Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Þegar þú varðst eldri og fórst
að vinna fyrir þér kom svo vel í
ljós hvaða mann þú hafðir að
geyma. Peningar og efnisleg gæði
voru aldrei markmiðið. Hvort sem
þú varst að vinna á leikskóla með
ungum börnum, unglingum í
menntaskóla eða að aðstoða þros-
kaskert ungmenni var einhvern
veginn markmiðið alltaf að leika
og gleðja, framkalla bros. Og það
gerði enginn betur en þú.
Alltaf þegar við hittumst var
hlegið. Við systkinin komumst
seint að því að við erum öll með
sama asnalega hláturinn. Við köll-
uðum þetta Pálmasonhláturinn.
Þegar við Ingunn eignuðumst
svo dætur okkar varst þú fljótur
að heilla þær. Alltaf hópuðust þær
strax að þér og voru farnar að
hlæja og fíflast með þér. Þær elsk-
uðu hárið þitt og skegg og stóru
eyrnalokkana. Þær sakna þín sárt
og skrifaði Ylfa þér bréf sem þú
munt fá með þér.
Það fór alltaf vel á með okkur
þótt við værum að mörgu leyti
mjög ólíkir. Ég dáðist alltaf af því
hvað þú varst hreinn og beinn og
hvað þú hafðir fallega sýn á lífið.
Við Ingunn töluðum oft um þig og
alltaf fylgdi umræðunni hvað þú
værir góður drengur. Bæði við og
dætur okkar elskuðum þig og
munum gera um ókomna tíð.
Elsku pabbi, Sally, Ella, Ágúst
og Birna, guð veri með okkur öll-
um og hjálpi okkur að geyma
minningu um yndislegan son,
bróður og mág.
Hjalti Þór Pálmason, Ingunn
Agnes og dætur.
Elsku Bjarni Þór, það er erfitt
að kveðja þig svona fallegan, ljúf-
an með brosið þitt bjarta og alltaf
með faðminn opinn. En það gerum
við með erindi úr bókinni hennar
Hrefnu ömmu:
Trúin er andans sigur
sannleiksleitandi barna
ljósið sem lifnar af engu,
ljómar þó eins og stjarna.
Vissan sem vonin vekur,
veitist þó erfitt að skilja,
er þó blessunin besta,
brot af almættisvilja.
Elsku Bjarni megi góður guð
gefa þér frið og ró og ástvinum
styrk í sorginni.
Þess óska
amma Bryndís og afi Otto.
Nú er elsku drengurinn hennar
ömmu farinn, fyrsta barnabarnið
mitt. Hann bar nafn langalangafa
síns Bjarna H. Pálmasonar,
manns sem var mér sem faðir og
það er ekki síst þess vegna sem
nafnið Bjarni er mér svo afar
kært. Og hann Bjarni Þór var mér
svo kær. Litli fjörkálfurinn henn-
ar ömmu sinnar. Það gat stundum
tekið á að passa hann þegar hann
var yngri, því hann hélt manni
stöðugt við efnið.
Nú seinni árin höfum við séð
minna af honum, en hann var hjá
okkur afa á Nesinu í nokkrar vik-
ur þegar hann var við störf í Hinu
Húsinu í Pósthússtræti fyrir
nokkrum árum. Sá tími er okkur
afa mjög dýrmætur. Bjarni var
svo blíður og sýndi svo mikla
hlýju. Þurfti engin orð, bara faðm-
lag.
Það er svo margt í þessum
heimi sem maður getur aldrei skil-
ið og fær aldrei svör við. Eftir sitj-
um við ástvinirnir og horfum út í
tómið með sorg í hjarta. En minn-
ing Bjarna Þórs lifir og hún er
sem smyrsl á sárin.
Guð geymi elsku drenginn okk-
ar.
Amma Birna og afi Reyn-
ir á Nesinu.
Þessi fallegi drengur, þessi fal-
legu augu.
Þessi orð eru búin að hljóma í
eyrum mér síðan ég fékk þær
hræðilegu fréttir að elskulegi
bróðursonur minn væri látinn.
Elsku Bjarni, ég var 25 ára þegar
þú fæddist og var ekki komin með
fjölskyldu. Ég fékk þann heiður að
passa þig og fannst þér gaman að
koma og gista hjá frænku og mér
fannst gaman að fá að hafa þig
litla gleðigjafann.
Þegar mamma þín og pabbi
giftu sig og fóru til útlanda í brúð-
kaupsferð varst þú tæplega
tveggja ára og dvaldir hjá mér í
nokkra daga. Það var yndislegur
tími að fá að vera í „mömmuleik“
með þér. Þú varst alltaf svo glaður
og mikill knúskall, það elskuðu þig
allir.
Veislurnar í Langó þar sem öll
fjölskyldan kom saman voru oft
mjög fjörugar. Barnabörn for-
eldra minna hlaupandi upp og nið-
ur stigann og oft var mikið fjör úti
í garði, þar varst þú oft fremstur í
flokki. Þegar ég eignaðist mína
fjölskyldu og þú fleiri systkini
fjölgaði afmælisboðum og veislun-
um og alltaf varst þú hrókur alls
fagnaðar með bros á vör allan tím-
ann.
Mér þótti mjög vænt um þegar
þú sendir mér skilaboðin „hvað
segir mamma nr. 2 gott“, já þú
kallaðir mig oft mömmu nr. 2 og
oftast fylgdi broskall með kossi
eða hjarta á eftir.
Þú varst fallegur að innan og
utan og var tekið eftir þér hvar
sem þú fórst hvort sem hárið og
skeggið var sítt eða stutt.
Það eru ekki mánuður síðan þú
fékkst þann heiður að bera kistu
ömmu þinnar og mömmu minnar
til hinstu hvílu. Á þeirri stundu
áttum við góðar stundir saman og
er ég glöð fyrir þann tíma sem við
fjölskyldan áttum með þér þá.
Við fjölskyldan kveðjum þig
elsku fallegi frændi með fallegu
bláu augun þín, þú átt stórt pláss í
hjörtum okkar og mikið munum
við sakna þess að geta ekki séð þig
brosa þínu fallega brosi sem
bræddi alla.
Nú ert þú komin til ömmu þinn-
ar og Bryndísar frænku sem
munu núna fá að passa þig.
Minning um yndislegan frænda
lifir í hjörtum okkar.
Svandís og fjölskylda.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HH)
Það er sárara en orð fá lýst að
skrifa þessi kveðjuorð um elsku
Bjarna Þór. Við vinkonurnar höf-
um fylgst með uppvexti hans frá
því hann kom í heiminn. Hann var
með fallegri börnum sem fæðst
hafa.
Skírnin, öll afmælin, fótboltinn,
fermingin, allir sigrar og sorgir.
Bjarni Þór var mjög skemmtileg-
ur og vinsæll meðal vina sinna,
enda léttur í lund og alltaf stutt í
sprellið hjá honum. Fallega brosið
og bláu augun hans sem bræddu
hjörtu okkar, líka þegar hann var
að gera prakkarastrikin sín.
Bjarni Þór var mjög barngóður og
hjartahlýr og kom það vel í ljós
þegar hann var að starfa með
krökkunum i Hinu húsinu.
Elsku hjartans Sallý, Pálmi og
fjölskylda, við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð. Við biðjum Guð
að veita ykkur styrk, megi allar
góðu minningarnar um Bjarna
Þór líkna í sorginni.
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(SE)
Hvíl í friði, elsku vinur.
Inga, Sigrún og fjölskyldur.
Elsku Bjarni Þór. Mikið er sárt
að kveðja þig, elsku vinur. Alltof
snemma. Litli frændinn minn. Svo
glaðvær, góðhjartaður, barngóður
og fagur.
Ég man alltaf daginn sem þú
fæddist. Og nafnið, maður. Ég var
svo stoltur. Loksins var kominn
nýr fjölskyldumeðlimur.
Ég er yngsta systkinið og því
var svo kærkomið að fá þig. Lítinn
og fjörugan frænda í fjölskyldu-
boðin. Ég beinlínis sótti í að fá að
passa þig, gleðigjafinn sem þú
varst.
Eitt skiptið þegar þú varst sótt-
ur úr pössun var ég búinn að
klæða þig í gamlan KR-búning,
hengja KR-nælur í treyjuna, og
gefa þér stórt KR-flagg til að
halda á þegar pabbi þinn, Víking-
urinn, kom að sækja þig. Ég held
að það hafi ekki vakið neina sér-
staka lukku. Tilraunin klikkaði hjá
mér, ekki varðstu KR-ingur. En
mér fannst þetta fyndið og við
skemmtum okkur vel, vinirnir.
Eins og alltaf.
Við hittumst því miður of sjald-
an eftir að ég flutti til Danmerkur.
En það var alltaf gott og gaman að
hitta þig í fjölskylduboðunum í
kringum jól og áramót. Brosið og
húmorinn alltaf á sínum stað. Og
alltaf svo ljúfur og góður við litlu
systkini þín, Ágúst Ottó og Birnu
Lind.
Fréttirnar af því að þú sért far-
inn eru svo sárar, elsku frændi
minn. Ég mun alltaf sakna þín, og
við öll, en minningarnar um þig og
allar góðu stundirnar munu lifa.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst þér. Og það huggar mig að
ég veit að þú passar núna litlu
frænkur þínar, Unni Birnu og Evu
Maríu.
Betri barnapössun er ekki
hægt að hugsa sér.
„Ég kyngi tári ...“ Guð geymi
þig.
Elsku Sallý systir, Pálmi,
Ágúst Ottó, Birna Lind, Hjalti og
Elísabet, við sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Bjarni Birkir og fjöl-
skylda, Danmörku.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Bjarni Þór var ástkær litli
bróðir barnanna minna og hef ég
því verið tengd honum í gegnum
þau, alla hans ævi. Það sem fyrst
kemur upp í hugann í minningu
um þennan fallega dreng eru þessi
fallegu tindrandi bláu augu og
leiftrandi brosið hans sem hann
var óspar á. Hann var svo fallegur
að utan sem að innan. Glettinn og
alltaf til í að sprella og leika, enda í
miklu uppáhaldi hjá litlu frænk-
unum sínum. Það fór ekki framhjá
neinum sem kynntust honum hvað
hann var hlýr og gefandi í sam-
skiptum, fordómalaus og hafði
einstaklega góða nærveru. Þau
voru heppin hjá Hinu húsinu að
hafa haft hann sem starfsmann í
tómstundastarfi með fötluðum,
þeim hefur ekki leiðst þegar hann
var á vakt. Hann var náinn vinur
dóttur minnar og bar mikla virð-
ingu fyrir eldri bróður sínum, syni
mínum. Bjarni var alltaf ákveðinn
í að „lifa lífinu“ eins og hann sagði
sjálfur og það má með sanni segja
að það hafi hann gert. Hann fór
sínar leiðir í því og lifði hátt en
hafði svo nýverið ákveðið að
breyta um stefnu og var bjartsýnn
að feta sig áfram á nýjum slóðum,
þegar þetta hörmulega slys gerist.
Ótrúlega sorglegt, ótímabært og
mikill harmur fyrir foreldra,
systkini og alla aðstandendur.
Megi góður guð umvefja fjöl-
skyldu og aðstandendur hans á
þessum erfiða tíma. Minningar
um góðan dreng, son og bróður
mun ávallt lifa í hjörtum okkar.
Hvíl í friði.
Sigríður Friðriksdóttir.
Það var á Laugarvatni, á
úrtaksæfingum fyrir landsliðið
fyrir stráka undir 16 ára, sem við
kynntumst. Án þess að hafa hug-
mynd um hver þú værir hafði ég
frétt að þú hefðir gerst svo djarfur
að hafa með þér tóbaksdollu. Ég
var ekki svo djarfur og skildi mína
eftir heima. Ég gekk rakleiðis að
þér og spurði þig hvort þú værir
nokkuð með í vörina. Ég, orðinn
stór og skeggjaður og á undan
öðrum í þroska, fékk bara stórt
„nei, af hverju heldurðu það?“ því
þú hélst að ég væri einn af aðstoð-
arþjálfurunum. Eftir að hafa
greitt úr þeim misskilningi og
komið var á hreint að ég var bara
enn einn villingurinn gerðum við
okkur ferðir upp í fjall í frítíman-
um svo enginn kæmi nú að okkur.
Við rifjuðum oft upp einmitt
þessa sögu og hlógum mikið að.
Þessa helgi myndaðist hinn besti
vinskapur sem síðar átti eftir að
breytast í bræðralag.
Þú varst virkilega duglegur að
grínast í fólki og á annarri úrtaks-
æfingu, hér í bænum, ætlaðirðu að
stríða mér. Við vorum síðastir í
klefanum, ég, þú og Pape. Við
Pape vorum komnir inn í sturtu
þegar þú ákveður að slökkva öll
ljós. Síðan kemur þú hlaupandi
inn í sturtuklefann og sérð mig
standa úti í enda og ætlar að
hlaupa í áttina til mín þegar heyr-
ist þessi svakalegi skellur. Þá
hafðirðu gleymt að reikna með því
að Pape sést víst ekki vel í myrkri,
enda þeldökkur á hörund, og þú
endaðir á rassinum gargandi úr
hlátri. Þessi hlátur er mér
ógleymanlegur og minningin því
dýrmæt.
Við eigum endalausar minning-
ar sem þessar sem hægt væri að
telja upp enda eyddum við meiri
tíma saman en í sundur.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
var oftar en ekki stærsti viðburð-
ur ársins hjá okkur og fórum við
oft með það að markmiði að gera
einhvern skemmtilegan skandal.
Eins og hver hjálpar vini sínum á
morgni mánudags, sem er klædd-
ur í neongrænan Borat-g-streng,
að klifra upp skítuga brekkuna
eftir mestu rigningarþjóðhátíð
síðari ára, til þess eins að horfa á
hann renna sér niður drullu-
svaðið? Fáir aðrir en þú. Ætli það
hafi svo ekki verið ári seinna sem
við löbbuðum heim á leið aðfara-
nótt mánudags, þegar ég áttaði
mig á því að við hefðum ekki gert
neitt af okkur þessa þjóðhátíð.
Nokkrir gæslumenn voru þarna á
gangi svo ég stakk upp á að við
færum í gamnislag. Þá hefur
slæma eyrað verið farið að segja
til sín og þú misst af „gamni“-part-
inum. Gæslan kemur hlaupandi,
rífur okkur í sundur og við segjum
þeim að þetta hafi bara verið smá
djók. Þeim fannst þetta ekkert
fyndið því ég endaði alblóðugur
með glóðarauga og skurð undir
auganu. Við löbbuðum skellihlæj-
andi, haldandi hvor utan um ann-
an, upp í sjúkraskýli til að láta
sauma í mig þrjú spor.
Þjóðhátíð verður öðruvísi í ár,
án þín, en ég mun hella sopum þér
til heiðurs því ég veit þú verður á
sveimi þarna með mér.
Síðustu ár urðum við nánari og
nánari. Allt dótið sem við höfum
fengið lánað hvor hjá öðrum í leyf-
isleysi og týnt! Nú síðast fékkstu
lánaðar naglaklippur hjá mér hér
heima. Ég er búinn að leita að
þeim í fjóra daga, Bjarni! En það
er víst bara einn af þeim hlutum
sem við vinirnir höfum lært að
elska við þig og hlæja að og verður
nú erfitt að lifa án.
Þú lífgaðir alltaf upp á herberg-
ið og breyttir öllu í grín. Með grín-
inu náðirðu að breyta þungri
skeifu í bros og það var alltaf hægt
að leita til þín þegar þungt var yfir
manni.
En nú verð ég víst að læra að
gera hlutina án þín og mun það
taka heljar tíma. Við Jón Gauti
munum bakka hvor annan upp og
halda minningu þinni á lofti, því
við höfum nóg frá þér að segja.
Ég elska þig svo mikið elsku
vinur, minn kæri bróðir.
Hvíldu í friði.
Gunnar Geir
Gunnlaugsson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BENEDIKT JÓN HILMARSSON,
Litlakrika 72, Mosfellsbæ,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
fimmtudaginn 15. mars.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. mars
klukkan 13.
Matthildur Óladóttir
Hilmar Benediktsson Freyja Rúnarsdóttir
Sonja Björk Benediktsdóttir
Símon Jóhann Benediktsson Arnrún Lea Einarsdóttir
og barnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
HELGA SVANA BJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Boðaþingi,
áður Fellsmúla 14,
lést á heimili sínu sunnudaginn 11. mars.
Útför hennar fer fram frá Breiðholtskirkju föstudaginn
23. mars klukkan 13.
Starfsfólki Spóalundar, Boðaþingi, þökkum við umhyggju og
alúð á liðnum árum.
Hólmfríður Ingvarsdóttir
Stefán Vagnsson Guðveig S. Búadóttir
Hreinn Vagnsson Guðrún Sverrisdóttir
Birgir Vagnsson Kristín Kristinsdóttir
Gunnar Vagnsson Elísabet Sigurbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, bróðir, afi
og langafi,
ÁRNI EYVINDSSON,
Sólteig, Hrafnistu,
lést fimmtudaginn 8. mars.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 21. mars klukkan 13.
Fjóla Valdís Árnadóttir Dagbjört Ósk Gunnarsdóttir
Eyvindur Scheving Ann Scheving
Kristjana J. Eyvindsdóttir Sigurður Guðbjörnsson
Hannes Eyvindsson Edda Vigfúsdóttir
afabörn og langafabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og vinkona,
KRISTJANA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 15. mars.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 23. mars
og hefst athöfnin klukkan 13.
Helgi Vilberg Jóhannsson Sigurdís Þorláksdóttir
Sigurður S. Jóhannsson Kristrún Erlendsdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir Guðbrandur Ólafsson
Margrét Jóhannsdóttir Kári Ólafsson
Páll Jóhannsson Helga Kristín Sigurðardóttir
Ragnheiður G. Jóhannsd. Ísleifur Erlingsson
Valgeir Borgarsson