Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúar Vestfjarða sækja 20% þjón-
ustu sinnar til höfuðborgarsvæðis-
ins. Sókn í þjónustu er þó afar mis-
jöfn eftir búsetusvæðum. Þannig
sóttu íbúar búsetusvæðis Stranda
39% þjónustunnar til höfuðborgar-
svæðisins á meðan íbúar norðan-
verðra Vestfjarða voru sjálfum sér
nógir að miklu leyti, sóttu 15%
þjónustunnar suður.
Þetta kemur fram í þjónustu-
könnun sem Byggðastofnun lét
gera og Sigríður Elín Þórðardóttir
félagsfræðingur kynnti á ársfundi
Byggðastofnunar á dögunum. Í
kynningunni voru Vestfirðir teknir
sem dæmi.
Tvöfalt oftar í sjúkraþjálfun
Munurinn á þjónustusókn eftir
búsetusvæðum innan Vestfjarða
kemur skýrlega fram þegar skoðuð
er verslun annars vegar og menn-
ing og afþreying hins vegar. Sama
gildir raunar um heilbrigðisþjón-
ustu. Íbúar norðanverða Vestfjarða
sækja þessa þjónustu mikið innan
búsetusvæðisins, hafa hana innan
seilingar, en íbúar Stranda sækja
hana aftur á móti til höfuð-
borgarsvæðisins. Niðurstöðurnar
fyrir sunnanverða Vestfirði eru
ekki ólíkar því sem kom út úr könn-
uninni á Ströndum.
Eitt dæmi um mismunandi að-
stöðu er aðgengi að þjónustu
sjúkraþjálfara. Niðurstöður könn-
unarinnar benda til að þátttakend-
ur búsettir á norðanverðum Vest-
fjörðum noti þjónustu
sjúkraþjálfara tvöfalt oftar en þátt-
takendur sem búsettir eru á sunn-
anverðum Vestfjörðum.
Sigríður Elín segir að þjónustu-
könnunin veiti miklar upplýsingar
um stöðu íbúa á vinnumarkaði og
menntunar- og atvinnustig og
mikilvægt sé að viðhalda þeim og
skoða þróunina á næstu árum.
Einnig eigi eftir að greina þær bet-
ur og bera saman á milli landshluta.
Tryggja aðgang að verslun
Könnunin styður við tillögur um
úrbætur sem þegar eru komnar inn
í drög að nýrri byggðaáætlun sem
liggja fyrir Alþingi. Sigríður Erla
nefnir sérstaklega mikilvægi þess
að reynt sé að tryggja íbúum í
strjálbýli aðgang að verslun með
daglegar nauðsynjar. Fólk geti
bjargað sér með ýmsa hluti með
verslun á netinu en til þess að það
sé hægt þurfi gott netsamband að
vera í boði um allt land.
Hún nefnir einnig aukna fjarheil-
brigðisþjónustu sem dæmi um
mikilvægar tillögur til úrbóta til að
létta íbúunum lífið.
Strandamenn sækja þjónustu suður
Morgunblaðið/Eggert
Ísafjörður Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum eru sáttir við þjónustuna.
Þjónustukönnun Byggðastofnunar sýnir að íbúar norðanverðra Vestfjarða eru að miklu leyti sjálfum
sér nógir um þjónustu Íbúar annarra búsetusvæða landshlutans sækja meira til höfuðborgarsvæðis
Þjónustukannanir
» Kannanir á þjónustu eiga rót
sína að rekja til byggðaáætl-
unar 2014-2017. Byrjað var að
kanna þjónustusókn íbúa á
Norðurlandi vestra til að nota
sem fyrirmynd að verklagi fyrir
aðra landshluta. Sú könnun var
gerð haustið 2015.
» Könnun í öðrum lands-
hlutum var gerð síðastliðið
sumar og fram á haust. Gallup
sá um könnunina og var úrtak-
ið stórt, miðað við fjölda íbúa í
landshlutunum.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, sagði í samtali
við mbl.is í gær að
sú grunnforsenda
í frétt Stundar-
innar að hann
hefði haft afskipti
af máli með það
að markmiði að
faðir barnsins
fengi aðgang að
því væri beinlínis
röng. „Þetta er
ekkert flóknara,
þarna er verið að
ætla mér gjörð sem ég er saklaus
af,“ sagði Bragi, en hann kemur á
fund velferðarnefndar Alþingis
klukkan tíu í dag.
Bragi nefndi einnig að þetta mætti
sjá af gögnum viðkomandi máls.
„Vandamálið er, eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum, að nefndarmenn
hafa ekki lesið gögnin,“ sagði hann.
Vildi ræða fyrr við nefndina
Fundur velferðarnefndar verður
opinn fjölmiðlum og almenningi, en
einnig verður hann sýndur í beinni
útsendingu. Bragi sagði þá ákvörðun
valda sér vonbrigðum þar sem fyrir
vikið myndi hann ekki geta talað jafn
opinskátt um málið og ella.
„Mér skilst nú raunar, sem ég
vissi ekki með vissu fyrir, að öll gögn
séu nú komin í hendur nefndarinnar.
Ég get hins vegar að sjálfsögðu ekki
dregið fram einhver tiltekin gögn og
lagt til grundvallar í minni frásögn,
þannig að þetta hefur þau áhrif.“
Spurður hvort það hafi ekki heft-
andi áhrif að geta ekki svarað að
fullu, kveðst hann einfaldlega þurfa
að sætta sig við þær leikreglur sem
settar eru. „Það hafa að vísu verið
mér mjög mikil vonbrigði að hafa
ekki haft tækifæri til þess á vett-
vangi nefndarinnar að fjalla um
þessi mál,“ sagði hann enda hefði
nefndin þegar rætt við fjölmarga
aðra um málið. annaei@mbl.is
Grunnforsendan beinlínis
röng í frétt Stundarinnar
Bragi Guðbrandsson kemur á fund velferðarnefndar í dag
Bragi Guð-
brandsson
„Miðasalan hefur gengið rosalega
vel. Það er nú þegar uppselt í tvö
hólf í stúkunni og það er orðið lítið
eftir af miðum í stæði,“ segir Björn
Teitsson hjá Secret Solstice Pro-
duction sem skipuleggur hljómleika
Guns N’ Roses sem fram fara á
Laugardalsvelli 24. júlí næstkom-
andi. Almenn miðasala hófst á milli
kl. 10 og 11 í gærmorgun eftir smá-
vegis tækniörðugleika.
„Seldir miðar eru komnir nokkuð
yfir 13.000, það eru enn til miðar en
þeim fer fækkandi,“ segir Björn, en
um tíu þúsund miðar í stæði hafa
selst og um þrjú þúsund í sæti.
Endanlegur miðafjöldi hefur ekki
verið ákveðinn, en til að byrja með
verða til sölu 11.500 miðar í stæði.
Ekki liggur fyrir hve mikið pláss
tónleikasviðið mun taka, en með
tónleikaupplifun og öryggi gesta í
huga verður fleiri miðum ekki bætt
við fyrr en það liggur ljóst fyrir.
Miðar eru uppseldir í tveimur
hólfum í stúku sem eru í milliverð-
flokkunum. Björn segir að dýrustu
miðarnir, sem kosta 49.900 kr., hafi
selst vel miðað við framboð. Ódýr-
ustu miðarnir, sem eru miðar í
stæði, kosta 18.900 kr., en búast má
við því að þeir verði uppseldir mjög
fljótlega.
Sala á Guns
N’ Roses fer
vel af stað
Það getur verið gott að kasta mæðinni eftir góð-
an göngutúr og fylgjast með fjölbreytilegu
mannlífinu í borginni. Á örfáum árum hefur
samsetning fólks í Reykjavík enda tekið miklum
og hröðum breytingum. Á fyrstu þremur mán-
uðum ársins fjölgaði ferðamönnum hér á landi
um 6,3% og voru alls um 480 þúsund talsins sam-
kvæmt tölum Ferðamálastofu um brottfarir út-
lendinga frá Keflavíkurflugvelli. Langflestir
gestanna dvelja einhvern tíma í Reykjavík og
setja því óhjákvæmilega svip sinn á borgina með
einum eða öðrum hætti.
Margmenni í miðbænum á baráttudegi verkalýðsins
Morgunblaðið/Hari
Ferðamenn setja svip sinn á borgina