Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 4
Ný stjórn í mars var ný stjórn HRÍ kosin. F.v. María Sæmundsdóttir, Emil Þór Guðmundsson, Róbert Lee Tómasson, Maurice Zschirp (formaður), Jón Gunnar Krist- insson, Ingvar Þór Stefánsson og Auður Ósk Emilsdóttir. Á myndina vantar Þórdísi Einarsdóttur. Eins og komið hefur fram í þessu blaði eru hjólreiðar mjög breiður vettvangur og þeir sem þær stunda ná allt frá því að vera keppnismenn yfir í fólk sem fer á hjóli í og úr vinnu. Fjöldi félaga og sambanda er til í kringum hjólreiðar og hér verður reynt að ná aðeins utan um þau. Landssamband hjólreiðamanna (LHM) Regnhlífarsamtök hjólreiðamanna sem beita sér fyr- ir hagsmunum alls hjólreiðafólks. Voru upphaflega einnig samtök yfir keppnishjólreiðar, en síðar var sérsamband stofnað undir ÍSÍ sem í dag er HRÍ. LHM eru í raun almenn hagsmunasamtök hjólreiðamanna og senda reglulega inn athugasemdir við deiliskipu- lag, lagafrumvörp og annað sem tengist hjólreiðum. Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) Sérsamband innan ÍSÍ fyrir keppnishjólreiðar og starfaði áður sem hjólreiðanefnd ÍSI. Heldur utan um staðlaðar reglur fyrir hjólreiðamót, keppnisskrá hjólreiðamanna yfir árið, bikarkeppni og Íslandsmót. Sambandið sjálft heldur þó ekki mótin, heldur sjá hjólreiðafélög um það. HRÍ er meðal annars aðili að UCI, Alþjóða hjólreiðasambandinu, sem hefur yf- irumsjón með öllum helstu hjólamótum og mótaröð- um í heiminum. Í grunninn má segja að ef málefnin tengjast keppnishjólreiðum er hægt að leita til HRÍ, en ef málið tengist einhverju öðru hjólreiðatengdu þá er hægt að leita til LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) Eitt af fyrstu hjólreiðafélögunum og á tíma stærsta félagið. Í dag er félagið samgöngu- og ferðafélag þrátt fyrir gamalgróið nafn. Standa fyrir ferðum út á land og gefa út tímaritið Hjólhestinn. Með flotta fé- lagsaðstöðu á Brekkustíg 2 í Reykjavík. Samtök og félög hjólreiðamanna F yrir ekki svo mörgum árum var algengt að 10-30 tækju þátt í hjólreiðamótum. Í dag er aftur á móti ekki óalgengt að nokkur hundruð manns taki þátt í almennum mótum og í stóru almenningsmótunum er fjöldinn um og yfir eitt þúsund. Maurice Zschirp, formaður HRÍ segir fjölgunina hafa verið gríðarlega á stuttum tíma og að undanfarin ár hafi mikill tími farið í að reyna að halda utan um innviðina til að mæta þessari fjölgun. Maurice segir að reglur HRÍ hafi fyrir stuttu aðeins verið 3 blaðsíður en séu í dag 36. Þar hafi félagið einfaldlega þurft að fylgja alþjóðlegum reglum, en það hefur meðal annars orðið aðildarfélag í Al- þjóðahjólreiðasambandinu og Félagi norrænna hjólreiðasambanda. Á stutt- um tíma hefur aðildarfélögum í HRÍ einnig fjölgað mikið og er Sigl- ingaklúbburinn Drangey í Skagafirði nýjasta aðildarfélagið. Maurice segir að skortur á ungu fólki hafi áður plag- að greinina, en í dag sé áhugi barna sem eigi foreldra í íþróttinni að aukast og þau séu að detta inn í unglinga- flokka. Þá séu hjólreiðafélög farin að leggja aukna áherslu á ungt fólk og æfi nú inni og úti allt árið, sem og styrktaræfingar. HRÍ er ekki aðeins yfirumsjónaraðili fyrir hjólakeppnir hér á landi, heldur sér sambandið einnig um hjólreiðalandslið Íslands. Í fyrra var hópur sendur í æfingabúðir í Sviss og Maurice segir að það verði aftur gert í ár fyrir keppendur í cyc- locross. Þá eigi eftir að ákveða aðrar æfingar fyrir landsliðshópinn, sem tel- ur á bilinu 20-30 manns að hans sögn. Í dag eru götuhjólreiðar stærsti hluti landsliðsins, en Maurice segir að stór hópur af ungu fólki sé að koma upp í gegnum starfið í fjallahjólreiðum sem geti fjölgað verulega í þeim hópi. Í dag eru 18 aðildarfélög skráð í HRÍ og eru skráðir iðkendur 1.020 talsins. Ljósmynd/Glacier 360 Morgunblaðið/Hari Reglur Nauðsynlegt var að yfirfara allar reglur tengdar hjólreiðakeppnum með stórauknum áhuga og inngöngu HRI í Alþjóða hjólreiðasambandið. Reglubókin fór úr 3 bls. í 36 bls. Umhverfis Langjökul Í Glacier 360 fjallahjóla- keppninni er keppt yfir þrjá daga þar sem hjólað er í kringum Langjökul. Hjólreiðakappar fá að njóta stórfengilegs landslags. 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018  Brettafélag Hafnarfjarðar www.brettafelag.is  Fimman hjólafélag Crossfit Reykjavík  Hjólreiðafélag Akureyrar www.hfa.is  Hjólreiðafélag Reykjavíkur www.hfr.is  Hjólreiðafélagið Bjartur www.bjartur.org  Hjólreiðafélagið Hjólamenn www.hjolamenn.is  Hjólreiðafélagið Tindur www.tindur.cc  Íþróttafélagið Höfrungur Þingeyri  Knattspyrnufélagið Víkingur www.vikingur.is  Siglingarklúbburinn Drangey Skagafirði  Sundfélag Hafnarfjarðar (3SH) www.3sh.is  Sundfélagið Ægir (Ægir 3) www.aegir3.is  Ungmennafélagið Bjarmi www.facebook.com/bjarmi.is  Ungmennafélagið Breiðablik www.breidablik.is  Ungmennafélag Grindavíkur www.umfg.is  Ungmennafélag Njarðvíkur www.umfn.is  Vélhjólaklúbburinn í Fjarðabyggð  Þríhjól Önnur samfélög hjólreiða- manna eða tengd félög  Reiðhjólabændur hópur á Facebook  Keppnisspjall hjólreiðafólks hópur á Facebook  Samtök um bíllausan lífsstíl www.billaus.is  Samtök um bíllausan lífsstíl www.facebook.com/billaus.lifsstill  Enduro Iceland www.enduroiceland.com  Enduro Iceland á Facebook www.facebook.com /enduroiceland  Hjóladót til sölu hópur á Facebook Hjólreiðafélög og samfélög hjólreiðafólks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.