Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 32

Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 ✝ Jón WayneWheat fæddist í Carthage í Miss- ouri í Bandaríkj- unum 17. mars 1954. Hann lést 4. mars 2018 á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi. Foreldrar hans voru hjónin Johnn- ie Russel Wheat og Lorene Lucile Wheat og eru þau látin. Eftirlif- andi systkini eru Phyllis Mills, Dale Wheat, Deborah Loman og Anne Branizor. Eiginkona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 25. febrúar 1945, d. 9. nóvember 2011. Synir þeirra eru: 1) Jón Óskar, f. 1976, kvæntur Maríu Kristinsdóttur. Börn þeirra eru Jón Ársæll, Eva Lind og Brynjar Ingi. 2) Benja- mín, f. 19. apríl 1977, kvæntur Elvu Dögg Guðbjörnsdóttur. Börn þeirra eru Þórey Lilja, Katrín Ásta og Kristófer Óðinn. Jón og Guðbjörg bjuggu lengst af á Bjarnavöllum í Keflavík en árið 2013 flutti Jón til Reykjavíkur til að vera nær börnum og barnabörnum. Jón sleit barns- skónum í Carthage í Missouri en fluttist ungur að árum til Íslands vegna herskyldu sinnar. Hann mennt- aði sig í rafeindavirkjun ásamt því að sinna skyldustörfum sjó- hersins. Jón vann alla sína tíð við rafeindavirkjun, fyrst hjá Pósti og síma sem síðar varð Síminn. Hann færði sig um set til Kögunar sem í dag er Origo, hann vann þar þangað til veik- indin fóru að taka sinn toll. Útför Jóns fer fram frá Guð- ríðarkirkju í dag, 12. mars 2018, klukkan 13. Elskulegur tengdafaðir minn er fallinn frá eftir erfið og átak- anleg veikindi sem hann glímdi við í ríflega tvö ár. Hann barðist hetjulega og ekki hugsaði hann í eitt einasta skipti að gefast upp. Það var ekki fyrir hann að gefast upp aðeins 63 ára, enda var það hans framtíðarsýn að verða gam- all með fjölskyldu sinni, horfa á syni sína og barnabörnin vaxa úr grasi og fá að njóta lífsins með okkur öllum. Hann var ótrúlega sterkur, duglegur og umfram allt æðrulaus gagnvart þessu „verk- efni“ sem við kjósum að kalla veikindin hans. Hann kvartaði aldrei og svaraði ávallt þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, „yes I‘m fine“. Hann vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér og var svo sjálfstæður og duglegur allt þar til yfir lauk. Okkur eru öllum falin verkefni í lífinu, þau eru miserfið og ólík eins og þau eru mörg, sumum er úthlutað hærri þröskuldum til að komast yfir en öðrum. Jón var einstakur maður, ég var svo lán- söm að hafa verið tengdadóttir hans í átján ár. Hann tók á móti mér með opnum örmum þegar við Jón Óskar kynnumst og fann ég alla tíð fyrir væntumþykju hans, virðingu og góðmennsku. Hann var góður tengdafaðir og enn betri afi barnanna okkar. Hann gaf mikið af sér og var allt- af einstaklega hjálpsamur. Ég er mjög þakklát fyrir mikil og góð samskipti alla tíð og það er það sem ég mun ylja mér við hér eftir. Það er sannarlega stórt skarð í hjarta mínu sem ekki verður fyllt upp í. Þegar ég hugsa til góðra minninga kemur strax upp í huga minn, hversu mikill mat- gæðingur hann var og þótti sér- staklega gott að fá hamborgara með helling af djúsí gömsi. Við áttum nafn yfir borgara sem ég eldaði fyrir hann og Guggu þeg- ar við Jón byrjuðum að búa. Það var stór og mikill borgari með allskonar á milli og hann skírði hann „Real mańs Burger“. Það var auðvelt að gleðja hann og þurfti ekki mikið til að fá hann til að brosa, góður matur og sam- vera var það eina sem hann þurfti. Hann var oft áhyggjufull- ur yfir hinum ýmsu atriðum og vildi alltaf allt það besta fyrir sína, hans stærsti galli var ef- laust sá að hann setti alltaf alla aðra í fyrsta sæti, svo kom hann á eftir. Heiðarlegri manni hef ég ekki kynnst. Við eigum margar bústaðaferðir að baki, við fjöl- skyldan gistum ótal oft á Bjarna- völlunum í Keflavík og alltaf var tekið höfðinglega á móti okkur. Mér þykir einstaklega vænt um sunnudagsstundirnar sem við áttum saman síðastliðna mánuði. Við hjónin ákváðum að eyrna- merkja honum sunnudags- morgna og alltaf fórum við í bak- aríið, keyptum kruðerí og borðuðum saman yfir góðu spjalli. Það eru þessar minningar sem hlýja mér núna. Ég á honum svo margt að þakka og ég sagði honum það oft hversu þakklát ég var honum. Ég trúi því að í Sumarlandinu líði honum vel og sitji með Guggu okkar og fylgist með okkur öllum úr fjarlægð. Elsku Jón, ég þakka þér fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, María. Afi Jón, nafni minn er ekki lengur hér, ég trúi því að nú sértu hjá ömmu Guggu, þú sakn- aðir hennar alltaf svo mikið. Það er skrítið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að heyra meira í þér eða heimsækja þig. Ég er svo þakklátur fyrir allar góðu stund- irnar okkar saman, það var gam- an að koma í „sleep-over“ til þín, við elduðum okkur stundum borgara, horfðum á bíómyndir og hafnabolta, höfðum það kósí, þú og ég. Þú varst duglegur að hvetja mig áfram í skólanum og körfuboltanum og hrósaðir mér alltaf, alveg sama hvernig mér gekk. Það var gaman að fá þig á leikina þegar ég var að keppa, ég heyrði alltaf langhæst í þér því þú vildir að ég fengi hvatninguna þína beint í æð. Ferðirnar suður til ykkar ömmu eru líka frábær minning og hugsa ég oft um okk- ur þrjú, þig, mig og ömmu. Ég er líka stoltur að bera nafn þitt, afi. Ég á eftir að sakna þín mikið en mun halda fast í góðu minning- arnar. Ein skemmtileg minning sem kemur upp í hugann er þegar ég var ökklabrotinn, sat á klósettinu heima með símann, enginn heima akkúrat þá, klósettpappírinn bú- inn, fyrsta sem mér datt í hug var að hringja í þig og biðja þig að bjarga mér! Auðvitað komstu og reddaðir þessu. Afi, takk fyrir allt. Þinn Jón Ársæll. Elsku afi Jón er farinn frá okkur. Afi var svo yndislegur og hjartahlýr, hann var fyndinn og ég hló oft að bröndurunum hans. Afi kom oft að horfa á mig þegar ég var að sýna listdans á skaut- um og spila á þverflautuna mína á tónleikum. Mér þykir svo vænt um þessar stundir og afi sagði mér að hann væri stoltur af mér. Einu sinni var stór könguló í her- berginu mínu og ég er svo hrædd við þær, afi spurði strax hvar hún væri og lagðist á gólfið, fann hana og henti henni út fyrir mig. Svona var afi, alltaf til í að hjálpa. Við töluðum mikið um ömmu Guggu og hvað við sökn- uðum hennar, nú er afi hjá henni. Það var svo gaman að heimsækja hann og fá hann í heimsókn. Elsku besti afi Jón, ég vona að þér líði betur núna og sért búinn að hitta ömmu Guggu. Ég sakna þín ótrúlega mikið nú þegar þó að ekki sé langt síðan þú fórst frá okkur. Þín Eva Lind. Jón Wayne Wheat Mig langar að skrifa hér nokkrar línur í minningu ömmu minnar, sem við systkinin kölluðum alla jafna ömmu í Fagró. Þar sem við ól- umst upp á Vopnafirði bjuggum við systkinin við þau forréttindi að hafa ömmu í götunni okkar og þvílík lukka sem það var. Oftar en ekki hringdum við í ömmu í eftirmiðdaginn til að athuga hvað væri í matinn hjá henni, ef vera skyldi að hún væri að elda eitt- hvað betra en mamma var að elda heima. Amma í Fagró var dugleg að heimsækja okkur barnabörnin eftir að við fluttum að heiman og Þorgerður Karlsdóttir ✝ ÞorgerðurKarlsdóttir fæddist 20. maí 1928. Hún lést 26. febrúar 2018. Útför Þorgerðar fór fram 10. mars 2018. lét sig aldrei vanta þegar fram fóru skírnir, fermingar eða brúðkaup í fjöl- skyldunni. Alltaf var amma tilbúin að leggja land undir fót og vera með okkur þó að hún þyrfti að ferðast alla leið frá Vopnafirði. Ég held samt að ömmu hafi alltaf þótt langskemmtilegast þegar gestir komu í heimsókn til henn- ar, sátu í eldhúsinu og rifjuðu upp gamla tíma. Það var alltaf heitt á könnunni hjá ömmu og þegar ég var yngri var alltaf hægt að fara í búrið að sækja eitthvað gott í gogginn. Eins var það þegar börnin mín heimsóttu langömmu, þá passaði hún alltaf upp á að eiga eitthvert góðgæti í búrinu. Amma kvartaði aldrei og alltaf sá hún hlutina í sínu bjartasta ljósi. Hún vildi hafa fínt í kring- um sig og var búin að láta gera upp bæði stéttina, þakið og síðast en ekki síst pallinn þar sem við gátum setið og spjallað í sólinni langt fram eftir kvöldi. Ömmu fannst líka ákaflega gaman að tala um blómin í garðinum og oft- ar en ekki, þegar maður var ný- sestur og kominn með kaffið sitt, sagði amma: „Varstu búinn að sjá liljurnar mínar? Allar svona út- sprungnar og fínar.“ Ég veit að ömmu þótti ótrú- lega vænt um það þegar við systkinin komum yfir til hennar á aðfangadagskvöld þegar búið var að opna gjafirnar og hver einustu jól, jafnvel eftir að ég var löngu fluttur frá Vopnafirði, rifjaði hún það upp, minnti mig á hvað það hefði verið gaman og hversu mik- ið hún saknaði þess. Við systkinin gerðum okkur ekki grein fyrir því hversu stutt var eftir hjá ömmu þó að aðrir, sem voru nær henni, hefðu gert það. Það var því ánægjulegt að sjá hana þegar hún kom suður á Landspítalann fyrir nokkrum vikum, þó að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst. Ég hélt kannski að amma myndi aldrei fara, hún hafði jú verið til staðar fyrir okkur alla tíð. Helgi Már Þórðarson. ✝ HjörleifurBergsteinsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. júní 1928. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir, Hlíðar- húsum 7, 20. febr- úar 2018. Foreldrar hans voru Guðrún Ís- leifsdóttir, f. 16.12. 1904, d. 18.1. 1999, og Bergsteinn Hjörleifsson, f. 1.4. 1902, d. 25.2. 1987. Hjörleif- ur var elstur fjög- urra systkina, þeirra Aðalheiðar, Guðnýjar og Ísleifs. Hann ólst upp og starfaði lengst af í Reykjavík. Hann átti ættir sínar að rekja austur undir Eyjafjöll í móður- ætt en í Þykkvabæ og Skaftafells- sýslur í föðurætt. Útför hans fór fram í kyrrþey að hans ósk. Minn ágæti vinur Hjörleifur Bergsteinsson er látinn, með hon- um er genginn einn af þeim ungu mönnum sem um miðja síðustu öld mörkuðu leiðina til þeirra miklu afreka sem frjálsíþrótta- menn okkar náðu. Þessara afreka er enn minnst með mikilli virðingu og stolti. Hjörleifur keppti fyrir Glímu- félagið Ármann í frjálsum íþrótt- um og minntist hann oft þess hvað það voru skemmtilegir tímar. Leifur, eins hann var gjarnan kallaður, var mikill trúmaður og átti hann gott safn góðra bóka, einkum um þjóðfélagslegt efni og ljóðlist. Enda var hann hagmæltur eins og móðir hans, Guðrún Ísleifsdótt- ir, sem hann unni mjög og vitnaði hann oft í kvæði sem hún orti og er enn í dag kynnt fyrir afkomendum hennar. Leifur var aðeins 13 ára gamall er hann hóf störf í Ofnasmiðjunni og þar vann hann allan sinn starfs- feril sem logsuðumaður. Leifur var stoltur af sínum eyfellska og skaftfellska uppruna enda ætt- fróður og minnugur um menn og málefni. Hann var mikið náttúrubarn og hafði yndi af ferðalögum um land- ið og fór víða erlendis, meðal ann- ars til Rússlands. Hestamennsku stundaði hann og átti hann góða hesta og var afar laginn í um- gengni við þá. Eins og fyrr segir var Leifur mikill trúmaður og vildi hann veg kristilegs samfélags sem mestan og var hann stuðningsmaður góðra verka. Hann var meðal annars afar áhugasamur um orgelsjóð Guðríð- arkirkju og lagði honum lið sem við í Grafarholtssókn þökkum honum fyrir og minnumst hans með virðingu. Ég þakka Hjörleifi Bergsteins- syni fyrir viðkynninguna og vin- áttu. Veri hann að eilífu Guði fal- inn, Aðalsteinn Dalmann Októsson. Hjörleifur Bergsteinsson Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf- legt verð (479.900). Selst á 330.000. Vídeó upptökuvél Canon XA 35. Stór rafhlaða. Upphaflegt verð (319.900). Selst á 200.000. Keyptar í Nýherja / Origo í Borgartúni 37. Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma: 833-6255 og 899 8325 Bókhald NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134. Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SÆMUNDSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 15. Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson Magnús Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir Oddný Teitsdóttir Ari Freyr Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR REYNIR FINNBOGASON, Laugarnesvegi 60, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. mars klukkan 13. Guðmundur Einarsson Valgerður Margrét Briem Kristín Einarsdóttir Kristján Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elsku sonar okkar, pabba, bróður, mágs og frænda, EGILS GUÐJÓNSSONAR, Víðigerði 21, Grindavík. Guðjón Einarsson Elínborg Ása Ingvarsd. Elín Björt Egilsdóttir Einar Logi Egilsson Ingólfur Guðjónsson Guðbjörg Þórisdóttir Ingvar Guðjónsson Steinunn Óskarsdóttir Einar Guðjónsson Ástrún Jónasdóttir Leifur Guðjónsson Guðrún María Brynjólfsd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.