Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018
María Ögn Guðmundsdóttir er ein fremsta hjólreiðakona landsins og nægirekki einungis að æfa og keppa í íþróttinni, heldur tengist vinnan hennarhjólreiðum. Hún er með fyrirtækið Hjólaþjálfun ásamt Hafsteini manni sín-
um, en þar er meðal annars boðið upp á ýmiskonar hjólanámskeið og þjálfun. Það
styttist í að Hjólaðu í vinnuna hefjist og af því tilefni báðum við Maríu um að lista
helstu atriði sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í næsta túr.
Pumpa í dekkin – Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er að loftþrýstingurinn sé
réttur. Venjulega stendur á dekkjunum hversu mikill þrýstingurinn má vera, en
sumir vilja hafa hann örlítið lægri. „Það er mikill ánægjumissir að hafa ekki rétt
pumpað í dekkin,“ segir María, en ef of lítið er í dekkjunum verður viðnámið mun
meira og erfiðara að hjóla.
Athuga með bremsurnar – Algjört öryggisatriði að þær séu bæði tengdar og að
púðar eða diskar séu rétt stilltir og taki ekki í án þess að gripið sé í bremsuna.
Ljós að aftan – „Annað öryggisatriði er að vera með rautt afturljós sem sést vel
við öll birtustig. „Það munar feikilega miklu hversu miklu fyrr hjólreiðamaður sést
með slíkt ljós,“ segir María.
Hjálmurinn – „Ég er algjörlega á þessari línu, hjálmurinn er hluti af búnaðinum
og maður hefur séð of mikið í gegnum árin til að mæla með einhverju öðru þrátt
fyrir skiptar skoðanir.“
Athuga með hraðlosunarpinna (quick release) – Það hefur nokkrum sinnum ver-
ið greint frá því þegar slíkir pinnar hafa verið losaðir, en það virðist vera bundið við
börn að hrekkja önnur börn. Aldrei er þó of varlega farið og ítrekar María að athuga
þetta atriði vandlega.
Til lengri tíma mælir María einnig með því að fólk hugi að því að vera í þrengri
fatnaði þannig að vindmótstaðan verði minni og að stilla hnakkinn rétt. Fyrir þá
sem finna til eymsla, meðal annars í hnjám, baki eða hálsi eða eru með dofna fing-
ur, mælir María með því að þeir láti fara yfir stillingu hjóla sinna frá a-ö. Þá fari fag-
menn meðal annars yfir fjarlægð í stýri, hæð hnakks og halla á stýri. Slíkt komi oft-
ast í veg fyrir óþarfa sársauka eða meiðsli.
Að lokum: Þrátt fyrir að gömlu jálkarnir geti vel þjónað sínum tilgangi, sér-
staklega þegar kemur að því að fara í og úr vinnu, segir María að þróunin í hönnun
hjóla hafi verið það mikil undanfarin ár að uppfærsla yfir á betra hjól geti auðveld-
lega leitt til umtalsvert meiri gleði fyrir hjólreiðamanninn.
Heilræði Maríu
fyrir hjólatúrinn
F
jallahjólafólk á höfuðborg-
arsvæðinu er betur sett en
íbúar flestra stærri borga í
Evrópu, enda er stutt hér í
fjölda aðgengilegra og
góðra fjallahjólaleiða og -svæða.
Hvort sem er um að ræða Hólms-
heiði, Heiðmörk, Öskjuhlíð eða El-
liðaárdal er einfalt fyrir alla þá sem
vilja hjóla bara af stað að heiman í
stað þess að þurfa að keyra langar
leiðir á bíl fyrst. Þetta gerir mögu-
leikana fyrir fjallahjólamennsku
mikla enda veitir fjallahjólið mikið
frelsi, að sögn Bjarna Más Gylfason-
ar, formanns Hjólreiðafélags
Reykjavíkur (HFR).
„Það aðvelda við fjallahjólreiðar
er að þú þarft í raun bara hjól og
hjálm,“ segir Bjarni, en þannig kom-
ist fólk af stað og byrji að leika sér.
Þegar líður á og leiðir verða tækni-
legri og hraðinn meiri er þó nauð-
synlegt að huga betur að örygg-
isbúnaði eins og brynju og lokuðum
hjálmi.
Styttist í fyrstu keppnina
Nú styttist í fyrstu keppni fjalla-
hjólakeppni vorsins, en það er
Morgunblaðshringurinn 26. apríl.
Bjarni er einn af skipuleggjendum
keppninnar sem fer fram í næsta
nágrenni við skrifstofur Morg-
unblaðsins í Hádegismóum. „Menn
eru spenntir að komast út að keppa
og ekki skemmir að þetta er eitt
stærsta og öflugasta fjallahjólamót-
ið,“ segir Bjarni. Yfirleitt sé mikil
spenna hjá hjólreiðafólki að komast
loks í keppni eftir langan vetur og
því sé þátttaka með besta móti. „Við
erum eins og beljurnar á vorin,
menn koma alveg dýrvitlausir í
svona keppnir.“
Morgunblaðshringurinn er hluti af
bikarmótaröð HRÍ. Þá gildir sam-
anlagður stigafjöldi yfir allt árið úr
þeim fjórum fjallahjólakeppnum sem
eru hluti af bikarröðinni. Bjarni seg-
ir þessar keppnir oft aðeins tækni-
legri en stóru almenningskeppnirnar
eins og Bláa lónsþrautina. „Í bik-
arkeppnum er harðari keppni, erf-
iðara undirlag og það gerir meiri
kröfur til þeirra sem keppa í þeim.
Það er ekkert auðvelt að fara fjóra
hringi á fullu gasi í brautinni,“ segir
Bjarni. Tekið skal fram að einnig er
almenningsflokkur í bikarkeppn-
unum og fara keppendur þá einum
hring minna en í aðalkeppninni og
ætti því að höfða til breiðs hóps.
Ásamt hefðbundnum fjallahjóla-
keppnum er einnig keppt í fjalla-
bruni og Enduro-keppnum hér á
landi. Fjallabrunið er eins og nafnið
gefur til kynna hreint og beint brun
niður á við og er þá nauðsynlegt
fyrir keppendur að vera í brynjum.
Í Enduro-keppnum er meirihlutinn
niður á við og keppt í fjölda styttri
sérleiða.
Bjarni segir Enduro og svokallað
all-mountain vera eina mest vaxandi
greinina innan hjólreiða hér á landi í
dag og að keppnisfyrirkomulagið
virðist henta vel hér á landi. Þá sé
Ísland einnig frábært til ferðalaga á
slíkum hjólum.
Áherslan ætti að vera
á ungmennastarfið
Hjólreiðasenan hefur farið vaxandi
hér á landi undanfarið en Bjarni
segir að keppnishjólreiðar hafi ekki
fylgt alveg eftir þeirri þróun og
fjöldinn hafi aðeins aukist lítið eitt
síðustu árin. Helsta vandamálið hafi
verið skortur á nýliðum sem komi
úr ungliðastarfi sem sé enn nokkuð
takmarkað hér á landi. „Nýliðun
þarf að koma að neðan en ekki þeg-
ar fólk leggur fótbolta- eða hand-
boltaskóna á hilluna,“ segir hann og
bendir á að hér á landi séu margir
af sterkustu keppendunum á fer-
tugs- og fimmtugsaldri.
Bjarni tekur reyndar fram að
keppendur geti lengi verið í fremstu
röð í hjólreiðum, en fjöldi yngri iðk-
enda þyrfti að vera meiri. Af þess-
um sökum leggur Hjólreiðafélag
Reykjavíkur vaxandi áherslu á þjálf-
un barna og unglinga. Bendir Bjarni
á að oft séu fjallahjólreiðar góður
staður til að byrja á fyrir ungt fólk
fyrir aðrar hjólagreinar eins og
götuhjól. „Margir þeirra bestu í
heiminum í dag í götuhjólreiðum eru
með bakgrunn í fjallahjólreiðum þar
sem þeir öðluðust mikla tækni sem
nýtist vel,“ segir hann. „Þessa tækni
er miklu erfiðara að tileinka sér á
miðjum aldri.“
En hvernig byrjar fólk að æfa
fjallahjólreiðar, hvort sem það eru
börn og unglingar, eða þeir sem
eldri eru? Bjarni segir að á höf-
uðborgarsvæðinu séu um 5-6
íþrótta- eða hjólreiðafélög sem bjóði
upp á skipulagða starfsemi. Reyndar
sé mismunandi hversu mikil áhersla
sé lögð á fjallahjól og götuhjól, en
flestir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi á einhverjum af þessum
stöðum. Á æfingum hjá félögunum
fái fólk grunnþjálfun í öllu því sem
þarf að hafa í huga fyrir fjallahjól-
reiðar og ekki síður reynslu sem sé
dýrmæt. Svo eru líka almennings-
íþróttadeildir hjá sumum hefð-
bundnum íþróttafélögunum sem eru
að bjóða upp almenningshjólreiðar,
en það getur hentað byrjendum vel.
Bjarni segir að til að byrja með
sé ekki stóra málið hvort fólk velji
fulldempað hjól eða hjól sem aðeins
sé með dempurum að framan. Það
fari hins vegar eftir því hvað fólk er
að gera, hvort notkunin krefjist mik-
illar fjöðrunar eða ekki. Aftur á móti
segist hann alltaf taka gott hálf-
dempað hjól fram yfir það sem sé
lélegt fulldempað. Dempunin ein og
sér skipti því ekki öllu máli. „Mjög
gott fulldempað hjól er frekar dýrt
og ekkert endilega það sem hentar
byrjendum,“ tekur hann fram. Það
sem skipti höfuðmáli sé að koma sér
af stað og byrja að hjóla og leika
sér.
Fjallahjólreiðar í bakgarðinum
Keppnisfólk í öllum greinum hjólreiða hefur lengi
hafið feril sinn í fjallahjólreiðum þar sem það öðlast
ákveðna grunntækni sem nýtist vel almennt. For-
maður Hjólreiðafélags Reykjavíkur segir sérstaka
áherslu lagða á ungmennastarfið og að fá nýliðunin
komi úr yngri aldursflokkum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úti í móa Í Morgunblaðshringnum er hjólað í nágrenni Rauðavatns og skrifstofu Morgunblaðsins í Hádegismóum.
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúnir Bjarni ásamt fjölda keppenda á upphafslínunni í Morgunblaðshringnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík | Sími 577 1090 | sala@vikurvagnar.is | vikurvagnar.is
YFIR 30 ÁRA REYNSLA Í AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPAVINI
- MIKIL ÞEKKINGOG VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ -
Farangursbox á allar gerðir bíla.
Stærðir 360 - 550 lítra
Vönduð evrópsk framleiðsla.
Toppbogar á margar
gerðir bíla.
Hjólastandar á bíla og í bílskúrinn.
Hver standur er fyrir 2-3 hjól.
Vönduð evrópsk framleiðsla.
STYRKUR – ÞJÓNUSTA – ÁREIÐANLEIKI