Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 18
Ársreikningur Borg- arbyggðar fyrir árið 2017 sýnir að fjárhags- staða sveitarfélagsins hefur sjaldan verið eins sterk og nú. Hann sýn- ir líka með skýrum hætti að aðgerðaráætl- unin „Brúin til fram- tíðar“ sem samþykkt var af allri sveit- arstjórn árið 2014 og fól í sér endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins, hefur skilað verulegum árangri. í. Helstu niðurstöðutölur ársreikn- ings ársins 2017 eru þær að veltufé frá rekstri er hjá samstæðunni allri 536,6 m.kr. (A-hluta sveitarsjóðs ásamt B-hluta fyrirtækjum). Lang- tímalán eru greidd niður um 237 m.kr hjá A-hluta og 284 m.kr. hjá A- og B-hluta. Handbært fé í árslok var 848 m.kr. í samstæðureikningi. Eng- in ný langtímalán hafa verið tekin undanfarin þrjú ár. Hlutfall veltufjár frá rekstri er 13,7% af rekstr- artekjum fyrir A-hluta sveitarsjóðs. Veltufjárhlutfall er rétt um 2,0 sem segir að lausafé er helmingi hærra en skammtímaskuldir. Langtímaskuldir A-hluta eru um 1,2 ma.kr. en lang- tímaskuldir samstæðu eru um 3,0 ma.kr. Skuldahlutfall A-hluta er 72% en skuldahlutfall samstæðu er 111,7%. Hluti Borgarbyggðar í upp- gjöri sveitarfélaganna við lífeyr- issjóðinn Brú var 244 m.kr. en þær voru greiddar upp í febrúar sl. og sparast um 60 milljónir króna sem voru fyrirséðar í vaxtagreiðslur ef Borgarbyggð hefði þurft að fjár- magna það uppgjör með lántöku eins og flest sveitarfélög þurfa. Eignir voru seldar fyrir um 40 m.kr. á árinu 2017 sem er mun lægri fjárhæð en á fyrra ári. Rekstrarniðurstaða í árs- reikning var jákvæð um 298,5 m.kr. Skuldahlutfall Borgarbyggðar hef- ur lækkað verulega undanfarin ár og er nú komið langt undir þau mörk sem sett eru í reglum um fjármál sveitarfélaga, sjá hér mynd: Þessi árangur talar sínu máli. Á sama tíma og góður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins þá hefur ekki verið skert þjónustustig, miklu frekar hefur það hækkað. Þar má nefna að inntaka leikskólabarna miðast nú við 12 mánaða aldur al- mennt í stað 18 mánaða, grunnskól- arnir okkar hafa eflst, í velferð- armálum hefur verið gert stórátak í atvinnumálum fatlaðra og áfram mætti telja. Við íbúar Borg- arbyggðar megum vera stolt af ýms- um þáttum í okkar samfélagi og eru hér aðeins nefnd örfá atriði því til sönnunar. Á árinu 2018 og á næstu fjórum ár- um eru fyrirhugaðar töluvert miklar framkvæmdir, bæði við skólamann- virki og svo í kjölfar þeirra langþráð upphaf að fram- kvæmdum við íþrótta- mannvirki. Í heild hljóðar núgildandi framkvæmdaáætlun til ársins 2021 upp á um 1,8 milljarða króna sem er verulega hærri fjár- hæð en undanfarin ár. Þrátt fyrir það er ekki fyrirsjáanlegt, ef tekjur og önnur þróun í rekstrarumhverfi Borgarbyggðar ná að halda í horfi, að taka þurfi lán til að fjármagna þessar framkvæmdir, rekstrargrunnur Borgarbyggðar er orðinn það traust- ur. Það er ánægjuefni hve góður ár- angur hefur náðst og má það þakka mikilli samstöðu sveitarstjórnar allr- ar, traustrar stjórnunar embættis- manna í ráðhúsi, forstöðumanna stofnana sem og allra starfsmanna Borgarbyggðar. Það eru bjartir og spennandi tímar í Borgarbyggð. Atvinnulíf blómstrar, íbúum er að fjölga og sú þróun hjálp- ar til við að halda uppi öflugu þjón- ustustigi. Það er von mín og trú að Borgarbyggð haldi áfram að dafna, því er mikilvægt að við íbúar stönd- um saman og njótum þess að vera stolt af okkar nærsamfélagi og um- hverfi. Við eigum að láta okkur varða um málefnin margvíslegu og ekki síður þurfum við að leggja okkar af mörkum við að halda umhverfinu næst okkur hreinu og snyrtilegu, saman getum við heilan helling í þeim efnum. Eins og fram hefur komið þá er undirritaður að draga sig í hlé frá störfum í sveitarstjórn Borg- arbyggðar nú í vor og skipa ég 18. sætið á kraftmiklum framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar. Undanfarin 16 ár hafa verið viðburðarík á þessum vett- vangi, skipst hafa á skin og skúrir eins og gengur, en ýmislegt hefur áunnist. Það er vonandi að komandi kosningabarátta og síðan í kjölfarið samstarf í sveitarstjórn Borg- arbyggðar verði málefnalegt og gott og að samstaða náist um þau stóru mál sem framundan eru. Með þessu er ég ekki að segja að allir eigi alltaf að vera sammála, en þegar ákvörðun og útfærsla liggja fyrir, þá þurfa kjörnir fulltrúar að einhenda sér í verkefnin og láta ekki stundarhags- muni og stundarathygli ráða för. Áfram Borgarbyggð ! Brúin til framtíðar hefur reynst vel í Borgarbyggð Eftir Björn Bjarka Þorsteinsson »Á sama tíma og góður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins þá hefur ekki verið skert þjónustustig Björn Bjarki Þorsteinsson Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Af og til birtast frá- sagnar fyrrverandi starfsmanna, þar sem því er lýst, hvernig yf- irmaður á vinnustað eigi að hafa farið illa með undirmanninn með einum eða öðrum hætti eða jafnvel lagt hann í einelti. Spurning er þá, hvort þessu kunni ekki stundum líka að vera öfugt farið eða beggja blands, þótt ekki hafi heyrst í yfirmönnum varð- andi þeirra viðhorf til málsins. Vænt- anlega hafa þeir þá borið harm sinn í hljóði. Í mörg ár starfaði greinarhöfundur í hlutverki yfirmanns á litlum vinnu- stað sem svokallaður millistjórnandi og hafði m.a. með stjórn og samskipti við starfsfólkið að gera. Sjálfur var maður að segja má alinn upp á síðu- togurunum í gamla daga, sem hafði sín mótandi áhrif. Þar var ekkert rósamál talað og menn sögðu sína meiningu umbúðalaust. Á sama hátt á þessum tíma, þá svaraði starfsfólk á vinnustöðum fyrir sig, beit frá sér þætti því á sig hallað eða vera mis- boðið í samskiptum við yfirmenn sína. Reif kjaft ef því var að skipta, en rauk ekki í stéttarfélag sitt eða fjöl- miðlana, eins og þekkist oftar en ekki í dag. Rifji ég hér upp samstarfið við undirmennina er margs að minnast. Þar sem enginn fær neitt í krepptan hnefann, þá þurfa yfirmenn auðvitað að reyna að fara vel að starfsfólkinu m.a. með það að leiðarljósi að reyna að framkalla góðan vinnuanda og ná fram að sama skapi góðum vinnuaf- köstum. Ekki verður þá síst að hafa það í huga, að persónuleiki fólks er af- ar mismunandi og því nauðsynlegt fyrir yfirmann á vinnustað að reyna að átta sig, hvernig stendur á hjá undirmönnunum þá og þá stundina og hvað óhætt sé að segja við þá á hverjum tíma og hvar þolmörkin liggja. Ekki er þó alveg víst að samstarfið hafi alltaf tekist sem skyldi í mínu tilviki gagnvart sumum und- irmönnunum og fékk maður þá heldur betur að heyra það og ekki alltaf verið að draga af sér við það. Auðvitað tók maður því með jafn- aðargeði, enda leið þá viðkomandi betur á eftir og vellíðan undirmann- anna að sjálfsögðu alltaf efst í huga okkar yfir- manna. Ýmislegt þurfti maður líka að láta yfir sig ganga, sem reyndi þá á meðfædda þolinmæðina, þegar undirmennirnir voru í ham og voru ekkert að skafa utan af hlut- unum. Má nefna hér sem dæmi af handahófi um einstök samskipti. „Þér tekst alltaf best upp, þegar þú stein- þegir!“ Eða, sagt með miklum þunga: „Jónas! Þú værir best geymdur í dýragarði!“ Rétt er þó að útskýra hér nánar tildrög þeirra ummæla. Það er mánudagsmorgunn og við sitjum tveir í kaffistofunni eftir erfiða helgi og grúfum okkur þegjandi yfir kaffi- bollana. Hún kemur inn og þá verða þessi orðaskipti. „Hvað, það segir enginn neitt. Það er svo leiðinlegt á vinnustað, þar sem ríkir algjör þögn.“ „Jæja! Af hverju færðu þér þá ekki bara vinnu á loftpressu?“ (Heyrnin farin fyrir hádegi.) Góðlátleg ábend- ing hjá mér hélt ég um nýtt atvinnu- tækifæri. Þá kom þetta með dýra- garðinn. Man ég hvað ég var hissa. Hvernig vissi hún, að ég er svo mikill dýravinur? Maður ber ekki slíkt utan á sér. Þessi skilningur minn var þó strax leiðréttur í löngu máli með óþarflega mörgum dæmum til út- skýringa við hvað væri átt, jafnframt því sem ótengd atvik úr fyrri sam- skiptum voru rifjuð upp í leiðinni og dregin inn í málið. Kannski hafði þetta verið kornið sem fyllti mælinn. Hver veit? Allavega var betra að reyna að gæta sín, hvað sagt var við stundum dyntótta undirmennina og hvernig stæði á hjá þeim í það og það skiptið, sem tókst þó með misjöfnum árangri. Eitt verð ég þó að viðurkenna að gat farið í taugarnar á mér í sam- skiptum við starfsfólkið, en það var þegar spéhræddir undirmenn voru að reyna að lesa í andlitið á mér, kæmi það fyrir í önnum dagsins, að það glaðnaði yfir svipnum og maður gat kannski brosað blítt út í annað. „Segðu það bara!“, „Vertu ekki að liggja á því!“, „Láttu það bara flakka!“ Mátti halda að maður hefði stundum ekkert annað að gera en að fíflast með undirmennina og þeir það eina, sem hægt væri að hugsa um, þótt það gæti auðvitað komið fyrir á góðum degi. Ekki gat maður verið eins og freðýsa í framan öllum stund- um, heldur reyndi frekar að gleðjast yfir nærveru undirmannanna og njóta hennar. Fallegt og saklaust bros endrum og eins átti ekki að geta skaðað neinn eða skemmt góðan vinnuanda og óþarfi að taka það per- sónulega til sín. Að lokum vil ég árétta þetta. Starf okkar yfirmanna er erfitt og van- þakklátt. Stundum getum við þurft að þola háð og spott undirmanna í máli eða myndum eða hvorutveggja, eins og dæmi eru um og er þá ekki verið að tala um einelti af hálfu undirmann- anna. Þá er það þolinmæðin og þraut- seigjan sem gildir meðan þetta geng- ur yfir okkur yfirmennina. Við þurfum að halda uppi aga og festu á vinnustaðnum og höfum okkar yf- irboðara, sem við berum ábyrgð gagnvart, nokkuð sem blækurnar verða að skilja og hafa í huga. Auðvit- að viljum við yfirmenn helst vera elskaðir og dáðir af alþýðu manna, en það verður bara ekki á allt kosið í þessum efnum, þrátt fyrir góðan vilja oftar en ekki. Ps. Svona eftir á að hyggja, þá hefði ég kannski átt að sleppa þessu með loftpressuna. Yfirmenn og undirmenn Eftir Jónas Haraldsson » Svona eftir á að hyggja, þá hefði ég kannski átt að sleppa þessu með loftpressuna. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.