Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Það er ekki að ástæðulausu að
bandaríski hagfræðingurinn og
íhaldsmaðurinn Thomas Sowell er í
uppáhaldi hjá mörgum. Dag-
blaðapistlar hans og
bækur þykja af-
burðagóð samfélags-
rýni og stinga á alls
kyns kýlum. Er hrein
unun að hlusta á
gömul og ný viðtöl
við Sowell sem finna
má á YouTube, og
heyra hvernig hann
snýr kenningum og
heimssýn vinstri-
manna á haus.
Sowell lauk meist-
aragráðu í hagfræði
frá Columbiaháskóla
og var yfirlýstur marxisti við út-
skrift, en sá að sér eftir eitt sumar í
vinnu hjá hinu opinbera, og varð
gallharður frjálshyggjumaður. Í
framhaldinu lauk hann dokt-
orsgráðu frá Chicagoháskóla þar
sem hann var lærisveinn Miltons
Friedman.
Sowell var að senda frá sér nýja
bók, Discrimination and Disparities.
Þar fjallar Sowell um efni sem hon-
um hefur lengi verið hugleikið:
ójöfnuð og mismunun. Meðal þess
sem Sowell undirstrikar í bókinni er
að þeir sem reyna að kenna kapítal-
ismanum um ójöfnuð eru ekki á
réttri braut. Þvert á
móti væri, að mati
Sowell, réttara að
benda fingri á hið op-
inbera sem oft gerir
illt verra með alls
kyns inngripum, jafn-
vel þegar yfirlýst
markmið inngrip-
anna eru að hjálpa
þeim verr settu.
En velgengni ein-
staklinga og staða
þeirra í samfélaginu
er líka að miklu leyti
undir þeim sjálfum
komin og bendir Sowell á að þeir
sem telja sig hafa farið halloka í líf-
inu vegna mismununar og fordóma
ættu að líta í eigin barm. Ef að er
gáð hafa ýmsir hópar innan þjóð-
félagsins náð að skara fram úr, þökk
sé eljusemi og réttum lífsviðhorfum,
og það þrátt fyrir að hafa þurft að
sæta meira mótlæti en nokkur þarf
að þola í dag. ai@mbl.is
Sowell fjallar um
rætur ójöfnuðar
TIL LEIGU
Norðurgrafarvegur 4
116 Reykjavík
Lager- og iðnaðarhúsnæði
Stærðir: 157,6 fm. & 166,4 fm.
Leiguverð: Tilboð
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
Til leigu tvö vönduð lager- og iðnaðarrými sem eru að gólffleti í opnum vinnusölum um 92,4 –
111,4 fm. með snyrtingum á jarðhæð. Milliloft eru um 55 fm. Gólf eru lökkuð. 3ja fasa rafmagn
til staðar. Hæð á innkeyrsludyrum er um 4,2 m. og upphitun er með hitablásurum. Stórt
malbikað bílaplan er við húsið. VSK leggst við leigufjárhæð.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun - 534 1020 // sala@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Helgi Már Karlsson
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1024 / 897 7086
hmk@jofur.is
Samtök atvinnulífsins, aðildarsamtök þeirra og Við-skiptaráð Íslands gerðu nýverið alvarlegar at-hugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra per-
sónuverndarlaga sem byggjast á reglugerð
Evrópusambandsins. Gildissvið regluverksins er mjög víð-
tækt og tekur í raun til allra fyrirtækja sem eru annað hvort
með starfsmenn eða viðskiptavini. Af grein sem Sigríður Á.
Andersen dómsmálaráðherra ritaði í Morgunblaðið síðast-
liðinn laugardag er ljóst að ekki verður orðið við veigamikl-
um athugasemdum samtakanna. Grunnstefið í málatilbún-
aði ráðherrans er að nýju reglunum sé ætlað að vernda
almannahagsmuni. Fyrirtæki þurfi að þola þær íþyngjandi
reglur sem nauðsynlegar eru til
þess.
Allir eru sammála því að
nauðsynlegt sé að styrkja
persónuverndarrétt ein-
staklinga, enda hafa möguleikar
til vinnslu persónuupplýsinga í
markaðslegum tilgangi stórauk-
ist með nýrri tækni á und-
anförnum árum. Samtökin styðja því í öllum meginatriðum
efni löggjafarinnar sem er þó að mörgu leyti mjög íþyngj-
andi og kostnaðarsöm fyrir atvinnulífið. Athugasemdir
samtakanna snúa að reglum sem til stendur að innleiða hér
á landi með mun meira íþyngjandi hætti en annars staðar á
Evrópska efnahagssvæðinu. Eru þó reglur Evrópusam-
bandsins mjög íþyngjandi eins og þær koma af skepnunni.
Því er ósvarað hvaða sérstöku aðstæður eru hér á landi sem
kalla á að gengið sé enn lengra.
Ráðherra hefur bent á að einhverjar þær íþyngjandi sér-
reglur sem er að finna í drögunum sé þegar að finna í ís-
lenskri persónuverndarlöggjöf. Þau rök eru afar fátækleg.
Séríslenskar og íþyngjandi reglur hafa jafnslæm áhrif á
samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja óháð því hvenær
þær eru leiddar í lög. Þá verður að taka tillit til þeirra
grundvallarbreytinga sem reglugerðin hefur í för með sér.
Brot á reglunum munu geta varðað sekt sem nemur allt að
4% af árlegri heildarveltu fyrirtækis á heimsmarkaði eða 20
milljónum evra, eftir því hvort er hærra. Á sama tíma er
lagt til að núverandi dagsektarheimild verði tvöfölduð. Í
sumum tilfellum verður heimilt að dæma fólk í allt að
þriggja ára fangelsi, en í Danmörku er refsiramminn 6
mánuðir í sambærilegum málum.
Í 15. gr. núgildandi laga er að finna heimild til þess að
innheimta þjónustugjald ef um er að ræða mikinn kostnað
við að sinna beiðnum fyrirtækja, svo sem vegna ljósritunar
skjala. Í drögunum er hins vegar lagt til að Persónuvernd
geti ákveðið að fyrirtæki þurfi, ólíkt keppinautum sínum í
öðrum löndum, að greiða kostnað sem hlýst af eftirliti. Á
þessu er reginmunur og ef af verður mun samkeppnisstaða
íslenskra fyrirtækja verða skert svo um munar.
Til viðbótar við óþarflega íþyngjandi útfærslu ákvæða
reglugerðarinnar hafa samtökin gagnrýnt aðferðina við inn-
leiðingu hennar. Hún er innleidd með
aðferð sem ekki hefur verið beitt hér á
landi áður og Norðmenn nota ekki við
innleiðingu á sömu reglugerð. Í raun
er um lögfræðilega tilraunastarfsemi
að ræða sem hætt er við að muni
skapa talsverða réttaróvissu. Það er
mjög bagalegt þegar um jafn víðtækt
og íþyngjandi regluverk er að ræða.
Nú fara að verða tvö ár síðan reglugerð Evrópusam-
bandsins var samþykkt. Þá þegar hefði átt að hefja und-
irbúning að innleiðingu hennar á Íslandi. Það er ekki fyrr en
nú á síðustu vikum sem drög að frumvarpi hafa litið dagsins
ljós. Regluverkið tekur gildi í Evrópusambandinu eftir
rúman mánuð. Ef það tekur ekki gildi á Íslandi á sama tíma
er hætt við að einhver erlend fyrirtæki verði tregari til að
ganga til samninga við íslensk fyrirtæki þar sem reynir á
vernd persónuupplýsinga. Til þess að koma í veg fyrir það
gæti þurft að útskýra fyrir þeim að persónuupplýsingar séu
nægjanlega verndaðar hér þótt reglugerð Evrópusam-
bandsins hafi ekki enn verið innleidd.
Við skorum á ráðherra, og þingmenn sem munu svo taka
við málinu, að taka tillit til þessara sjónarmiða. Því oftar
sem það gerist að löggjöf frá Evrópusambandinu er inn-
leidd með meira íþyngjandi hætti hér en annars staðar því
lakari er samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs gagnvart út-
löndum. Lakari samkeppnishæfni bitnar ekki bara á fyr-
irtækjum, og eigendum þeirra, heldur hagkerfinu í heild og
okkur öllum. Hagsmunir almennings og fyrirtækja fara að
öllu leyti saman að þessu leyti.
VIÐSKIPTALÍF
Ásta S. Fjeldsted
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Halldór Benjamín Þorbergsson
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Persónuvernd og
almannahagsmunir
”
Því er ósvarað hvaða
sérstöku aðstæður eru
hér á landi sem kalla á
að gengið sé enn
lengra.