Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-4,70%
14,0
SKEL
+6,52%
1,72
S&P 500 NASDAQ
2,55%
7.091,397
1,72%
2.649,33
1,02%
7.257,14
FTSE 100 NIKKEI 225
12.10.‘17 12.10.‘1711.4.‘18 11.4.‘18
1.700
702.300
2.146,35
2.226,35
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
56,25
72,52
0,55%
21.687,1
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
50
Íbúðir í nýju 71 íbúðar byggingunni
sem byrjuð er að rísa við Austur-
höfn við hlið Hörpu, reit 5 B, fara í
sölu með haustinu, að sögn Sveins
Björnssonar, framkvæmdastjóra
Austurhafnar. Kostnaður við verk-
efnið hleypur á milljörðum króna.
Búið er að selja allt verslunar- og
þjónusturými á jarðhæð til fast-
eignafélagsins Regins. Í húsinu
verður gengið skrefinu lengra í lúx-
us en áður hefur verið gert hér á
landi, að sögn Sveins. „Við munum
ljúka verkinu í lok næsta árs, á svip-
uðum tíma og fimm stjörnu Marriot-
hótelið við hliðina.“
Sveinn segir að 100 stæði í bíla-
kjallara hússins verði seld með íbúð-
unum í húsinu, en samtals verður 20
þúsund fermetra bílageymsla sem
rúmar 1.000 bíla undir öllu svæðinu,
að bílastæðinu í Hörpu og nýja
Hafnartorginu hinum megin Geirs-
götunnar, meðtöldu.
Snjallíbúðir og stórar svalir
Aðspurður segir Sveinn að verð
íbúðanna sé enn óákveðið, en það
muni taka mið af staðsetningu og
gæðum. „Við erum að taka gæðin í
okkar íbúðum umfram þennan hefð-
bundna lúxusstaðal. Okkur finnst
þetta lúxus „concept“ vera ofnotað á
markaðnum, og allar nýjar íbúðir
seldar sem lúxus. Í okkar íbúðum
verður til dæmis aukin lofthæð, og í
margar íbúðirnar verður innangengt
beint úr lyftu. Við leggjum áherslu á
færri en stærri herbergi. Flest her-
bergin eru með sér baðherbergi, og
allar innréttingar, blöndunartæki og
eldhústæki verða fyrsta flokks.“
Sveinn segir að íbúðirnar verði
allar svokallaðar snjallíbúðir. Þá
verða klæðningar hússins í vandaðri
kantinum, og nefnir Sveinn þar efni
eins kopar og Dektor hágæðaflísar,
sem og sjónsteypu og ál. „Með þessu
brjótum við upp ytra útlitið og sköp-
um útlit í anda miðbæjarins.“
Ennfremur verða svalir stórar,
anddyri og stigagangar veglegir, og
fallegur garður fyrir íbúana á þaki,
að sögn Sveins. „Við munum einnig
bjóða upp á aukið þjónustustig við
íbúðirnar.“
Sveinn nefnir líka háþróað hús-
stjórnarkerfi. „Það tengist m.a. loft-
ræstingunni. Við munum blása lofti
inn í allar íbúðir og tryggja yf-
irþrýsting sem minnkar hættu á leka
og myglu.“
Aðspurður segist Sveinn hafa
skynjað áhuga bæði hér innanlands
og frá útlöndum á íbúðunum. „Þetta
er ein besta staðsetning í Reykjavík,
og mögulega kemur ekki annað sam-
bærilegt verkefni í sölu í næstu
framtíð, með tilliti til gæða og stað-
setningar. Þessar íbúðir eru margar
eins og einbýli í fjölbýli.“
Eigendur Austurhafnar eru
Hreggviður Jónsson sem á 40%,
Eggert Dagbjartsson sem einnig á
40% og Arion banki sem á 20%.
Hluti af heildarhugsun
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri
Regins, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að félagið líti á fjár-
festingu sína í verslana- og þjón-
usturýmunum á jarðhæð sem hluta
af því stóra verkefni að byggja upp
að nýju sterka miðbæjarverslun í
Reykjavík. „Við erum að koma
sterk inn í miðbænum. Við eigum
núna m.a. byggingar á horni Lækj-
argötu og Austurstrætis sem og allt
verslunarhúsnæðið á Hafnartorg-
inu. Því var eðlilegt framhald að
halda áfram yfir Geirsgötuna og
kaupa þetta atvinnuhúsnæði á reit 5
B. Við sjáum svæðið frá Lækjar-
torgi að Hörpu sem eina einingu og
viljum vera leiðandi í að búa það
svæði undir að vera miðstöð versl-
unar, viðskipta og veitinga í mið-
bænum.“ segir Helgi, en að hans
sögn var meðal annars horft til nýja
hafnarsvæðisins í Liverpool-borg,
Liverpool One, við endurhugsun
svæðisins. „Við eigum von á að allt
að 50% af versluninni verði frá
ferðamönnum. Við viljum hafa
glæsilegar fataverslanir, veit-
ingastaði og lífsstílsverslanir sem
eiga heima í miðbænum, en hafa
horfið þaðan á síðustu 20 árum. Við
stefnum að góðu miðbæjarlífi eins
og þekkist í löndunum í kringum
okkur.“
Helgi segir að enn sé ekki byrjað
að auglýsa þjónusturýmin á svæði 5
B til leigu, en áhugi sé þrátt fyrir
það mikill.
Taka hugmyndir um
lúxus skörinni hærra
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Sala á nýjum lúxus íbúðum
við hlið Hörpu hefjast með
haustinu. Íbúðirnar ganga
lengra en áður hefur
þekkst hér á landi þegar
lúxus er annars vegar.
Myndir/T.ark arkitektar
T.ark arkitektar hanna íbúðarbygginguna sem er 18 þúsund fermetrar. Íbúðir verða á efstu fimm hæðunum, en veit-
ingastaðir og þjónusta á jarðhæð. Mikið verður lagt í þakgarð fyrir íbúa hússins að sögn Sveins Björnssonar.
Göngugata mun liggja frá Lækjartorgi, í gegnum Hafnartorg, framhjá nýja
Landsbankanum og Marriot-hótelinu og íbúðabyggingunni, að Hörpu.
FJÖLMIÐLAR
Tekjur fjölmiðla hafa dregist sam-
an um 17% að raunvirði frá því er
mest lét upp úr miðjum síðasta ára-
tug. Samanlagðar tekjur fjölmiðla
árið 2016 námu tæpum 27 millj-
örðum króna á verðlagi þess árs.
Hlutdeild Ríkisútvarpsins í heild-
artekjum fjölmiðla nam um fimmt-
ungi og 15% af samanlögðum aug-
lýsingatekjum fjölmiðla. Þetta
kemur fram í frétt á vef Hagstof-
unnar.
Verulegur samdráttur varð í
tekjum fjölmiðla í kjölfar efnahags-
hrunsins 2008. Frá árunum 2007 til
2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um
fjórðung reiknað á verðlagi ársins
2016.
Þrátt fyrir tilfinnanlegan sam-
drátt í tekjum er þetta þó talsvert
minna en víða annars staðar. Mest
munar um samdrátt í auglýsinga-
tekjum, en þær eru nú um fjórðungi
lægri en þegar þær voru hæstar,
reiknað á verðlagi 2016.
Um 48% tekna fjölmiðla árið 2016
féll til sjónvarps, 26% til dagblaða og
vikublaða, 13% til hljóðvarps, 8% til
vefmiðla og 5% til tímarita.
Umtalsverður samdrátt-
ur í tekjum fjölmiðla
Morgunblaðið/Eggert
Hlutdeild RÚV í heildartekjum fjöl-
miðla árið 2016 nam um fimmtungi.
ÍBÚÐAMARKAÐUR
Fjöldi viðskipta með íbúðar-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu
dróst saman um 7% á milli ára og
voru þau 7.439 í fyrra. Þetta kemur
fram í gögnum Þjóðskrár Íslands.
Mun fleiri viðskipti áttu sér stað
með íbúðarhúsnæði á höfuðborg-
arsvæðinu á árunum 2003-2007 en
verið hefur síðustu ár. Í Hagsjá
Landsbankans segir að fjöldi við-
skipta hafi hrunið á árunum 2008 og
2009, en aukist stöðugt frá 2009 til
2016. Í fyrra fækkaði viðskiptum svo
aftur. Sú þróun virðist halda áfram
það sem af er ári.
Sé litið á fjölda viðskipta eftir
mánuðum kemur í ljós að viðskipti
voru mest í október á tímabilinu
2003-2017. Þar á eftir kemur mars-
mánuður og svo september og nóv-
ember. Þessir fjórir mánuðir skera
sig nokkuð úr hvað fjölda viðskipta
viðkemur, segir í Hagsjá.
Á fyrra tímabilinu, 2003-2009, má
sjá að að janúar sker sig verulega úr,
viðskipti eru langminnst í þeim mán-
uði, samkvæmt greiningu Lands-
bankans. helgivifill@mbl.is
Húsnæðiskaup drógust
saman um 7% á milli ára
Morgunblaðið/Ómar
Húsnæði seldist betur árin 2003-
2007 en verið hefur síðustu ár.