Morgunblaðið - 02.05.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 02.05.2018, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum, pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Áróður öfgakven- frelsara fælir karlmenn frá uppeldisstörfum. Öfgafólkið telur það eðlisáráttu karla að beita stúlkur og konur kynferðisofbeldi. Karl- ar hafa orðið logandi hræddir við að sýna börnum sínum ástúð – og konum vinsemd – með faðmlagi eða stroku. Samtímis hafa miskunn- lausar, drottnunargjarnar konur gengið á lagið og ákært karla með ýmsu móti fyrir kynferðislega áreitni eða andlegt ofbeldi, sem enginn fótur er fyrir. Oft og tíðum gerist slíkt við átök, sem tengd eru forsjá barna. Harmsögur eru æðimargar. Karl- menn í heilbrigðisþjónustu og í upp- eldisstofnunum hafa þurft að vera sérstaklega á varðbergi – og feður vitaskuld. Augljóslega er misjafn sauður í mörgu fé, en körlum er yf- irleitt annt um konurnar í lífi sínu. Því miður á sér stað vond kyn- hegðun gagnvart börnum – af beggja kynja hálfu. Þó er vondri háttsemi karla sérstakur gaumur gefinn. Öf- gakvenfrelsarar draga upp mynd af körlum sem meinvættum. Kenning þeirra um karlillskuna er tjáð með trúarhita. Beitt er heimatilbúnu hug- taki um feðraveldi til að sannfæra al- menning og börn um gildi boðskaparins. Svo meinlegur er þessi áróður áðurgreindra, að ráðgjafar á þeirra veg- um kenna í skólum, að feðrum ætti ekki að leyfast að skipta á stúlkubörnum sínum að liðinni frumbernsku. Ábúðarmiklir kven- lögreglumenn vísitera skóla og vara börn við karlmönnum. Á dönsk- um leikskólum hefur áróðurinn skotið rótum með þeim hætti t.d., að karlar eru þar litnir hornauga og verða að „sanna sakleysi sitt“ við ráðningu. Þess gerist ekki þörf með konur, enda þótt það ætti að vera alkunna, að sumar þeirra meiða börn og deyða. Það sætir varla undr- um, að karlmenn skuli forðast upp- eldisstörf – eða hvað? Staðan í þessu efni á íslenskum leikskólum var skoðuð: Fordómar í garð karla og viðhorfa til karla sem starfa í leikskólum voru sérstaklega til skoðunar í viðtalsrannsókn Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, Háskólanum á Akureyri, frá árinu 2006. Anna spyr hvort þröskuldar séu til staðar í námi og starfi leikskólakennara, sem karl- ar hnjóti fremur um en konur. Eins spyr hún, hvort viðhorf og gildi sam- félagsins hafi áhrif á vilja þeirra til að starfa sem leikskólakennarar. „Nið- urstöður benda til að kjaramál skipti miklu en vinnuumhverfið með til- heyrandi kvenlægum gildum hafði líka áhrif á viðhorf karla. Þá sýna nið- urstöður viðtala, að karlar finni fyrir því að starf þeirra sé lítils metið. Þeir fá tvíbent skilaboð, annars vegar um að það sé gott að hafa karlfyr- irmyndir í skólunum en hins vegar er gefið í skyn að þeir ættu vera í starfi sem hentaði kyni þeirra betur og að starf karla með börnum veki grun- semdir um misnotkun.“ Að þessu sögðu vaknar spurning um hollustu þess uppeldislega veg- arnestis, sem börnin fá í slíkum stofn- unum. Hvers konar mannlífsfræjum er sáð í sál ungra barna? Hver verða viðhorf stúlkna til feðra og karl- manna yfirleitt? Trúlega, að þær séu fórnarlömb í yfirvofandi hættu.Og hvað ætli drengir hugsi um kyn sitt og sjálfa sig? Trúlega, að þeir séu of- beldismenn. Hvers vegna vilja karlmenn ekki starfa á leikskólum? Eftir Arnar Sverrisson » Síðustu tvo áratug- ina eða svo hefur karlfæð í leikskólum borið á góma. Sumir hafa talið nauðsynlegt að fjölga þeim. Hví ger- ist það svo hægt? Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com Er þér sama hvað þú borgar stóran hlut af tekjum þínum til þess? Ef þú vilt eiga heim- ili og vilt ekki borga megnið af ráðstöf- unartekjum þínum til þess, átt þú að gera þér grein fyrir eftirfarandi: „Húsnæðisvandi samfélags verður aldr- ei leystur fyrr en hús- næðisverð verður jafnhátt og bygg- ingarkostnaður.“ „Kjörnir fulltrúar í borgar- og bæj- arstjórn hafa öll verkfæri til að sjá til þess að verð á íbúðarhúsnæði sé laust við braskgróða og aðgengilegt á byggingarkostnaði.“ Þú þarft ekki að leita lengra en 30 ár aftur í tímann og bera saman við ástandið í dag. Fyrir 30 árum var dreifð eignaraðild að nánast öllu íbúð- arhúsnæði, ekki bara í Reykjavík, heldur öllu landinu. Núna spretta upp fast- eignafélög sem eru hagnaðardrifin og hasla sér völl í undirstöðum velferðar, íbúðar- húsnæði. Það er bara ein ástæða fyrir því, gróði. Hver borgar gróðann? Þú, sem vilt eignast heimili. Af hverju neyð- ist þú til að borga ann- arra gróða til þess að eiga heimili? Vegna þess að þeir sem voru kosnir til að gæta hagsmuna þinna gerðu það ekki, þeir fólu „markaðnum“ að gera það, án þess að setja mark- aðnum neinar skorður. Þess vegna er eignaraðild að íbúðarhúsnæði hratt að færast úr dreifðri eign yfir á fáar hendur, og mun halda áfram, ef það verður ekki stöðvað. Við í Íslensku Þjóðfylkingunni bæði viljum og þorum að stöðva þessa þróun. Við viljum stöðva hana vegna þess að okkar einlæga sannfæring segir okkur: „Ekkert samfélag er reist á styrkari grunni en samfélag þar sem lægstur hluti ráðstöf- unartekna fer í að mæta grunn- þörfum.“ Við höfum ekkert á móti braski og þaðan af síður bröskurum. Þeir sem vilja geta eftir sem áður keypt sitt íbúðarhúsnæði af brösk- urum á hvaða verði sem hver vill. En Íslenska þjóðfylkingin vill að þeir sem vilja búa í íbúðarhúsnæði á kostn- aðarverði eigi kost á því. Við vitum hvernig á að beina þessu aftur á rétta braut. Viltu eiga heimili? Efti Jens G. Jensson Jens G. Jensson » Þú, sem vilt eignast heimili. Af hverju neyðist þú til að borga annarra gróða til þess að eiga heimili? Höfundur skipar 3. sæti framboðs- lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.