Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 ✝ Valdís Björg-vinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. mars 1935. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum í Mos- fellsbæ 24. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Metta Bergsdóttir, f. 16. október 1902, d. 17. maí 1983, og Björgvin Frið- riksson, f. 17. júní 1901, d. 25. mars 1989. Systkini Valdísar eru: Þóra, f. 1928, d. 2016, Erla, f. 1930, Edda, f. 1941, og Björgvin, f. 1943. Valdís giftist Magnúsi Pét- urssyni, f. 28. maí 1937, d. 2. október 2013, þann 13. júní 1963. Dætur þeirra eru: Heba, f. 1. desember 1951, maki Þorkell Fjeldsted, f. 28. ágúst 1947, d. 18. nóvember 2014. Börn þeirra eru: Kristján, f. 1972, d. 1991, Magnús, f. 1973, Heiða Dís, f. 1979, Elísabet, f. 1985, og Björg- vin, f. 1989. Linda Björk, f. 12. ágúst 1956, maki Guðmundur Rúnar Ólafsson, f. 28. júlí 1956. Synir þeirra eru: Gylfi Freyr, f. 1979, Hjalti Þór, f. 1983, Birgir Snær, f. 1984, og Andri Fannar, f. 1992. Barnabörnin eru 11 og eitt væntanlegt í sumar. Valdís ólst upp í Laugarneshverf- inu, gekk í Laug- arnesskólann og síðan í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Hún starfaði lengst af hjá Eim- skipafélagi Íslands og hjá Kristni Sveinssyni bygging- armeistara, sem bókari. Valdís og Magnús bjuggu í rúm 35 ár á Tómasarhaganum í Reykjavík og síðustu 10 árin á Lækjargöt- unni í Hafnarfirði. Valdís sat í stjórn SÁÁ til margra ára og var virkur meðlimur í AA- samtökunum. Síðasta árið dvaldi Valdís um tíma á E-deild sjúkrahússins á Akranesi og síðustu tvo mán- uðina á dvalarheimilinu Hömr- um í Mosfellsbæ. Útför Valdísar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Það eru einstök forréttindi að hafa fengið að fylgja ömmu Vallý svo lengi sem raun ber vitni. Tími hennar var þó kom- inn og er það okkur huggun að þau afi séu sameinuð á ný, enda voru þau sjaldan nefnd nema saman – Vallý og Maggi voru einfaldlega eitt. Ljúft er að hugsa til allra stundanna heima hjá ömmu og afa, lengst framan af á Tóm- asarhaganum en síðar á Lækj- argötunni. Það var alltaf spennandi að fara í næturpöss- un á Tómasarhagann, fá pitsu af Eldsmiðjunni og kúra á svefnsófanum í sjónvarpsher- berginu. Vakna svo við ilminn af ristuðu brauði og marmelaði og óminn af klassískri tónlist úr stofunni. Því næst var skylda að stíga út fyrir úti- dyrnar, teygja vel úr sér og bjóða daginn velkominn. Laugardagsmorgnar á Lækjargötunni voru líka sér- lega skemmtilegir og nærandi bæði fyrir líkama og sál. Þá var farið yfir málefni líðandi stund- ar og krossgátur helgarblað- anna ræddar á meðan snæddur var morgunverður betri en á fínasta veitingahúsi. Kveðju- stundir eftir heimsókn enduðu ávallt á því að amma og afi stóðu fyrir utan útidyrnar og veifuðu okkur bless, alla leið út götuna og líklega lengur, sama hvernig viðraði. Amma og afi voru glæsileg hjón sem tekið var eftir, ekki síst vegna útgeislunar og fág- aðs klæðaburðar. Jafnvel eld- snemma á morgnana þegar blöðin voru sótt voru þau kom- in í sitt fínasta púss á meðan aðrir voru á náttsloppnum á stigatröppunum. Þau fylgdust vel með hverju því sem gerðist í lífi okkar barnabarnanna og stuðningur þeirra, skilningur og þolin- mæði höfðu engin takmörk. Þau voru dugleg að spyrja um líðan okkar en vildu síður svara því sjálf. Dalandi heilsufar ömmu eftir andlát afa aftraði henni þó ekki frá því að fara allra sinna ferða gangandi eða með strætó. Það kom sjaldan til greina að þiggja far frá nokkrum manni, enda var hún þrjósk, vildi halda í sjálfstæðið og alls ekki vera öðrum til traf- ala. Hún ætlaði sko ekki að verða ósjálfbjarga gamal- menni, jafnvel þótt það kostaði dýfur, skrámur og marbletti. Amma var mikill fagurkeri og lagði sig alla fram við að hafa fínt í kringum sig. Henni fannst fátt verra en þegar illa var farið með íslenskt mál. Passaði maður því vel orðavalið og málfar í návist ömmu. Fal- lega skreyttir jóla- og afmæl- ispakkar og skrautskriftin á kortunum ásamt viðeigandi ljóðum úr uppáhaldsljóðabók- um hennar voru einkenni henn- ar alla tíð. Fjölluðu flest ljóðin um að öðlast hugarró, blessa nútíð og framtíð, eða þakka fyrir fortíð og allt það góða í lífinu. Eftir þessum gildum lifðu þau og miðluðu áfram til okkar, fyrir það erum við þeim svo þakklát. Við minnumst ömmu með gleði í hjarta og ómældu þakk- læti fyrir allt það sem þau afi kenndu okkur og gáfu á sinni lífsleið. Það er ljúft að rifja upp ferðabæn sem amma var vön að hvísla í eyra okkar þegar ferða- lög voru fram undan, í þetta sinn fyrir því ferðalagi ömmu sem nú er hafið: Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín, hönd þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Hallgrímur Pétursson) Hjalti Þór Guðmundsson og fjölskylda. Elsku amma mín. Ég sakna þín mjög og það er sárt að kveðja en veit að þú ert komin á betri stað. Þið afi eruð nú sameinuð á ný og sá hefur verið glaður að sjá þig. Ég veit að núna fylgist þið saman með okkur öllum, gullmolunum ykkar. Takk fyrir allar stundirnar í gegnum árin, elsku amma mín, sumarbústaðaferðirnar, gisti- næturnar á Tómasarhaganum, morgunkaffið á Lækjargötunni seinna meir. Það var ekki hægt að stinga af til útlanda nema koma við í kaffi og fá ferðabænirnar frá þér í kveðjuknúsinu fyrir hverja ferð, það var besta til- finning í heimi. Í gleði lífsins kenndir mér, að gera ávallt betur. Því hver sinnar gæfusmiður er og hrós frá ömmu hvetur. Að eiga ömmu eins og þig, er besta gjöf í heimi. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig og aldrei því ég gleymi. Elsku hjartans amma mín, nú tregi hjartað fyllir. Ljúfar stundir og hlýjan þín, sál og hjarta gyllir. Þú veitir styrk þó farin sért, til veraldar hæstu hæða. Því ávallt í hjarta hjá mér ert og árin sár munu græða. Ég þakka fyrir okkar fund, og blómakrans ég sendi. Veit að þú munt hverja stund, halda í mína hendi. Elska þig amma mín, þinn, Andri Fannar. Elsku amma Vallý, með söknuð í hjarta kveðjum við þig með þessu ljóði. Hásumar, hugur minn líður heim yfir fjöllin með glettinni golu sem þýtur í grasi og runnum. Skýhnoðrar elta hver annan út um víðbláar jarðir unglömb í haga heiðan hamingjudag og skuggar flögra í flokkum um flóa og tún og kletta – Áður undi ég löngum átthagans svip og myndum. Aftur barn í þeim bjarta brosmilda heimi, ljós litir og orð líf mitt, hin dýra gjöf, ó flæðið um hug minn, fyllið hann fögnuði og yndi, hug sem er einatt hlaðinn haustgráum skýum og þungum. (Snorri Hjartarson) Elísabet Fjeldsted, Axel, Þorkell Fjeld- sted og Daníel Fjeldsted. Vallý, mágkona okkar, var um margt einstök kona. Henni lá ekki hátt rómur en þegar hún talaði var á hlustað. Hún var einstaklega vel skipulögð með fallega rithönd. Ef einhver þurfti upplýsingar af fjölskyldunni var einfaldast að hringja í Vallý. Hún var með allt niður skrifað. Maður hringdi helst ekki í þau hjónin, Magnús bróður okkar og Vallý, á laugardögum síðustu árin sem Magnús lifði, því þá voru þau upptekin við „erfiðu“ krossgátuna í Mogg- anum. Ekki mátti á milli sjá hvort þeirra var snjallara. Vallý var trúuð kona og elsk- aði ljóð. Kunni hún mikinn fjölda þeirra utanbókar, ekki síst trúarljóð. Vallý var ákveðin kona. Eftir að hún varð ein lét hún hvorki veður, vind né aðra stjórna ferðum sínum. Jafnvel í stormi gat hún átt það til að fara út í búð þótt varla væri stætt. Enda kom það fyrir oftar en einu sinni að vindurinn feykti henni sem laufblaði. Síðustu árin hafa verið Vallý erfið. Nú er erfiðum veikindum lokið og hún hefur fengið frið. Við látum fylgja lítið ljóð sem Vallý hafði miklar mætur á. Í lófa mér er lítið laufblað falið, sem spyr mig hvar ég hafi hugann alið. Ég hvísla lágt: Í hjarta þér, þar hef ég ávallt dvalið og þú í mér. (Rúnar Hafdal Halldórsson) Við sendum frænkum okkar, Hebu og Lindu og þeirra fjöl- skyldum, okkar innilegustu kveðjur. Soffía, Pétur Björn, Borghildur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Mér finnst við hæfi að kveðja Vallý mína með bæninni okkar, sem hefur hjálpað svo mörgum. Vallý kynntist ég fyrir tæplega 34 árum og á hún mikilvægan þátt í að ég á gott líf í dag. Hún reyndist mér mjög vel fyrstu árin mín í átt að bata og fyrir það er ég óumræðanlega þakk- lát. Hún stóð með mér bæði í meðvindi og ekki síður í mót- vindi. Vallý var hlý og skemmtileg kona sem sendi hlýja strauma frá sér. Mér verður sérstaklega hugsað til þess tíma þegar ég missti mömmu mína mjög snöggt úr hjartasjúkdóm, sem eðlilega var mér mjög þung lífsreynsla. Vallý bar mig í gegnum þann tíma og átti ég alltaf athvarf hjá henni og Magga hennar (blessuð sé minning hans) í tíma og ótíma og það var mér ómetanlegt. Mér er líka hugsað til gjafa sem hún gaf mér, sem voru alltaf listilega fallega inn- pakkaðar, oft litlar bækur með góðum boðskap, sem ég held mikið upp á enn þann dag í dag. Vallý hafði skemmtilegan húm- or og man ég eftir þeim tíma er kötturinn minn Snúlli var alltaf að færa mér mýs. Vallý hló mikið þegar ég var að bölsótast yfir þessum gjöfum og þegar Snúlli minn dó gaf hún mér litla sæta músarstyttu til minn- ingar um Snúlla „og músarlaus gat konan jú ekki verið“ sagði hún. Músin fylgir mér enn í dag. Samgangurinn milli okkar minnkaði talsvert fyrir 20 ár- um þegar ég flutti til Dan- merkur, en við fylgdumst alltaf með hvor annarri og hittumst gjarnan á föstudögum með öðru góðu fólki, þegar ég kom „heim“ í frí. Þessar stundir ylja mér nú og gott er að eiga í hjartanu, sem og allar aðrar góðar minningar um Vallý. Það er sárt að geta ekki kvatt Vallý mína í dag en það er ekki á allt kosið í lífinu. Ég sendi dætrum Vallýjar og fjölskyldum þeirra, sem og öllum ættingjum og vinum, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Takk, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin, elsku Vallý, ég kveð þig með þessu litla vísukorni sem þú skrifaðir í eina af bókunum góðu sem þú gafst mér: Gakk þú djarft með höfuðið hátt, horfðu frammá veginn. Með hjartað opið upp á gátt, aðaldyramegin. (Hafsteinn Stefánsson) Sofðu rótt, Vallý mín, minn- ing þín mun fylgja mér alla tíð. Guðrún I. Bjarnadóttir. Valdís Björgvinsdóttir HINSTA KVEÐJA Horfin strönd, heimalönd, hljóðnar áralag. Vinabönd, hönd í hönd, hefja nýjan dag. Ólgar blóð, æskuglóð, alheims tekur völd. Ástarljóð, ung og rjóð, inn í nýja öld. Yndis hljóm, lágan óm, eilíft syngjum lag. Friðarblóm, óskin fróm, finnur nýjan dag. (Halldór Halldórsson) Hvíl í friði, elsku Vallý. Rúnar. Elsku mamma. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf.ók.) Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal ég úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Takk fyrir allt. Heba og Linda. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ÓLI KRISTINN JÓNSSON, málari og múrari, áður til heimilis í Garðabæ, lést sunnudaginn 8. apríl á Hrafnistu Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Þór Ólason Ragna Soffía Jóhannsdóttir Gústav Óli Jónsson Edda Líf Jónsdóttir Bjartur Þór Jónsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÖFN HELGADÓTTIR, er látin. Jórunn L. Bragadóttir Linda B. Bragadóttir Sveinn H. Bragason tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Fyrir hönd fjölskyldunnar sendum við okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og elskulegheit vegna andláts og útfarar móður okkar, FJÓLU ÓLAFSDÓTTUR frá Bolungarvík. Friðgerður, Jón Guðni, Ólafur, Sigurður, Elísabet María og Fjóla Pétursbörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ERLU HAFSTEINSDÓTTUR, Gili, Svartárdal. Örn Friðriksson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Guðríður Erla Friðriksdóttir Jón Hallur Pétursson Hafrún Friðriksdóttir Gauti Höskuldsson Sigþrúður Friðriksdóttir Guðmundur Guðbrandsson Björn Grétar Friðriksson Harpa Hafsteinsdóttir Stefán Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.