Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 bílar sem skópu nafn Alfa Romeo hér á áratugum áður voru teikn- aðir og smíðaðir út frá tiltölulega einfaldri pælingu: farþegar skipta ekki máli, farangursrými skiptir ekki máli, sparneytni skiptir ekki máli. Aðeins útlitið og svo ánægja ökumanns skiptir máli. Þetta er kannski svolítil einföldun, en samt ekki. Tilgangurinn með þessum bílum var akstursánægja. Það er vitaskuld ekki vænlegt til árang- urs að hugsa hlutina með þessum hætti nú til dags, en það er með mikilli ánægju sem undirritaður staðfestir hér með að Stelvio er bíll akstursánægjunnar, hiksta- laust! Þrjár mismunandi akstursstill- ingar standa ökumanni til boða með þar til gerðum snúningsrofa þar sem D stendur fyrir Dynamic, N fyrir Natural og A fyrir Adv- anced Efficiency, eða DNA. Vel spilað, Alfa Romeo. N, fullu nafni Natural, er ígildi þess er kallast Comfort í flestum bílum; allt á meðalstillingu. Stelvio er ekki amalegur í hvunndagsgall- anum en hann er hreinlega geggj- aður í djammgallanum, Dynamic. Meira urr í vélinni, stífari fjöðrun, nákvæmari stýring, meira bremsuviðbragð – hrikalega gam- an! Reyndar er þá fjöðrunin svo hörð að helst hentar nýlega mal- bikuðum stofnbrautum. Misfellur í misvel frágengnum vistgötum og botnlöngum fara allar rakleiðis upp í sitjandann og vissara að skipta þar yfir í eitthvað mýkra, N eða A eftir atvikum. Það er líka praktískara því Stelvio verður býsna þorstlátur, nánast drykk- felldur, þegar hann fer á kostum í D-ham, satt að segja. En maður lifandi hvað það er gaman að taka þennan bíl til kostanna og keyra hann svolítið. Í A-stillingu var bíll- inn tekinn í bíltúr um malarvegi í Heiðmörk og plumaði sig fantavel, en það þarf ekki að koma neinum á óvart þegar sagt er að þessi bíll er frekar hugsaður fyrir vegi en vegleysur. Ítölsk fágun er almennt hugsuð fyrir malbikið. Geysivel heppnuð endurkoma Það verður því ekki annað sagt en endurkoma Alfa Romeo fari vel af stað með komu og kynningu Stelvio hér á landi. Fólksbíllinn Giulia hefur að sama skapi fengið fína dóma erlendis og sannarlega tilhlökkunarefni að máta hann hið sama. Þá má líka láta sig hlakka til þess að fá að spreyta sig á Alfa Romeo Stelvio Quadrifoglio en sú útfærsla eignaði sér titilinn „hrað- skreiðasti framleiðslujeppi heims“ í september síðastliðnum er hann fór hinn sögufræga Nürburgring- hring á sjö mínútum og 51,7 sek- úndum. Lítill fugl hvíslaði því að mér að hans gæti vel verið von – krossum putta! Grunngerðin af Alfa Romeo Stelvio er á rétt tæpar átta millj- ónir, sem telst vel viðunandi fyrir bíl sem er í senn fallegur, skemmtilegur í akstri og með merki Alfa Romeo í ofanálag. Innréttingin er stílhrein og með mátulega mikið „design“ til að gleðja augað. Gaman hefði þó verið að fá aðeins stærri skjá, óneitanlega. Takið eftir start-hnappinum í stýrinu, vinstra megin við miðjuna. Ekki væsir um farþega í aftursæti og breiddin slík að þar komast þrír full- orðnir fyrir með góðu móti. Tveir eru eins og kóngar í ríki sínu. Það er óneitanlega gæjalegt um að litast þegar aðstaða ökumanns er skoðuð. Aðeins dýpri sæti með meiri hlið- arstuðningi hefðu þó ekki komið að sök því þetta er bíll sem vel þolir að vera ekið hratt. Eins og sjá má er yfirbygging Alfa Romeo Stelvio tiltölulega einföld en gengur feikivel upp. Tvískipt framgrillið og þessi uggi þar fyrir neðan minna lúmskt á hinn Batmobile úr sjónvarpsþáttunum um Leðurblökumanninn. Rautt keramik merkt Alfa Romeo skín í gegnum felgu- teinana. Því fagna allir smekkvísir menn og konur. Skotthlerinn opnast vel og farangursrýmið er ljómandi, eða um 525 lítrar með aftursætið uppi. 2,2 lítra dísil 210 hestöfl/470 Nm 8 þrepa sjálfskipting 0-100 km/klst.: 6,6 sek. Hámarkshr.: 215 km/klst. Fjórhjóladrif 18" álfelgur Eigin þyngd: 1.803 kg Farangursrými: 525 lítrar Mengunargildi: 127 g/km Verð frá: 7.990.000 kr. Alfa Romeo Stelvio Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.