Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 4

Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ef ekki sjást merki um næstu ára- mót um kerfisbreytingar í þágu launafólks kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll á fullum laun- um þannig að loka þurfi stofnunum, hætta uppskipun og fleira. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, í ræðu sinni á baráttu- fundi verkalýðsfélaganna á Ingólfs- torgi í gær, 1. maí. „Okkur er alvara,“ sagði formaðurinn sem boð- aði baráttu sem ekki hefði sést í ára- tugi. Baráttan stendur og fellur með fólkinu Herskár tónn var í ræðum for- ystumanna verkalýðshreyfingarinn- ar sem töluðu á fundum hennar í gær. Samningar á vinnumarkaði eru flestir lausir snemma á næsta ári og má segja að í gær hafi tónninn fyrir kröfugerðina og baráttumálin verið sleginn. Ragnar Þór Ingólfsson gerði að umtalsefni hve aðstaða fólks væri misjöfn. Á húsnæðis- markaði væri samningastaða fólks gagnvart leigufélögunum engin. Lýsti formaðurinn yfir stríði á hend- ur þessum félögum sem hann sagði stunda kerfisbundna og viðbjóðs- lega fjárkúgun. Því þurfi þjóðarátak í húsnæðismálum og verði lífeyris- sjóðir að koma að uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Þurfi sá mögu- leiki líka að vera fyrir hendi að launafólk geti notað hluta iðgjalda sinna í sjóðina til að greiða inn á húsnæðislán. „Baráttan sem við stöndum frammi fyrir mun standa og falla með fólkinu. Ekki með því hvort ein- hverjir verkalýðsforingjar geta úðað í sig vöfflum með rjóma út á kinnar í góðri sátt um hvaða brauðmola- hagfræði virkar best þann daginn,“ sagði Ragnar sem vill baráttu gegn verðtryggingu og fyrir lækkun vaxta, breytingar á skattkerfinu með áherslu á hækkun persónu- afsláttar og regluverk til verndar leigjendum. Einnig lög á starfsemi smálánafyrirtækja sem beini sér kerfisbundið að þeim sem höllustum fæti standa. „Við ætlum að teikna upp sam- félagssáttmála til þriggja eða fjög- urra ára sem við ætlum að bjóða stjórnvöldum og atvinnulífinu sem hafa stigið trylltasta dansinn í sjálf- töku og ofurlaunum. Við ætlum að bjóða sátt. En sú sátt fæst ekki gef- ins eða með nýju samningamódeli. Sú sátt kostar ekki endilega mikið en mun skila langþráðu trausti á kerfin okkar.“ Kaupmáttur aukist mikið Það er óhætt að dusta rykið af fjölda kröfuspjalda fyrri ára, sagði Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, í ávarpi sínu á baráttufundi í Ólafsvík. Hún sagði að með samstöðu í verkalýðs- hreyfingunni hefðu oft unnist kraftaverk. Hins vegar hefði ekki tekist að skapa samfélag þar sem fullfrískt fólk gæti unnið fyrir sér. Margir taxtar væri enn allt of lágir og dygðu ekki fyrir framfærslu. Þó hefði kaupmáttur aukist umtalsvert síðustu misserin. „Við verðum að krefjast þess að skattkerfi séu notuð til að jafna kjörin, að hætt sé að höggva í vel- ferðarkerfið okkar og það byggt upp af mannúð og sanngirni,“ sagði Drífa og bætti við að daglega væri leitað til stéttarfélaganna af fólki sem þyrfti að sækja rétt sinn gagn- vart atvinnurekendum. Mikið sé reynt að svindla á starfsfólki og það séu fyrirlitleg mál. „En okkur langar líka að breyta sjónarhorninu við og við og erum nú að skoða möguleika á að votta fyrir- tæki sem standa sig sem atvinnu- rekendur. Fyrirtæki sem líta ekki bara á fólk sem vinnuafl sem hægt er að skipta út og endurnýja heldur leggja metnað sinn í að fara að lög- um og samningum, eru með aðbún- að starfsfólks í lagi, bjóða upp á möguleika til fræðslu og menntunar og eru meðvituð um að sanngjarnt samfélag sé gott fyrir okkur öll.“ Elín Björg Jónasdóttir, formaður BSRB, fjallaði í ræðu sinni um nauðsyn þess að stytta vinnuvikuna og almennt draga úr spennu sem leiddi af sér margt slæmt í sam- skiptum fólks. Þá væri kominn tími til að staldra við og spyrja sig hvort sítenging fólks við vinnuna í gegn- um síma og tölvupóst væri af hinu góða. Kvennastéttir dregist aftur úr „Við hjá BSRB teljum algerlega nauðsynlegt að við byggjum upp fjölskylduvænt samfélag þar sem launafólki er gert kleift að sam- ræma einkalíf og atvinnu,“ sagði El- ín Björg og minnti á að 50 ár væru síðan ákveðið var að vinnuskylda í viku hverri skyldi vera 40 stundir. Nú hálfri öld seinna væri tímabært að endurskoða þetta, svo miklar breytingar hefðu orðið. Um kjaramálin sagði formaður BRSB óréttlætið blasa við. Á meðan forstjórar og stjórnendur fái tuga prósenta launahækkanir eigi aðrir að sætta sig við hóflegar hækkanir í nafni stöðugleika. „Okkur blöskraði líka þegar Kjararáð hækkaði laun ráðherra, þingmanna og stjórnend- ur ríkisfyrirtækja, oft í nafni þess að leiðrétta hafi þurft laun þeirra,“ sagði Elín Björg sem telur ákveðna hópa hafa dregist aftur í launaþró- un, ekki síst kvennastéttir. Á sama tíma og verkalýðshreyfingin hafi beitt sér fyrir því að bæta kjör lægst launuðu hópanna hafi stjórnvöld verið á annarri vegferð. Skattbyrðin hafi aukist mest hjá tekjulægstu hópunum og stjórnvöld dregið úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins. Morgunblaðið/Hari Laugavegur Ágæt þátttaka var í kröfugöngunni í Reykjavík þar sem var samkvæmt venju gengið undir blæstri lúðrasveita. Fánar voru á lofti og greinilegur baráttuhugur í fólkinu sem tók þátt. Skæruaðgerðir og hörð barátta  Átök boðuð og stríð á hendur leigufélögum  Vinnuvikan verði stytt  Fyrirtæki til fyrirmyndar fái vottun Ræðumaður Bjóðum sátt sem kostar ekki endilega mikið en mun skila lang- þráðu trausti á kerfin okkar, sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Trú á Alþýðusamband Íslands mun ekki aukast nema nýr skipstjóri komi í brúna á þingi sambandsins í haust. Þetta sagði Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, á baráttufundi félagsins á Húsavík í gær. Hann segir ný sjónarmið nú ráðandi í verkalýðshreyfingunni, í forystu VR og Eflingar sé komið al- þýðufólk sem talar mál sem almenn- ingur skilur. Þessi tvö félög hafi myndað bandalag með Framsýn og Verkalýðsfélagi Akraness og hafi nú 53% vægi innan ASÍ. Krefjist þau nýs samfélagssáttmála, harðari verkalýðsbaráttu og breytingar í forystunni með allsherjaratkvæða- greiðslu. Formanni Framsýnar varð tíð- rætt um kjör almennings í saman- burði við laun forstjóra stórra fyrir- tækja. Á sama tíma hafi Kjararáð ekki látið sitt eftir liggja og spreðað taktlausum launahækkunum til embættismanna. „Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að ef við ætlum í raun að taka á þessari gríðarlegu misskiptingu í íslensku samfélagi þá verðum við að hætta að semja í prósentum og semja þess í stað eingöngu í krónutölum,“ sagði formaður Framsýnar. sbs@mbl.is Kallar eftir nýrri forystu ASÍ  Fjögur félög með 53% vægi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Formaður Taka þarf á gríðarlegri misskiptingu, sagði Aðalsteinn Árni. Baráttudagur verkafólks 1. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.