Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is T vennt hefur mátt taka sem gefnum hlut í heimi bílanna á síðustu miss- erum; annars vegar er það stríður straumur smágerðra borgarjeppa frá nánast hverjum framleiðanda sem vera skal, og hins vegar að ólíklegustu sport- og lúxusbílaframleiðendur eru að fikra sig yfir á jeppamarkaðinn. Það sem leit út fyrir að vera einkaframtak hjá Porsche með kynningu og framleiðslu á Ca- yenne fyrir 15 árum hefur smitað út frá sér í ólíklegustu afkima, eins og tíundað var reyndar í síð- asta Bílablaði Morgunblaðsins. Til- veran er orðin ansi öfugsnúin frá því sem áður var þegar ítalskir framleiðendur á borð við Ferrari og Lamborghini hafa gefist upp á því að streitast við og kynna jeppa til sögunnar í sínu nafni. Annar nafntogaður ítalskur framleiðandi, Alfa Romeo, hefur að sama skapi bæst í hópinn og fyrsti jeppinn frá þessu fornfræga merki – Stelvio – er kominn á klakann. Útlitið leynir ekki upprunanum Í gegnum tíðina hafa Alfa Ro- meo-bílar verið býsna auðþekkj- anlegir ásýndum, bæði gegnum blómaskeiðið frá 1950 til 1975, og svo þegar framleiðandinn átti stutt „comeback“ í kringum síðustu aldamót með 156- og 166-týpunum. Rétt eins og þeir bílar minntu rækilega á fornfræga sportbíla frá Alfa Romeo þá gerir nýjasta kyn- slóðin það líka; Giulia, Giulietta og jeppinn Stelvio. Auðþekkjanlegt framgrillið líkist engu öðru og ljóst hvaða bíll er hér á ferð. Þetta er skynsamleg hönnunarstefna hjá þeim ítölsku og þar með er tónn- inn gefinn fyrir yfirbygginguna eins og hún leggur sig. Það er erf- itt að ímynda sér að þessi bíll gæti átt rætur að rekja til annars lands en Ítalíu. Hönnunin er full af ítalskri „sprezzatura“-stemningu en þó eru bönd á útlitinu. Þetta er straumlínulöguð naumhyggja, al- sett ramm-ítölskum áherslupunkt- um. Framendinn er þrælvel heppn- aður og allir sem áður hafa kunn- að að meta Alfa Romeo fá vafa- laust hlýju í hjartað við að horfa á Stelvio. Töffaraleg næstum illileg framljósin bera með sér sjálfs- traustið sem einkennir hönnunina alla, eftir rennilegum hliðunum og aftur á breiðan skotthlerann með vel hallandi rúðu og vígalegar inn- felldar krómhulsur á púströrunum. Útlitslega er vart snöggan blett að finna á Alfa Romeo Stelvio. Þetta er í stuttu máli sagt framúrskar- andi vel heppnaður sportjeppi hvað útlitið varðar – hvert sem lit- ið er. Smart innrétting, en ekki gallalaus Ef yfirbygging Stelvio ber ítalskri smekkvísi glöggt vitni þá er hið sama upp á teningnum inn- andyra. Stílhrein hönnun með býsna smart smáatriðum hér og hvar sem fá mann til að brosa út í annað yfir sér-ítalskri hönn- unarvitund. Viðarlína frá mæla- borði og að farþegahurðinni setti skemmtilegan svip á innrétt- inguna, alveg ekta Ítalíuskapur að hafa ræsingarhnappinn í stýrinu en ekki hægra megin við það eins og nærfellt allir aðrir, fallega hannað stýri – í stuttu máli sagt er efnisvalið og útbúnaður allur ljóm- andi. Tvennt verð ég þó að setja út á. Smæð upplýsingaskjásins, ekki síst af því að það hefði hæglega verið hægt að hafa hann stærri í innréttingunni. Meira er betra þegar skjárinn er annars vegar. Hitt eru svo framsætin. Þau eru þægileg, það vantar ekki, en þegar bíll er gerður til að höndla vel hraðan akstur er nauðsynlegt að dýpka sætin eilítið, hafa þau að- eins meiri „fötur“ með almennileg- um hliðarstuðningi. Þarna vantar aðeins upp á hinn forna anda Alfa Romeo; að búast við því að bílnum verði stundum ekið hratt. Ökumaðurinn í essinu sínu Alfa Romeo er – í sögulegu sam- hengi – bíll sem hannaður er fyrst og síðast fyrir ökumanninn. Þeir Það er svona sem Ítalir ganga frá hlutunum. Hér hefur tekist að láta frumlega og næstum framúrstefnulega hönnun mæta praktískum atriðum og það sem sóma. Ítölsk fágun að hætti Alfa Romeo Morgunblaðið/RAX Þríhyrningslaga framgrillið og nánast ógnvekjandi framljósin gefa Alfa Romeo Stelvio einkar flottan svip. Sögulegt merkið skemmir ekki fyrir. Voldugar krómhulsur á púströrunum gefa annars einföldum afturend- anum ómetanlegan svip. Vel gert, Alfa Romeo – vel gert. + Útlit, hönnun innanrýmis, afl. – Lítill skjár í innréttingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.