Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir
Alls komu á götuna um 800.000
hreinir rafbílar í veröld víðri í
fyrra og er það veruleg aukning
frá árinu 2016.
Frá þessu skýrir vefritið ev-
volumes.com en það segir, að
samtals hafi 1,2 milljónir hlað-
anlegra rafbíla verið nýskráðar
2017. Er það aukning um 57%, en
undir þessari skilgreiningu, hlað-
anlegir bílar, mun auk tengilt-
vinnbíla vera hreinir rafbílar.
Tveir þriðju hlutar þessara bíla
munu vera hreinir rafbílar, eða
um 800.000 talsins. Er það aukn-
ing upp á 70% frá árinu 2016, að
sögn vefritsins. Það ár voru ekki
nýskráðir nema 472.000 rafbílar
um veröld víða.
Það er fyrst og fremst í Asíu,
með Kína og Japan í fararbroddi,
sem rafbílavæðingin er að komast
á flug. Í Kína voru nýskráð
602.000 slíkra bíla 2017, sem er
72% aukning frá árinu áður.
Hlutfallslega varð aukningin enn
meiri í Japan, eða hvorki meira
né minna en 149%. Á bak við þá
tölu standa 56.000 bílar.
Og það var svo kínverskur raf-
bíll sem seldist langbest allra raf-
bílamódela. Heitir sá Baic EC
180. Er hann svo gott sem
óþekktur utan heimalandsins,
Kína. Af honum seldist 72.191
eintak í fyrra. Í öðru sæti varð
Tesla Model S sem fór í 55.449
eintökum en hann var söluhæsti
bíllinn 2016.
Aukning í seldum rafbílum
Í þriðja sæti varð svo Nissan
Leaf sem nýskráður var í 52.778
eintökum, í fjórða sæti Toyota
Prius tengiltvinnbíllinn (50.511), í
fimmta sæti annar kínverskur
rafbíll, Zhi Dou D2 EV (47.493),
og sjötti varð Tesla Model X
(44.655). Í sjöunda sæti varð enn
einn Kínverjinn, tengiltvinn-
bíllinn BYD Song (30.510), í átt-
unda Renault Zoe (28.994) og ní-
unda BMW i3 sem nýskráður var
í 27.077 eintökum á heimsvísu.
Botnsætið á lista yfir 10 mest
seldu rafbíla heims varð svo
Chevrolet Bolt sem seldist í
25.835 eintökum.
Alls voru seldir 307.000 hlað-
anlegir rafbílar í Evrópu árið
2017 sem er 38% aukning frá
2016. Í Bandaríkjunum nam sala
bíla í þessum flokki um 200.000
eintökum sem er 27% aukning frá
2016.
agas@mbl.is
Rafmagnaður nýliði mættur á sviðið
Óþekktur rafbíll, Baic EC 180, mest seldi rafbíllinn í veröldinni árið 2017.
Algjörlega óþekktur
rafbíll tók toppsætið
H
yundai Motor hlaut Red
Dot Design hönn-
unarverðlaun fyrir fram-
úrskarandi hönnun á
borgarsportjeppanum Kona og raf-
knúna vetnisbílnum Nexo. Kona er
nú þegar í boði hjá Hyundai í Garða-
bæ og von er á Nexo síðar á þessu ári.
Þetta er fimmta árið í röð sem
dómnefnd 59 landa veitir Hyundai
Motor verðlaun fyrir fallega, vandaða
og hagnýta hönnun og tæknibúnað
nýjustu fólksbíla sinna. Alls hafa Hy-
undai hlotnast tíu verðlaunagripir frá
Red Dot Design undanfarin ár. Þeir
fengust fyrir m.a. i10, i20, i30, allar
gerðir IONIQ, Sonata og Genesis.
Kona er nýr bensínbíll og
skemmtileg viðbót í jepplingalínu
Hyundai sem er einnig hægt að velja í
rafbílaútfærslu. Nú er hægt að velja
um nokkrar búnaðarútfærslur Kona
hjá Hyundai í Garðabæ auk þess sem
gert er ráð fyrir að kynna rafknúna
útgáfu bílsins fyrir árslok. Þess má
geta að Kona hlaut fyrr á árinu hin
virtu hönnunarverðlaun IF Design.
Flaggskip tækniþróunar
Nexo er önnur kynslóð rafknúins
vetnisbíls frá Hyundai. Forveri Nexo
er jepplingurinn iX35, en Nexo þykir
marka kaflaskil á sínu sviði og end-
urspegla þá miklu tækniþróun sem á
sér stað hjá fyrirtækinu í átt til um-
hverfismildari ökutækja. Má segja að
Nexo sé flaggskipið á tækniþróun-
arsviðinu sem vísi veginn til fram-
tíðar.
Nexo er fjórhjóladrifinn sportjeppi
sem m.a. er búinn mjög þróaðri og
öruggri sjálfstýringu eins og sann-
aðist þegar hann ók fyrr á árinu án
afskipta ökumanns um 200 km leið til
Pyeongchang í Suður-Kóreu, m.a. um
jarðgöng og hringtorg án þess að
nokkur vandamál kæmu upp á.
Stór dómnefnd Red Dot
Í dómnefnd Red Dot Design
Awards sitja hönnunarsérfræðingar,
háskólaprófessorar og blaðamenn frá
fjölda landa sem hafa það hlutverk að
meta margvíslega hönnun og gæði
þúsunda framleiðsluvara í ýmsum
flokkum og atvinnugreinum. Red Dot
Award er umfangsmesta alþjóðlega
samkeppnin í vöruhönnun sem starf-
rækt er í heiminum í dag.
agas@mbl.is
Hyundai sankar að sér verðlaununum
Kona er nýr bensínbíll í jepplingalínu Hyundai, einnig fáanlegur sem rafbíll.
Kona og Nexo verð-
launuð hjá Red Dot
Ford hefur átt einstakri velgengi
að fagna varðandi F-150 pallbílinn
og það í áratugi. Fyrirtækið ætlar
ekkert að fara að hvíla þessa bíla,
slík gullnáma eru þeir fyrir Ford.
Og þeir hafa undanfarið 41 ár í röð
verið söluhæsta bílamódelið í
Bandaríkjunum.
Þannig státa æðstu stjórnendur
Ford af því að þéna meira á F-150
pallbílnum heldur en heildartekjur
Facebook hafi verið á nýliðnu ári.
Keyptu bandarískir og kanadískir
neytendur pallbílinn fyrir alls 41,25
milljarða dollara 2017.
Í blaðinu Detroit Free Press seg-
ir að gróðinn af F-bílnum hafi verið
meiri en árstekjur ekki bara Face-
book, heldur og Coca-Cola, Nike,
American Airlines, Best Buy-
raftækjakeðjunnar, Merck-
lyfjarisans, Allstate-bílatrygginga-
Sigurganga Ford F-150 heldur áfram
Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsta einstaka fólksbílamódelið í
Bandaríkjunum í heil 41 ár í röð. Geri aðrir betur en það!
Pallbíll þénaði meira en Facebook
félagsins, Rite Aid-lyfjabúðanna,
Macy’s-verslanakeðjunnar og
McDonald’s.
Og sölutekjurnar af F-150 voru
einnig hærri en verg landsfram-
leiðsla landa sem Jórdaníu, Bólivíu
og Íslands, eins og blaðið skrifar.
Að meðaltali eru tveir F-150 pall-
bílar seldir á hverri mínútu sólar-
hringsins. Ford seldi samtals
896.764 eintök af F-raðar pall-
bílnum 2017 og er það 9% aukning
frá árinu áður. Að sögn talsmanns
Ford, Mike Levine, myndi óslitin
lína myndast frá Seattle og skáhallt
yfir Bandaríkin til Miami ef bíl-
unum sem seldust í fyrra væri rað-
að hverjum á eftir öðrum á stystu
leið milli borganna tveggja. „Sem
þjóð elskum við pallbíla,“ segir Le-
vine.
agas@mbl.is