Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 14
BílarBílar BílarBílar Bílar Morgunblaðið/RAX Sænska sigurförin heldur áfram Þ að viðrar vel í Volvo-landi um þessar mundir, og hef- ur reyndar gert um nokk- urra ára skeið þegar hér er komið sögu. Hinn sænsk-ættaði framleiðandi sem áður fyrr þótti fer- kantaður og þunglamalegur í flesta stað, þó sannarlega væri hann örugg- ur, hefur undanfarin misseri ekki sent frá sér annað en framúrskarandi bíla sem eru í senn hörkuflottir að sjá, skemmtilegir að keyra og sem fyrr þrælöruggir, bæði fyrir farþega og í auknum mæli gangandi vegfarendur sömuleiðis. Jepparnir tveir sem fyrirtækið hef- ur státað af undanfarið, XC90 og XC60, hafa rakað saman verðlaunum og vegtyllum, og nú hefur sá þriðji lent hér á landi; sá minnsti þeirra, XC40. Skemmst er frá því að segja að hann er enginn eftirbátur stóru bræðranna, nema síður sé. Sérlega svipfríður Hönnunarteymi Volvo datt fyrir fá- einum árum niður á grunnútlit sem þeir hafa útfært á alla framleiðslulín- una hjá sér með frábærlega vel heppnuðum hætti; hver einasti bíll hefur sín einkenni en hópurinn er engu að síður tengdur sterkum bönd- um. Rauði þráðurinn er augljós frá einum bíl til annars. Framendinn rímar þannig einna helst við S90 bíl- inn, með framgrilli sem er lítillega innfellt, á meðan afturljósin eru í stíl við XC60 og V60 bílana. Eftir sem áð- ur er XC40 algerlega frístandandi týpa og á heildina litið engum líkur. Í 2,0 lítra dísil 190 hestöfl/400 Nm 8 þrepa sjálfskipting 0-100 km/klst.: 7,5 sek. Hámarkshr.: 210 km/klst. AWD 18" Eigin þyngd: 1.725 kg Farangursrými: 460 lítrar Mengunargildi: 139 g/km Verð frá: 5.990.000 kr. 5,1 l í blönduðum akstri Umboð: Brimborg Volvo XC40 D4 AWD Momentum Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur Það er ekkert út á innréttingu, sæti og annað innanstokks að setja í Volvo XC40. Hann er einfaldlega bæði fallegur og vel búinn í bak og fyrir. + Flott útlit, innrétt- ing, rými, fjöðrun. – Ómarkviss sjálf- skipting þegar gefið er í. 14 | MORGUNBLAÐIÐ Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.