Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg Ömmudrengur Ragnheiður með Arnmundi sem tók fúsalega að sér að klæðast 100 ára peysunni fyrir myndatöku. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Elsti dóttursonur minn,Arnmundur Sighvatssontíu ára, ætlar aðvarðveita þessa peysu. Hann er forn í lund og hrifinn af gömlum hlutum með sögu, en auk þess hefur hann mikinn áhuga á Færeyjum og þangað hefur hann komið tvisvar. Hann ætlar síðar meir að fara í peysunni til Færeyja, þeg- ar hann mun passa í hana,“ segir Ragnheið- ur Þorláksdóttir sem á í fórum sín- um hundrað ára færeyska peysu. Hún er afar ánægð með að peysan hafi eignast framhaldslíf í áhuga Arnmundar. „Ég er viss um að hann á eftir að passa mjög vel upp á þessa stórmerkilegu peysu hennar mömmu. En móðir mín, Elísabet Björgvinsdóttir, var tíu ára frosta- veturinn mikla fyrir nákvæmlega hundrað árum, 1918. Þá bjó hún á Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu, þar sem faðir hennar, Björgvin Vigfús- son, var sýslumaður Rangæinga. Hann var með stórt bú og margt fólk í heimili, en hann var einn af síðustu sýslumönnunum sem einnig var bóndi,“ segir Ragnheiður sem ólst upp við söguna af peysunni góðu sem kom á heimili afa hennar og ömmu á Efra-Hvoli vetur- inn kalda. „Mamma sagði að harkan í kuldanum þennan frosta- vetur hefði byrjað í desem- ber en síðan hefði frostið hert enn meir og varð gríð- arlegt í janúar. Þá buðust Björgvini afa mín- um til kaups um tutt- ugu færeyskar ullar- peysur, og honum fannst ekki veita af, svo hann gerðist stórtækur og keypti þær. Í fyrra stríðinu var mikill sam- gangur milli Íslands og Færeyja og heilmikil viðskipti, en afi fékk peysurnar í verslun Lefolii á Eyrarbakka. Ég tel að afi, sem var nokkuð „grand“, hafi líka gefið nokkrar peysur vandalaus- um, þar sem þörf var á. Þetta var erfiður vetur, ekki aðeins kuldinn mikli heldur herjaði líka spænska veikin á þjóðina. Einar bróðir mömmu dó þetta ár úr berklum, en hann var ekki nema 18 ára. Hann dó heima og móðir mín tíu ára barnið horfði upp á það og gleymdi því aldrei.“ Allt heimilisfólk á Efra-Hvoli klæddist hlýjum færeyskum peys- um þennan grimma vetur, og Elísa- bet móðir Ragnheiðar var ein af þeim. „Mamma var mikið náttúru- barn og hestakona. Hún hafði gam- an af því að ferðast, fór í útilegur og reið um alla sveitina á gæðingum sínum. Ég efast ekki um að þá hafi færeyska peysan komið að góðum notum. Þegar mamma flutti að heiman til Reykjavíkur þá tók hún auðvitað með sér eina hlýja fær- eyska peysu til borgarinnar, sem og fjóra gæðinga,“ segir Ragnheið- ur og bætir við að sagan af peys- unni góðu sé rétt að byrja. 100 ára peysa frá frostavetr- inum mikla Hún hefur verið í notkun í heila öld, peysan sem móðurafi Ragnheiðar Þorláksdóttur keypti og var ein af tuttugu slíkum sem komu inn á heimilið og var ætlað að halda hita á fólki í fimbulkuldanum. Mikið notuð flík Ragnheiður skartar hér peysunni árið 1979 á vinnufundi. Fín Móðir Ragnheiðar, Elísabet Björgvinsdóttir tíu ára, þegar peysurnar komu á heimilið 1918. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Bókakaffi verður í Gerðubergi í kvöld, miðvikudag 2. maí, kl. 20-22. Þar ætl- ar Sólveig Ásta Sigurðardóttir, dokt- orsnemi í enskum bókmentum við Rice-háskóla í Houston í Bandaríkj- unum, að fjalla um birtingarmyndir innflytjenda í íslenskum bók- menntum. Hvað getur íslenskur skáldskapur sagt okkur um fjölmenn- ingu á Íslandi? Hvernig geta bók- menntarannsóknir stutt gagnrýna umræðu um stöðu innflytjenda í ís- lensku samfélagi? Í erindi Sólveigar verða þrjár íslenskar bækur, Vetrar- borgin eftir Arnald Indriðason, Illska eftir Eirík Örn Norðdahl og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifs- son skoðaðar með það að markmiði að greina hvernig höfundar setja fram persónur sínar. Má greina sameiginlega þræði í ólíkum verkum? Hvernig vinna höfundar með tungu- mál aðfluttra Íslendinga í verkum sín- um? Notalegt í Gerðubergi í kvöld Fjölmenning í íslenskum skáld- skap skoðuð á bókakaffi Sólveig Ásta Hún ætlar að skoða bækur eftir Arnald, Eirík og Þórarin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.