Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 15
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 15 NOTUM VIRKAN FERÐAMÁTA Hjólum - Göngum - Hlaupum - Tökum strætó Opið fyrir skráningar Skráning og upplýsingar áhjoladivinnuna.is Notumvirkan ferða áta Hjólum - Göngum Hlaupum - Tökum strætó 2.-22. maí Þ að er oftast kalt að hjóla á Íslandi. Líka í sól á sumr- in. Klæðið ykkur vel. Þröngur vind- og regn- jakki gerir kraftaverk og handa- og fótahitarar eru nauðsyn- legir eiginlega alltaf.  Ekki vera á skítugu hjóli.  Skiptu um keðju þegar hún er orðin slitin.  Nýttu þér bike-fit eða aðra sam- bærilega þjónustu til að stilla hjólið eftir líkamslögun þinni. Alltaf þess virði.  Ef þú ert ekki vel að þér í við- gerðum á hjóli skaltu láta fagmann fara yfir það einu sinni til tvisvar á ári.  Reyndu að læra almennar hjóla- viðgerðir og hvernig eigi að við- halda hjólinu. Algjör grunnur að geta skipt um slöngu.  Þú getur sparað allt að 25-30% orku með því að vera í kjölsogi ann- arra (drafti). Nýttu þér það, en gefðu líka af þér með því að vera fremst í einhvern tíma þegar kem- ur að þér.  Gefðu hjólafélögum merki um hættur, hvert þú ætlar að beygja eða ef þú ætlar að stoppa (Google: cycling hand signals).  Haltu línu í keppnum, hvort sem þú ert ein/n eða í hóp.  Hjólaðu með skilríki  Spurðu um leyfi áður en þú nýtir kjölsog ókunnugra.  Heilsaðu öðru hjólreiðafólki og bjóddu góðan dag eða þakkaðu fyr- ir þegar þú tekur fram úr gang- andi.  Tileinkaðu þér einkennisorð Eistnaflugs hátíðarinnar. Bannað að vera fáviti.  Sem fyrsta keppni í götu- hjólreiðum er stutta útgáfan af Reykjaneskeppninni gott upphaf. Cube Prologue er líka skemmtileg til að sjá hvar maður stendur, en keppnin er tímataka niður Krýsu- víkurveg.  Til að fylgjast með því sem er að gerast í hjólreiðum (aðallega götu- hjólreiðum) á heimsvísu er góður upphafsreitur að fylgjast með The GCN show (Global cycling net- work) á Youtube. Vikulegir þættir sem taka fyrir það helsta sem er í gangi. Á sömu rás er mikill fjöldi gagnlegra myndskeiða sem sýna allt frá því hvernig eigi að þrífa hjól yfir í viðgerðir og hvernig best sé að bera sig að þegar hjólað er upp stórar brekkur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Óskrifaðar reglur og ráðleggingar Hjólað í umferðinniGott er að venja sig á að gefa öðrum vegfarendum merki, t.d. stefnumerki þegar beygt er.  Að hugað sé betur að hönnun og frágangi á samgöngu- mannvirkjum þar sem hjólandi fólk fer um. Eins flottur og nýi hjólastígurinn á Gróttu er virðist ekki hafa verið hugsað til enda hvernig tenging hans við göngu- stíg eða götu við Gróttu er. Sama á við um gangstéttarbrúnir víða sem eru mjög háar þar sem hjól þurfa að fara upp.  Hjólreiðafólk, sérstaklega þeir sem velja að vera á götum og veg- um, ætti alltaf að vera með rautt ljós að aftan og ljós að framan þegar fer að dimma.  Setja upp skilti á fjölförnustu hjólaleiðum utan höfuðborgar- innar þar sem ökumenn eru var- aðir við því að töluverð hjólaum- ferð geti verið. Þetta á t.d. við um Mosfellsheiði, Hvalfjörð og Krýsu- víkurveg. Víða erlendis hafa einn- ig verið sett upp skilti sem minna ökumenn á að hafa allavega 1,5 metra fjarlægð frá hjólreiðamanni þegar tekið er fram úr.  Vera á góðum dekkjum. Grip reiðhjóladekkja skiptir sköpum, sérstaklega þegar hraðinn fer að verða meiri. Góð dekk eiga að ná góðu gripi bæði á þurrum og blautum vegi. Það ætti enginn að setja sig í hættu við að vera á dekkjum sem eru orðin slitin eða þar sem jafnvel sést í vír.  Taka tillit hver til annars. Vega- og samgöngukerfið er fyrir ýmiss konar samgöngur, hvort sem það eru gangandi, hjólandi, bílar eða hestar. Alveg eins og hjólandi þurfa að taka tillit til þeirra sem eru gangandi á göngustígum þurfa bílar að taka tillit til hjól- andi á götum og vegum. Fimm atriði til að auka öryggi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.