Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 2
Hvorki fleiri né færri en 302 bílar af hverjum eitt þúsund eru seldir í Kína. Ísland er afar neðarlega á lista yfir stærstu bílamarkaði en á þar reyndar eitt met fyrir árið 2017. Í Kína voru seldar í fyrra rúm- lega 28 milljónir bíla, eða 28.271.791, sem eru 30,2% af heild- arsölunni um heim allan. Bandaríkin eru næststærsti markaðurinn með 17.237.702 selda bíla eða 18,4%. Og í þriðja sæti er Japan með 5.090.408 bíla selda sem er 5,4% hlutdeild í heildinni. Sé litið á söluna miðað við bíla á hvert þúsund íbúa lendir Kína fyrir neðan bæði þessi lönd, eða 20 bíla á hvert þúsund. Í Bandaríkjunum voru nýskráðir 52 bílar á hverja þúsund íbúa í fyrra og 40 í Japan. Ísland tekur toppsætið Og það er einmitt þegar litið er til þessarar viðmiðunar, höfðatöl- unnar frægu, sem Ísland tekur toppsætið. Þótt þar hafi ekki verið nýskráðir nema 21.204 bílar í fyrra jafngildir það engu að síður 63 ný- skráningum á hverja þúsund lands- menn. Hvergi er hlutfall þetta hærra á byggðu bóli. Aftur á móti er íslenski markaðurinn aðeins sá 86. stærsti í heimi. Af Norðurlöndunum er Danmörk í öðru sæti þegar miðað er við höfðatölu, eða með 45 bíla selda á hvert þúsund íbúa. Svíþjóð er á nær sama stað með 44 bíla, Noregur með 37 og Finnland 24. Sænski markaðurinn er stærstur þeirra norrænu með 433 þúsund nýskrán- ingar í fyrra, en það nemur 0,5% af heimsmarkaði, en á honum er Sví- þjóð í 28. sæti. Danmörk er í öðru sæti á Norður- löndunum með 257 þúsund bíla, Noregur í þriðja með 194 þúsund bíla og Finnland með 131 þúsund. Ísland rekur þar lestina með 21.204 bíla. Á heimsvísu er Danmörk 37. stærsti bílamarkaður heims, Nor- egur í 41. sæti og Finnland 48. Sé litið til þess hvaða lönd önnur en þau þrjú áðurnefndu fylla lista yfir 10 stærstu bílamarkaði heims er niðurstaðan þessi fyrir árið 2017: 4. Þýskaland 3.700.758 (4,0%) 5. Indland 3.223.429 (3,4%) 6. Bretland 2.903.058 (3,1%) 7. Frakkland 2.541.321 (2,7%) 8. Brasilía 2.172.452 (2,3%) 9. Ítalía 2.140.248 (2,3%) 10. Kanada 2.043.615 (2,2%) agas@mbl.is Mest bílasala á mann á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjir bílar í Sundahöfn. 21.204 nýir bílar í fyrra jafngildir 63 nýskráningum á hverja þúsund landsmenn. Hvergi er hlutfall þetta hærra á byggðu bóli. Aftur á móti er íslenski markaðurinn aðeins sá 86. stærsti í heimi. Gamla góða höfðatalan, enn og aftur 2 | MORGUNBLAÐIÐ Hjá bílaumboðinu BL eru um 10% starfsmanna af erlendum uppruna. Nýverið var þeim öllum boðið að taka stöðupróf í íslensku og hafa fjórtán þeirra nú hafið nám á 1. stigi í íslensku. Kennt er í tvær klukkustundir í einu í tíu skipti og lýkur námskeið- inu í lok maí. Kennslan er á vegum Retor fræðslu sem býður fyr- irtækjum slíka þjónustu. Að sögn Önnu Láru Guðfinns- dóttur, starfsmannastjóra BL, legg- ur fyrirtækið áherslu á íslensku sem leiðandi tungumál í starfsemi sinni. „Í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er í dag er nauðsynlegt að fyrirtækin aðstoði erlent starfs- fólk sitt við að verða sem virkastir þátttakendur í samfélaginu. Í því sambandi er íslenskukunnátta á meðal lykilatriða í aðlögun að sam- félaginu og í tengslamyndun við aðra, ekki síst samstarfsfólk og við- skiptavini,“ segir Anna Lára. agas@mbl.is Hinir erlendu starfsmenn BL eru sestur á skólabekk. Að sögn Önnu Láru Guðfinnsdóttur, starfsmannastjóra BL, leggur fyrirtækið áherslu á íslensku sem leiðandi tungumál í starfsemi sinni. Erlendir starfsmenn BL læra íslensku Það er leikur að læra – íslensku! Verulegur samdráttur hefur verið það sem af er ári á sölu dís- ilknúinna bíla hjá frændum okkar Norðmönnum. Má segja að þeir séu á harðahlaupum undan dís- ilbílnum. Ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna 75% hlutdeild dísilbíla í nýbílamarkaðinum norska. Bensínvélin þótti Norð- mönnum ekki henta nema í smábíl- um, en á þeim tímum voru rafbílar ekki komnir til sögunnar. Dísill í skammarkrókinn Þetta hefur algjörlega snúist á haus í seinni tíð og í nýliðnum marsmánuði var hlutdeild dís- ilknúinna fólksbíla í nýskráningum einungis 16%. Hefur hlutfallið aldrei verið minna, en það var 24,6% í mars í fyrra og þá var tal- að einnig um hrun. Mætti því segja að bílar sem brenna dísilolíu séu komnir í skammarkrók. Hafa þeir tapað neytendum til rafbíla og þá sérstaklega til tengiltvinnbíla. En hvers kyns bíla kaupa norsk- ir neytendur í staðinn? Í fyrsta sæti eru rafbílar, sem ekki þarf að koma á óvart í ljósi þróunarinnar á norskum bílamarkaði undanfarin misseri. Af nýskráðum bílum í mars voru 37% hreinir rafbílar, 26% tvinnbílar og obbinn af þeim tengiltvinnbílar. Það er svo athyglisvert, að hlut- deild bensínbíla er einnig á nið- urleið í Noregi, þó ekki með jafn dramatískum hætti og í tilfelli dís- ilbíla. Hlutfall þeirra í nýskrán- ingum í mars var aðeins 20% en í mars í fyrra var það 26,4%. agas@mbl.is Dísilbílum hefur verið fundið það til foráttu að þeir spúi lífshættulegum gastegundum og sótögnum. Norðmenn hafa sett þá í skammarkrókinn. Norðmenn flýja dísilinn Dísilbílarnir í skammarkrókinn Hann heitir því eðla nafni Miss R, eða ungfrú R, og er sagður snar- astur í snúningum allra frækinna ofurbíla. Hann er afurð bílsmiðj- unnar Xing Mobility sem er lítið frumkvöðlafyrirtæki á eynni Taív- an. Með rafbílaþróuninni hefur reynst unnt að framleiða fram- úrskarandi öfluga bíla og nýfyr- irtæki hafa mörg hver lagt í þann pott með bílsmíðum sínum. Miss R er gott dæmi þar um en hann býr yfir eins megavatts afli og er sagður komast úr kyrrstöðu og upp á 100 km/klst ferð á aðeins 1,8 sekúndum. Til samanburðar er því haldið fram að næsti Roadster, opni sportbíllinn frá Tesla, muni ná 96,5 km/klst ferð úr kyrrstöðu á 1,9 sekúndum. Þá var uppgefið við nýlega frumsýningu Concept Two- ofurbílsins sem Rimac í Króatíu er að þróa að hann muni komast í hundraðið á 1,85 sekúndum með 1,5 megavatta aflrás sinni. Hröðun af þessu tagi fer að nálgast mörk þess að vera í raun möguleg. Rafbíll Xing Mobility skilur sig frá hinum tveimur í því að hann er einnig gerður til utanvegaaksturs. Í þeirri uppstillingu, utanvega- ham, mætti prófa hann í rall- brautum. Fyrirtækið Xing Mobility sér- hæfir sig í smíði aflrása fyrir at- vinnu- og iðnaðarbíla og er til- gangurinn með smíði Miss R fyrst og fremst sá, að sýna fram á þá tæknifærni sem fyrirtækið býr yfir á sviði rafbílasmíði. Boðar Xing Mobility frumgerð götufærrar Miss R seinna í ár. Við af því taki svo smíði 20 eintaka af bílnum og muni ódýrasta útgáfa hans kosta milljón dollara, eða um 100 milljónir íslenskra. agas@mbl.is Ungfrúin aðeins 1,8 sekúndur í hundraðið Það verður sennilega seint sem not verða fyrir hið snarpa upptak Miss R ofurbílsins. Það sakar hins vegar ekki við hraðakstur á keppnisbrautum. Snaggaraleg og snögg upp líka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.