Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Á keppnisdagatali ársins eru fram undan 33 hjóla- keppnir í mismunandi flokkum auk þess sem keppt verður í götu- hjólreiðum á bæði landsmóti og ung- lingamóti UMFÍ. Þá var í febrúar haldin keppnin RIG Uphill á Skóla- vörðustíg og í mars vetrarfjallabrun HFA. Samtals eru því 37 mót á árinu. Flest þeirra fara fram frá mánaðamótum apríl/maí og fram að mánaðamótum ágúst/september, eða yfir fjögurra mánaða tímabil. Keppt er í fjölda mismunandi hjólagreina, allt frá götuhjólreiðum yfir í fjallabrun og allt þar á milli. Innan flestra hjólagreinanna er svo keppt í þrenns konar keppnum; bik- arkeppnum, Íslandsmeistaramóti og almenningskeppnum. Í grunninn er Íslandsmeistaramótið aðeins ein keppni og sá sem stendur uppi sem sigurvegari er Íslandsmeistari. Í bik- arkeppnunum er um að ræða nokkr- ar keppnir og verður sá bikarmeist- ari sem stendur uppi með flest stig að öllum mótunum loknum. Algengt er að þrjár til fjórar bikarkeppnir séu haldnar innan götuhjólreiða og fjallahjólreiða. Að lokum eru al- menningskeppnir sem virka sem stök mót. Það sem flækir þetta fyrirkomulag nokkuð er að almenningskeppnir eru oft haldnar samsíða annaðhvort Ís- landsmeistaramótinu eða bik- arkeppnunum. Sem dæmi er Morg- unblaðshringurinn fyrsta bikarmót ársins í fjallahjólreiðum. Í bik- arkeppninni eru farnir fjórir hringir í karlaflokki, en þrír í kvennaflokki. Í almenningsmótinu sem ræst er 15 mínútum síðar fara karlar þrjá hringi og konur tvo hringi, eða einum hring færra en í bikarkeppn- isflokknum. Svipað er uppi á ten- ingnum í fyrsta götuhjólamóti ársins, Reykjanesmótinu. Þar fara þeir sem keppa í bikarkeppninni 106 kíló- metra, en í almenningskeppninni er í boði að fara bæði 63 og 32 kílómetra. Þetta þýðir að í keppnum er í boði vegalengd og getustig sem hentar flestum. RR - Götuhjól Þekktasta fyrirkomulag hjólakeppna er líklega hefðbundin götu- hjólakeppni. Þar eru allir ræstir á sama tíma (ef fleiri flokkar eru geta keppendur verið ræstir á mismun- andi tíma). Algengt er að fremsti hópurinn með fjölda keppenda (pelo- ton) haldist saman stóran hluta keppninnar en í skemmtilegum keppnum eru reglulega gerðar árásir þar sem nokkrir keppendur reyna að stinga af. Oft ráðast úrslit í þessum keppnum af spretti í lokin. Götu- hjólakeppnir eru bæði stakar keppn- ir og fjöldagakeppnir (stage race). Aðeins Tour of Reykjavík myndi falla undir seinni skilgreininguna hér á landi, en WOW cyclothonið nær einnig yfir nokkra daga, en í einni samfellu. Glacier 360-fjallahjólamót- ið er annað dæmi um fjöldagakeppni, en það er ekki götuhjólakeppni. Reglur götuhjólakeppna banna alla jafna að notuð séu tímaþrautarhjól. CX - Cyclocross Í cyclocross-keppnum er keppt á hjólum sem svipar til götuhjóla í út- liti. Það er þó hægt að setja mun sverari dekk undir þau og gíra- hlutföllin eru talsvert önnur en á venjulegum götuhjólum. Það þýðir að þau eru betur undir það búin að takast á við grófara undirlag eins og er í slíkum keppnum, allt frá malbiki yfir í sand, gras og drullu. Þá geta keppendur í cyclocross-keppnum þurft að bera hjólið einhvern hluta leiðarinnar sem er hvað mest torfar- inn. TT - Tímaþraut Tímaþraut er keppni þar sem kepp- andinn getur aðeins stuðst við sjálfan sig og keppir beint við tímann. Hver og einn keppandi byrjar sér (algengt er að hafa þrjátíu sekúndur upp í eina mínútu milli keppenda) og hjól- ar ákveðna vegalengd. Það er svo ekki fyrr en seinasti keppandinn hef- ur lokið keppni sem úrslitin eru end- anlega ljós. Ekki er leyfilegt að nýta sér drag (draft) frá öðrum kepp- endum og gildir því aðeins hreinn kraftur hvers og eins. Keppt er á sér- stökum tímaþrautarhjólum, en það eru sömu hjól og notuð eru í þrí- þraut. Keppendum sem það vilja er þó oftast einnig heimilt að keppa á al- mennum götuhjólum. XC - Fjallahjól Fjallahjólamótum svipar nokkuð til cyclocross-keppna, en þar er þó kom- in fjöðrun, annaðhvort að framan eða bæði að framan og aftan. Bæði er hjólað upp og niður og farnir nokkrir hringir í braut. Heildartíminn úr þessum hringjum gildir. Keppendur geta átt von á drullu, grasi, malbiki og sandi, en ekkert er af stökkum eða falli (drop). EN - Enduro Enduro-keppnir byggja á stuttum sérleiðum og ráðast úrslit keppn- innar á samanlögðum tíma úr þess- um sérleiðum. Öfugt við fjallahjóla- mótin er ekki hjólað í hringlaga braut, heldur byrja sérleiðirnar á einum stað og enda á öðrum. Hver keppandi er ræstur sér, en margir geta þó verið að hjóla á sama tíma í brautinni. Þá er regla um að 80% af vegalengdinni skuli vera niður í móti og eiga keppendur að geta farið brautina án brautarskoðunar. Það þýðir að föllum og stökkum er stillt í hóf. Hver sérleið getur verið frá 30 sekúndum upp í nokkrar mínútur. Hjólin í enduro dempa aðeins meira en þau í fjallahjólakeppnum. Kepp- andinn þarf sjálfur að ferja hjólið sitt á milli sérleiða og oft er tekið sam- hjól með öðrum keppendum. Tíminn á milli sérleiða telur ekki í heild- arkeppninni. Þrátt fyrir að heild- arkeppnistími sé oft á bilinu 20 til 30 mínútur er heildartímalengd allrar keppninnar stundum á milli fjórar og fimm klukkustundir. DH - Fjallabrun Í fjallabruni eru keppendur á hjólum sem dempa hvað mest og alltaf með dempara bæði að framan og aftan. Búast má við nokkuð djörfum stökk- um og föllum og nauðsynlegt er að skoða brautina fyrir mót. Farnar eru nokkrar ferðir, sem hver og ein er nokkuð stutt og samanlagður tími þeirra ræður úrslitum. Hjólin sem notuð eru í fjallabruni eru nokkuð þyngri en í enduro þar sem demp- ararnir eru stærri. Keppnisdagatal hjólreiðafólks 2018 Allt frá stórum almenn- ingshjólakeppnum eins og Bláa lónsþrautinni, Tour of Reykjavík og WOW cyclothon yfir í Ís- landsmeistaramót og fjöldaga keppnir á fjöll- um eins og Glacier 360. Hjólreiðaáhugafólk ætti að finna eitthvað við sitt hæfi í sumar. Morgunblaðshringurinn Enduro Island – vorfagnaður Reykjanesmót Nettó og 3N TT tímataka Breiðabliks Krónan fjallahjólamót TT tímataka Grindavík Tour of Reykjavík Bláa lónsþrautin TT Cube Prologue I Rangárþing Ultra fjallahjólamót Fjallahjólabrun í Vífilstaðahlíð TT Krýsuvík-Kleifarvatn Suðurstrandarvegurinn Wow cyclothon Heiðmerkuráskorun unglinga Gullhringurinn Íslandsmót BMX Landsmót UMFÍ 26. apríl 5. maí 6.maí 9.maí 12.maí 29.maí 1.-2. júní 9. júní 13. júní 15. júní 16. júní 20. júní 24. júní 27.-30. júní 2. júlí 7. júlí 8. júlí 14. júlí Vesturgatan á Hlaupahátíð Enduro Ísland – sumarfagnaður TT Cube Prologue II Fjallabrun Fjallahjólreiðar Stóra hjólahelgin á AK Unglingamót UMFÍ Fjallabrun HFA Glacier 360 Tour de Ormurinn Heiðmerkuráskorun Cube Prologue III Fellahringurinn – fjallahjól RB Classic Kia hringurinn Hólmsheiði Enduro Island haustfagnaður Íslandsmót í Cyclocross 14. júlí 15. júlí 18. júlí 21. júlí 22. júlí 27.-29. júlí 2. ágúst 4. ágúst 10.-12. ágúst 11. ágúst 15. ágúst 15. ágúst 23. ágúst 25. ágúst 30. ágúst 1. sept. 27. okt. RR RR RR RR RR XC XC XC XC XC DH EN BMX TT TT TT TT Keppnisdagatal hjólreiðamanna 2018 TegundDags. Keppni Mót Dags. Keppni Mót RR XC DH EN CX BMXTTGötuhjólreiðar Fjallahjólreiðar Tímaþraut Fjallabrun Enduro Cyclocross BMXFreestyle Íslandsmót Bikar Almenningskeppni CX TT TT Tegund XC XC XC XC XC XC EN EN DH DH RR RR RR RR RR Nánari upplýsingar um hjólaviðburði ársins má finna á hjolathjalfun.is þar sem nýjustu upplýsingar um viðburði birtast og á vef Hjólreiðasambands Íslands, á hri.is Morgunblaðið/Eggert Á rásmarkinu Margir bíða spenntir eftir að hjólasumarið byrji af fullum krafti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.