Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 8
Lincoln Aviator 2019 jeppinn var afhjúpaður á bílasýningunni í New York um daginn við góð-
ar undirtektir viðstaddra. Þessi stílhreini jeppi skartar breyttu útliti og þremur sætaröðum.
Bílasýningin í New York sem lauk 8.
apríl var enn eitt tækifærið fyrir
helstu bílsmiði heims að sýna stoltir
nýjustu bíla sína og þróunarbíla. Þar
gafst ekki síður stund til að veita
gestum innsýn í nýjustu útgáfur
sjálfaksturstækni. Sérfræðingar
segja þó, að langur vegur sé enn í að
óskoraðir sjálfakstursbílar bruni um
götur og vegi.
Lúxusbílar og ofurbílar hafa
löngum sett mark sitt á sýninguna í
New York og var engin undantekn-
ing á því í ár. Jeppar og jeppar og
aftur jeppar voru annars mál mál-
anna. En meðal bíla sem þóttu bera
af á sýningunni voru þrír sem höfða
til þeirra sem vilja ekki kaupa úr
hófi fram dýra bíla. Tveir þessara
voru fulltrúar nýrrar kynslóðar við-
komandi módels, Toyota RAV4 og
Subaru Forester. Þeir tilheyra
„heitasta“ bílaflokknum um þessar
mundir, jepplingaflokki. Sá þriðji er
svo hinn rennilegi stallbakur Nissan
Altima, sem með fögrum línum og
snjallri tækni ætlar að reyna að lifa
af í ört þverrandi flokki.
Toyota RAV4 hefur
mælst vel fyrir
Toyota RAV4 hefur mælst vel fyr-
ir í Bandaríkjunum sem áreið-
anlegur heimilisbíll og nýja útgáfan
vakti hrifningu fyrir beitt og skarpt
en aðlaðandi útlit. Sjálfir sögðu
fulltrúar Toyota að bíllinn hefði
„töfra stærri og öflugri jeppa“. Stilla
má hann til aksturs á margskonar
yfirborði utanvegar, svo sem sandi
eða aurbleytu. Hann verður í boði
með fjögurra strokka 2,5 lítra bens-
ínvél en einnig sem tvinnbíll með
drifbúnaði er eykur snúningsvægi
afturhjólanna, sem bætir snerpu er
tekið er af stað. Bíllinn verður jafn-
framt búinn þróuðum öryggisbúnaði
sem staðalbúnaði, meðal annars
sjálfvirkri bremsu til að forða aftan-
ákeyrslu og einnig búnaði er heldur
bílnum á akrein sinni.
Subaru Forester á sinn trausta
aðdáendahóp og kemur því ekki á
óvart þótt útlit frumburðar þriðju
kynslóðarinnar sé býsna keimlíkt út-
liti forverans. Nýi bíllinn tekur hins
vegar fleiri farþega og farang-
ursrýmið hefur stækkað. Örygg-
isbúnaður er meiri og skilvirkari og
drif á öllum fjórum hjólum er stað-
allinn.
Fylgist með andlitsdráttum
Meðal nýs búnaðar er tækni er
fylgist með andlitsdráttum öku-
manns og grípur inn í með hljóð-
merkjum ef hann sýnist vera að líða
út af vegna þreytu eða hafa látið af-
vegaleiðast frá stjórn bílsins. Er
þetta fyrsti bíllinn sem ekki telst til
lúxusbíla sem er með búnað þennan,
að sögn Tom Doll, forstjóra Subaru í
Ameríku. Þá er Forester eins og
RAV4 einnig með sjálfvirka neyð-
arbremsu og akreinastýringu. Bíll-
inn er með nýrri útgáfu af 2,5 lítra
og fjögurra strokka bensínvél með
aukinni endingu og brúkar sjö lítra á
hundraðið á þjóðvegum úti. Til meiri
gagnsemi í utanvegaakstri hefur
hæð undir lægst punkt verið aukin í
23 sentimetra.
Nissan gerir sér vonir um að með
nýju útliti og nýjum tæknibúnaði
haldi ný útgáfa Altima velli og haldi í
kaupendur sem annars myndu yf-
irgefa meðalstóra stallbaka og
ganga á vit jepplinga í staðinn. Í boði
verður útgáfa með fjórhjóladrifi,
sem ætlað er að styrkja stöðu bílsins
gagnvart helstu keppinautunum,
Toyota Camry og Honda Accord.
Stallbakurinn á í vök að verjast
Samkvæmt rannsóknum sem
gerðar hafa verið fyrir Nissan völdu
margir kaupendur, einkum í norð-
urríkjum Bandaríkjanna, jeppa
frekar en stallbaka vegna þess að
þeir vildu njóta fjórhjóladrifs í
slæmri vetrarfærð. Í stað V6-vélar
verða í boði annaðhvort venjuleg 2,5
lítra fjögurra strokka vél í Altima
eða fjögurra strokka vél með túrbói.
Sjálfvirk neyðarbremsa er stað-
albúnaður í öllum útgáfum auk ann-
ars öryggisbúnaðar. Þar á meðal er
sjálfvirk bremsa sem stöðvar bílinn í
akstri afturábak nemi skynjarar fólk
eða aðra fyrirstöðu sem ökumaður
fær ekki séð í bakkmyndavél.
Að frátöldum þessum þremur bíl-
um hefur sýningin í New York fyrst
og fremst snúist um stóra jeppa og
smáa. „Nytsemin er í forgrunni og
sum sölumikil módel birtust breytt
og bætt og lúxusframleiðendur
héldu áfram að auka á vöruúrvalið,“
sagði greinandinn Stephanie Brinley
hjá ráðgjafafyrirtækinu IHS Markit
í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðv-
arinnar um sýninguna.
Nýir lúxusjeppar
Og til marks um að fínheitin séu
ekki að fara af sýningunni mættu
tveir bandarískir lúxusbílsmiðir til
leiks með nýja lúxusjeppa. Lincoln
hefur ákveðið að hressa upp á Av-
iator-merkið með stílfögrum með-
alstórum jeppa með þrjár sætaraðir.
Og Cadillac sýndi XT4, smájeppa
sem stefnt er til keppni gegn evr-
ópskum bílum á borð við BMW X3,
Mercedes-Benz GLC Class og Audi
Q5.
Í Aviator hefur verið leitað eftir
því að létta ökumanni lífið og minnka
álagið á hann, að sögn talsmanna
Lincoln. Í því sambandi verður bíll-
inn tæknivæddur í meira lagi. Hægt
verður að læsa honum, aflæsa og
ræsa vélina með snjallsíma. Þá verð-
ur upplýsingum um hraða og fleira
er varðar aksturinn varpað upp á
framrúðuna, sjónlínuskjá, svo öku-
maður þurfi ekki að taka augun af
veginum í leit að þeim í mælaborð-
inu. Eintakið af Aviator á sýning-
unni í New York var forsmíð-
iseintak. Jeppinn fer í framleiðslu
nálægt næstu áramótum og kemur á
götuna 2019, með bensínvél eða sem
tengiltvinnbíll.
Um árabil framleiddi Cadillac að-
eins einn jeppa, hinn risastóra Esca-
lade. Núna ætlar bílsmiðurinn
bandaríski að skella sér í slaginn í
ört vaxandi flokki lúxusjeppa af
minni gerðinni. XT4-bíllinn sem tróð
upp á sýningunni í New York er að-
eins minni en fyrri jepplingur sem
Cadillac hafði áður kynnt til sög-
unnar, XT5. Nýja útgáfan er að öllu
leyti ný og byggð upp af nýjum und-
irvagni. XT4 verður knúinn tveggja
lítra forþjappaðri fjögurra strokka
bensínvél sem tengd verður níu
hraða sjálfskiptingu. Hinu meitlaða
útliti er ætlað að höfða til yngri
kaupenda. Bíllinn hefur verið hann-
aður með það í huga að vera sem
rúmbestur af jepplingi að vera.
Hann kemur á götuna næstkomandi
haust.
Hringurinn lokast
Með sýningunni í New York
lokast bílasýningahringurinn banda-
ríski ár hvert. Hófst hann með sýn-
ingunni í Los Angeles sl. haust og
síðan lá leiðin til Detroit, Chicago og
Washington og þaðan til New York.
Inn í þennan hring er svo tæknisýn-
ingin CES í Las Vegas í janúar farin
að troða sér, enda mikið þar um nýj-
ungar í boði á sviði stafrænnar
tækni sem ryður sér til rúms í far-
artækjum. Í sýningarhöllinni Javits
Centre á Manhattan í New York gat
að líta nýja bíla, gamla bíla og fróð-
lega þróunarbíla. Fulltrúar banda-
rískra bílsmiða kvörtuðu þar undan
íþyngjandi reglum og ráðstöfunum
stjórnvalda sem þeir sögðu leiða til
verðhækkana. Kostaði bandaríski
meðalbíllinn nú 36.000 dollara og
fældu verðhækkanirnar kaupendur
frá. Sparneytni og vaxandi raf-
eindabúnaður sem kröfur væru
gerðar um væru ekki neytendum að
skapi. Bílgreinunum væri auk þess
stefnt í hættu með auknum reglu-
gerðum. Allt um það, þá var að sjá
undraverða og fallega bíla, aðdáun-
arverða hönnun, íburðarmikil inn-
anrými, áður óþekktan tæknibúnað,
einstök gæði og byltingarkenndar
aflrásir.
agas@mbl.is
Alþjóðlegu bílasýningunni í New York nýlokið
Denis Le Vot, nýr forstjóri Nissan í Norður-Ameríku, stillir sér upp við hlið 2019 árgerðar af
Nissan Altima á sýningunni í New York. Bíllinn þótti meðal hinna markverðustu í New York.
Fimm bílar stóðu upp úr
Lúxusbílar og ofurbílar
hafa löngum sett mark
sitt á alþjóðlegu bíla-
sýninguna í New York
og var engin und-
antekning á því í ár.
Fyrirsæta stillir sér upp við hlið 2019 árgerðarinnar af
Cadillac CT6 V-Sport, sem er sérlega rennilegur bíll.
Toyota frumsýndi talsvert mikið breyttan Toyota
RAV4 2019 á bílasýningunni í New York.
Þannig lítur 2019 árgerðin af Subaru Forester út, er hulunni var svipt af honum með viðhöfn í New York.
AFP
8 | MORGUNBLAÐIÐ