Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 22
Frumburður nýrrar kynslóðar
Ford Focus kemur á götuna með
haustinu og var hann kynntur fjöl-
miðlum í nýliðinni viku. Hann
verður í ýmsum útfærslum, þar á
meðal sportlegri og einnig kemur
Focus sem langbakur.
Rafútgáfa er hins vegar ekki á
döfinni af hinum nýja og breytta
bíl. Og það sem meira er; fyrsti
rafbíll bandaríska bílrisans, Ford
Focus Electric, hefur runnið sitt
skeið. Hefur Ford ákveðið að
framlengja ekki líf hans og verður
smíði hans smám saman hætt.
Undir áhrifum frá Mustang
Þeir sem því kjósa rafknúinn
Focus verða að bíða þar til á
næsta ári er létt tvinnútgáfa kem-
ur á götuna. Þá er Ford með með-
alstóran rafdrifinn jeppa á prjón-
unum sem áætlað er að komi á
götuna 2020 og dragi 480 km. Sá
hefur þegar verið kynntur en þó
bara með teikningum, ekki ljós-
myndum af raunverulegum bíl.
Gengur hann undir vinnuheitinu
Mach 1 og verður til undir áhrif-
um frá Ford Mustang.
Afl rafhlöðu Focus Electric var
aukin um 44% í fyrra í 33,5 kíló-
vött, sem dugði þó aðeins til 225
km drægis. Þá háði það bílnum
fram til 2017-módelsins að ekki
var hlægt að hraðhlaða hann, sem
skaðaði möguleika hans í sam-
keppni við t.d. E-Golf og Nissan
Leaf.
agas@mbl.is
Fókusinn tekinn úr sambandi
Ford hefur ákveðið að hætta framleiðslu rafbílsins Focus Electric.
Dagar Focus Electric taldir
Óhætt er að segja að Toyota-
jeppinn Land Cruiser hafi komið að
góðum notkun vegna stórra fram-
kvæmda sem smárra. Þá fyrst og
fremst sem samgöngutæki en nú
hefur Toyota ákveðið að bjóða upp
á jeppann sem léttan atvinnubíl frá
og með sumrinu.
Sem slíkur verður Land Cruiser
Utility, eins og hann nefnist, boðin
sem atvinnubíll í báðum lengd-
arstærðum. Vélin verður sú sama
og í hefðbundnum Land Cruiser,
eða 2,8 lítra dísilvél.
Atvinnubíllinn verður með drif á
öllum fjórum hjólum. Gírkassinn
verður handvirkur og sex hraða.
Dráttarkraftur hans verður þrjú
tonn.
Í stað sætisraða aftan við bíl-
stjórasætið verður flatt og stamt
vörugólf. Vírnet úr stáli aðskilur
vöruhólfið og fremstu sætaröðina
að. Vörurýmið verður 1.574 lítrar í
styttri bílnum og 2.216 lítrar í
lengri útgáfunni. Sá fyrrnefndi má
flytja allt að 593 kílóa farm og hinn
lengri 756 kíló.
Sami þægindabúnaður verður í
atvinnubílnum og í hefðbundnum
Land Cruiser.
agas@mbl.is
Beinskiptur Utility gengur í verkin
Aðgengi að vöruhólfi Land Cruiser
atvinnubílsins er afbragðsgott.
Land Cruiser verður atvinnubíll
22 | MORGUNBLAÐIÐ
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Eigin þyngd bíla hefur áhrif á af-
kastagetu þeirra, eldsneytisnotkun
og rásfestu þeirra. Þyngdin getur
því verið til vansa.
Vegna þessara þátta tóku rann-
sóknarmenn franska bílaritsins
Auto Plus sig til og þyngdarmældu
30 smærri dísilbíla með 120 hest-
afla vél að hámarki.
Bílaframleiðendur hafa varið svo
milljörðum króna skiptir í að finna
aðferðir og efni til að bílar komi
léttari af vigtinni. Má þar nefna
nýja undirvagna, hátæknileg
smíðaefni og minni vélar.
Því færri sem kílóin eru þeim
mun sparneytnari eru bílarnir og
þeim mun minna menga þeir. Af-
kastagetan batnar og stöðugleikinn
á vegunum verður skilvirkari.
En „megrunarviðleitnin“ gæti
leitt til vítahrings því eftir því sem
kílóunum fækkar verður þörfin fyr-
ir stærri vélar minni. Því myndu
þær minnka, bremsukerfið yrði lít-
ilfjörlegra og dekkin stærðinni
minni.
Nýrri bílar koma ágætlega frá
vigtuninni, svo sem Seat Leon og
Peugeot 308 sem eru undir 1.300
kílóum að þyngd í vissum út-
færslum. Eldri bílar reka flestir
lestina, t.d. er Ford Focus í 21. sæti,
Alfa Giulietta í 28. og Volvo V40 í
þrítugasta og neðsta sæti.
Langbest koma frá vigtuninni
lággjaldabílar og afar viðráðan-
legir bílar, sem eru byggðir upp af
einföldum undirvagni, skarta fá-
brotnari búnaði, eru minna skreytt-
ir og minna einangraðir. Allt með
þeirri niðurstöðu að Dacia Logan-
bílar eru í tveimur efstu sætum og
Citroën E-Elysee í því þriðja en
þessir þrír vógu allir undir 1200
kílóum. Útkoma Skoda Rapid, í
fjórða sæti, er einnig lofsverður.
agas@mbl.is
Því færri kíló, þeim mun betra
Lítill flókinn aukabúnaður er af skornum skammti í Dacia Logan, sem
léttir hann. Það kemur honum á toppinn á þessum lista smærri díselbíla.
Dacia Logan léttasti
smærri dísilbíllinn
Þyngd dísilbíla
Eigin þyngd 30 smærri dísilbíla
Tegund (hestöfl) kg
Dacia Logan 1,5 dCi (75) 1.146
Dacia Logan 1,5 dCi (90) 1.158
Citroen C-Elysee 1,6
BlueHdi (100) 1.163
Skoda Rapid Spaceback
1,6 TDI (116) 1.279
Seat Leon 1,6 TDI DSG (115) 1.289
Peugeot 308 1,6
BlueHdi (100) 1.291
Toyota Auris 1,4 D-4D (90) 1.297
Volkswagen Golf 1,6 TDI (115) 1.314
Renault Megane 1,5 dCi (110) 1.318
Citroen C4 1,6 BlueHDi (100) 1.340
Renault Megane 1,5 dCi (110) 1.344
Fiat Tipo 1,6 Multijet 4 p (120) 1.345
Opel Astra 1,6 CDTI (110) 1.347
Nissan Pulsar 1,5 dCi (110) 1.348
Kia Ceed 1,4 CRDi (90) 1.352
Kia Ceed 1,6 CRDi (110) 1.353
Peugeot 308 1,6 BHDi
EAT6 (120) 1.357
Honda Civic 1,6 i-DTEC (120) 1.363
Mazda 3 1,5 SkyActiv-D (105) 1.364
Citroen C4 1,6 BlueHDi (120) 1.369
Ford Focus 1,5 TDCi (120) 1.379
BMW 116d (116) 1.383
Hyundai i30 1,6 CRDi (110) 1.393
Toyota Auris 1,6 D-4D (112) 1.410
Mini Clubman One D (116) 1.421
DS 4 1,6 BlueHdi (120) 1.428
Mercedes Classe A 180d (109) 1.437
Alfa Romeo Giuletta 1,6
JTDm (120) 1.444
Mercedes Classe A
160d (90) 1.452
Volvo V40 D2 (120) 1.500
Volvo kynnti til leiks í síðustu
viku fyrsta vörubílinn sem er
hreinn rafbíll, svonefndan FL
Electric sem er 16 tonn.
Hann er fyrst og fremst hugs-
aður til kyrrlátra flutninga í þétt-
býli. Hið sama er að segja um
sérlega útgáfu af honum sem
sorpbíl.
Á sama tíma og borgir tak-
marka akstur dísilknúinna bíla
verða engar hömlur á akstri
rafknúinna flutningabíla. FL
Electric getur því athafnað sig
hvar sem er í borgum og bæjum
og hvenær sem er.
Með 300 kílómetra drægi
Rafrásin getur lagt ökumanni
til 248 hestafla hámarksafl en
175 hestöfl til viðvarandi aksturs.
Skiptingin verður tveggja hraða
og hægt verður að fá skradd-
arasniðna rafhlöðupakka, allt eft-
ir því hvernig ætlunin er að
brúka FL Electric. Hefur hann
pláss fyrir milli tveggja og sex
litíumjóna rafpakka eða frá 100
til 300 kWst. Með sex rafhlöðum
verður drægi bílsins 300 kíló-
metrar. Áfylling rafhleðslu tekur
eina til tvær stundir með hrað-
hleðslu, eða allt að 10 stundir við
venjulega heimatengingu.
Volvo hefur mikla reynslu af
smíði rafdrifinna aflrása í stórum
bílum. Til að mynda hefur hóp-
ferðabíladeild Volvo framleitt og
selt rúmlega 4.000 rafdrifna hóp-
ferðabíla og strætisvagna frá
árinu 2010.
agas@mbl.is
Hinn hljóðláti og mengunarfríi Volvo FL Electric flutningabíllinn getur athafnað sig að vild í borgarumhverfi.
Volvo kynnir fyrsta raftrukkinn
Fyrir kyrrláta og mengunarfría flutninga