Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Hildur Gylfadóttir, jóga- og smíðakennari, á 50 ára afmæli ídag. Hún rekur ásamt fleiri Yogasmiðjuna. „Við bjóðum uppá fjölbreytta heilsurækt fyrir líkama og sál, t.d. hatha- og
kundalini jóga, djúpslökun, námskeið sem heitir Stoð og styrkur og
eru almennar líkamsræktaræfingar til að styrkja stoðkerfið. Síðan er-
um við með Yogaflæði sem er mitt námskeið. Á fimmtudagskvöldum
er alltaf frítt hjá okkur í Gongslökun.
Í þessari viku hefjast tvö námskeið, „Hathayoga og djúpslökun“ og
„Yoga gegn streitu og kvíða“. Næsta laugardag verður „Eróbik
þemadagur í anda Jane Fonda“, Frekari upplýsingar eru á Facebook-
síðu Yogasmiðjunnar.
Hildur er einnig smíðakennari í Hamraskóla í Grafarvogi og kennir
1. til 7. bekk. „Ég er í stuðinu með krökkunum á daginn og fer svo í
slökun í jóga seinnipartinn. Þetta er mitt yin og yang. Ég er einnig að
vinna sem Thai Yoga nuddari. Thai yoga nudd & heilun er meðferð
þar sem meðferðaraðilinn nuddar, teygir, togar og ruggar líkama
viðtakanda, til að viðhalda orkuflæðinu til allra hluta líkamans. Þessi
meðferð hentar öllum, t.d. ófrískum konum. Upplýsingar um þessa
meðferð eru inni á Facebook-síðu minni, „Lunayoga Iceland“.
Eiginmaður Hildar er Björn Sigurður Vilhjálmsson, sjálfstætt
starfandi múrari. Samanlagt eiga þau fimm börn og átta barnabörn
og það síðasta kom í fyrradag. Svo er eitt barnabarn á leiðinni.
„Ég verð í vinnunni og með mínu jógafólki í dag og svo verður partí
með fjölskyldunni í kvöld.“
Hjónin Hildur og Björn á brúðkaupsdegi sínum 6. október síðastliðinn.
Jóga- og smíðakennari
og Thai Yoga nuddari
Hildur Gylfadóttir er fimmtug í dag
Á
sthildur Einarsdóttir
fæddist í Búðinni á
Raufarhöfn 20.3. 1933
og ólst þar upp til 19
ára aldurs. Hún var í
Barnaskólanum og Unglinga-
skólanum á Raufarhöfn, lauk prófi
frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur og
útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla
Íslands í Reykjavík 1956.
Var ekki allt á kafi í síld á Raufar-
höfn á þínum uppvaxtarárum?
„Jú, jú. Ég náði varla niður í botn
á tunnunum þegar ég byrjaði að
salta, 10-11 ára. Allir voru í síldinni
sem vettlingi gátu valdið. Ég var
líka sendill hjá rannsóknarstofu
verksmiðjunnar og eftir vinnu þar
skrapp maður niður eftir á kvöldin
og saltaði í svona tíu tunnur.
Helstu síldarspekúlantarnir á
Ásthildur Einarsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri – 85 ára
Á rölti í London Talið frá vinstri: Gerður Helga, afmælisbarnið, Helgi Kristmann, Haraldur og Einar Baldvin.
Síld á Raufarhöfn og
hjúkrun á Skaganum
Hjónin Ásthildur og Helgi Kristmann, á leiðinni í British Museum.
Reykjavík Matthías Karl Ís-
feld Jóhannesson fæddist 2.
mars 2017 kl. 15.03. Hann vó
4.170 g og var 53 cm langur.
Foreldrar hans eru Eva Marý
Ísfjörð Heiðarsdóttir og
Jóhannes Ísfeld Eggertsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Láttu birtuna ekki trufla þig
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is