Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
✝ Axel fæddist29. júní 1957 í
Skála á Skaga-
strönd. Hann and-
aðist á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. febr-
úar 2018.
Foreldrar Axels
voru Ingibjörg Ax-
elma Axelsdóttir, f.
2.8. 1931, d. 6.3.
2007, og Hallgrím-
ur V. Kristmundsson, f. 1.11.
1923, d. 9.10. 1998. Ingibjörg
og Hallgrímur eignuðust þrjú
börn og var Axel Jóhann yngst-
ur. Eftirlifandi börn þeirra og
systkini Axels eru Jóhanna
Bryndís, f. 15.11. 1949, og Sæv-
ar Rafn, f. 3.1. 1951.
Axel giftist Herborgu Þor-
láksdóttur hinn 23. febrúar
1986. Þau skildu árið 2007. Þau
eignuðust þrjú börn. Þau eru:
1) Bryndís, f. 24.5.
1979, eiginmaður
hennar er Magnús
Örn Gylfason.
Börn þeirra eru
Alexander Örn og
Aron Örn. Fyrir
átti Bryndís dóttur,
Köru Lind. 2) Hall-
grímur Þór, f. 22.4.
1981, eiginkona
hans er Nicole
B.H. Boerman.
Dætur þeirra eru Karítas
Freyja og Íris Lilja. 3) Ingi-
björg Axelma, f. 11.8. 1985,
sambýlismaður hennar er Alist-
air Jón Brown. Synir þeirra
eru Benjamin Derrick og Jo-
seph Logi. Fyrir átti Ingibjörg
son, Axel Þór.
Að ósk hins látna fór útför
hans fram í kyrrþey og var hún
gerð frá Fossvogskapellu 5.
mars 2018.
Elsku pabbi minn. Eftir erfið
veikindi varstu tekinn frá okkur
allt of fljótt, aðeins 60 ára að aldri.
Síðustu mánuðir hafa verið mikil
þrautaganga fyrir þig og okkur
fjölskylduna þína. Við upplifðum
öll mikinn ótta en ríghéldum þó í
vonina þar til ljóst var að ekki
væri hægt að sigrast á meininu.
Það nísti inn að hjartans rótum að
horfa upp á þig missa máttinn í
líkamanum smátt og smátt og
óbærilegt að hugsa til þess að lífi
þínu færi að ljúka. Frá upphafi
veikindanna og fram til síðasta
dags eyddum við systkinin öllum
lausum stundum hjá þér. Við
spjölluðum mikið og rifjuðum upp
gamla tíma, Við vildum vita allt
um þig og á sama tíma vildum við
ekki eiga neitt eftir ósagt. Við
gerðum grín, hlógum, grétum og
allt þar á milli. En við vorum sam-
an.
Þú hafðir miklar áhyggjur af
fjölskyldunni eftir þinn dag og var
það þinn versti ótti að við systk-
inin myndum dvelja við sorgina.
Þú óskaðir þess að við myndum
halda áfram að lifa lífinu. Þú vildir
að við héldum í gleðina, húmorinn
og hamingjuna. Þú óskaðir þess
einnig að við myndum ekki bara
muna eftir þér á þeim tíma sem þú
varst orðinn mikið veikur. Þú vild-
ir að við myndum leggja áherslu á
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman fyrir veikindin. Elsku
pabbi minn, þær stundir eru
margar.
Þið mamma gerðuð allt sem þið
gátuð til að skapa okkur systkin-
unum góðar minningar þegar við
vorum börn. Öll spilakvöldin, bíó-
kvöldin, útilegurnar, veiðiferðirn-
ar og sumarbústaðaferðirnar. Þú
varst svo mikill fjölskyldumaður
og settir okkur alltaf í fyrsta sæti.
Sama hvað. Þú elskaðir okkur
systkinin og barnabörnin þín svo
mikið og sýndir það í verki. Alltaf.
Það var ekkert faðmlag eins og
faðmlagið þitt. Svo stórt, hlýtt,
mjúkt og hughreystandi. En þú
varst ekki bara góður faðir og afi.
Þú varst líka frábær vinur og fé-
lagi. Þér féll sjaldan verk úr hendi
og þú varst þekktur fyrir að vera
góður vinnufélagi, vandvirkur og
samviskusamur. Þú varst frábær
penni og óhræddur við að tjá skoð-
anir þínar. Hvort sem það var á
samfélagsmiðlum eða annars
staðar og sást þá oft spaugilegar
hliðar á hinum ýmsu málefnum.
Þú varst þekktur fyrir að vera
mikill húmoristi og þín leið í gegn-
um lífið var með húmorinn að
vopni. Hann gat oft verið þinn
skjöldur. Þú varst annálaður fyrir
að vera frábær kokkur og höfum
við stórfjölskyldan alla tíð fengið
að njóta þess. Alltaf þótti mér jafn
gaman að segja frá því að á mínu
heimili ríkti jafnræði í eldhúsinu
því að pabbi minn væri frábær
kokkur og að hann eldaði jafn oft
og mamma.
Við systkinin ólumst einnig upp
við að það var spiluð mikil tónlist á
heimilinu. Þú elskaðir tónlist og
var hún alltaf partur af tilverunni,
sama hvað við vorum að fást við.
Elsku pabbi minn. Orð fá ekki
lýst hve sárt ég sakna þín. Það er
einlæg von mín að þú hafir vitað
hversu mikils virði þú varst mér.
Og verður alltaf. Ég ætla að halda
í góðu minningarnar um yndisleg-
an föður og afa. Ég vil trúa því að
einhvers staðar munum við sam-
einast að nýju þegar sá tími kem-
ur. Ég elska þig alltaf.
Þín
Bryndís.
Elsku pabbi. Ég er búin að
velta þessum skrifum fyrir mér í
marga daga. Undir venjulegum
kringumstæðum hefði ég aldrei
átt í erfiðleikum með að setja orð-
in niður á blað og tjá hugsanir
mínar á skilmerkilegan hátt. Þá
hæfni erfði ég óumdeilanlega frá
þér, sem varst svo einstaklega
orðheppinn og vel máli farinn. En
núna fallast mér hreinlega hend-
ur.
Í þessum skrifuðum orðum sit
ég og hlusta á eina af þínum uppá-
haldshljómsveitum, CCR, í leit að
innblæstri. Það er líklega óhófleg
bjartsýni að ætla að réttu orðin
nái að leita fram í fingurna er ég
rita þetta niður, því hvernig í
ósköpunum geta orð náð utan þær
tilfinningar sem ég ber til þín?
Eða það hlutverk sem þú gegndir í
mínu lífi?
Það er ófrávíkjanleg staðreynd
að einn daginn þurfa allir að
kveðja foreldra sína. Dauðinn er
órjúfanlegur hluti lífsins, þetta
veit ég. Ég var samt aldrei undir
það búin að þurfa að kveðja þig
svo langt fyrir aldur fram. Fyrir
mér varstu ekki bara faðir, eins
margbrotið og mikilvægt hlutverk
og það er, heldur varstu einnig
minn besti vinur, klappstýra,
trúnaðarmaður og stuðningsaðili.
Það skipti þig engu máli hvað
gekk á, stórt eða smátt; maður gat
alltaf stólað á að þú réttir hjálp-
arhönd eða reiddir fram hug-
hreystingarorð sem aldrei misstu
marks.
Eins erfitt og síðasta ár hefur
verið, elsku pabbi, þá var það líka
yndislegt. Það leið ekki sá dagur
sem við ekki töluðum saman í síma
og/eða hittumst. Í samtölum okk-
ar ræddum við allt milli himins og
jarðar. Það var aldrei neitt um-
ræðuefni of viðkvæmt til að við
gætum rætt það okkar á milli, það
var engin spurning of vitlaus og
ekkert svo alvarlegt að við gætum
ekki reytt af okkur brandarana.
Ég kem til með að sakna þessara
daglegu samtala okkar mest af
öllu, því það er leitun að annarri
eins manneskju og þér sem varst
svo einlægur og gjörsamlega laus
við alla tilgerð.
Í einum af þessum samtölum
okkar, fyrir fáeinum vikum, hafðir
þú orð á því að þú vildir ekki að við
systkinin myndum eftir þér svona
veikum. Það var þér mikilvægt að
við héldum í gleðina og minning-
arnar um þig frá því áður en þú
veiktist. Ég hef hugsað þetta mik-
ið, sérstaklega núna á síðustu dög-
um frá því þú fékkst að fara í
hvíldina sem þú hafðir þráð svo
lengi.
En núna, eftir á að hyggja, óska
ég þess heitast að þú hefðir fengið
að sjá sjálfan þig með okkar aug-
um á meðan á öllu þessu stóð. Í
okkar augum varst þú hetja. Þeg-
ar hingað er komið getum við að-
eins vonað að erfa þó ekki sé nema
hluta af öllum þessum góðu kost-
um sem þú hafðir upp á að bjóða,
sem skinu hvað skærast þegar við
þurftum öll á þeim að halda.
Ég sá nefnilega ekki veikan
mann. Ég sá mann sem bjó yfir yf-
irnáttúrlegum styrk og hugrekki
og barðist hetjulega gegn hindr-
unum er virtust óyfirstíganlegar,
með æðruleysið og húmorinn að
vopni. Mann sem alveg fram á síð-
ustu stundu lagði sig allan fram
við að vera til staðar, sama hvað.
Ég elska þig pabbi.
Ingibjörg Axelma.
Fallinn er frá góður bróðir og
vinur og eftir sitjum við með góðar
minningar.
Skagaströnd var okkar fæðing-
arbær og þar ólumst við upp
systkinin, ég Jóhanna Bryndís,
Sævar Rafn og þú Axel Jóhann. Á
okkar fyrstu árum var Ísland svo-
lítið öðruvísi en er í dag. Þá þurftu
allir að hafa fyrir hlutunum til að
bjarga sér og fjölskyldum sínum.
Pabbi var á sjó og mamma vann í
frystihúsinu.
Þótt ég hafi bara verið átta ár-
um eldri en þú var það lengst mitt
hlutverk að basla með þig ungan
og gekk þá á ýmsu fyrstu árin, en
minningin lifir og hún er góð.
Þér gekk vel í skóla og strax var
stefnan tekin á framhaldsnám.
Skipasmíði varð fyrir valinu og
lærðir þú hana hjá Guðmundi Lár-
ussyni á Skagaströnd.
Það er óhætt að segja með
sanni að „smiður var hann góður“
og nutum við þess í viðhaldi á okk-
ar húsi í Borgarnesi enda sam-
skipti okkar alla tíð góð.
Iðnskólinn á Sauðárkróki varð
fyrir valinu og varð dvölin þar
áhrifavaldur í lífi þínu eins og oft
gerist með unga og hressa menn.
Á Króknum kynntist þú ástinni
þinni, Herborgu Þorláksdóttur,
og eignuðust þið saman þrjú börn,
Bryndísi, Hallgrím Þór og Ingi-
björgu Axelmu. Fyrstu búskapar-
árin og lengst bjugguð þið á
Skagaströnd og þar stundaðir þú
sjómennsku eftir að iðnnámi lauk
og þá á frystitogara. Kokkur um
borð sannaði það að þér var margt
til lista lagt og óhræddur að taka
að þér fjölbreytt störf. Ekki má
gleyma verkalýðsbaráttunni og
pólitíkinni; þar var bara ein stefna
og ekkert vesen.
Veiðimennska var þér í blóð
borin og ferðir með stöngina út á
Skaga á fallegum sumardögum
vinsælar. Á unglingsárunum var
herbergið þitt á Hólabrautinni
stundum eins og vísindastofa og
ekki annað hægt en að minnast
þess með bros á vör. Bækur af
nánast öllum gerðum voru til í
miklum mæli á þínu heimili alla tíð
og þú last mikið.
Allan tímann sem þú varst á
frystitogaranum Axeli kom oft
brúnn fiskikassi með sjávarsæl-
gæti, sendur að norðan í Borgar-
nes til að gleðja sveitamanninn,
takk fyrir það.
En lífið hélt áfram, fjölskyldan
flutti suður og síðustu árin var
Grindavík þinn dvalarstaður í
vinnu og viðveru.
Eftir að þú veiktist, Axel, kom í
ljós hvað þú varst ótrúlega mjúk-
ur og heilsteyptur maður, það
kom ekki á óvart hjá þeim sem til
þín þekktu.
Börnin og barnabörnin þín voru
dugleg með þér og meðvirk í bar-
áttunni svo aðdáunarvert var. Þau
eiga mikinn heiður skilið.
Nú þegar við kveðjum Axel
þökkum við honum fyrir góða
samveru og sendum börnum og
barnabörnum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Jóhanna Bryndís
(Júdý systir).
Axel Jóhann
Hallgrímsson
Elsku amma
mín.
Ekki datt mér í
hug að ég myndi skrifa þessi orð
nærri því strax. Ég var að skoða
Íslendingabók fyrir stuttu og sá
þá að þú varst elst í allri ættinni
minni. Ég fylltist stolti og hugs-
aði með mér að þú ættir sko
nokkur ár eftir, værir svo hress,
nýkomin úr svaka Amerík-
ureisu, brunaðir enn um á kagg-
anum þínum og notaðir ekki einu
sinni gleraugu nema þegar þú
varst að lesa. En allt getur
breyst og þú saknaðir afa ansi
mikið og hann hefur viljað fara
að fá þig til sín.
Þegar ég hugsa til baka til
þeirra tíma þegar ég bjó á Arn-
arhrauni, þá var ég daglegur
heimalningur hjá þér og afa.
Alltaf varstu tilbúin með skyr og
brauð í hádegismat og einhverja
góða biblíusögu. Þær helstu sem
ég man var þegar þú sagðir mér
hvernig María mey kallaði alla
fugla og blóm á fund til sín til að
gefa þeim nöfn.
Hjartahreinni og kirkjurækn-
ari manneskju var varla hægt að
finna en þig, amma mín, nema
kannski páfann sjálfan. Þú lentir
nú í því fyrir ekki svo löngu að
þú komst ekki í messu út af ein-
hverju bílaveseni, en þú sagðir
Torfhildur
Steingrímsdóttir
✝ TorfhildurSteingríms-
dóttir fæddist 30.
desember 1928.
Hún lést 7. mars
2018.
Sálumessa var
sungin 13. mars
2018.
að það væri nú allt í
lagi því þú værir
búin að fara svo oft
í messu aukalega.
Við eigum eftir
að sakna þín alveg
ótrúlega mikið,
elsku amma mín, og
það á eftir að vanta
mikið að geta ekki
kíkt á ömmu þegar
maður kemur í bæ-
inn. En við munum
minnast þín með gleði í hjarta og
fullt af æðislegum minningum.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Helga Rakel.
Elsku amma, fyrsta hugsun
mín þegar ég vaknaði um morg-
uninn, daginn eftir að þú fórst til
afa, var um þig í blómakjól í
góðu veðri.
Þú varst besta amma og lang-
amma sem hægt er að hugsa sér.
Alltaf til staðar fyrir okkur
öll. Þú varst sú sem kenndir mér
undirstöðuna í bakstri, hvernig
setja á smjör og sykur saman
fyrst, hræra og bæta eggjum út
í.
Og ef smjörið væri bráðið þá
ætti að setja eggin fyrst með
sykri, hræra, og smjörið færi
síðar.
Líklegast fæ ég það frá þér að
hjá mér er endalaust pláss fyrir
alla og alltaf hægt að koma fleir-
um fyrir. Ég man eftir því þegar
ég var barn, þegar við komum á
Langeyrarveginn til ykkar og
við sváfum út um allt á öllum
hæðum og alltaf nóg pláss og
þegar ég var unglingur þá sváf-
um við barnabörnin þín á dýnum
út um alla stofu og alltaf var allt
ekkert mál.
Ó elsku amma, þú ert búin að
vera svo stór partur af mínu lífi
og ég á svo endalaust margar
minningar með þér frá öllum
landshornum, frá því þegar þið
afi bjugguð á Blönduósi, Bjarna-
firði og svo Langeyrarveginum,
Arnarhrauni og svo Hjallabraut.
Ennþá vænna þykir mér um
hversu yndisleg langamma þú
varst börnum mínum og hversu
yndislegar minningar þau eiga
um þig. Þegar þú bjóst á Arn-
arhrauni þá vorum við varla
komin inn um dyrnar þegar
krakkarnir hlupu upp á loft til
ykkar. Og alltaf hafa börnin
elskað að fara til langömmu á
Hjallabraut, alveg sama á hvaða
aldri þau hafa verið og þó gelgj-
an hafi verið í botni.
Þú varst hjartahrein og heið-
arleg og elskaðir skilyrðislaust,
guð hvað ég á eftir að sakna þess
að geta ekki hringt í þig til að
spjalla eða kíkt til þín með
krakkana.
En við samgleðjumst þér svo
innilega að vera komin í fangið á
afa sem þú varst búin að sakna
of lengi. Þú ert löngu búin að
skila þínu af þér hér meðal okk-
ar og búin að koma upp flottri
stórri fjölskyldu og kenna okkur
allt það mikilvægasta. Fallegri,
betri og duglegri manneskju er
ekki hægt að óska sér sem fyr-
irmyndar en þín, elsku amma.
Við elskum þig endalaust,
knúsaðu afa frá okkur og njótið
þess að vera saman.
Þín
Sigrún og barna-
barnabörnin þín.
Nú er komið að leiðarlokum
eftir áratuga vináttu við mig og
fjölskyldu mína. Todda, eins og
ég hef alltaf kallað hana, og ég
kynntumst er við vorum fimm
ára gamlar, fermdumst saman
og komum okkur upp fjölskyldu
á svipuðum tíma. Todda átti eng-
an sinn líka, umfram allt var hún
heiðarleg og góð manneskja.
Alltaf jákvæð og boðin búin að
hjálpa ef til hennar var leitað
hvort sem um var að ræða
saumaskap eða eitthvað annað
tilfallandi. Hún var einstaklega
listræn og skapandi og lék allt í
höndunum á henni.
Börnin mín minnast Toddu
með hlýhug og þakklæti fyrir
allt sem hún var og gerði fyrir
þau. Fyrir þeim var heimili
Toddu og fjölskyldu á Langeyr-
arveginum alltaf opið þar sem
vel var tekið á móti þeim. Þær
voru ófáar sundferðirnar sem
farnar voru í Sundhöll Hafnar-
fjarðar og heilsað upp á Toddu
sem var starfsmaður þar um
tíma. Meðan á sundinu stóð voru
fararskjótarnir geymdir undir
tröppunum á Langeyrarvegin-
um.
Það er skemmtilegt frá að
segja að áður en sjónvarp kom
til sögunnar á mínu heimili var
trillað á hverjum fimmtudegi
með allan barnaskarann á Lang-
eyrarveginn til þess að horfa á
„Kanasjónvarpið“ . Ætíð var
okkur tekið opnum örmum þó
oft væri þröng á þingi.
Eftir að aldurinn færðist yfir
og við báðar orðnar ekkjur fór-
um við reglulega saman í bíltúr í
ýmsar útréttingar. Todda var
bílstjórinn og oft enduðum við á
því að setjast niður og fá okkur
„Kentucky“ í svanginn, svona
rétt eins og unga fólkið.
Í hvert skipti sem mín kæra
vinkona kom heim frá Banda-
ríkjunum eftir að hafa verið í
heimsókn hjá börnunum sínum
kom hún færandi hendi með eitt-
hvað til þess að gleðja mig.
Elsku vinkona, ég kveð þig
með söknuði og þakka þér sam-
fylgdina í áttatíu og fimm ár.
Elsku Unna, Óli, Pétur og
María, innilegar samúðarkveðj-
ur til ykkar og nánustu fjöl-
skyldu.
Sólveig Sæland.
Steríótýpan um ömmuna;
þessi blíða góða kona sem um-
vefur öll heimsins börn og á
samt alltaf pláss í faðminum fyr-
ir fleiri. Þessi sem eldar besta
mat í heimi og bakar bestu kök-
urnar. Þessi sem gefur af sé svo
mikla hlýju, ást og kærleik, það
var amma mín.
Todda amma var líka dugleg-
asta kona í heimi. Var alltaf úti-
vinnandi og mikill frumkvöðull,
var meðal annars ein af stofn-
endum Sundfélags Hafnarfjarð-
ar og vann í Sundhöllinni í 10 ár
og hafa sumir sagt að þá hafi hún
alið upp villingana úr Vestur-
bænum. Hún ferðaðist út um all-
an heim, var víðsýn og alveg of-
boðslega mikill töffari.
Ég man eftir mér að bardúsa í
eldhúsinu með Toddu ömmu og
ég mátti allt, ef það fór hveiti út
um allt þá var það bara þrifið
upp, skipti hana engu máli. Hún
las fyrir mig, söng með mér og
kenndi mér svo margt. Hún gat
samt ekki kennt mér að sauma,
þar skorti áhugann af minni
hálfu.
Ég man hvað ég elskaði að
koma til hennar og afa á Blöndu-
ósi til að horfa á Ole Brun og
vakti alla bílferðina úr Hafnar-
firðinum því ég var svo spennt.
Svo þegar þau fluttu í Bjarnar-
fjörðinn og voru að kenna í
Klúkuskóla þá gat maður alltaf
komið og verið eins lengi og
maður vildi, ég á margar dásam-
legar minningar frá þeim tíma.
Þar var amma leiðbeinandi og
kenndi sund. Noregsferðin er
líka minnisstæð, þegar við Gísli
vorum með ömmu og afa eitt
sumar í Noregi þegar afi var að
klára uppeldisfræðina. Ég grét
úr heimþrá alla ferðina en ömmu
tókst alltaf að hugga mig nema
einu sinni, þá dugði ekki minna
til en að Gísli gæfi mér allar salt-
pillurnar sínar.
Amma var mikill listamaður.
Hún gat saumað allt, sama hvað
það var og maður beið alltaf
spenntur eftir jólagjöfunum frá
ömmu því maður vissi að það
voru einhver saumuð listaverk.
Amma málaði líka gullfallegar
myndir og hefur haldið sýningar
og selt fullt af myndum. Mér
þykir alltaf vænst um hesta og
rollumyndirnar hennar svo og
allar þær myndir sem hún hefur
málað af Heklu.
Mér finnst svo skrítið að sitja
hérna og skrifa þessi orð, það er
erfitt að koma þeim á blað. Ég
var bara alls ekki tilbúin að
kveðja. Þú hefur bara alltaf ver-
ið til og veröldin er svo skrítin án
þín.
Nú kveð ég þig, elsku amma.
Þú varst besta kona í heimi.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson.)
Oddrún Ólafsdóttir.