Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 29

Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 ✝ Björg GuðrúnPétursdóttir fæddist á Blöndu- ósi 22. febrúar 1952. Hún lést 11. mars 2018 á lyfja- deild Sjúkrahúss- ins á Akureyri eft- ir stutt veikindi. Foreldrar Bjargar voru Pét- ur Hafsteinsson, bóndi og félags- málafrömuður með meiru, f. 13.3. 1924, d. 9.10. 1987, og Gerður Aðalbjörnsdóttir, bóndi og organisti, f. 6.10. 1932, d. 12.6. 2007. Björg var elst fimm systkina. 1) Haf- steinn, f. 1953, maki Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, 2) Rúnar Aðalbjörn, f. 1955, d. 1967, 3) Pétur, f. 1957, maki Þorbjörg Bjarnadóttir, og 4) Gerður Dagný, f. 1966, maki Þórir Agnarsson. Hinn 26. september 1970 giftist Björg Sigurði Kristins- syni, f. 26. janúar 1951. For- eldrar hans voru Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 1932, d. 2010, og Kristinn Sigurðsson, f. 1928, d. 2013. á Blönduósi. Eftir landspróf hóf hún nám við Mennta- skólann á Akureyri. Hún lauk ekki prófi frá MA enda tók við fjölskyldulíf og skóli lífsins. Hún bjó á Akureyri frá menntaskólaárum, lengi í Vanabyggð 6b og síðan Tungu- síðu 3. Árið 1999 flutti hún á höfuðborgarsvæðið þar sem hún bjó lengst af þar til hún veiktist skyndilega í október síðastliðnum. Björg vann ýmis störf en af þeim vinnustöðum sem hún vann lengst á má nefna fram- leiðslustörf í prjónaverksmiðj- unni Heklu og síðan skrifstofu- störf í Kaffibrennslu Akureyr- ar og Slökkvitækjaþjónustunni í Kópavogi þar sem hún var enn starfsmaður þegar hún veiktist. Björg var mikil félagsmála- manneskja á fyrri árum. Hún tók virkan þátt í starfi For- eldrasamtaka barna með sér- þarfir á Akureyri og var einn af stofnendum þess. Hún var einnig einn af stofnendum Lionessuklúbbsins Aspar á Ak- ureyri og tók þátt í stjórnar- starfi klúbbsins, fyrst sem varaformaður og síðar formað- ur. Hún tók auk þess virkan þátt í starfi Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri. Útför Bjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. mars 2018, klukkan 13.30. Björg og Sig- urður eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Björg Unn- ur, f. 1.8. 1970, maki Rúnar Ingi Kristjánsson, þeirra börn eru Aron Ingi og Dögg. Fyrir átti Rúnar Kristján Inga. 2) Kolbrún, f. 8.8. 1972, maki Margeir Steinar Karlsson. Fyrri maður hennar var Aðal- steinn Friðjónsson, d. 2010. 3) Rúna Kristín, f. 15.8. 1973, maki Haukur Arnar Gunnars- son, þeirra börn eru Kristinn Arnar, Stella Rún og Björgvin Páll. Björg og Sigurður skildu. Björg bjó síðar með Tryggva Pálmasyni, f. 1960, d. 2016. Fyrstu árin bjó Björg á Gunnsteinsstöðum í Langadal þar sem föðurfjölskyldan bjó en flutti fimm ára í Hólabæ sem foreldrar hennar byggðu og þar ólst hún upp. Skóla- gangan hófst í barnaskóla í Húnaveri og prestsetrinu á Bólstað en landsprófi lauk hún Elsku besta mamma mín. Um daginn áttir þú 66 ára af- mæli. Þitt nánasta fólk safn- aðist saman á setustofu lyfja- deildar Sak og fagnaði deginum, vitandi að þetta væri að öllum líkindum þinn síðasti afmælisdagur. Að morgni miðvikudagsins 11. október 2017 hringdir þú og sagðist sjá illa og að þú gætir ekki lesið. Mér leist ekki á blik- una, þar sem þú varst búin að vera með góðkynja æxli í höfði í u.þ.b. fimm ár. Ég bað þig að hringja í lækninn þinn strax, en þú vildir frekar byrja afstemm- ingar. Þennan morgun fórst þú á sjúkrahús og fórst aldrei aft- ur heim. Læknar fundu annað heilaæxli. Þessa nótt misstir þú hæfileika til að lesa og skrifa. Á afmælisdegi Björgvins Páls, 13. október, fengum við að vita að þú værir með ólækn- andi 4. stigs krabba. Aðfaranótt sunnudagsins 11. mars lauk baráttunni. Það var mjög erfitt að horfa upp á þig verða veikari með hverri vik- unni, en þú stóðst þig eins og hetja og varst ekki tilbúin að gefast upp. Alla þína ævi hefur þú verið dugleg kona og barist í gegnum það sem lífið bauð, sem því miður var ekki alltaf dans á rósum. Það eru fáir jafn óeigingjarnir og þú, því þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla, en um leið var það því miður þinn akkilesarhæll. Ég vildi óska að þú hefðir get- að notið lífsins betur, þó að þú hafir jú gert það á þinn máta, og að þú hefðir stundum sett sjálfa þig í fyrsta sætið. Þú varst réttsýn kona, barð- ist fyrir réttindum þeirra sem hallaði á og tókst þátt í að marka skil í málefnum fatlaðra á Akureyri. Það var aðdáun- arvert að horfa á hversu vel þú stóðst við hlið Kollu systur og hjálpaðir henni að verða að þeirri sjálfstæðu og duglegu konu sem hún er í dag. Þú kenndir okkur systrum að standa á eigin fótum. Við Unn- ur verðum þér og pabba æv- inlega þakklátar fyrir að senda okkur kornungar í sveit í Hólabæ til ömmu og afa, þar sem við lærðum á lífið og að vinna væri hluti af því. Það var besti skólinn sem við gengum í. Hólabær var okkar annað heimili og mun alltaf vera. Nú er u.þ.b. vika liðin frá því að þú kvaddir. Ég er oft búin að taka upp símann til að hringja í þig, því við töluðum saman oft á dag. Við tókum okkar tarnir og vorum ekki alltaf sammála en náðum þó alltaf saman aftur. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig með fréttir, ömmubörnin voru uppáhaldsumræðuefni þitt. Þau voru þér mikilvægust og nutu þau þess að skríða í mjúkan ömmufaðm og strjúka hlýju hendurnar. Þær minningar munu fylgja þeim til æviloka. Lífið heldur áfram. Það verð- ur sárt að sakna, en minningar munu ylja og styrkja. Ég vona að þú finnir ekki lengur til og að þú sért komin í faðm þeirra sem hafa kvatt okkur. Að sitja við sjúkrabeð þinn síðustu fimm mánuði var erf- iðasta verkefni sem ég hef tek- ist á við, en jafnframt mest gef- andi, því það gaf mér ómetanlegar minningar um þig. Jákvæðni þín og gleði undir það síðasta var aðdáunarverð og ég lofa þér að þegar við hitt- umst næst, þá fáum við okkur karamellufrappó og „edrú“ mo- jito. Lofaðu mér að hætta að hafa áhyggjur og njóttu sér- hvers sólarlags. Kúglan þín, Rúna Kristín. „Af hverju?“ og „Hvernig stendur á þessu?“ spurði mamma síendurtekið frá því að hún veiktist skyndilega og var lögð inn á LHS í október þar til hún lést í síðustu viku. Hún margræddi málið við alla sem hún hitti og að það yrði að komast að því af hverju hún fengi heilaæxli, ekki bara eitt heldur tvö. Hún kom með ýms- ar vangaveltur og pælingar um hvernig hægt væri að losna við „þetta drasl“. Við spurningunum fáum við aldrei svör og svekkjum okkur yfir óréttlæti lífsins. Aftur á móti eru þær svo lýsandi fyrir forvitnina, í víðum skilningi, sem fylgdi mömmu alla tíð. Hún vildi skilja hluti, hvernig þeir gengju fyrir sig, hvernig fólkinu hennar leið, hvað væri í gangi í lífi hvers og eins og hvort það væri örugglega allt í lagi. Forvitnin fylgdi henni allt til loka. Þó hún gæti ekki sest upp sjálf í sjúkrarúminu leit hún ósjálfrátt til hliðar ef hún varð vör við að einhver kom inn í stofuna til hennar og þurfti að vita hver væri á ferð. Viðkom- andi var alltaf tekið fagnandi með faðmlagi og blíðu. Úrlausnir vandamála voru henni líka hugleiknar, enda þurfti hún á lífsleiðinni að kljást við mörg stór og smá verkefni sem margir hefðu litið á sem vandamál og brotnað undan. Hún bognaði oft á tíðum en barðist áfram. Langadals- þrjóskan kom henni langt í lífs- baráttunni. En of oft fólst lausn hennar í því að hún tók að sér, og á sig, of mikið en ætlaðist til of lítils af öðrum. Meðvirknin varð henni fjötur um fót. Annar yndislegur eiginleiki hennar var matarnautn. Hún elskaði að borða góðan mat og það þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að gleðja hana í þeim efnum. Bautaborgari með ber- naise var alla tíð mjög ofarlega á listanum, einfalt og gott. Hún bað ansi oft um meiri sósu á veitingastöðum, ekki síst ef um almennilega sósu var að ræða. Súkkulaði var svo gott sem fæðuflokkur og trufflur frá Costco og karamellufrappó tengjast sjúkrahúsdvöl mömmu meira en margt annað. Bragð- skynið og nautnin voru ótrú- lega lifandi hjá henni þar til á síðasta sólarhringnum og ef það er eitthvað sem maður hef- ur lært þá er það að matur er bæði líf og lyst. Síðast en ekki síst var um- hyggja mömmu óendanleg, hvort sem var fyrir fólki, dýr- um og stöðum. Virðing og góð- mennska voru grunnurinn að hennar samskiptum við aðra. Uppeldisaðferðir hennar fólu aldrei í sér boð og bönn. Hún ætlaðist til þess að ég og aðrir notuðum þá skynsemi sem maður fékk í vöggugjöf og á að hafa þroskað með sér með aldri og reynslu. Hún átti svo auð- velt með að tala við fólk og eignast nýja vini án þess að missa allt samband við gamla vini þó það hafi verið slitrótt á tíðum. Hún var svona alltumvefj- andi kona. Hún var réttsýn og hafði líka óbilandi trú á eiginleikum og hæfileikum fólksins síns, ekki síst barnabarnanna sem hún gerði allt fyrir. Hún fór ekki hátt með það framan af, en eftir að hún veiktist hrósaði hún öllum sem til hennar komu með blíðuorð- um fyrir hæfileika, góðsemi og útlit. „Þú ert best“, sagði hún og knúsaði alla; starfsfólk deilda, ættingja og vini. Mamma, þú ert best. Takk fyrir allt. Þín Unnur. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína. Þegar Björg fór inn á sjúkrahús í október átti maður ekki von á að fimm mánuðum síðar væri hún farin frá okkur. Lífið getur stundum verið svo hverfult. Það er svo margs að minnast frá því að ég kom fyrst í Tungusíðuna fyrir rúmlega 28 árum með sítt að aftan. Frá fyrstu kynnum tók Björg mér alltaf með hlýju og væntum- þykju og vildi allt fyrir mig gera. Það er svolítið lýsandi fyrir það hvernig manneskja Björg var, alltaf boðin og búin að hjálpa öllum. Hún hafði voðalega gaman af því að fá liðið sitt í mat og eld- aði oft uppáhaldsréttina okkar sem voru kjúklingaréttur og nautakjötsréttur því hún hafði gaman af að elda fyrir fólk eins og mig sem naut þess að borða. Og kjúklingarétturinn er enn einn af uppáhaldsréttum fjöl- skyldunnar. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með henni á hliðarlín- unni þegar börnin okkar voru að keppa í fótbolta, hún lifði sig inn í leikinn þrátt fyrir að hafa kannski frekar takmarkaða þekkingu á sjálfu sportinu. Henni fannst þau alltaf standa sig mjög vel, hvernig svo sem leikirnir fóru. Hún skildi ekki alltaf dómana og átti frekar erfitt með að átta sig á rang- stöðureglunni, eins og fleiri. Það voru ansi margar helg- arnar sem hún kom norður til að passa börnin okkar þegar Unnur var í námi erlendis og ég í minni vaktavinnu og þetta þótti henni sjálfsagður hlutur. Við hefðum ekki getað þetta án hennar. Eftir að Björg fluttist til Reykjavíkur var hún alltaf tilbúin að skutlast hingað og þangað og redda hlutum fyrir mig og mína. Það var alltaf hægt að fá gistingu hjá henni þegar á þurfti að halda og henni fannst ekkert mál að vakna um miðjar nætur til að elda graut og jafnvel skutlast með okkur til Keflavíkur í flug á leið til útlanda. Þetta eru bara örfá dæmi en þó lýsandi fyrir hennar per- sónuleika, góðmennsku og hlýju. Hún hefði stundum mátt hugsa jafn vel um sjálfa sig og hún hugsaði um aðra. Elsku Björg, hafðu þökk fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Það voru forrétt- indi að fá að kynnast þér. Hvíl í friði. Rúnar Ingi Kristjánsson. Elsku fallega amma mín, takk fyrir allar góðu minning- arnar og góðu stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir allt góða spjallið okkar sem ég lærði mikið af. Mér þykir svo sárt hvernig síðustu mánuðir þínir voru og vildi ég óska þess að þú hefðir aldrei fengið krabbamein. Þú áttir það ekki skilið. En eins og með margt annað í lífinu þarf maður að sjá það góða í því slæma. Þú varðst svo lífsglöð þennan tíma og hamingjan smitaði alla í kringum þig. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þessa mánuði og hjálpa þér þína síðustu daga. Þú barðist svo sannarlega eins og hetja og lít ég mikið upp til þín. Ég elska þig og sakna þín svo sárt. Núna hefur líkami þinn fengið þá hvíld sem hann þurfti og vona ég að þér líði betur þar sem þú ert. Blessuð sé minning þín. Stella Rún Hauksdóttir. Björg Guðrún Pétursdóttir ✝ Magnús Guð-mundsson fæddist 29. októ- ber 1952. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ 23. febrúar 2018. Foreldrar: Anna Magnúsdóttir, f. 10. des. 1920, d. 23. des. 2010, og Guðmundur Páls- son, f. 11. júní 1928, d. 19. jan. 1999. Magnús ólst upp í Hraun- holtum í Hnappa- dal á Snæfellsnesi, en dvaldi síðan á Kópavogshælinu í 25 ár og átti síðan heimili á sambýl- inu Giljaseli 7 í Reykjavík og síðar á sambýlinu Viðar- rima 42, Reykja- vík. Bróðir Magn- úsar sammæðra er Reynir Ingibjarts- son, f. 3. mars 1941. Útför Magnúsar fór fram í kyrrþey 5. mars 2018. Þeir sem búið hafa við fötlun og þroskahömlun muna margir tímana tvenna hér á landi. Langt fram eftir síðustu öld voru úrræði til þroska og þjálfunar fá og bú- setukostir – geymslustaðir. Fag- fólk af skornum skammti og ein- staklingarnir oft varnarlitlir. En undir lok aldarinnar var Kópa- vogshælinu lokað og sambýlin tóku við. Þvílík breyting. Bróðir minn, Magnús, var um fertugt þegar hann fluttist af Kópavogshælinu og á sambýli í Giljaseli 7 í Breiðholti. Þá hafði hann átt sér heimili í Kópavog- inum í 25 ár ef heimili skyldi kalla. Í Giljaseli beið hans raun- verulegt heimili með virðingu, umhyggjusemi og fagmennsku að leiðarljósi. Við ólumst upp á bænum Hraunholtum vestur í Hnappadal á Snæfellsnesi hjá móður okkar og afa. Mamma okkar, Anna Magnúsdóttir, var einstæð móðir og kostur hennar í lífinu var að stýra búi með föður sínum sem var ekkjumaður. Í dalnum voru engin tækifæri fyrir fatlað barn að þroskast og þjálfast og að end- ingu var flutt til Reykjavíkur. Magnús bróðir minn virtist heil- brigt barn í fyrstu og fallegur drengur. Svo kom að því að ganga eins og önnur börn. Eitt- hvað hafði gerst. Hann varð að styðjast við göngugrind og hann átti erfitt með að tjá sig eðlilega. Þegar hann fluttist á Kópavogs- hælið 1967 átti að bæta úr þessu. Það varð lítið úr því. Eftir nokkur góð ár í Giljasel- inu fluttist hann á annað sambýli í Viðarrima 42 í Grafarvogi. Þar var betri aðstaða fyrir hreyfi- hamlaða. Á þeim góða og gjöfula stað átti Magnús heimili þar til hann lést 23. febrúar sl., en þá var hann reyndar kominn á hjúkrunarheimilið Skógarbæ í Breiðholti og bjó þar við góða umönnun í tæpan mánuð. Þar lauk hans veraldlegu göngu sem vissulega má kalla göngu hinna glötuðu tækifæra. Öllum finnst okkur sjálfsagt að ganga og hreyfa okkur. Okkur finnst líka sjálfsagt að geta talað eðlilega og átt samræður við fólk. Okkur finnst líka sjálfsagt að geta lesið allt sem fyrir augu okk- ar ber. Okkur finnst líka eðlilegt að borða og drekka. Sá munaður var tekinn af bróður mínum og síðustu árin var öll fæða tekin beint í maga. Ekki einu sinni vatnsdropi að væta kverkarnar. Þrátt fyrir allt þetta sagði hann alltaf – já. Í frægri ævisögu Árna prests Þórarinssonar, sem Þórbergur Þórðarson skráði, bar Árni m.a. saman Snæfellinga og Árnesinga en Árni var Árnesingur. Hann sagði að það fyrsta sem börnin í Árnessýslu lærðu að segja væri já. Því væri öfugt farið á Snæ- fellsnesi. Þar lærðu börnin fyrst að segja nei. Kannski var Maggi bróðir undantekningin? Lífið gefur og tekur. Þótt flest lífsgæði færu hjá garði hjá bróð- ur mínum kvartaði hann aldrei. Allir sem voru honum samferða á lífsins leið minnast hans vegna já- kvæðni og þægilegrar nærveru. Það var hans gjöf. Hvíl þú í friði, bróðir sæll. Reynir Ingibjartsson. Magnús Guðmundsson Margt er það sem varðar för hvers manns á lífsins leið. Í dag fylgi ég sein- ustu sporin einni minni tryggustu vörðu, móðursystur minni, Ingi- björgu Sverrisdóttur. Imba, eins og hún var jafnan kölluð, var ein sú allra besta manneskja sem ég hef kynnst, heiðarleg, trygg og hjartahlý. Hún var fyrirmyndar- starfskraftur hvar sem hún starf- aði, sinnti ætíð störfum sínum af heilindum og tryggð þrátt fyrir að oft hafi hún vafalaust unnið við krefjandi aðstæður. Henni fannst svo sjálfsagt að leggja sig alla fram við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Imba vann lengst af á Landspítalanum og talaði hún alltaf af svo mikilli virðingu um starfið sitt þar. Ég veit að sjúk- lingar voru í góðum höndum þar sem hennar naut við. Á sumrin kom hún alltaf austur á Horna- Ingibjörg Sverrisdóttir ✝ IngibjörgSverrisdóttir fæddist 5. sept- ember 1926. Hún lést 5. mars 2018. Útför Ingibjarg- ar fór fram 13. mars 2018. fjörð og þá var nú líf og fjör. Imba átti ekki börn en ég var svo heppin að fá að verða eitt af fjöl- mörgum börnum hennar en systkina- börn Imbu áttu öruggt skjól hjá henni og stóð heim- ili hennar okkur öll- um alltaf opið. Ég kom oft til hennar sem krakki og gisti hjá henni í Bólstaðarhlíðinni og seinna full- orðin með mín börn. Mér þótti af- ar vænt um hana Imbu og þakka henni af heilum hug fyrir allt það góða sem hún gaf mér með vænt- umþykju sinni og góðum lífsgild- um. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Megi minning góðrar konu lifa. Guðlaug Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.