Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018FRÉTTIR
Snögg
og góð
þjónusta
Stafrænt prentaðir
límmiðar á rúllum
Vantar þig lítið upplag?
Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög.
Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur!
Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi
midaprent@midaprent.is | midaprent.is
Félag kvenna í atvinnurekstri
veitti Hildi Petersen sérstök þakk-
arverðlaun fyrr á árinu fyrir eft-
irtektarvert ævistarf. Hún hefur
unnið við fyrirtækjarekstur frá 23
ára aldri og hefur á löngum ferli
unnið að ýsum framfaramálum.
Fyrir um ári stofnaði Hildur fyr-
irtækið Vistvæna framtíð til að
vinna gegn plastsóun.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Þær eru að vekja almenning til
umhugsunar um þá vá sem plast-
mengunin í hafinu er. Við búum
við þann veruleika að það er ör-
plast í loftinu, fæðunni og jafnvel
okkar hreina og góða íslenska
vatni. Þar sem þetta nána sambýli
okkar við plast hefur aðeins varað
í nokkra áratugi vitum við ekki
enn hvaða áhrif þessi mengun mun
hafa á heilsu okkar. Augljóslega er
þetta risaverkefni og fyrirtæki
mitt Vistvæn framtíð kaus að
byrja á því að ráðast til atlögu við
plastpokana í matvörubúðunum.
Við fengum frábæra unga lista-
menn: Lindu Ólafs, Sverri Norland
og Sölva Dún til liðs við okkur til
að hanna innkaupapoka með tær-
um og jafnframt beittum boðskap
um mengunina í hafinu.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Það var #metoo-ráðstefna á
vegum FKA. Var ótrúlega áhrifa-
ríkt að hlusta á ýmsar birt-
ingamyndir þess máls, auk þess
sem Guðni forseti flutti hvetjandi
og einlæga upphafsræðu.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Besta fyrirmynd mín í lífinu og
viðskiptum var faðir minn Hans
Petersen en ég byrjaði að vinna
með honum í ljósmyndavöruversl-
uninni í Bankastræti þegar ég var
12 ára. Ég tók við af honum fyrir
tæpum 40 árum og rak fyrirtækið
í 21 ár. Ég hef farið á óteljandi
ráðstefnur og námskeið í lífinu til
að fylgjast með tímanum og fyllt
þar upp í heildarmyndina en
grunnurinn og gildin komu frá
föður mínum.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég hef mikla ástríðu fyrir því að
lesa í tíðarandann og aðlaga þjón-
ustu og vöruframboð þörfum
markaðarins. Það geri ég með því
að horfa á og lesa fjölmiðla og
ekki síst með því að umgangast
margt fólk og hlusta á hvað það
hefur fram að færa.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri
gráðu?
Ég hef aldrei haft áhuga á gráð-
um. Á síðastliðnum árum hef ég
sett mig nokkuð inn í samfélags-
miðlana sem er bæði góður vett-
vangur til að vera í sambandi við
fjöldann allan af fólki og líka í við-
skiptalegum tilgangi. Ég gæti al-
veg hugsað mér að kunna betur á
þann heim allan.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég var svo heppin að detta inn í
gönguhóp hjá Útivist fyrir um sex
árum og stunda hann af kappi.
Auk þess finnst mér mjög gott að
synda og líka gaman að spila golf.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráð í einn dag?
Ég myndi byrja á því að banna
notkun á plastpokum í verslunum.
Mér finnst í raun ríkja neyðar-
ástand þegar rannsóknir sýna að
árið 2050 verði meira af plasti í
sjónum en fiski. Eiginlega finnst
mér gamaldags að horfa á plast-
poka sem eina valkostinn við
kassa matvöruverslana og ekki
ósvipað því ef að starfsfólkið þar
væri með öskubakka og reykti við
vinnuna. Við slíkar aðstæður þýðir
ekki að setja lágstemmd markmið
heldur hreinlega taka í neyð-
arbremsur á sem flestum sviðum
eins fljótt og hægt er.
SVIPMYND Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar
Morgunblaðið/Hari
Hildur segir föður sinn, Hans Petersen, hafa verið sína bestu fyrirmynd. Hún var 12 ára gömul þegar hún hóf
störf í ljósmyndavöruverslun hans í Bankastræti. Í dag leggur Hildur áherslu á lausnir við plastmengun.
Í VIÐSKIPTAFERÐALAGIÐ
Eins og lesendur vita fylgist Við-
skiptaMogginn ekki bara vel með
fjármálageiranum og atvinnulífinu,
heldur vaktar líka stefnur og
strauma í heimi tískunnar. Hefur
ekki farið framhjá tískuspekingum
blaðsins að merkilegir hlutir eru að
gerast í kringum bandaríska götu-
tískufyrirtækið Supreme.
Supreme hóf göngu sína árið
1994 í lítilli verslun neðarlega á
Manhattan og átti að endurspegla
hjólabrettamenninguna í New
York. Merkið sló
fljótlega í gegn á
meðal unglinga og
klifraði síðan leift-
urhratt upp met-
orðastiga tískuheims-
ins í gegnum sam-
starfsverkefni við
fyrirtæki á borð
við Nike, North
Face og meira að
segja Louis Vuit-
ton.
Í febrúar sagði
ViðskiptaMogginn
frá eigulegu kúlu-
spili sem Supreme
gerði í samvinnu við Stern, en fyr-
irtækið hefur líka unnið vörur með
Thom Browne, Comme des Gar-
çons, Brooks Brothers og
Aquascutum, svo aðeins
séu nefnd fínustu og dýr-
ustu merkin.
Nú hefur ferðatösku-
framleiðandinn Rimowa
bæst við hópinn.
Er útkoman þessar
mjög svo djörfu ferða-
töskur sem sjá má hér til hliðar, fá-
anlegar í rauðu eða svörtu, og ýmist
í 45 l handfarangursstærð eða 82 l
stærð sem þarf þá að innrita.
Hönnunin byggist á Topas-línu
Rimowa, en búið er að merkja tösk-
urnar með vörumerki Supreme á
svo áberandi hátt að ekki ætti að
fara fram hjá nokkrum manni þeg-
ar farið er í gegnum flugstöðvarnar.
Samkrull götutísku og fínustu
vörumerkja kostar sitt, og þarf að
borga um 157-176 þús kr. fyrir
töskurnar vestanhafs. Er það er
nærri tvöfalt dýrara en venjulegar
Topas-töskur frá Rimowa, sem
þykja þó ekki ódýrar fyrir
ai@mbl.is
Farangur sem fer út
fyrir öll velsæmismörk
Áletrunin vefst utan um töskuna, og sést bæði að framan og aftan.
Ekki má kalla tösk-
urnar lágstemmdar.
Áklæðið að innan er
í stíl við skelina.
Handfarang-
ursstærðin í
svörtu.
NÁM: MR 1975; HÍ Viðskiptafræði 2 ½ ár 1978.
STÖRF: Hans Petersen framkvæmdastjóri 21 ár eða frá 1979-
2000; frkvstj. Hundahólma í 5 ár; stjórnarformaður ÁTVR 12
ár; í stjórn Kaffitárs í 10 ár, í stjórn Spron 16 ár og þar af 5 ár
sem formaður. Stjórnarformaður í styttri tíma hjá Sól, Pfaff,
Fálkanum og nú stjórnarformaður Eyesland. Tók þátt í stofn-
un FKA og var þar í stjórn í 9 ár, síðustu 4 árin sem varafor-
maður, og 2 ár í stjórn Verslunarráðs.
ÁHUGAMÁL: Útivera, matur og samskipti við fjölskyldu og
vini.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Er gift Halldóri Kolbeinssyni geðlækni
og á tvö uppkomin börn.
HIN HLIÐIN
Gripið í neyðarbremsuna
vegna plastmengunar