Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Það er ekki bara Tiger Woods sem á endurkomu um
þessar mundir. Framleiðendur golfbúnaðar eru líka
búnir að ná sér aftur á strik og hafa leyst úr þeim erf-
iðleikum sem þeir glímdu við eftir fjármálakreppuna.
Tvær stórar golfsamsteypur eru skráðar á hluta-
bréfamarkað, Callaway Golf og Acushnet, sem er
móðurfyrirtæki Titleist. Hefur hlutabréfaverð þess
fyrra rokið upp um 50% á undanförnum tólf mánuðum og hins síðara um
40%. Þó svo að golfgeirinn njóti góðs af uppgangi í alþjóðahagkerfinu hef-
ur mikilvægasti áhrifaþátturinn verið hagræðing í framleiðslunni. Aðrir
framleiðendur neytendavarnings ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
Árið 2011 sögðust 26 milljónir Bandaríkjamanna iðka golf. Árið 2017
hafði þessi tala lækkað niður í 24 milljónir, að sögn National Golf
Foundation. Nike gaf framleiðslu á golfbúnaði upp á bátinn. Adidas seldi
einkafjárfestum Taylor Made-vörulínuna. Verslanakeðjan Golfsmith fór á
hausinn og stærsti íþróttavörusali Bandaríkjanna, Dick’s Sporting Goods,
minnkaði hjá sér framboð á golfbúnaði.
Callaway og Acushnet brugðust við aðstæðum með því að láta lengri
tíma líða á milli nýrra viðbóta við vöruframboðið. Kylfingar þurfa núna að
bíða aðeins lengur eftir næstu hátækni-dræverum.
Acushnet, sem hefur sterkasta stöðu á sviði golfbolta, spáir því að
rekstrarhagnaðurinn muni vaxa hóflega á þessu ári, eftir að hafa dregist
saman árið 2017. Hjá Callaway, sem reiðir sig meira á sölu á golfkylfum,
tvöfaldaðist hagnaður á hvern hlut árið 2017. En öllu forvitnilegra í
rekstri Callaway er 14% eignarhlutur félagsins í Topgolf, sem rekur
leikjavædd golfæfingasvæði. Callaway hefur lagt 70 milljónir dala í þenn-
an rekstur, sem stílaður er inn á þúsaldarkynslóðina. Callaway metur
hlutinn núna á nærri 300 milljónir dala, miðað við tveggja milljarða dala
verðmat Topgolfs á fyrirtækinu. Samanlagt heildarvirði Titleist og Cal-
laway er fjórir milljarðar dala.
Það var ekki sársaukalaust að selja birgðir sem höfðu safnast upp hjá
smásölum, en reyndist engu að síður nauðsynlegt. Komið hefur verið á
hóflegri vaxtamarkmiðum. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort metnaði
Tigers Woods hafi verið stillt í hóf með sama hætti á þessu stigi
ferils hans.
LEX
AFP
Golf: Enginn asi á teig
Norsk stjórnvöld munu ekki leyfa
olíusjóðnum að stunda framtaks-
fjárfestingar (e. private equity), en
hafa opnað fyrir möguleikann á að
sjóðurinn, sem hefur úr jafnvirði
1.000 milljarða bandaríkjadala að
spila, fjárfesti í endurnýjanlegum
innviðum.
Í árlegri hvítbók um stöðu sjóðs-
ins, sem birt var á þriðjudag, sagði
fjármálaráðherra Noregs að fram-
taksfjárfestingar falli ekki að
rekstrarmódeli stærsta þjóðarsjóðs
heimsins.
En í sömu hvítbók segir, að eftir
að hafa í tvígang hafnað því að
leyfa sjóðnum að fjárfesta í innviða-
uppbyggingu almennt, þá verði
núna tekið til skoðunar hvort sjóð-
urinn megi, í samræmi við um-
hverfisverndarstefnu sína, fjárfesta
í verkefnum eins og vind- og sólar-
orkuverum. Á næsta ári mun ríkis-
stjórnin kynna þinginu hvernig
sjóðurinn gæti komið þessu við.
Ekki nægilegt gegnsæi
„Framtaksfjárfestingar falla ekki
að þeirri forskrift sem við höfum
valið sjóðnum,“ segir Siv Jensen,
fjármálaráðherra Noregs og leið-
togi hins hægrisinnaða Framfara-
flokks, í samtali við Financial
Times. „Stærsta hindrunin snýr að
gegnsæi og upplýsingagjöf til
almennings.“
Töluverðar deilur áttu sér stað
innan fjármálaráðuneytisins milli
þeirra sem vilja meiri dreifingu í
fjárfestingum sjóðsins, rétt eins og
hjá öðrum stórum fjárfestingar-
sjóðum, og hinna sem telja að ár-
angur norska sjóðsins stafi ekki
hvað síst af því að hann virkar í
reynd eins og stór vísitölusjóður,
sem á að meðaltali 1,4% hlut í öll-
um alþjóðlegum fyrirtækjum sem
skráð eru á hlutabréfamarkað.
Per Stromberg, sænski fræði-
maðurinn sem leiddi teymi sérfræð-
inga sem metið hafa kosti og galla
framtaksfjárfestinga fyrir Norð-
menn, segir að ákvörðun stjórn-
valda hafi „komið á óvart“. „Þau
fundu fyrir mikilli andstöðu heima-
fyrir. Sumir hafa mjög illan bifur á
virkum fjárfestingum.“
Hann bætir við: „Ég skil að það
er hægara sagt en gert að taka upp
nýja stefnu en það er líklegt að
ákvörðunin leiði til töluvert lægri
arðsemi þegar fram í sækir.“
Framtaksfjárfestingar í vexti
Ákvörðun norskra stjórnvalda
kemur upp á sama tíma og mikill
vöxtur er í framtaksfjárfestingum.
Framtaksfjárfestingarsjóðir hafa
aflað sér meira fjármagns en
nokkru sinni, fúlsað við met-
greiðslum, og borga hæsta verðið
fyrir fyrirtæki. En sumir hafa
áhyggjur af að eftir því sem fram-
taksfjárfestingasjóðir sölsa undir
sig æ fleiri fyrirtæki á æ hærra
verði, því minni verði arðsemin af
fjárfestingunum.
Sumir stofnanafjárfestar sem
stunda framtaksfjárfestingar önd-
uðu léttar eftir að fréttirnar bárust
frá Noregi, enda þýða þær að minni
samkeppni verður um að taka þátt í
framtaksfjárfestingasjóðum. Einn
framtaksfjárfestir sagði: „Góðar
fréttir frá Noregi ... og kemur sér
vel fyrir okkur hin.“
Jensen leggur á það áherslu að
Noregur hafi alltaf farið „gætilega
þegar við íhugum breytingar á því
hvernig sjóðurinn er rekinn, og það
hefur reynst okkur vel í gegnum
árin.“. Sjóðnum verður áfram heim-
ilt að fjárfesta í óskráðum fyr-
irtækjum sem hafa lýst því yfir að
þau hyggist skrá sig á hlutabréfa-
markað.
Á þessu ári þarf ríkisstjórnin að
leysa úr nokkrum öðrum málum
sem varða sjóðinn, s.s. hvort stofna
eigi sérstaka stjórnsýslustofnun ut-
an um sjóðinn, og hvort olíu-
sjóðurinn eigi að minnka hluta-
bréfaeign sína í olíu- og
gasfyrirtækjum líkt og seðlabanki
Noregs, sem annast rekstur olíu-
sjóðsins, hefur mælt með að verði
gert.
Aðrir þjóðarsjóðir fjárfesta
Á meðan Noregur hefur ákveðið
að láta framtaksfjárfestingar í friði
hafa aðrir stórir þjóðarsjóðir varið
miklum fjármunum í slíkar fjárfest-
ingar. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu
sagðist á síðasta ári ætla að fjár-
festa fyrir 20 til 40 milljarða dala í
Blackstone-sjóðnum.
„Norðmenn eiga erfitt með að
átta sig á framtaksfjárfestingum,“
segir Ludovic Phalippou, prófessor
í fjármálum hjá Saïd Business
School við Oxfordháskóla, og höf-
undur bókarinnar Private Equity
Laid Bare. „Það er ekki auðvelt að
vera alveg í rónni þegar fjárfest er
í sjóðum sem geta gert nánast hvað
sem þeim sýnist hvað þóknanir og
útgjöld varðar. Það er kannski
meira gagnsæi nú en áður í rekstri
framtaksfjárfestingafélaga, en það
er vandasamt að skilja þær upplýs-
ingar sem frá þeim koma og oft
fara hagsmunir þeirra sem reka
sjóðina og þeirra sem leggja
þeim til fjármuni ekki saman.“
Olíusjóðnum meinaðar
framtaksfjárfestingar
Eftir Richard Milne í Malmö og
Javier Espinoza í London
Norski olíusjóðurinn mun
ekki fá heimild til að
stunda fjárfestingar í
óskráðum félögum þó svo
að ýmsir þjóðarsjóðir séu í
framtaksfjárfestingum.
AFP
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, segir framtaksfjárfestingar ekki falla
að þeirri forskrift sem Norðmenn hafi valið olíusjóðnum, m.a. um gegnsæi.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
VERÐ FRÁ 2.702.000 K
R. ÁN VSK
3.350.000 KR. ME
Ð VSK
CITROEN.IS
CITROËN JUMPY
MODUWORK - aukið flutningsrýmiNálægðarskynjarar að aftan
Þrjár lengdir
– allt að 4 metra
flutningsrými
FJÖLHÆFUR & STERKUR
LENGDIN SKIPTIR MÁLIBAKKAÐU AF ÖRYGG
I
KOMDU &MÁTAÐU
CITROËN JUMPY Í DAG!
BJÓÐUM EINNIG REKSTRAR
LEIGU