Morgunblaðið - 02.05.2018, Síða 2
Morgunblaðið/Eggert
Fæðing Kjaradeila ljósmæðra við
ríkið hefur verið löng og ströng.
„Ég ætla ekkert að mótmæla ef
þetta eru lög í landinu, en mér finnst
náttúrlega mjög skrýtið að ljósmæð-
ur og aðrir ríkisstarfsmenn skuli í
rauninni vera ríkiseign og að hægt sé
að skikka þau til þess að vinna um-
fram sína vinnuskyldu,“ segir Ás-
laug Valsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélags Íslands.
Margar ljósmæður á fæðingavakt
og á meðgöngu- og sængurlegudeild
höfðu lýst því yfir að þær ætluðu
ekki að taka að sér aukavinnu frá og
með 1. maí, sem var í gær, og þar til
samningar næðust. Ljósmæðra-
félagið, sem tengdist þó ekki þessari
ákvörðun ljósmæðra, fékk hins veg-
ar sent bréf frá ríkisvaldinu þar sem
greint var frá því að aðgerðir ljós-
mæðra væru með öllu óheimilar
vegna þess að þær væru ríkisstarfs-
menn og hefðu ekki val um hvort
þær ynnu yfirvinnu eða ekki.
„Mér þykir þetta undarlegt en fé-
lagið vill náttúrlega ekki að fé-
lagsmenn standi í lögbrotum með
þessum aðgerðum,“ segir hún.
Eru í rauninni ríkiseign
Áslaug var nokkuð bjartsýn eftir
síðasta fund í kjaradeilunni en segir
nýliðna atburði jafnvel hafa breytt
aðstæðum fyrir þann næsta, sem
átætlað er að fari fram eftir tæpa
viku. „Þetta breytir því að ljósmæð-
ur eru ennþá ósáttari en þær voru
fyrir. Þetta var pínulítið eins og að
hella olíu á eld.“
Áslaug ítrekar að félagið vilji ekki
að ljósmæður standi í ólögmætum
aðgerðum. „En ég er ekki viss um að
ríkisstarfsmenn átti sig á því að þeir
séu í rauninni ríkiseign, að það megi
skikka þá í sínum frítíma til þess að
vinna aukavinnu.“
thorgerdur@mbl.is
Eins og
að hella
olíu á eld
Ljósmæður skikk-
aðar til yfirvinnu
Reuters
Koss Strákur smellir kossi á smá-
hvelið mjaldur í sædýrasafni í Kína.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það eru yfirgnæfandi líkur á að af
þessu verði. Ég væri til í að veðja
minni litlu aleigu
á að svo verði,“
segir Elliði Vign-
isson, bæjarstjóri
í Vestmanna-
eyjum, um stöð-
una á hvalaverk-
efni sem Merlin
Entertainments
stendur fyrir.
Það gengur út á
að koma upp at-
hvarfi fyrir tvö smáhveli, mjaldra.
Fulltrúar fyrirtækisins kynntu
stöðu verkefnisins fyrir íbúum í
gær. Elliði nefnir að fyrirtækið hafi
þegar hafið framkvæmdir við bygg-
ingu stórs húss við höfnina fyrir
hvalalaugar þar sem dýrin verða
höfð í sóttkví þangað til þau fara í
kví í Klettsvík. Þá nefnir hann að
búið sé að semja um flug á hvöl-
unum frá Sjanghæ til Keflavíkur í
mars 2019 en þaðan verða þeir
fluttir land- og sjóleið til Eyja.
„Þetta eru væntanlega dýrustu far-
miðar sem nokkur hefur keypt,“
segir Elliði.
Mjaldrarnir heita Little White og
Little Grey en þriðji hvalurinn sem
átti að koma, Jun Jun, drapst í
garðinum í Sjanghæ í júní í fyrra.
Þótt verkefnið snúist í upphafi
um athvarf fyrir þessi tvö dýr verð-
ur hægt að taka við dýrum frá öðr-
um fyrirtækjum í sama tilgangi.
Elliði segir að þetta dýravelferð-
arverkefni geti haft mikla þýðingu
fyrir Vestmannaeyjar. Hann nefnir
að í upphafi hafi verið 10-15 ársstörf
við starfsemina, þar á meðal dýra-
læknar og líffræðingar. Sérfræð-
ingar komi með dýrunum en ís-
lenskir starfsmenn verði þjálfaðir
upp til að taka við af þeim.
Merlin kemur upp safni og gesta-
stofu þar sem áhersla verður lögð á
fræðslu um hvalina en einnig lunda.
Segir bæjarstjórinn að verkefnið
auki möguleika ferðaþjónustunnar,
ekki síst utan háannatímans. „Fólk
getur komið hingað hvenær sem er
ársins og á örfáum klukkustundum
getur það fengið að halda á lunda,
sjá hvali og ganga á eldfjall. Þetta
er óviðjafnanlegt, segull sem hvergi
annars staðar er í heiminum.“
Búið að kaupa flugmiða fyrir mjaldrana
Líkur á að komið verði upp hvalaathvarfi og safni í Eyjum Merlin hefur
hafið framkvæmdir við hús fyrir hvalalaugar Allt á að vera tilbúið í mars
Elliði
Vignisson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þessi kátu börn létu kuldann undanfarna daga
ekki stöðva sig í því að njóta útileikja á tram-
pólíni, enda hefur hoppið og skoppið eflaust
hjálpað til við að halda á þeim hita. Einhverjir
hafa líklega orðið svekktir þegar byrjaði að
snjóa að nýju 1. maí. Þetta kennir einfaldlega
að aldrei er hægt að treysta íslenska sumrinu.
Samkvæmt veðurspám má búast við áframhald-
andi kulda á landinu öllu næstu daga.
Kuldi á landinu í byrjun maímánaðar
Morgunblaðið/Hari
Létu hitastigið ekki stoppa sig í hoppinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórnvöld hafa ekki gripið til
neinna aðgerða til að koma til móts
við landbúnaðinn vegna áhrifa
tollasamnings Íslands og Evrópu-
sambandsins. Samningurinn kom
til framkvæmda í gær og mun hafa
mikil áhrif á hag bænda, sérstak-
lega kjúklinga- og svínabænda.
Vegna gagnrýni á tollasamning-
inn setti þáverandi landbúnaðar-
ráðherra saman starfshóp á árinu
2016 til að kanna áhrif samningsins
og hvernig einstakar búgreinar
gætu tekist á við hann. Fleira var
undir.
Skilaði hann tillögum í átta liðum
síðar á því ári.
Sú veigamesta er að við útreikn-
ing á magni tollkvóta við innflutn-
ing verði miðað við ígildi kjöts með
beini. Það er sama aðferð og Evr-
ópusambandið beitir við útreikning
á tollkvótum sem útflytjendur
þangað nýta. Hingað er mest flutt
unnið kjöt, hreinir nautakjötsvöðv-
ar, kjúklingabringur og efni í beik-
on. Ef útreikningi til tollkvóta yrði
breytt og bein og afskurður sem
verður eftir úti reiknuð með myndi
magnið sem hingað mætti flytja án
tolla minnka. Eitt tonn sem flutt er
inn af vöðvum yrði 1,6 tonn við út-
reikning tollkvóta.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir að
Bændasamtökin hafi ítrekað minnt
stjórnvöld á þessar tillögur en ekk-
ert hafi verið gert með þær. „Það
eru mikil vonbrigði og sýnir enn og
aftur að það er gjarnan verið að
hlaða í eitthvert samstarf til að
leysa tiltekin ágreiningsefni og svo
fara tillögurnar ofan í skúffu og
ríkið gerir ekkert með þær,“ segir
Sindri.
Heggur stærri skörð
Nú þegar tollasamningurinn
kemur til framkvæmda mun fram-
boð á innfluttum búvörum í versl-
unum aukast, einkum svínakjöt,
kjúklingar, nautakjöt og ostar.
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur
og aðstoðarframkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands, segir að
það muni höggva stærri skörð í ís-
lenska markaðinn. Hún minnir á að
mikið sé flutt inn af kjöti og það
hafi aukist mjög síðustu árin. Að
einhverju leyti muni vörurnar koma
í stað þeirra afurða sem nú þegar
eru fluttar inn með tolli og að hluta
til muni hann auka hlutdeild inn-
fluttra matvæla á markaðnum. Hún
segir að sterk staða krónunnar geri
innflutninginn ódýrari og hafi mikil
áhrif á samkeppnisstöðu innlendu
framleiðslunnar.
Bændasamtökin létu hagfræðing
meta áhrif aukins innflutning á
landbúnaðinn. Versta sviðsmyndin
sýnir allt að 1,6 milljarða króna
tekjutap.
Ekkert fast í hendi
Niðurfelling og lækkun tolla ætti
að leiða til verðlækkunar á inn-
fluttu kjöti í verslunum hér. Erna
segir ekkert fast í hendi með það.
Hún segir að tollkvótarnir verði
boðnir út og ekki vitað hvað greitt
verði fyrir þá. Þá sé reynslan af því
að lækka vörugjöld og tolla sú að
það hafi ekki alltaf skilað sér í
verðlækkun til neytenda.
Ekki ráðist í mótvægisaðgerðir
Innflutningur búvara eykst nú þegar tollasamningur við ESB hefur tekið gildi Formaður Bænda-
samtaka Íslands gagnrýnir að stjórnvöld breyti ekki uppgjöri á innflutningi til samræmis við ESB
Morgunblaðið/Ómar
Steiking Mikil aukning hefur orðið
á innflutningi nautakjöts.