Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 41
»Hápunktur hátíðar-innar hjá nokkrum
gestum var þó frekar
óvæntur, þegar Björk
gekk um sali Hörpu með
höfuðskraut sem ekki er
hægt að lýsa öðruvísi en
mjög Bjarkarlegu og
tók vel í beiðnir fólks
um sjálfur með sér.
AF SÓNAR
Hallur Már Hallsson
hallurmar@mbl.is
Skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa í gegn-um tíðina þurft að aðlagahana eftirspurn og að-
stæðum hér á landi. Hátíðin í ár var
styttri en undanfarin ár. Tvö kvöld
með dagskrá í fjórum rýmum:
Silfurbergi, Kaldalóni og Norður-
ljósasal auk bílakjallarans. Eflaust
er það fín lending að láta tvö kvöld
duga og mögulega hentar það er-
lendum gestum betur en mín til-
finning var að þeir væru fleiri í ár
en oft áður. Hinsvegar má alveg
gera athugasemdir við það að
rukka 20 þúsund krónur fyrir
kvöldin tvö og það er eitthvað sem
maður hefur heyrt á fólki að hafi
fælt það frá því að mæta. Annað
skipulagsatriði sem má setja út á er
að selja bara bjórmiða sem ekki er
hægt að fá endurgreidda ef eitt-
hvað kemur upp á og ekki er hægt
að kaupa sér einn bjór, bara fimm
hið minnsta.
En að hátíðinni sjálfri. Föstu-
dagskvöldið fór rólega af stað, ég
var mættur frekar snemma og það
virtist vera sem margir væru að
spara sig fyrir nóttina því dag-
skráin stóð ansi langt fram á nótt.
Silfurberg var því tómlegt þegar
Blissful steig á svið í fyrsta skipti í
þessari mynd. Svala og Einar geta
samið fyrsta flokks popplög og þau
nutu sín vel á stóra sviðinu og flutn-
ingurinn var óaðfinnanlegur. Lík-
lega væri auðveldari leiðin fyrir
þau að keyra bara á Eurovision-
smellinum „Paper“ og því virðing-
arvert að sjá þau fara aðrar leiðir.
Í Kaldalóni var raftónlistarkonan
Silvia Kastel búin að stilla sér upp.
Hún hefur vakið þónokkra eftirtekt
en ég tengdi ekki við tónlistina sem
virkaði fulleinföld. Aftur í Silfur-
berg. Þar var Cyber komin á svið.
Ég hef aldrei séð þetta band áður
sem samanstendur af fjórum stelp-
um sem rappa og syngja ofan á
takta. Þær settu upp mjög
skemmtilegt atriði þar sem þær
notuðu leikmuni og voru klæddar í
einhverjar furðulegar næntís-
dragtir sem settu kómískan svip á
atriðið. Auk þess geta þær samið
lög sem límast á heilann, „I’m your
new stepmom“ er mjög grípandi en
líka ólíkt flestu öðru sem maður
heyrir. Í lokin komu svo meðlimir
Hatara á sviðið með leðurólarnar
sínar og þrumuræðu sem sjálfur
Hitler væri líklega stoltur af. Frá-
bærir tónleikar og ekkert skrýtið
að búið sé að bóka stelpurnar á 25
ára afmælishátíð Sónar í Barcelona
í sumar. Það er mjög góð þróun ef
íslenskir flytjendur eiga greiðari
leið þangað vegna íslensku útgáf-
unnar af hátíðinni.
Þegar Vök fór á svið í Norður-
ljósasalnum var orðið fjölmennara í
húsinu. Sveitin hefur vaxið vel í
gegnum árin og Margrét söngkona
hefur útgeislun sem heldur athygli
fólks algerlega. Vel gert. Bad Gyal
var eitt af stærstu númerum hátíð-
arinnar en hún heillaði mig ekki.
Lítil spænskukunnátta hefur þar
kannski eitthvað að segja. Silfur-
berg var orðið troðfullt þegar Gus
Gus byrjaði og það var ennþá troð-
fullt þegar hún kláraði. Það segir
manni oft ansi mikið um hvernig til
tókst, engin þreytumerki á Bigga
Veiru og Daníel Ágústi. Hápunktur
hátíðarinnar hjá nokkrum gestum
var þó frekar óvæntur, þegar Björk
gekk um sali Hörpu með höfuð-
skraut sem ekki er hægt að lýsa
öðruvísi en mjög Bjarkarlegu og
tók vel í beiðnir fólks um sjálfur
með sér. Svipbrigðin á fólkinu eftir
að hafa hitt goðsögnina hefðu ekki
verið minna tilefni í stöðuupp-
færslu.
Fyrsta atriðið á laugardags-
kvöldinu var hinn stórskemmtilegi
serpentwithfeet. R&B-skotin fram-
úrstefna, Barbie-dúkka á sviðinu og
frábær söngvari sem hvatti fólk
eindregið til að dansa á meðan það
grætur. Vonandi segir þetta ein-
hverjum eitthvað, en allavega eftir-
minnilegir tónleikar.
„Er einhver hér sem hefur farið á
hestbak?“ spurði Elli Grill salinn.
Jú, einhver hafði farið hestbak sem
er náttúrlega tómt rugl og stór-
hættulegt að mati Ella sem grillaði
í salnum af töluverðri færni en ég
get ekki sagt að tónlistin hafi skilið
mikið eftir sig.
Ben Frost var í Silfurbergi ásamt
samverkamanni. Seiðurinn sem
þeir brugguðu var virkilega flottur,
þung undiralda og einhver galdur í
gangi. Sviðið var sérstaklega flott
þar sem búið var að strengja plastt-
jald yfir sviðið og svo var myndum
varpað á tjald fyrir aftan. Þetta er
alltaf stór hluti af Sónar-upplifun-
inni og í ár voru margar mjög flott-
ar útfærslur á ljósum og myndrænu
efni. Því miður var Hildur Guðna á
sama tíma í Kaldalóni og þegar ég
kom þangað var hún eiginlega búin,
frekar svekkjandi.
Maður vissi lítið við hverju var að
búast af Underworld sem var stofn-
uð árið 1980 en var upp á sitt besta
um miðjan tíunda áratuginn. Ein-
hver hnýtti í aldur meðlima tvíeyk-
isins í aðdraganda hátíðarinnar. En
það er lítil innistæða fyrir þeirri
gagnrýni, Karl Hyde söngvari er jú
fæddur árið 1957 en það er ekki að
merkja þreytu hjá honum. Fólk
sem fæddist árið 1994 þegar dubno-
basswithmyheadman kom út gæti
flest verið stolt af mjaðmahreyf-
ingum á borð við þær sem Hyde
bauð upp á. Það er líka áhugavert
að sjá fólk í þessum geira tónlistar-
innar eldast. Gamlir teknóhundar
eru aðeins öðruvísi en gamlir rokk-
hundar. Þess utan voru tónleikarn-
ir líka frábærir með leysigeislum
og öllu tilheyrandi. Hápunktarnir
voru náttúrlega þegar lögin af fyrr-
nefndri plötu voru spiluð og aldrei
hef ég fundið gólfið í Silfurbergi
dúa jafnmikið og á laugardaginn.
Stjúpmömmur og rosknir teknóhundar
Ljósmynd/Ásgeir Helgi
Leikrænt Stelpurnar í Cyber settu upp skemmtilegt atriði þar sem þær notuðu leikmuni og voru klæddar í furðu-
legar næntís-dragtir sem settu kómískan svip á atriðið. Hér sjást tvær af fjórum Cyber-konum á sviði.
Ljósmynd/Ívar Eyþórsson
Galdur Ben Frost og samverkamaður hans brugguðu bragðmikinn seið.
Óþreyttur Karl Hyde, söngvari Underworld, er fæddur árið 1957 en bar
þess engin merki að vera þreyttur á tónleikunum á laugardaginn.
Ljósmynd/Ásgeir Helgi
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
ICQC 2018-20
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 16. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og
brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
Brúðkaupsblað
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl