Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 15

Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Vor 2018 Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ásakanir Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um lygar Írana um þróun þeirra á kjarna- vopnum varpa ljósi á mikilvægi kjarnorkusamkomulagsins sem gert var við landið árið 2015 og renna stoðum undir tilvist þess að mati leiðtoga Evrópuríkjanna og stuðn- ingsmanna samkomulagsins. Netanyahu opinberaði á mánudag stolin gögn sem yfirvöld í Ísrael komust nýverið yfir. Í ítarlegri kynningu sagði hann að Íranar hefðu logið til um áætlanir sínar um kjarn- orkutilraunir í aðdraganda sam- komulagsins. Þar af leiðandi væri samningurinn byggður á lygum og það hefði aldrei átt að samþykkja. Flugskeytaárás var gerð á stöðvar Sýrlandshers í Hama og Aleppo í fyrradag, en margir íranskir her- menn féllu í árásunum. Fram hafa komið kenningar um að Ísraelar hafi verið að baki árásunum. Lagabreyt- ing var samþykkt á ísraelska þinginu í gær sem gerir forsætisráðherra kleift að lýsa yfir stríði með sam- þykki varnarmálaráðherra í stað þess að málið sé borið undir ríkis- stjórnina. „Barnaleg brella“ Ísraela Utanríkisráðherra Írans, Mo- hammad Javad Zarif, hafnaði ásök- ununum og vísaði til þess að þær kæmu fram á afar „hentugum tíma“ í ljósi þess að Donald Trump Banda- ríkjaforseti tekur ákvörðun um hvort samkomulaginu verði fram haldið 12. maí nk., en hann hefur lýst sig andsnúinn samkomulaginu. Írönsk stjórnvöld segja fullyrðingar Netanhyahu vera „barnalega brellu“ til að hafa áhrif á Trump. Mike Pompeo, innanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi for- stjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði í gær að gögn Ísraela væru trúverðug og að hluti þeirra hefði ekki komið fyrir augu banda- rískra sérfræðinga áður. Samkomulagið frá árinu 2015 fól í sér að refsi- og þvingunaraðgerðum gegn Írönum yrði hætt gegn því að þeir hægðu á kjarnorkutilraunum og minnkuðu birgðir sínar af auðguðu úrani. Að samningnum stóðu Banda- ríkin, Kína, Rússland, Þýskaland, Frakkland og Bretland. Óvíst um samstöðu Vesturlanda Gjá hefur myndast milli vestur- veldanna í afstöðu til samkomulags- ins, en Trump hefur í forsetatíð sinni gagnrýnt það harðlega. Hann telur m.a. ótækt að samkomulagið sé tímabundið, þ.e. að því ljúki árið 2025 og að með því hafi ekki verið komið í veg fyrir þróun langdrægra eldflauga. Aðrir leiðtogar vesturveldanna en Donald Trump hafa haldið því fram að samkomulagið við Íran hefði til- ætluð áhrif. Stuðningsmenn sam- komulagsins segja að hin gögnin fjalli aðeins um eldri kjarnorkutil- raunir Írana og sanni að engu leyti að þeir hafi gerst brotlegir gagnvart samkomulaginu frá árinu 2015. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sóttu Donald Trump heim í síðustu viku, en héldu heim án þess að hafa sannfært hann um að rétt væri að halda samkomu- laginu á lífi. Í tilkynningu frá franska utanrík- isráðuneytinu sagði að gögn Ísraela staðfestu fátt annað en það sem ríki Evrópu hefðu vitað í meira en einn og hálfan áratug, þ.e. að hluti ír- anskra kjarnorkutilrauna hefði vopnaframleiðslu að markmiði. „Tilvist samningsins styrkist að- eins með tilkomu þessara gagna: All- ar tilraunir sem tengjast framleiðslu kjarnorkuvopna eru varanlega bann- aðar samkvæmt samkomulaginu,“ sagði í tilkynningunni. Ennfremur vísaði talsmaður Evr- ópusambandsins, Federica Mogher- ini, því á bug að fram hefðu komið sannanir um brot Írana gegn sam- komulaginu. Engar sannanir um brot Írana Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, sagði í gær að upplýsingarnar undirstrikuðu mikilvægi kjarnorku- samkomulagsins. Nefndi hann að samkomulagið byggðist ekki á trausti gagnvart Írönum, heldur ít- arlegri greiningu Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA) á kjarn- orkumálum Írana. „Rannsóknir Írana og kjarnorku- tilraunir fram til ársins 2003 sýna hvers vegna við þurfum á ítarlegum íhlutunarheimildum samkomulags- ins að halda í dag,“ sagði Johnson, heimildirnar kæmu í veg fyrir að hið sama gæti gerst í dag. Stofnunin hefur ekki brugðist við ásökunum Netanyahu með beinum hætti, en í tilkynningu í gær sagði að stofnunin hefði engar áreiðanlegar vísbendingar um þróun kjarnorku- vopna í Íran eftir 2009. Vísað var í úttekt stofnunarinnar á kjarnorku- rannsóknum Írana frá árinu 2015. Gefa lítið fyrir gögn Ísraela  Evrópuríki telja gögn Ísraels styrkja kjarnorkusamkomulagið við Íran  Banda- ríkjamenn segja gögnin trúverðug  Ísraelar breyta lögum um stríðsyfirlýsingar AFP Ísrael Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kynnti gögn um Íran á mánudag. Alls vógu þau um hálft tonn að hans sögn og á blaðamannafundi var til sýnis mikill fjöldi geisladiska og skjalamappa sem hýstu gögnin. Kim Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, er tilbú- inn að funda með Donald Trump Bandaríkja- forseta í landa- mæraþorpinu Panmunjom á hlutlausa svæð- inu á landamær- um Norður- og Suður-Kóreu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, er sagður hafa fengið Kim til að fall- ast á þetta, en fundur Kóreuleiðtog- anna fór fram á sama stað í síðustu viku. Mögulegt er að hluti dag- skrárinnar fari fram í Norður- Kóreu og verði staðurinn fyrir val- inu gæti fundur leiðtoganna farið fram fyrir maílok. Yfirlýsingar Trumps gefa til kynna að hann sé tilbúinn að funda í Panmunjom, en í gær sagði hann að tilkynnt yrði um stað- og dag- setningu fundarins á næstu dögum. NORÐUR-KÓREA Vill funda á hlut- lausa svæðinu Kim Jong-un Tveir ráðherrar dönsku ríkis- stjórnarinnar hafa sagt af sér, Søren Pind mennta- málaráðherra og Esben Lunde Larsen umhverf- isráðherra. Hinn fyrrnefndi mun einnig segja sig frá þingstörfum. Pind sagði í gær ástæðuna vera þá að hann hefði einfaldlega fengið nóg af stjórnmálum. Pind starfaði fyrir frjálslynda hægriflokkinn Venstre. Larsen lét ástæður afsagnar sinnar ekki fylgja með tilkynningu sinni. Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, heldur á fund Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar á morgun vegna hrók- eringanna, en orðrómur er uppi í Danmörku um að frekari breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni þegar fyllt verði í skörðin. DANMÖRK Tveir danskir ráð- herrar segja af sér Lars Løkke Rasmussen Armenska mótmælaleiðtoganum Ni- kol Pashinyan mistókst í gær að hljóta kjör sem forsætisráðherra landsins, en 55 þingmenn armenska þingsins greiddu atkvæði gegn hon- um og 45 með. Pashinyan var einn í framboði. Í aðdraganda kjörsins var talið að hann vantaði aðeins örfá at- kvæði til þess að tryggja sér forsætisráðherrastólinn. Gegn fyrrv. forsætisráðherra Serzh Sargsyan, forsætisráðherra Armeníu, sagði af sér í síðustu viku í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Sargsyan var sakaður um að vilja ekki sleppa takinu af völdum í land- inu, en hann var settur í embættið eftir að hann steig til hliðar sem for- seti landsins eftir tvö kjörtímabil. Tugir þúsunda mótmælenda þustu út á götur höfuðborgarinnar Jerevan í gær í kjölfar hvatningar Pashinyan, en hann hvatti til borg- arlegrar óhlýðni, m.a. að mótmæl- endur stífluðu samgöngukerfi. AFP Mótmæli Tugir þúsunda Armena studdu Pashinyan í gær, en hann hvatti til borgaralegrar óhlýðni. Pashinyan hlaut ekki kjör sem forsætisráðherra. Mistókst að verða forsætisráðherra  Umfangsmikil mótmæli í Armeníu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.