifinn og margfróður. Hafði
sterkar skoðanir, en lagði jafnan
gott til málanna og var upp-
byggilegur.
Samskipti innan hópsins fara
m.a. fram í tölvupósti og á Lið-
finni sem heldur utan um mæt-
ingu í boltann. Tölvupósturinn
hefur öðrum þræði þjónað sem
vettvangur fyrir upplýsingamiðl-
un og skoðanaskipti. Einn okkar
deildi mynd um ævi og lífsstarf
þjóðfélagsrýnisins og málvís-
indamannsins Noams Chomskys
til fróðleiks og skemmtunar.
Ekki leið á löngu þangað til svar
barst frá Bjögga í löngu máli.
Hann var ekki aðeins ósammála
Chomsky heldur sýndi fram á
það með margvíslegum rökum
að málvísindamaðurinn færi vill-
ur vegar í greiningu sinni á
bandarískri sögu og samfélagi.
Svona var Bjöggi. Hann vakti
hálfa nóttina til þess að horfa á
heimildarmynd og brást síðan
við henni eins og honum var eig-
inlegt – með vel skrifuðum texta
sem var nánast fullbúinn til
prentunar. Hann var rithöfund-
ur.
En Bjöggi vakir ekki fleiri
nætur við slíka iðju í þessu lífi.
Og nafnið hans er ekki lengur á
Liðfinni. Bjöx spilar ekki fleiri
leiki með Liljum vallarins. Núna
er hann horfinn úr okkar röðum.
Við kveðjum hann með þakklæti
og trega. Hans verður sárt sakn-
að. Börnum hans og fjölskyldu
vottum við okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd boltafélaga,
Stefán.
Hann var mikill maður vexti
og sterkur og allra manna best
vígur. Hann var vænn að yfirliti
og ljóslitaður, bláeygur og snar-
eygur og rjóður í kinnum, hárið
ljóst og fór vel. Manna var hann
kurteisastur, harðger í öllu, ráð-
hollur og góðgjarn, mildur og
stilltur vel, vinfastur og vina-
vandur. Þessi stytta og örlítið
breytta lýsing á fornkappa
nokkrum hefur mér alltaf þótt
eiga við Björgúlf eins og hann
var. Bjöggi eins og við kölluðum
hann var mikill vinur vina sinna,
alltaf tilbúinn til að hjálpa félög-
unum og jafnvel ættingjum
þeirra, hvort sem það var við
standsetningu íbúða, flutninga
eða hvað annað sem var. Hann
var einhver greiðviknasti maður
sem ég hef kynnst.
Bjöggi var gleðimaður í þess
orðs bestu merkingu. Hann naut
samvista við annað fólk og kom
jafnan af stað fjörlegum um-
ræðum. Hann átti það stundum
til að gera sér upp skoðanir and-
stæðar félögunum einungis til að
lífga upp á umræðuna eða dýpka
hana. Gott diskúsjónsþema var
alveg nauðsynlegt í góðum boð-
um. Hann dáði vitsmunalega um-
ræðu en fyrirleit fordóma og
upphrópanir.
Ég held að ég hafi hitt hann
fyrst í Þórsmörk í byrjun níunda
áratugarins. Það var um mitt
sumar þar sem hann var í hópi
góðra vina sem seinna urðu
margir vinir mínir og kunningj-
ar. Hann var áberandi sem einn
aðalfagnaðarhrókurinn í hópn-
um og ekki skemmdi glæsi-
mennskan fyrir. Við höfum síðan
farið margar ferðir í Mörkina,
gengið um og átt þar marga
gleðistund með góðum vinum.
Bjöggi var alla tíð mikið fyrir
hreyfingu og útivist. Hann ferð-
aðist um landið, gekk mikið, spil-
aði fótbolta og sótti ræktina
reglulega. Því kom það mjög á
óvart hvernig dauða hans bar að.
Bjöggi var skemmtilegur
maður og hafði einstaka kímni-
gáfu. Hann var snöggur til svars
og átti mörg góð andsvör. Mér er
minnisstætt þegar við komum á
sængina til Védísar vinkonu okk-
ar á laugardegi til að líta augum
son hennar og Snorra og Védís
sagði: „Jæja strákar, nú er ég
búin að gera mitt og komið að
ykkur.“ Þá svaraði Bjöggi að
bragði: „Já, það er ekkert mál,
við erum að fara í Larann í
kvöld,“ og átti þá við Þjóðleik-
húskjallarann. Það liðu reyndar
allnokkur ár þar til Bjöggi fór
sjálfur að eiga börn. En það var
einmitt í hans stíl að á einu af
þessum sárafáu sumarkvöldum
þegar veður er stillt og hlýtt og
lognið þannig að það logar á
kertum utandyra þá hitti hann
Hönnu sem hann síðan giftist og
átti með þrjú einstaklega mann-
vænleg og vel gerð börn.
Það er svo sárt og svo ósann-
gjarnt að hann skuli deyja svona
ungur, maður í blóma lífsins. Það
eru margir sem þarfnast hans og
missa svo mikils. Mér þótti vænt
um Bjögga og því er tilfinningin
sár. En minningin lifir um góðan
vin og þær stundir sem við áttum
saman. Það að eiga vináttu
manns, svo góða og svo lengi, er
ómetanlegt og fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur.
Blessuð sé minning Björgúlfs
Ólafssonar.
Ólafur Ástgeirsson.
Fráfall Björgúlfs, okkar góða
vinar og bekkjarbróður í MR,
kom okkur í opna skjöldu. Sum
okkar bekkjarsystkinanna í M-
bekknum höfðu fylgst að frá því í
Hagaskóla og vinskapurinn því
traustur og náinn.
Björgúlfur var ljúfur í viðmóti
og ávallt stutt í hláturinn. Hann
var mikill skíðamaður á sínum
yngri árum og stundaði einnig
ýmsar aðrar íþróttir s.s. fótbolta
og golf.
Það var auðvelt að hrífast af
Björgúlfi. Hann var eldklár og
hugurinn kvikur. Hann hafði lag
á að skapa líf og fjör í bekknum
og koma með spaugilegar at-
hugasemdir og spurningar og
varð því fljótt eftirlæti margra
kennara, ekki síst tungumála-
kennaranna. Hann var góður
námsmaður og jafnvígur á flest-
ar greinar.
Það voru forréttindi að fá að
vera í MR í þessu sögufrægu
húsi í miðborginni þar sem andi
liðinna kynslóða umlukti okkur
og úrval frábærra kennara gerði
sitt besta til að koma okkur til
manns. Margar kaffihúsaferðir
voru farnar á Mokka eða niður
við Austurvöll þar sem mál líð-
andi stundar voru rædd en líka
vonir og draumar. Tengslin sem
mynduðust á þessum tíma voru
einlæg og sterk.
Við minnumst skíðaferða til
Akureyrar og góðra stunda í
náttúrufegurðinni í Þórsmörk
þar sem tindar voru klifnir með
Björgúlf fremstan í flokki.
Áhyggjulausra daga þar sem allt
var mögulegt og engir tindar
voru of háir til að klífa. Við minn-
umst heimboða á Tjarnarstíginn
m.a. á stúdentsútskriftinni og al-
úðar og gestrisni foreldra hans.
M-bekkurinn hittist síðast
með útskriftarárganginum á 35
ára stúdentsafmælinu fyrir
tveimur árum í Viðey og sigldi
um Sundin á fallegu sumarkvöldi
og eigum við ánægjulegar minn-
ingar frá þessari ferð.
Við bekkjarfélagarnir kveðj-
um nú góðan dreng með þakk-
læti fyrir allar dýrmætu sam-
verustundirnar og fyrir
vináttuna sem aldrei bar skugga
á.
Börnum hans og fjölskyldu
allri sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd 6-M 1981,
Dóra Lúðvíksdóttir,
Af öllum þeim sem maður hitt-
ir á lífsleiðinni eru fáir jafn eft-
irminnilegir og Björgúlfur Ólafs-
son, félagi okkar úr leiðsögu-
náminu. Hann Bjöggi okkar.
Hann var hæfileikaríkur og hafði
svo marga aðdáunarverða eigin-
leika. Í náminu upplifðum við
þau forréttindi að vera saman,
fólk úr ýmsum áttum sem hafði
áhuga á nánast hverju því um-
fjöllunarefni um Ísland sem bar
á góma. Bjöggi varð á sinn hátt
leiðtogi í okkar hópi, án þess að
sækjast eftir því sérstaklega, eða
trana sér fram, nema ef honum
þótti einhver neikvæðni sigla á
okkar mið. Þá brást hann við og
færði stemninguna til léttara
hjals. Hann hafði djúpa hugsun,
var skarpgreindur og ævinlega
jákvæður og glaðlegur í viðmóti.
Í námsefninu fórum við sam-
ferða yfir þann regnboga sem
tengir samtíma við fyrri tíma.
Það var tilhlökkunarefni að
mæta í kennslu, ekki síst þegar
nemendur sjálfir fluttu frum-
samið efni og þá var það oft eft-
irminnileg skemmtun að hlusta á
Bjögga. Hann var góður penni
og kunni svo vel þá list að segja
frá. Sögur hans voru hlýlegar og
mannlegar.
Í brautskráningarathöfn
hópsins var Bjöggi beðinn að
flytja hátíðarræðu fyrir hönd
okkar nemenda. Ræðan varð
jafn minnisstæð og skemmtileg
og önnur kynni okkar af honum
voru. Hann sagði frá fjörlegu af-
mæli sem hann hafði nýlega ver-
ið í, þar sem afmælisbarnið, lítil
stúlka, hafði trúað honum fyrir
því að hún ætlaði að verða
drottning, því þá fengi hún að
tala og enginn mætti grípa fram í
fyrir henni.
Þessa ákvörðun stúlkunnar
heimfærði hann á okkur sam-
nemendur sína og hélt því fram
að við værum í raun drottninga-
bekkur. Við myndum upplifa
okkur sem drottningar í starfi
leiðsögumannsins. Og við fund-
um til okkar, nýútskrifaðir leið-
sögumennirnir – okkur yrði sko
ekki tiltökumál að leiða erlenda
gesti um sveitir eyjunnar okkar
fögru.
Allar götur síðan höfum við
drottningarnar hist á vegum
lands og víðernum. Það ein-
kenndi alltaf samskipti við
Bjögga hvar sem var, að hann
var glaður og vingjarnlegur.
Hann sýndi öllum sem hann
mætti einlægan áhuga og virð-
ingu.
Hver dagur leiðsögumanns er
óskrifað blað. Nýjar aðstæður,
samferðafólkið, veðurfar og
ástand vega, mannleg og tækni-
leg mistök, allt hjálpast að til að
fylla hið óskrifaða blað og það
reynir á leiðsögumanninn,
manngerð hans, hæfileika og
þekkingu. Hvernig sem á það er
litið var Bjöggi traustur haukur í
horni.
Það er sár og óskiljanleg
harmafregn að félagi okkar
Björgúlfur sé nú farinn. Stórt
skarð er höggvið í hóp skóla-
félaganna sem útskrifuðust sam-
an úr leiðsögunámi Endur-
menntunar Háskóla Íslands hinn
10. janúar 2014 eftir þriggja
missera samveru. En minning-
arnar munu lifa og fyrir þær er-
um við þakklát sem vorum svo
heppin að kynnast Björgúlfi,
ferðast með honum um lífsins
stigu um skeið, eiga hann að sem
skólafélaga, vin og síðar starfs-
félaga.
Björgúlfur er farinn í sína
hinstu ferð og nú er leiðsögu-
maðurinn annar. Kveðjustundin
óvænt og ótímabær. Friður fylgi
minningu Björgúlfs Ólafssonar.
Börnum hans og öðrum aðstand-
endum vottum við okkar innileg-
ustu samúð.
Fyrir hönd leiðsögumanna
sem útskrifuðust frá Endur-
menntun Háskóla Íslands 2014,
Marta B. Helgadóttir.
✝ Ingunn Sig-hvatsdóttir
fæddist að Tóftum
í Stokkseyrar-
hreppi 7. maí
1931. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði 21. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sighvatur
Einarsson, f. 8.11.
1900, d. 7.2. 1991, og Guð-
björg Halldóra Brynjólfs-
dóttir, f. 17.10. 1895, d. 19.4.
1951. Systkini hennar voru:
Bryndís Sveinsdóttir, f. 1921,
d. 2011, Sigurður Kristinn
Sighvatsson, f. 1926, d. 2016,
Ólafur Þórir Sighvatsson, f.
1929, d. 2008, Einar Sig-
hvatsson, f. 1931, d. 2007,
Hjalti Sighvatsson, f. 1932, d.
2013, og Sighvatur Einar Sig-
hvatsson, f. 1956.
Ingunn giftist Birgi
Baldurssyni, fæddum í Reykja-
vík 12. nóvember 1926, látnum
17. ágúst 1988. Börn þeirra
eru: 1) Baldur Birgisson, f.
30.4. 1952, í sambúð með Mar-
gréti Ísaksdóttur og eiga þau
þrjú börn og þrjú barnabörn.
2) Guðbjörg Halldóra Birgis-
dóttir, f. 25.12.
1953, gift Alex-
ander Hallgríms-
syni og eiga þau
fimm börn og tólf
barnabörn og eitt
á leiðinni. 3) Elín
Ásta Birgisdóttir,
15.1. 1956. Hún á
þrjú börn og þrjú
barnabörn og eitt
á leiðinni. 4)
Guðný Hólm
Birgisdóttir, f. 2.10. 1958. Hún
á tvo syni. 5) Bragi Birgisson,
f. 11.10. 1966, giftur Hildi
Harðardóttur. Þau eiga fjögur
börn og fimm barnabörn og
eitt á leiðinni.
Ingunn fékk hefðbundna
skólagöngu og fór svo í Hús-
mæðraskóla í Hveragerði.
Stofnaði svo fjölskyldu með
manni sínum á Stokkseyri.
Mestan sinn stafsaldur vann
hún sem verkakona í Hrað-
frystihúsi Stokkseyrar. Eftir
að því var lokað vann hún í
þvottahúsinu á Kumbaravogi.
Hún vann þar á meðan heilsan
leyfði til rúmlega sjötugs.
Útför Ingunnar fór fram frá
Fossvogskapellu 28. febrúar
2018 í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær,
einn er hann sér of sefa.
(Úr Hávamálum)
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Um huga minn
streyma ótal margar minningar
um þig. Þú varst stoð mín og
stytta. Kenndir mér svo margt
og með þér fékk ég að upplifa
marga skemmtilega hluti. Þú
þekktir svo marga og varst
mikil félagsvera. Það var svo
gaman að fá að fara með þér í
heimsóknir og hitta alls konar
fólk. Þú varst alltaf að gefa af
þér og sýndir ávallt mikla fórn-
fýsi. Ef eitthvað bjátaði á ein-
hvers staðar varst þú komin til
að hjálpa. Þú varst eiginlega
eins og skáti, ávallt viðbúin.
Þú varst svo ánægð þegar ég
flutti í sveitina því þú varst
sjálf alin upp í sveit. Sveitalífið
heillaði þig því alltaf spurðir þú
hvernig búskapurinn gengi.
Hvernig gekk sauðburðurinn?
Eruð þið búin að heyja? Þú
sýndir alltaf mikinn áhuga á því
sem þínir nánustu voru að gera.
Fylgdist með öllu og lagðir
okkur lífsreglurnar. Fyrir það
verð ég ævinlega þakklát. Takk
fyrir allt, elsku amma. Hvíl í
friði.
Þín nafna
Ingunn.
Ingunn
Sighvatsdóttir