Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 9
Hann segist dást að því hvernig tekist hefur
að koma til móts við aukna umferð og halda um
leið uppi gæðum í þjónustu á flugvellinum. „Við
erum hluti af því og leggjum okkar af mörkum.
Flugvöllur er eins og ein samhangandi keðja.
Allir hlekkir þurfa að standast álagið. Við
stöndum í þeirri trú að við höfum líka gert okk-
ar, eins og Loksins-barinn sem fengið hefur
viðurkenningar og fallið í kramið. Sama á við
um Mathús, Nord, Kvikk Café, Segafredo og
Pure Food Hall. Fólk virðist ánægt með að
borða á Keflavíkurflugvelli og fyrir okkur
skiptir það máli að vera hluti af jákvæðri upp-
byggingu flugvallarins. En það er áskorun á
degi hverjum.“
Vilja vaxa frekar hér á landi
Veitingaþjónusta er einungis hluti af
alþjóðlegri starfsemi Lagardère svo það er
eðlilegt að spyrja hvort fyrirtækið hyggi á
frekari vöxt hér á landi? „Við vonumst til þess
að hlutdeild okkar á flugvellinum muni aukast
og þá ekki einungis í veitingaþjónustu. Þó svo
að fríhöfnin hér á landi sé vel rekin, þá mynd-
um við gjarnan vilja vaxa inn á þann markað ef
slíkt tækifæri myndi gefast einhvern daginn.
Við myndum einnig vilja bæta við okkur á sviði
ferðavarnings ef sá möguleiki myndi opnast.
Þá erum við einnig að skoða tækifæri utan
flugvallarins. Í ferðamannalandi eins og hér
geta ýmis önnur tækifæri gefist sem við vonum
að við getum gripið þegar þar að kemur.“ Sem
dæmi nefnir hann að Lagardère starfrækir
meðal annars minjagripaverslanirnar í Eiffel-
turninum í París og í óperunni í Sydney.
„Í okkar huga er Ísland land í vexti og því er-
um við að skoða hvernig við getum vaxið enn
frekar. Það gerum við með því að gera miklar
kröfur til núverandi starfsemi okkar, því við er-
um þeirra skoðunar að eftir því sem þjónusta
okkar er betri aukist möguleikar okkar til frek-
ari vaxtar. Í samanburði við marga af okkar
keppinautum leggjum við meira fjármagn í
þjálfun starfsfólks og í verslanirnar sjálfar, því
við teljum að það sé besta leiðin til þess að
vaxa. Við viljum einnig að verslanir okkar haldi
sérkennum sínum.“
Rasmussen viðurkennir þó að það séu ákveð-
in vandamál í tengslum við vöxt hér á landi.
„Undanfarin tvö ár hefur það reynst mesta
áskorunin að laða til okkar og halda starfsfólki.
Gríðarleg samkeppni er um starfsfólk og eft-
irspurn eftir því á Reykjanesi vegna uppbygg-
ingar og umfangs flugvallarins. Þar sem starf-
semin er nokkra vegalengd frá
höfuðborgarsvæðinu þarf að hafa meira fyrir
því að fá fólk til starfa. Við þurfum því að bjóða
upp á eitthvað umfram aðra. Sterk króna hefur
einnig verið ákveðið vandamál þar sem það
hækkar verðlagið og dregur úr áhuga ferða-
manna. Þeir reikna verðið yfir á sína heima-
mynt og finnst því matur fremur dýr hér á
landi, og þá ekki einungis á flugvellinum. Við
heyrum meira og meira af því að ferðmönnum
þykir Ísland dýr áfangastaður. Loks hefur
vöxturinn reynt á þegar reka þarf aðskildar
einingar, en þetta hefur samt gengið vel. Við
erum mjög sátt með hvernig til hefur tekist, og
endurgjöfin frá farþegum og flugvallaryfir-
völdum hefur einnig verið mjög jákvæð.“
Saga Lagardère er löng og fyrirtækið hefur
borið gæfu til þess að þróa sig jafnt og þétt í
gegnum einnar og hálfrar aldar sögu. „Starf-
semin hófst árið 1852 á lestarstöð í Frakklandi
við að selja bækur. Eftir því sem tímarnir liðu
byggðist upp net blaðastanda víða um Frakk-
landi sem seldu blöð, tímarit, tóbak og fleira.
Vaxtarmöguleikar þessa markaðar voru aug-
ljóslega takmarkaðir svo fyrirtækið tók á
ákveðnum tímapunkti þá stefnu að einbeita sér
fyrst og fremst að þörfum viðskiptavinanna
fremur en tilteknum vöruflokkum. Við reynd-
um að átta okkur á því hvað viðskiptavinurinn
vill þegar hann er að ferðast, hvort sem er á
lestarstöð eða í flugstöð.“
Rasmussen segir að í kjölfarið hafi vöruúrval
og -framsetning í verslunum verið tekið til
gagngerrar endurskoðunar. „Þótt við-
skiptavinurinn vilji enn blöð og tímarit vill
hann ýmislegt fleira, hann vill aðlaðandi versl-
un sem býður einnig upp á heilsu- og snyrtivör-
ur, skyndibita og fleira. Við sköpuðum nýja
heildarmynd í kringum þetta sem hefur gengið
gríðarlega vel. Þannig að í stað þess að vera
einungis með tímarit og tóbak og markað sem
er á undanhaldi, þá erum við með fjölbreytileg
viðskipti í miklum vexti. Þetta snýst því um að
hlusta á viðskiptavininn, það skilar mestum ár-
angri.“
Átta milljarðar flugfarþega 2030
Eins og fyrr segir er Lagardère Travel
Retail nú orðið stærsta fyrirtæki heims á sínu
sviði. Dag Rasmussen segist þó enn sjá mikil
alþjóðleg vaxtartækifæri. „Hjá flugvöllum, þar
sem stærsti hluti sölu okkar fer fram, er mikill
vöxtur í fjölda farþega. Þeir eru um 4 millj-
arðar nú og er talið að fjöldi þeirra muni tvö-
faldast fram til ársins 2030. Svo markaðs-
þróunin er mjög jákvæð.“
Hann segir að í samanburði við aðra verslun
standi ferðamannaverslun mjög vel. „Það má
segja að um þessar mundir séu öflugustu geir-
ar verslunar netviðskipti og ferðamanna-
verslun. Það er gott streymi farþega svo við
höfum viðskiptavinina þegar til staðar, við
þurfum því bara að „draga þá“ til okkar með
aðlaðandi verslunum, bestu vörunum og þjálf-
aðasta starfsfólkinu. Við teljum þetta gefa okk-
ur mikil tækifæri.“
Hann segir að stöðugt séu nýjar áætlanir í
gangi og til að mynda verði verslanir
Lagardère á Feneyjaflugvelli og í Genf endur-
nýjaðar á þessu ári, auk nokkurra verslana á
flugvellinum í Hong Kong. „Svo við erum alltaf
að leita að nýjum verkefnum. Við erum að vaxa
á vaxandi markaði.“
Skipulag félagsins ýtir einnig undir vöxtinn,
að mati Rasmussens. „Hér á landi er það til
dæmis íslenska teymið sem ræður ferðinni,
svo það er ekki einhver í París sem er að drífa
stjórnendurna áfram. Við styðjum svo við
stjórnendur og veitum leiðsögn og ráðgjöf
þar sem á þarf að halda. En teymin hafa
ákveðið sjálfstæði sem styður við vöxt sam-
stæðunnar.“
Sérstaða Lagardère liggur einnig í því að
enginn keppinautanna starfar á öllum þrem-
ur viðskipasviðum félagsins, þ.e.a.s. í fríhafn-
arverslun, ferðavarningi og veitingasölu.
„Við höfum í öllum tilvikum sama verkkaup-
ann, flugvöllinn, og sömu viðskiptavinina, far-
þegana, hvort sem um er að ræða veitingar,
vörur eða annað. Við teljum því rökrétt að
starfa á öllum þremur sviðunum og erum
eina fyrirtækið sem gerir það. Í fríhafn-
arverslun er helsti keppinautur okkar Dufry,
í veitingum eru það SSP eða Autogrill, og í
ferðavarningi er það WHSmith. Þannig að
við höfum keppinauta á tilteknum geirum en
ekki yfir allt sviðið.
Á sumum flugvöllum, eins og í Gdansk,
sjáum við um alla þjónustu, þar með talið
veitingar, ferðavarning og fríhöfn. Flugvöll-
urinn hefur verið mjög ánægður með þessa
tilhögun því hún veitir mikinn sveigjanleika.
Auðvelt er að gera breytingar þegar það er
hagkvæmt fyrir báða aðila og engin þörf á
samningaviðræðum milli ólíkra aðila. Þetta
hefur reynst mjög vel.“
Tæknin er einnig að hefja innreið sína með
vaxandi þunga á þessu sviði sem öðrum. „Við
notum tæknina töluvert til þess að ná til
dæmis til viðskiptavina áður en þeir koma á
flugvöllinn, svo þeir fái sem mestu út úr
verslunarheimsókninni sjálfri. Í fríhöfnum
hefur starfsfólk okkar spjaldtölvur, sem veit-
ir ýmsar hagnýtar upplýsingar um verð og
gengi, en einnig bakgrunnsupplýsingar um
vörurnar. Við höfum einnig fjárfest töluvert í
símagreiðslum til hagræðingar fyrir við-
skiptavini. Þá vinnum á mjög áhugaverðan
hátt með gríðargögn (e. big data) við að
leggja mat á vöruval. Við höfum tíu manna
teymi sem vinnur með slík gögn, þar sem við
getum til dæmis séð hvort við vissar að-
stæður þurfi að breyta tilboðum, draga úr
eða auka við, til þess að hámarka sölu. Þann-
ig breytum við áherslum og tilboðum á til-
teknum vörum eftir því sem gögnin segja
okkur. Slík stafræn vinnsla skapar okkur
mikil tækifæri.
Við viljum hins vegar ekki að tæknin komi í
stað sölufólks, því til teljum að mannlegi þátt-
urinn hafi úrslitaáhrif. Þegar jákvæð mann-
leg samskipti eru studd með tækninni þá er-
um við vel stödd,“ segir Dag Rasmussen.
xandi markaði
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 9VIÐTAL
Sigurður Skagfjörð Sig-
urðsson er
framkvæmdastjóri Lag-
ardère Travel Retail á Ís-
landi og einn eigenda fé-
lagsins, og hefur því
stýrt uppbyggingunni í
Leifsstöð. Að hans sögn
hefur vöxturinn verið
hraður og Lagardère
þegar orðið fjórða
stærsta veitingafyrirtæki landsins á eftir
Domino‘s, Subway og FoodCo-keðjunni.
Mikið álag hafi verið frá því reksturinn
hófst árið 2015. „Það eru gífurlegir álag-
stoppar á morgnana, þegar farþegar
koma frá Bandaríkjunum og víðar. Helm-
ingurinn er áningarfarþegar sem margir
eru að koma inn á Schengen-svæðið. Á
sama tíma eru Íslendingar að leggja í
hann, gjarnan innan Schengen. Þessir
hópar mætast því á morgnana frá því
klukkan 4.30 til 8.00 svo það getur orðið
þröng á þingi.“
Sigurður segir að yfir vetrartímann fari
um 65 þotur á dag um flugvöllinn og sú
tala mun fara allt upp í 160 nú yfir sum-
armánuðina. „Þetta mun óhjákvæmilega
leiða til mikils álags og þrengsla. Flug-
völlurinn hefur fjárfest gífurlega í að geta
þjónað því flugi sem fer í gegn, svo sem
að skila farangri tímanlega á milli véla. Nú
er orðin brýn þörf á frekari fjárfestingum
til þess að koma öllum mannskapnum
fyrir með góðu móti. Það er verður verk-
efni komandi ár að auka plássið.“
Hann segir að ef vöxturinn heldur áfram
eins og verið hefur verði mjög þröngt á
flugvellinum innan tveggja ára. „Vöxturinn
hefur hins vegar ekki verið eins hraður
undanfarna mánuði og gert var ráð fyrir,
auk þess sem það er ákveðin óvissa með
tölur um farþega. Svo lítið dæmi sé tekið
er hjá okkur töluverður fjöldi pólskra
starfsmanna sem vinna í 15 daga og
fljúga svo heim til Póllands til næstu 15
daga. Þessir starfsmenn eru taldir með í
farþegatölum,“ segir Sigurður.
Verkefni komandi ár að auka plássið fyrir ferðamenn
Sigurður
Skagfjörð
Morgunblaðið/Eggert
”
Flugvöllur er eins og ein
samhangandi keðja. Allir
hlekkir þurfa að standast
álagið. Við stöndum í
þeirri trú að við höfum
gert okkar …