Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
✝ Einar Sigur-björnsson
fæddist í Reykjavík
17. september 1997.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 6.
mars 2018.
Foreldrar hans
eru Brynja
Jónsdóttir lyfja-
tæknir, f. 1. ágúst
1972, og Sigurbjörn
Einarsson við-
skiptafræðingur, f. 9. október
1971.
Sambýliskona Sigurbjörns er
Karen Sif Þorvaldsdóttir tann-
smiður, f. 12. mars 1976.
Bræður Einars eru Eggert
Árni, f. 6. október 2000, og
Magnús Þorkell, f. 9. febrúar
2005.
Stjúpbræður Einars eru Dag-
ur Steinn, f. 18. febrúar 2003,
Haukur Logi, f. 7. september
Hann stundaði líka nám í Tröð í
Kópavogi sem er skammtíma
skólaúrræði og líka við Brúar-
skóla við Dalbraut í Reykjavík.
Hann var í grunnskóla Borgar-
fjarðar á Varmalandi í 9. og 10.
bekk og gekk svo í Mennta-
skólann í Borgarnesi eina önn.
Einar æfði sund í mörg ár,
barnasundsnámskeið frá því að
hann var sex mánaða gamall og
svo í gegnum öll leikskólaárin en
seinna með Sunddeild Breiða-
bliks. Eftir að hann kláraði 10.
bekkinn var hann vinnumaður
eitt sumar á Hóli í Svarfaðardal
en svo bjó hann tæpa tvo vetur á
Norðtungu 3 í Borgarfirði árin
sem hann var í 9. og 10. bekk.
Eftir að hann hætti í Mennta-
skólanum í Borgarnesi byrjaði
hann að vinna í Fjölsmiðjunni í
Kópavogi og eftir Fjölsmiðjuna
þá vann hann hjá Bæjarins bestu
í nokkur ár.
Einar var ókvæntur og barn-
laus. Kærasta Einars síðastliðin
tvö ár var Hekla Sól Hauksdóttir.
Útför Einars fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag, 20.
mars 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
2007, og Hilmar
Örn, f. 11. febrúar
2010.
Foreldrar Brynju
eru Hanna Ósk
Jónsdóttir hús-
móðir, f. 1. október
1938, og Jón Sig-
urðsson vélstjóri, f.
17. júní 1936.
Foreldrar Sigur-
björns eru Einar
Sigurbjörnsson pró-
fessor, f. 6. maí 1944, og Guðrún
Edda Gunnarsdóttir sóknar-
prestur, f. 1. september 1946.
Foreldrar Karenar eru Kol-
brún M. Haukdal Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 28. sept-
ember 1949, og Þorvaldur Ásgeir
Hauksson búfræðingur, f. 28.
febrúar 1949.
Einar ólst upp í Kópavogi og
stundaði grunnskólanám fyrstu
skólaárin sín við Digranesskóla.
Elsku hjartans drengurinn
minn, það er þyngra en tárum
taki að setjast niður og skrifa
þessi fátæklegu orð á þessari
stundu. Ég sit og horfi á mynd-
irnar af þér og minningarnar
streyma fram eins og óstöðv-
andi foss, þetta er allt svo
óraunverulegt. Það er svo
óraunverulegt að við eigum
aldrei eftir að upplifa neitt
saman aftur, ekki eftir að tala
saman aftur, ekki eftir að hlæja
saman aftur og ekki eftir að
faðmast aftur. Það eru tvö
augnablik, Einar minn, sem
hafa haft meiri áhrif á mig en
nokkuð annað í lífinu; annað
var hinn 17. september 1997
þegar þú fæddist og hitt var 6.
mars 2018 þegar ég frétti að þú
værir farinn, værir farinn í þitt
síðasta ferðalag og værir ekki
lengur með okkur. Það eru
engin orð sem geta lýst þeirri
vanlíðan og sorg sem fylgdu
þessari frétt, missirinn er svo
mikill og sorgin svo sár.
Það stendur einhvers staðar
að þeir deyi ungir sem guðirnir
elska mest en það var svo sann-
arlega ekki bara guð einn sem
elskaði þig, Einar minn, það
veit guð að ég elska þig engu
minna en samt ertu farinn. En
þú varst svo sannarlega elsk-
aður og dáður af öllum þeim
sem þekktu þig. Útgeislun þín
var svo mikil, brosið þitt fallegt
og tært og hláturinn smitandi
og innilegur. Þú varst alveg
einstaklega hjartahlýr og góður
strákur með sterka réttlætis-
kennd. Í mörg ár varstu í mik-
illi baráttu við sjálfan þig, Ein-
ar minn, í stríði sem þú varst
staðráðinn í að vinna, orrustu
sem ég trúði á hverjum degi að
þú myndir hafa betur í en því
miður fyrir okkur sem sitjum
eftir tapaðist þetta stríð. Núna
ertu búinn að finna friðinn
þinn, finna frið og ró á himn-
um.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
…
(Bubbi Morthens)
Við sem eftir sitjum söknum
þín svo óstjórnlega mikið en
allar fallegu minningarnar lifa
og þú verður alltaf með okkur í
þeim. Við verðum einhvern
veginn að læra að halda áfram
með lífið án þín og styðja hvert
annað í þessum sára söknuði og
sorg. Orðin verða svo fátækleg
og laga ekki neitt, það getur
ekkert lagað eða útskýrt þegar
ungur fallegur elskaður maður
þarf að hverfa burt í blóma lífs-
ins, hverfur fyrst í óskiljanleg-
an heim fíknar og þunglyndis
og svo að lokum burt úr þess-
um heimi. Þetta er svo óskilj-
anlegt og tilgangslaust en þó að
líkaminn sé núna sofnaður þá
lifir sálin og minningin og það
er það sem við sem eftir erum
höldum á lofti og minnumst.
Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá
og hvar er ljós og dag að sjá?
Ef hjartað týnir sjálfu sér
hvar sé ég leið, hver bjargar mér?
Þú heyrir svar ef hlustar þú
af hjartans þörf, í barnsins trú
því Kristur Jesús þekkir þig
og þú ert hans, hann gaf þér sig.
(Sigurbjörn Einarsson)
Elsku hjartans drengurinn
minn, þó að þú sért ekki lengur
hjá okkur og ég geti ekki faðm-
að þig þá veit ég að sálin lifir
og er hjá okkur. Minning þín
lifir áfram með okkur og allar
fallegu minningarnar hjálpa
okkur í gegnum sorgina.
Guð geymi þig alla tíð, Einar
minn.
Þinn
pabbi.
Hinn 17. september 1997 var
mikill gleðidagur í lífi okkar.
Þann dag fæddist fyrsta barna-
barnið okkar, drengur sem
hlaut nafn afa síns við skírn-
arlaugina. Afi og nafni fékk að
skíra þennan fallega og efni-
lega pilt. Einar var fljótur til
máls, klár og skemmtilegur.
Hann hafði geislandi bros og
smitandi hlátur. Hann kom oft í
heimsókn til okkar og fékk að
gista. Eins og ætíð fyrir börnin
og barnabörnin þegar þau voru
komin í háttinn sungum við
sálminn Enginn þarf að óttast
síður og barnagæluna:
Drottinn á drenginn,
dálítinn piltinn,
veri Guð hans verndin,
veiti hann honum styrkinn.
Gættu að honum, Guð minn,
Svo grandi’ honum háskinn enginn.
Drottinn á drenginn.
Einar var mjög ánægður
með að fá hjónasælu og mjólk
og láta afa segja sér sögur og
lesa fyrir sig. Bakkabræður,
Búkolla og Brúsaskeggur voru
meðal vinsælla þjóðsagna sem
afi sagði honum eins og börn-
um okkar öllum og barnabörn-
um. Einar hélt líka mikið upp á
Tinnabækurnar og Gulleyjuna
og var hún til á myndbandi hér
hjá okkur sem hann horfði mik-
ið á. Þá voru myndböndin með
Narníu-ævintýrunum, Múm-
ínálfunum, Heiðu og fleiri sög-
um sívinsæl.
Einar var dýravinur og
fannst gaman að komast í
sveitastörf. Við eigum góðar
minningar frá heimsóknum
hans og fjölskyldunnar til okk-
ar þar sem við vorum á sumrin.
Þegar hann komst á ferming-
araldur fékk hann með leyfi
prestsins sem fermdi hann að
koma í fermingarfræðslu til
ömmu og afa og voru það góðar
stundir. Við fórum með honum
yfir fermingarlærdóminn og
hann lærði sálma og vers. Þeg-
ar barnabörnunum fjölgaði þá
varð Einar stóri bróðir og stóri
frændi. Hann var einstaklega
barngóður og litlu frændsystk-
inin dáðu hann.
Að missa Einar núna er nán-
ast óbærilegt og getum við ekki
fært hryggð okkar í orð.
Sjö ára frændi hans og
barnabarn okkar átti erfitt í
skólanum í síðustu viku og þeg-
ar hann var spurður hvað am-
aði að honum sagði hann:
„Ég er svo leiður í hjartanu
af því að heilinn minn er svo
mikið að hugsa um Einar.“
Guð blessi minninguna um
góðan og ljúfan dreng. Veri
hann ætíð Guði falinn.
Við kveðjum hann með sálmi
eftir langafa.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
Þú vakir, faðir vor,
og verndar börnin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóð á himni skín.
Lát daga nú í nótt
af nýrri von og trú
í myrkri hels og harms
og hvar sem gleymist þú
á jörð, sem átt og elskar þú.
Kom, nótt, með náð og frið,
kom nær, minn faðir hár,
og legðu lyfstein þinn
við lífsins mein og sár,
allt mannsins böl, hvert brot og sár.
(Sigurbjörn Einarsson)
Amma og afi N-8,
Guðrún Edda og Einar.
Elsku Einar minn, þú varst
ekki bara besti frændi minn,
heldur líka besti vinur minn.
Þú varst mér allt, þú stóðst
alltaf við bakið á mér, bæði í
blíðu og stríðu. Ég gat alltaf
leitað til þín þegar eitthvað var
að angra mig, þú varst líka
duglegur að tala við mig og
leita til mín þegar þér leið eitt-
hvað illa eða eitthvað var að.
Ég gat alltaf treyst á þig og þú
á mig, við höfðum alltaf hvort
annað til að leita til.
Ég man svo vel þegar þú
sagðir við mig: „Vala, þú ert
ein af þeim fáu sem ég treysti
fyrir öllu, þú ert mér allt og ég
elska þig meira en allt, frænka
mín.“
Við áttum alltaf svo yndis-
legar stundir saman og ekkert
nema góða tíma, bæði þegar við
vorum ung og líka eldri, þetta
eru tímar sem ég mun aldrei
gleyma.
Að hugsa út í það að þú sért
virkilega í alvörunni farinn frá
okkur og ég geti aldrei knúsað
þig eða heyrt í þér aftur er al-
veg hræðilegt, ég mun alltaf
halda í minninguna um þig og
alla yndislegu tímana sem við
áttum saman og þú munt alltaf
eiga stað í mínu hjarta, elsku
frændi. Eins sárt og það er að
sætta sig við það að þú sért
farinn þá ertu allavega kominn
á góðan stað og guð mun passa
upp á þig. Hvíldu í friði, þín
frænka
Vala.
Elsku Einar stóri frændi. Þú
varst svo rosalega skemmtileg-
ur, fyndinn og góður við okkur.
Þú leyfðir okkur alltaf að kitla
þig og það var svo fyndið. Það
var svo gaman að leika við þig.
Við erum svo leið í hjartanu yf-
ir því að þú komir aldrei aftur
en við vitum að núna ertu uppi
á himninum hjá Guði.
Við eigum svo margar góðar
minningar um þig elsku Einar.
Guð geymi þig og sofðu rótt.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók)
Þín
Karitas, Rökkvi og
Guðmundur Einar.
Elsku Einar, það er svo
óraunverulegt og skrítið að þú
sért farinn. Ég man hvað við
vorum öll búin að bíða í mikilli
eftirvæntingu eftir deginum
sem þú komst í heiminn. Það
var næstum eins og að eignast
lítið systkini að eignast þig sem
litla frænda, við vorum öll orðin
svo spennt og fylltumst svo
miklu stolti daginn sem þú
komst. Það var gaman að fylgj-
ast með þér vaxa og dafna og
ég var stolt stóra frænka. Þú
varst svo kátur og skýr strák-
ur, fljótur að læra að tala og þú
hafðir svo smitandi og léttan
hlátur að það lýstist allt í
kringum þig þegar þú fórst að
hlæja.
Árin sem ég bjó í Danmörku
fylgdist ég með þér úr fjarlægð
en ég man svo vel eftir því hvað
þú varst einbeittur í að verða
góður í því sem þú ákvaðst að
taka þér fyrir hendur. Það er
ógleymanlegt hvað þú varst
flinkur á línuskautunum og í
öllum sirkustrixunum sem þú
lærðir og maður fylltist aðdáun
í hvert skipti sem maður fékk
að sjá einhver trix. Seinna
varðst þú líka stoltur stóri
frændi og litlu frændsystkinin
þín litu alltaf svo mikið upp til
þín. Þú varst alltaf svo góður
við þau, óþreytandi að leika við
þau og það var ógleymanlegt að
fylgjast með því hvernig öll
börn heilluðust af þér og það
var alltaf mikið hlegið þegar þú
varst nálægt.
Elsku Einar, það er svo sárt
að hugsa til þess hversu erfiða
daga þú áttir og hvað lífið lék
þig grátt stundum. Engin orð
fá lýst þeirri staðreynd sem nú
blasir við okkur og við fáum
ekki breytt.
Guð geymi þig, elsku frændi
minn, við elskum þig og eigum
góðar minningar um þig, hlát-
urinn þinn og brosið þitt.
Sólin til fjalla fljótt
fer um sjóndeildarhring,
senn tekur nálgast nótt,
neyðin er allt um kring.
Dimmt er í heimi hér,
hættur er vegurinn,
ljósið þitt lýsi mér,
lifandi Jesús minn.
(Hallgrímur Pétursson)
Hvíl í friði elsku Einar, þín
frænka,
Guðný.
Ég kynntist Einari á Barna-
deild BUGL þar sem hann lá
ásamt syni mínum. Þeim varð
fljótt vel til vina. Brátt varð
Einar næturgestur á heimili
mínu einstöku sinnum og sá
mesti aufúsugestur sem þangað
hefur komið, kurteis, ljúfur,
glaður, alltaf tilbúinn til að
spjalla við kellingu eins og mig,
hans einasta þörf pítsa. Svo
skildi leiðir. Einar kom æ
sjaldnar í heimsókn. Ég skildi
það fullkomlega. Einar vildi
samskipti við fólk og vera hluti
af hópi og kom æ sjaldnar í
heimsókn til heimakærs sonar
míns.
Dag einn sá ég hann, hvar
hann stóð glaður fyrir utan krá
í miðbænum. Hann kallaði til
mín og heilsaði brosandi. Ég
brosti, við skiptumst á fáeinum
orðum og ég hélt mína leið vit-
andi að þetta var röng krá,
rangur tími dags, allt væri
rangt. Ég vissi hvað fram und-
an væri, ólíkt Einari, en á
þeirri stundu ákvað ég að ein-
blína á glaða drenginn sem ég
þekkti.
Ég og sonur minn vottum
fjölskyldu Einars og vinum
hans samúð. Við sem þekktum
hann munum hvað hann var
ljúfur.
Ásdís Bergþórsdóttir
og Ólafur.
Er sorgin slær
og syrtir að
við eigum erfitt með að skilja það
hvað ræður lífi og ræður för;
við ráðgátunni finnum engin svör.
Er falla hin þungu tregatár
og tætt er sálin eins og opið sár
frá þjáðum berst hið þögla óp:
Þarf ég að lúta því sem þessi örlög
skóp?
Þannig orti faðir minn. Þetta
fyrsta erindi í sálmi hans,
Ákall, lýsir vel hvað fór í gegn-
um huga mér þegar ég heyrði
af andláti Einars. Hann sem
var svo ungur.
Hann sem átti framtíðina
fyrir sér. Hann sem var svo
barngóður og ljúfur. Hvað ræð-
ur lífi og hvað ræður för? Við
því eru engin svör.
Við erum fá, við erum smá;
í hendi almættisins eins og strá;
í eilífðinni augnablik;
í andblæ fjúkum burt sem hismi og
ryk.
Ég leita að því sem læknar böl
og sefar sorg
og sára hugarkvöl:
Hin sanna ást, hin sanna trú,
hið sanna hjálpræði, ég hrópa það
nú!
Við fjölskyldan kynntumst
Einari rétt fyrir áramótin 2015
þegar hann og ein dóttirin,
Hekla Sól, felldu hugi saman.
Þá vann Einar á Bæjarins
bestu en Einar var mjög dug-
legur til vinnu og tók að sér
margar aukavaktir, oft langt
fram á nótt. Einar kom vel
fram, barst ekki á og var tillits-
samur og duglegur. Hann tók
þátt í heimilisstörfum og heim-
ilislífi okkar eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Einari var
vel tekið, enda kurteis og góður
strákur.
Sonurinn á heimilinu var sér-
staklega ánægður með að fá
pilt inn á heimilið, einhvern
sem hann gat talað við um sín
áhugamál eins og tölvuleiki og
tónlist.
Sumarið 2016 kom Einar
með okkur í fjölskylduferð á
Borðeyri hvar við skemmtum
okkur vel öll saman. Hann var
einn af okkur, einn af fjölskyld-
unni. Segja má að Einar hafi
flutt alveg inn til okkar í árs-
byrjun 2017 og búið á heimilinu
mest allt það ár. Sambúðin
gekk að mestu vel og sonurinn
og Einar urðu sífellt betri vinir
þegar á leið þótt sex ár skildu
þá að.
Einar var líka barngóður og
litla barnabarnið var fljótt að
læra að segja nafn hans og
hafði gaman af að leika við
hann. Eina! Eina! kallaði hún,
þegar hún sá hann.
Einar hefði getað orðið svo
margt, gert svo margt. En af
því verður því miður ekki. Ein-
ar verður samt alltaf til. Hann
lifir í minningum okkar og við
getum lært mikið af hans lífs-
leið. Við getum tekið utan um
hvert annað og hlúð að hvert
öðru, skapað minningar og not-
ið samverunnar. Við getum
munað að það er það dýrmæt-
asta sem við eigum.
Drottin gaf. Drottinn tók.
Dómsorð skráir hann í lífsins bók.
Í hans hönd er allt vort ráð,
öll vor von og öll vor hjálp og náð.
Þú alvaldur í hæstri hæð,
ó, hjálpaðu mér nú í minni smæð!
Ég hrópa á þig og heitt þig bið:
Ó, viltu hugga mig og gefa sálarfrið!
Hrópa á þig! Heitt þig bið!
Gef mér ró og sálarfrið!
Þjáning og þögult óp!
Þögn bergmálar mitt hróp,
hróp upp í himininn!
Heyr þú það, drottinn minn!
Foreldrum, bræðrum og fjöl-
skyldu Einars allri votta ég og
við öll okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans, hans
verður sárt saknað.
Lára Ómarsdóttir.
Ég gleymi aldrei deginum
sem Einar litli bróðursonur
minn fæddist. Þegar ég fór í
skólann um morguninn vissi ég
að foreldrarnir tilvonandi væru
komnir á fæðingardeildina. Ég
hljóp heim seinna um daginn
og sé það fyrir mér eins og það
hafi gerst í gær. Mamma tók á
móti mér á tröppunum. „Er það
stelpa?“ kallaði ég til hennar.
„Nei, það er strákur!“ sagði
mamma og hjartað tók kipp.
Lítill frændi fæddur. Ég gat
ekki beðið eftir að fá að sjá
hann og jafnaði mig auðvitað
strax á því að hann væri ekki
stelpa.
Ég var 11 ára og draumurinn
um lítið systkini eins nálægt
því að hafa ræst og hægt var.
Ég hlakkaði svo til að kynnast
honum og fá að passa hann - og
ég fékk sko að passa hann. Ef
það var ekki þörf á því þá fékk
ég hann lánaðan og voru þær
ófáar bíó- og sundferðirnar sem
við fórum saman.
Hann var svo flottur í sund-
inu, eins og öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Einu sinni fór
hann á sirkusnámskeið og skar-
aði auðvitað fram úr þar. Sirk-
usinn vildi helst fá að taka
hann með sér, enda gat hann
gert trix sem enginn gat leikið
eftir.
Hann hafði svo mikla útgeisl-
un, svo smitandi hlátur og svo
fallegt og stórt hjarta.
Elsku Einar. Ég vildi að ég
hefði getað passað enn betur
upp á þig. Lífið var ekki alltaf
gott við þig og það er sárara en
orð fá lýst að þurfa að kveðja
þig núna.
Ég hef verið að rifja upp
teiknimyndirnar sem ég horfði
á með þér í gamla daga og
hlusta á tónlistina úr þeim með
Rökkva. Í músamyndinni Am-
erican Tail týnist litli bróðir.
Myndin fjallar um það hvernig
hann fótar sig einn, þarf að
læra á lífið og mætir allskonar
hindrunum. Á meðan gefst fjöl-
skyldan hans aldrei upp við að
leita að honum. Litli músast-
rákurinn og stóra systir hans
syngja lag í myndinni með svo
fallegum texta sem á svo vel
við núna. Hann óskar sér þess
að einhvers staðar þarna úti sé
einhver sem elski hann og
hugsi um hann. Hún óskar sér
þess að þau finni hvort annað
aftur.
Ég vildi óska þess að örlögin
þín hefðu verið öðruvísi, elsku
Einar. Við hugsum um þig allt-
af og elskum þig alltaf. Þín
frænka,
Magnea.
Einar
Sigurbjörnsson