Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
✝ Sigurður Bald-vinsson fædd-
ist í Hafnarfirði 9.
apríl 1938. Hann
lést 24. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru Baldvin Ein-
arsson, fæddur í
Fljótum í Skaga-
firði 31. maí 1901,
d. 19. október
1979, og Sjöfn Sig-
urðardóttir, fædd í
Hafnarfirði 10. ágúst 1909, d.
10. janúar 2000. Bræður Sig-
urðar eru Einar Baldvinsson,
f. 1932, og Baldvin E. Bald-
vinsson, f. 1945.
Sigurður ólst upp í Tungu
við Reykjavíkurveg í Hafn-
það störf hjá álverinu í
Straumsvík þar sem hann vann
út sinn starfsferil.
Á námsárum sínum kynntist
Sigurður eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Lizzi D. Holms-
ted Jensen læknaritara, f.
30.7.1936, og gengu þau í
hjónaband 12. nóvember 1966.
Dætur þeirra eru: Kristína
Sigurðardóttir, f. 26.4. 1967,
og Sjöfn Holmsted Sigurð-
ardóttir, f. 6.7. 1970. Eig-
inmaður Sjafnar er Thomas
Ravnlökke Madsen, f. 1974, og
eiga þau tvær dætur, Alex-
öndru K. Holmsted Madsen, f.
25.4. 1992, og Helenu Björk
Madsen, f. 30.5. 1998.
Sigurður var mikill skáti og
tók virkan þátt í þeirri starf-
semi sem og í starfsemi björg-
unarsveitar í heimabæ sínum,
Hafnarfirði.
Útför Sigurðar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 2. maí
2018, klukkan 11.
arfirði. Eftir að
hafa lokið gagn-
fræðaprófi frá
Flensborgarskól-
anum nam hann
vélsmíði við Iðn-
skólann í Hafnar-
firði, þaðan sem
hann lauk sveins-
prófi. Samhliða
námi og næstu ár
á eftir vann Sig-
urður í vélsmiðj-
unni Kletti, þangað til hann
fluttist til Danmerkur 1959.
Þar nam hann tæknifræði við
Odense Teknikum, þaðan sem
hann lauk prófi 1964. Fjórum
árum síðar fluttist hann aftur
til Íslands og hóf fljótlega eftir
Það er erfitt að átta sig á því
að Siggi nágranni okkar sé lát-
inn, við bjuggum í sama húsi í
hartnær 40 ár. Siggi var ein-
staklega hjálpsamur og greið-
vikinn maður og góður vinur.
Okkur fannst hann alltaf líta á
okkur sem krakkana sína sem
þyrfti að leiðbeina og aðstoða í
daglegu amstri því hann lét sér
verulega annt um okkar hag.
Það var sama hvað við vorum í
vanda með, alltaf var Siggi tilbú-
inn að aðstoða, allt frá því að
sitja hjá krökkunum smá stund
þegar þau voru lítil, gera við bíl-
ana okkar eða veiða mús sem
hafði villst inn til okkar. Eitt ár-
ið gerðum við með okkur samn-
ing, við keyptum nýja sláttuvél
og hann sá um að slá garðinn,
góður díll fyrir okkur og við
höldum að hann hafi haft gaman
af.
Siggi var mikill skáti og hafði
gaman af að tala um skátalífið á
árunum áður, en einnig hvernig
hann fylgdist með og kom að
starfinu síðustu árin. Hann
sagði skemmtilegar sögur af
vormótum við Kleifarvatn og
jeppaferðum á bílum sem í dag
væru nú varla kallaðir jeppling-
ar (eða hvað). Honum var annt
um skála sem Georgsgildið á
undir Kjóadalshálsi við Hvaleyr-
arvatn og talaði stoltur um nýt-
ingu á honum og hvernig hann
lagði sitt að mörkum við við-
haldið. Hann kynnti okkur fyrir
jólatréssölu Björgunarsveitanna,
þar sem hann fór á árum áður
ytra til að velja jólatré handa
Hafnfirðingum, því að við höfum
jú allt annan smekk en Danir í
þeim efnum. Hann þekkti smekk
beggja þjóða eftir að hafa dvalið
í nokkur ár í Óðinsvéum þar
sem hann stundaði nám í tækni-
fræði og þar sem hann kynntist
henni Lizzi sinni.
Í sumarbústað þeirra í Gríms-
borgum naut Siggi sín vel. Hann
var útsjónarsamur og vinnusam-
ur og hafði yndi af að byggja
upp og dytta að. Hann var alltaf
að. Við fylgdumst með hvernig
þau byggðu bústaðinn með
stolti. Byggðu síðan við hann og
sinntu honum af alúð og hlúðu
vel að hverri plöntu í hrjóstrugu
landslagi. Þau nutu þess að fara
þangað hvort sem var í vina- eða
fjölskylduhópi eða bara tvö ein,
alltaf fundu þau leið til að njóta.
Landið okkar var Sigga hug-
leikið og hann og Lizzi ferðuðust
á hverju sumri um landið þvert
og endilangt, við dáðumst að
þeim þegar þau lögðu af stað
með tjaldvagninn í eftirdragi,
næstum því sama hvernig veður-
spáin var. Þau ætluð á Langa-
nes eða Vestfirðina eða bara
Snæfellsnesið, það var allt svo
spennandi og fallegt í þeirra
huga.
Það var okkur mikils virði að
hafa Sigga sem nágranna í öll
þessi ár og minningarnar um
hann eru margar og góðar.
Hans verður sárt saknað.
Ásrún, Jón Friðrik og börn.
Það var áfall fyrir okkur fjöl-
skylduna og kom öllum að óvör-
um að heyra að elskulegur föð-
urbróðir minn, Sigurður
Baldvinsson, hefði látist. Hann
hafði nýverið í byrjun apríl fagn-
að 80 ára afmæli sínu með nán-
ustu fjölskyldu sinni en varð síð-
ar skyndilega kvaddur á braut.
Sigurður ólst upp og bjó meg-
inhluta ævi sinnar í Hafnarfirði.
Að loknu námi á Íslandi fór
hann til Danmerkur til að nema
tæknifræði. Þar kynntist hann
eftirlifandi konu sinni, Lizzi D.
Holmsted Baldvinsson. Eignað-
ist hann með henni tvær dætur,
Kristínu og Sjöfn. Sigurður
eignaðist líka síðar tvær afadæt-
ur, Alexöndru og Helenu, sem
hann hafði miklar mætur á,
enda augasteinar hans alla tíð.
Að loknu námi fluttust þau
hjónin til Íslands á ný, þar sem
hann fékk starf sem hæfði
menntun sinni við álverið í
Straumsvík. Þar vann hann uns
hann lét af störfum og fór á
eftirlaun. Sigurður var öðling-
smaður og ljúfur á alla vegu,
skáti fram í fremstu fingur-
góma, enda meðlimur skáta í
Hafnarfirði og því ávallt
reiðubúinn að rétta fjölskyldu
sinni og vinum hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Sigurður var
einn af þremur bræðrum, mið-
bróðir, en sex ár skildu á milli
hans og eftirlifandi föður míns,
Einars Baldvinssonar, sem eldri
er. Hann á einnig eftirlifandi
yngri bróður, Baldvin Einar
Baldvinsson (Baddi), en sjö ár
skildu á milli þeirra.
Áhugi Sigurðar var nokkur á
ættfræði og bar því oft á góma í
fjölskylduboðum sögur um for-
feður og formæður okkar. Frá
unga aldri lærði ég að við vær-
um af tveimur ættum komnir, af
Marteinstunguættinni í Holtum
og af Hraunaætt í Fljótum. Á
seinni árum þegar við hittumst
snerist samtal okkar oft um
sameiginlegan áhuga okkar á
flugmálum og þótti mér ávallt
vænt um þær samræður. Hann
var mikill áhugamaður um ís-
lensk flugmál, enda átti hann
um tíma hlut í einkaflugvél sem
hann hafði miklar mætur á.
Hann var laghentur á margan
hátt, smíðaði, gerði við og gerði
upp marga hluti þegar tækifæri
gafst.
Langafabróðir hans, Matthías
Jochumsson, kvað eftirfarandi
vísu;
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því núna er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blunda rótt.
Elsku Lizzy, Kristína, Sjöfn,
Thomas, Alexandra og Helena.
Megi guð styrkja ykkur og varð-
veita á þessum erfiða tíma. Við
vitum að hans er vel gætt og
mun andi hans og gleði ávallt
verða meðal okkar allra í minn-
ingunni.
Reynir Einarsson
og fjölskylda.
Hann Siggi Bald er látinn.
Skilaboðin fóru á milli okkar fé-
laganna sem margir hverjir hafa
ekki hist árum eða jafnvel ára-
tugum saman. Hins vegar eigum
við allir heilan hafsjó af ógleym-
anlegum minningum um hann
Sigga, því hann var skátaforing-
inn okkar þegar við vorum
strákar. Flokkurinn hét Hreinar
og tilheyrði Hraunbúum í Hafn-
arfirði. Við bjuggum allir í
Kópavogi en vegna þess að þá
var engin skátahreyfing í Kópa-
vogi stofnuðum við flokk í Hafn-
arfirði og fórum þangað einu
sinni í viku á skátafundi. Það
var okkar lán að Hafnfirðing-
urinn Sigurður Baldvinsson,
sem þá bjó í fallega hvíta hús-
inu, Tungu, sem allir keyrðu
framhjá á leið sinni inn í Hafn-
arfjörðinn, tók að sér að stjórna
flokknum. Við strákarnir vorum
allir jafnaldrar en Siggi var
nokkrum árum eldri og reynd-
ari. Hann var skemmtilegur og
traustur foringi, sem kenndi
okkur, leiðbeindi og þroskaði í
hinu hefðbundna flokksstarfi
með tilheyrandi leikjum, hnúta-
hnýtingum, söng og öðru því
sem skátastarfið býður upp á,
en það sem kannski var meira
um vert var að hann var óþreyt-
andi að ferðast með okkur. Oft
var okkur troðið í Willys-jepp-
ann hans og ekið út úr bænum
eða hann fór með okkur í hjóla-
eða gönguferðir og ótal útilegur.
Hann kenndi okkur að standa á
eigin fótum, að bjarga okkur við
erfiðar aðstæður og kom okkur
til umtalsverðs þroska sem sjálf-
bjarga ungir piltar. Fyrir utan
allar útilegurnar, ýmist á hinum
ýmsu skátamótum eða bara í
ferðum í skála Hraunbúa við
Kleifarvatn, var farið í erfiðar
fjallgöngur og glímt við aðrar
þrekraunir. Ógleymanlegar eru
gönguferðir á Sveifluháls og
Helgafell, þar sem ekki var gef-
ist upp fyrr en tindinum var
náð. Á tindi Helgafells voru
sumir handvissir um að þeir
kæmust aldrei niður, því að
gönguleiðin niður var hál og erf-
itt að fóta sig á móberginu.
Siggi varð því að leiða þá loft-
hræddustu niður og leysti það
verkefni að sjálfsögðu með jafn-
aðargeði og af öryggi eins og
allt annað.
Í marga áratugi var lítið sam-
band milli okkar strákanna því
leiðir skildu og við fórum í mis-
munandi áttir í lífinu. Sumir
höfðu þó áfram samband við
hann Sigga okkar, meðal annars
þeir sem störfuðu áfram í skáta-
hreyfingunni í St. Georgs gild-
unum. Aðrir okkar hittu hann af
og til á tónleikum, ekki síst í
Hafnarborg – hann hélt áfram
að búa í Hafnarfirði – eða í sam-
bandi við starf hans sem tækni-
fræðings. Fyrir nokkrum árum
hittumst við allir á fundi með
Sigga í tilefni þess að einn okk-
ar, sem búið hefur í Ástralíu í
hálfa öld, var staddur á landinu
og var það sannkallaður gleði-
fundur.
Við erum ævinlega þakklátir
honum Sigga, sem kom okkur
ungum til manns og kenndi okk-
ur svo margt sem ekki var endi-
lega af honum ætlast sem skáta-
foringja, en hann hafði víðsýni,
metnað og hugmyndaflug til að
gera okkur þessi ár eflandi og
ógleymanleg.
Við sendum eiginkonu hans,
Lizzi, dætrunum tveim og fjöl-
skyldu hans allri, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Skátaflokkurinn Hreinar:
Ásmundur Harðarson,
Einar Beckmann, Guðjón
Jónsson, Haraldur Frið-
riksson, Stefán Baldursson
og Þorgeir Yngvason.
Sigurður
Baldvinsson
✝ Þráinn fæddistí Reykjavík 23.
febrúar 1943. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Barmahlíð, Reyk-
hólum, 17. apríl
2018.
Foreldrar hans
voru Fjóla Sig-
urjónsdóttir frá
Miklahóli í Við-
urvíkursveit í
Skagafirði, f. 12. júní 1921, d.
18. júlí 2003, og Kristján Röðuls
Guðmundsson skáld, f. 24. sept-
Sigurlaug Jakobsdóttir, f. 26.
september 1958, Valdimar Guð-
mundur Jakobsson, f. 2. októ-
ber, d. 27. júní 2006, Máney
Kristjánsdóttir, f. 16. maí 1961,
d. 29. júní 1996.
Þráinn ólst upp frá sex ára
aldri í Neskoti í Fljótum hjá
móðurforeldrum sínum, Ingi-
björgu Þorbergsdóttur og Sig-
urjóni Gíslasyni, og móður-
bróður sínum Rafni Steinbirni
Sigurjónssyni, bóndanum í Ne-
skoti. Eftir tvítugt fluttist Þrá-
inn suður til Reykjavíkur í vinnu
en kom alltaf norður í Fljót á
sumrin yfir hábjargræðis tím-
ann, og til að veiða silung, með-
an heilsan leyfði. Útför Þráins
verður gerð frá Barðskirkju í
Fljótum í Skagafirði í dag, 2.
maí 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
ember 1918, d. 16.
október 1995. Þrá-
inn á átta systkini:
Erling Óttar Krist-
jánsson, f. 1. des-
ember 1941, d. 10.
janúar 1985, Alm-
veig Lára Bergrós
Kristjánsdóttir, f.
27. október 1945,
Örn Berg Guð-
mundsson, f. 19.
desember 1949,
Björk Kristjánsdóttir, f. 29. nóv-
ember 1953, Sigríður Stefanía
Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1956,
Allt hefur sinn tíma, stund og
stað. Nú er komið að kveðju-
stund, Þráinn minn. Mig langar
að minnast þín með nokkrum
fallegum minningabrotum sem
koma upp í hugann.
Þegar ég var sjö ára og þú
þá 17 ára sýndir þú mér ótrú-
lega mikla þolinmæði og kennd-
ir mér tæknina við að sparka
fótbolta „rétt“. Fótbolti var lyk-
ilatriði í Flókadal. Sá sem ekki
gat spilað fótbolta var „ómerk-
ingur“. Þegar veður var þá var
hringt fótboltahringingu og allir
mættu sem vettlingi gátu vald-
ið. Verð ævinlega þakklát fyrir
að hafa fengið að vera með.
Stundum komu upp atvik
sem enginn átti von á, eins og
þegar tveir hrafnsungar urðu á
vegi þínum og þú komst með þá
heim í Neskot. Þeir voru
skemmtilegur félagsskapur í
heilt sumar og haust. Átu reið-
innar býsn af hafragraut.
Hrafnarnir döfnuðu vel og urðu
svo smátt og smátt á eigin veg-
um. En voru í mörg ár alltaf
nálægir.
Veiðiskapur var þín ástríða
og á allra vitorði hversu lunkinn
veiðimaður þú varst. Enda seg-
ir sagan að „ef Þráinn veiðir
ekki silung í Flókadalsá þá er
enginn fiskur í ánni“. Hér er
„lítil“ fiskisaga sem er sönn.
Flestir vita að fiskisögur eru
stórlega ýktar en þessi er sönn.
Einu sinni sem oftar var ferð
þinni heitið í fossinn, Kraka-
vallafoss. Eldsnemma morguns
og ég fékk að fara með. Þú
varst í stuði og því var ákveðið
að nú skyldi taka á því. Hug-
myndin var að aflífa ekki
fiskana heldur setja þá í tjörn
sem við gerðum til hliðar við
fossinn. Fossinn fullur af fiski
og ég aðstoðarmaður var hlaup-
andi með fiskinn í tjörnina allan
liðlangan daginn og skrásetti.
Þú veiddir þetta allt á þína
bambusstöng. Þá kom hug-
myndin hjá þér að veiða skyldi
jafn marga fiska og dagarnir
eru í árinu og það gekk eftir;
365 fiskar komnir í tjörnina
góðu þegar dagur var að kveldi
kominn. Daginn eftir var aflinn
sóttur á Massey Ferguson-trak-
tor og settur í bæjarlækinn.
Síðan var silungur seldur fisk-
sölum eftir hendinni þar til
bæjarlækurinn brast og fiskar
syntu aftur í Flókadalsána.
Sannkallað frumkvöðlaverkefni
af þinni hálfu. Rætur þínar til
Dalsins voru sterkar enda alinn
þar upp frá unga aldri af Ingi-
björgu ömmu, Rafni og Grímsa.
Þar áttir þú skjól. Enda hélst
þú tryggð við Neskot og komst
ávallt þegar færi gafst til að
leggja hönd á plóg við heyskap
og önnur verkefni. Komst alltaf
færandi hendi með gjafir til
okkar krakkanna sem voru á
þeim tíma í Neskoti. Oft var
farið í leiki og þú gerðir aðstöðu
fyrir hástökk, þrístökk og fót-
boltamark til æfinga. Enda ekk-
ert sjónvarp á þeim tíma. En
nú er komið að því að þú haldir
heim í dalinn þar sem rætur
þínar liggja.
Vil að lokum þakka öllu því
góða fólki á Dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum sem
hafði veg og vanda af því að
annast vel um þig síðustu árin
þín.
Björk systir.
Úr bikar nautna bergi ég mitt vín,
unz brjóst mitt sefast rótt við skugg-
ans arm,
og yndisbjört mér eilífð dagsins skín,
ég innri veröld skynja og veit ei
harm,
mér lykst upp vídd í ljúfum værum
draum
og lífsins sléttur blasa augum mót,
á fljótsins bakka fjarri heimsins
glaum
mér finnst ég vera stofn með djúpri
rót,
og hlusta á vatnsins nið og vindsins
raust
og voldugt elfarmál og fossins róm,
en yfir skýlaus hvelfist tær og traust
tjaldbúð míns guðs með háan
leyndardóm,
ó, veröld furðu, draumsjón dauðlegs
manns,
þú dregur mína sál í himin þinn
á Iðavöll úr heimi boðs og banns,
í bjartri fegurð vaknar hugur minn.
(Kristján Röðuls)
Þín systir
Stefanía.
Elsku Þráinn, þá hefur þú
loks fengið hvíldina eftir lang-
varandi veikindi. Langar mig að
minnast þín eins og ég best
man eftir þér – stóri bróðir sem
ég leit svo upp til. Svo myndar-
legur og sterkur. Þú varst auð-
vitað 15 árum eldri en ég, en
það skipti engu máli, því við
urðum mjög góðir vinir. Við ól-
umst ekki upp saman, þú hjá
Ingibjörgu ömmu og Rafni
frænda í Neskoti. En ég og
Valdi bróðir vorum send í sveit
frá 7-8 ára aldri í mörg sumur í
Neskoti og þar kynntumst við
vel. Finnst það hafa verið for-
réttindi að hafa átti þig sem
bróður. Gjafmildi og rausnar-
semi voru þínar ær og kýr. Svo
góður og blíður við okkur
systkinin, og varðir okkur ef
þurfa þótti, og engum manni
hef ég kynnst sem var með eins
sterka réttlætiskennd og þú,
elsku Þráinn minn, og máttir
ekkert aumt sjá, eða ef einhver
ætlaði að ráðast á minni máttar,
þá var þér að mæta.
Þér var margt til lista lagt og
hafðir unun af öllum íþróttum á
yngri árum, þó sérstaklega
frjálsum. Keppnisskapið var
mikið og þú alltaf að reyna að
bæta þig. Þú varst Fljótameist-
ari í langstökki án atrennu og
leyndi stoltið sér ekki yfir þess-
um árangri. Oft varstu að leika
þetta eftir og sýna okkur
krökkunum og stökkva yfir
skurðina í Fljótum, og auðvitað
vildi ég líka reyna – en endaði
oftast ofan í skurði og sá að
þetta gæti nú ekki hver sem er.
Einnig hafðir þú mjög gaman
að veiða á bambusstöng í
Flókadalsá og varst mjög fisk-
inn. Mikil búbót var veiðin fyrir
heimilið og á sumrin var oftast
nýveiddur, soðinn silungur í
matinn í Neskoti. Og svo mikil
brögð var að þessari veiði að
hundarnir voru orðnir „hund-
leiðir“ á þessari fábreytni og
fóru út og ældu. Hlógum við
dátt að þessu. En kenndir þú
mér að slægja og flaka silung-
inn og steikja á pönnu með dýr-
indis sósu og var það mikil til-
breyting frá „soðningunni“.
Hreinasta lostæti.
Já, það var sko líf og fjör í
kringum þig, elsku bróðir. Önn-
ur minning skýtur upp kollin-
um. Rétt eftir fermingu mína
býður þú mér vinnu í Reykjavík
um sumarið, í einn mánuð við
að naglhreinsa og skafa timbur.
Og fékk ég vel borgað fyrir. Þú
varst að „byggja“ fjögurra
hæða blokk í Vesturbergi í
Breiðholti, og er mér það
ógleymanlegt er við sátum á
efstu hæðinni og dingluðum
löppunum fram af gólfplötunni í
einni pásunni, og dáðumst að
hinu mikla útsýni í allar áttir,
yfir Borgina og Esjuna, og þér
verður að orði: Fjarlægðin ger-
ir fjöllin blá, mennina mikla og
konurnar fagrar! Þvílíkur spek-
ingur fannst mér þú vera. Var
mjög gaman og lærdómsríkt að
vinna með þér, kæri bróðir.
Auðvitað hefur líf þitt verið
svo miklu meira – og skipst á
skin og skúrir, en ekki verður
fjallað um það hér. Í erfiðleik-
um þínum og heilsuleysi seinni
árin þín, hef ég reynt að vera til
staðar fyrir þig, elsku Þráinn
minn, og vil ég að leiðarlokum
þakka þér innilega væntum-
þykjuna í æsku.
Að lokum vil ég þakka því
góða starfsfólki á Dvalarheim-
ilinu Barmahlíð, Reykhólum
kærlega fyrir þá hlýju og um-
hyggju sem Þráni var sýnd síð-
ustu æviárin.
Þín systir,
Sigurlaug.
Þráinn Hleinar
Kristjánsson