Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 6
Morgunblaðið/Júlíus ast safnast upp gæti þurft að þvo og sópa oftar. „Skeifan er þannig svæði, og er í dag þrifin einu sinni á ári. Í gamla daga var Skeifan hreinsuð mánaðarlega enda eins og trekt sem tekur við óhreinindunum sem berast með bílunum frá Grens- ásvegi og Suðurlandsbraut,“ segir hann. „Samhliða tíðari þrifum þarf að tryggja gott ástand vega enda erfiðara að ryksuga götur ef djúp hjólför eru farin að myndast, og á sumum stöðum er ástand gatna í borginni orðið svo slæmt, og slitið svo mikið að hálfum mánuði eftir að við höfum þrifið þar hátt og lágt er eins og gatan hafi ekki verið sópuð.“ Tíðari þrif þurfa ekki að vera svo kostnaðarsöm og áætlar Lárus að í útboði myndi kosta um 10-15 millj- ónir að hreinsa stofn- og tengi- brautir Reykjavíkur og er þá virð- isaukaskattur innifalinn. „Það er ekki há upphæð ef hún er sett í samhengi við önnur útgjöld borg- arinnar og jafngildir sennilega um 100 kr. á hvern íbúa eða kostar eins og einn viðbótarlítri af bensíni á hvern bíl á götunum.“ Rykbinding með úða virðist geta komið að gagni. Óhreinar götur auka ekki bara á svif- ryksmengun heldur gera bílana skítuga. 6 | MORGUNBLAÐIÐ Slæmt ástand vega og of mjúk efni hafa verið nefnd sem mögu- leg ástæða fyrir auknu svif- ryksmagni í lofti. Birkir Jóa- kimsson hjá Vegagerðinni segir kröfum um steinefnasamsetningu malbiks hafa verið breytt á und- anförnum fjórum árum og verið að nota betri efni í dag en áður. Eftir því sem vegirnir verða end- urnýjaðir ætti því áhrifin á svif- ryksmengun að vera jákvæð. „Vandinn snýr ekki að bindi- efninu sjálfu, heldur steinefn- unum sem blandað er saman við. Verður malbikið sterkara og slitnar síður bæði ef notaður er harðari steinn og stærri korn,“ útskýrir Birkir Hrafn. Til að fullnægja nýju kröf- unum þarfa að flytja steinefnið inn erlendis frá því íslenskt grjót er of mjúkt til að henta vel til vegagerðar. „Stærri steinefni, s.s. 11 mm eða 16 mm að þvermáli minnkar slitið en hefur ákveðna ókosti. Bæði þarf að leggja þykkara lag, sem þýðir að kostnaðurinn verður ögn hærri, og svo verður yfirborð vegarins grófara og ekki eins mjúkt að aka á honum.“ Ekki er að sjá að megi gera enn betur, t.d. með því að gera slitlagið úr enn harðari efnum eða stærri kornum. „Í 20 mm stærð værum við komin með frekar grófa og erfiða vegi. Og ef við notum mikið sterkari steinefni þá kemur upp nýtt vandamál því að steinninn byrjar að slípast og verður fyrir vikið háll í rigningu.“ Hvort þyngdartakmarkanir eða bann við notkun nagladekkja komi að gagni er erfitt um að segja. Birkir segir rétt að slit vegna bíla á venjulegum dekkj- um vaxi með vísisvexti eftir því sem bílarnir eru þyngri og geti fullhlaðinn flutningabíll valdið sliti á við mörg þúsund smábíla. „Slit vegna nagladekkja er ögn flóknara, og ræðst ekki svo mjög af þyngd bílsins heldur af þyngd naglans og snúningshraða dekkj- anna. Það er hornahröðun nagl- ans og massi, þegar hann skellur í malbikinu, sem veldur slitinu, enda gilda reglur um hámarks- þyngd nagla. Þá bætir það einni breytu til viðbótar við útreikn- ingana að nagladekk valda meira sliti á þurrum vegi en blautum.“ Nota betri efni í vegina Birkir Hrafn Jóakimsson Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Kóreski bílsmiðurinn Kia vann til þrennra Red Dot-verðlauna á dögunum fyrir bíla sína Stinger, Stonic og Picanto. Þessir þrír nýju bílar frá Kia urðu efstir hver í sínum flokki, auk þess sem Stinger hlaut einn- ig sæmdarheitið „Best of the Best“ sem þykir sérlega eft- irsóknarvert. Red Dot-verðlaunin eru ein þau virtustu í hönnunarheiminum. Þessir þrír bílar unnu einnig al- þjóðlegu hönnunarverðlaunin, iF Design Award, í ársbyrjun, þann- ig að ljóst er að Stinger, Stonic og Picanto skora hátt að hönnun. Stinger og Stonic eru báðir glænýir bílar úr smiðju Kia en Picanto er að koma nýr af þriðju kynslóð. Schreyer-áhrifin títtnefndu Kia hefur náð framúrskarandi árangri í Red Dot-verðlaununum og unnið alls til 21 verðlauna þar síðan 2009 þegar Kia Soul vann þau í fyrsta skipti það ár. „Við erum afskaplega stolt og ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Kia-bílarnir eru að fá fyrir hönnun. Að vinna „Best of the Best“ hjá Red Dot í fjórða skipti er sérstaklega ánægjulegt. Hönn- unarteymi Kia hefur unnið hörð- um höndum að því að framleiða fallega og góða bíla og þetta er viðurkenning fyrir þá vinnu,“ segir Þjóðverjinn Peter Schreyer, forstjóri og yfirhönnuður Kia Motors. agas@mbl.is Kia sópar til sín Red Dot-verðlaunum Stinger, Stonic og Picanto verðlaunaðir Stinger er flaggskipið úr smiðju Kia. Svo virðist sem vilji sé fyrir hendi hjá bæði Reykjavíkurborg og Vegagerðinni að hreinsa götur í þéttbýli oftar og er reynt að grípa tækifærið ef veðurskilyrði eru hagfelld að vetri til svo að glufa opnast til að ræsa út hreins- unarbílana. Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar, segir það torvelda þrifin að vegna umferðar er ekki hægt að hreinsa göturnar með góðu móti nema að nóttu til, og má þá ekki frysta á meðan. Bjarni segir líka að það þurfi tiltölulega stóran tímaglugga fyrir þrifin enda eru þau mikið verk sem tekur nokkr- ar vikur líkt og vorhreinsun borgarinnar þar sem borgin er sópuð og þvegin. Bjarni bendir á áhugaverðar tilraunir með rykbindingu á veg- um sem gerðar voru í vetur með efni sem úða má á göturnar óháð hitastigi. Stofnbrautir og helstu tengibrautir hafi þá verið ryk- bundnar og sópaðar og í sumum tilvikum þvegnar af borg og Vegagerðinni. Þá hafi borgin gert þá kröfu á sumum fram- kvæmdastöðum, s.s. í Hlíðarenda, þar sem mikill efnisflutningur á sér stað, að skolað sé af flutn- ingabílum áður en þeir fara út í umferðina svo þeir beri minni óhreinindi með sér. Bjarni Stefánsson, deild- arstjóri hjá Vegagerðinni, segir að þar sé einnig reynt að nýta tækifærið ef viðrar vel yfir vetr- armánuðina, og hreinsa ákveðin svæði ef þau verða mjög óhrein. Eins og getið var í meginmáli greinarinnar eru þær samgöngu- æðar á höfuðborgarsvæðinu sem heyra undir Vegagerðina hreins- aðar fjórum sinnum á ári og segir Bjarni reynt að dreifa hreins- ununum eins vel yfir árið og kost- ur er. „Er líka áhugavert að skoða hvort ný kynslóð hreins- unarbíla geti hjálpað okkur að halda götunum hreinum lengur enda þrífa þeir mun betur og skilja ekki eftir síg fíngert ryk sem sóparnir ná ekki svo glatt og sest í glufurnar á malbikinu.“ Lárus hjá Hreinsitækni segir vandann m.a. fólginn í því að boð- leiðir hafi lengst svo að of langan tíma tekur að taka ákvörðun um hreinsun þegar aðstæður leyfa. Áður fyrr hafi sérstakur verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg haft vald til að ákveða að ráðast í hreinsun yfir vetrartímann með skömmum fyrirvara. „Í vetur opnaðist lítið gat til að hreinsa göturnar og hefðum við getað verið að frá sunnudegi fram á miðvikudag. Því miður barst okk- ur ekki fyrirspurn fyrr en á þriðjudeginum um hvort hægt væri að ræsa út flotann, og end- anleg ákvörðun var ekki tekin fyrr en á miðvikudag. Við kom- umst því aðeins eina nótt út til að hreinsa áður en frysti á ný.“ Lárus segir að einnig megi hreinsa oftar og svo virðist sem hreinsunarbílar séu ekki kallaðir til fyrr en óhreinindin eru farin að safnast upp og skapa sjón- mengun á götunum. „Það er eins og beðið sé með þrifin þangað til örugglega er komið nógu mikið til að hreinsa upp.“ Bendir Lárus líka á að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu verði að ráðast í átak við lækkun á graseyjum milli ak- reina, því víða er grasflöturinn kominn 10-15 cm upp fyrir götu- kantstein. Þegar rignir þá lekur frá þessum grasflötum bæði mold og steinar sem setjast í götukant- inn og á götuna. Vetrarþrif á götum eru ekki einföld Morgunblaðið/Golli Slæmt ástand vega er hluti af vandanum. Erfitt er að hreinsa slitnar og holóttar götur og þær verða fljótt óhreinar aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.