Morgunblaðið - 02.05.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
✝ Björn Guð-mundsson frá
Hlíð fæddist á
Löndum við
Grindavík 24. ágúst
1926. Hann lést 11.
apríl á Landakoti.
Móðir hans var
Helga Jónsdóttir og
fósturfaðir sem
gekk honum í föð-
urstað var Guð-
mundur Sigurðs-
son. Þau bjuggu í Hlíð í
Grafningi.
Hálfsystkini hans eru Fanney
Breiðfjörð Benediktsdóttir, látin,
Benedikta Ketilríður Breiðfjörð
Benediktsdóttir, látin, Sigrún
Pálína Guðmundsdóttir, Vigdís
Guðmundsdóttir og Ingi Sig-
urjón Guðmundsson.
Björn giftist Bergþóru Snæ-
björnsdóttur Otte-
sen 6. nóvember
1955 og þau eign-
uðust átta börn:
Guðmundur, maki
Helga Egilsdóttir,
Hildur, maki Árni
Valur Garðarsson,
Snæbjörn, Pétur,
maki Ingibjörg
Óskarsdóttir, Helgi,
maki Berglind Lev-
ísdóttir, Magnea
Lena, maki Hallur Símonarson,
Björn Þór, Benedikta, maki
Viggó Valgarðsson.
Barnabörn og barna-
barnabörn eru 40.
Björn starfaði við Sogsvirkj-
anir lungann úr starfsævi sinni.
Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 2. maí
2018, klukkan 13.
Hlýjar og góðar minningar um
pabba og mömmu.
Foreldrum mínum þótti ótrú-
lega vænt hvoru um annað.
Kvöddu og heilsuðu hvort öðru
alltaf svo fallega með stóru knúsi.
Það voru auðvitað oft læti á
heimilinu og þau skiptust á skoð-
unum en alltaf fann maður þessa
ást og væntumþykju á milli
þeirra.
Pabbi kvartaði aldrei, var allt-
af svo jákvæður. Þegar hann átti
lausa stund var hann að lesa, gott
var að leita til hans ef maður
þurfti að fá upplýsingar um menn
og málefni, hann hafði alltaf svo
mikinn áhuga á öllu því sem var
að gerast í kringum hann og í
heimsmálunum, það var eins og
maður kæmi aldrei að tómum
kofunum.
Vá hvað ég á eftir að sakna
hans og fá stórt knús.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hvíl þú í friði, elsku pabbi
minn.
Hildur.
Yndislegi pabbi minn, ég sit
hér í skjóli nætur, græt og rifja
upp allar fallegu minningarnar
sem ég á um árin okkar saman.
Með fyrstu minningunum mínum
er ferðalagið vestur á Suðureyri
síðsumar 1971 þar sem öllum var
troðið í bílinn og við komum með
heilu balana af berjum heim í
Hlíð. Fyrsta utanlandsferðin
ykkar mömmu sumarið 1976 á
fimmtugsafmælinu þínu þegar
þið komuð að sækja mig. Ég hafði
farið seinni hluta vetrar að heim-
sækja Magneu frænku og Lars.
Þegar þið komuð í ágúst að sækja
mig var sú stutta orðin nógu fær í
sænsku til að hægt var að nota
hana sem túlk í snattinu. Frá af-
mælisdeginum þínum sem haldið
var upp á í tívolíinu í Gautaborg
þar sem við fórum saman í öll
tækin, hræðilega rússíbanann og
klessubílana sem voru mér meira
að skapi.
Átta erum við systkinin sem þið
hafið reynst ótrúlega vel. Þú sagð-
ir okkur sögur og fórst með kvæði,
rímur og bænirnar á kvöldin. Þú
varst svo sterkur og laghentur,
sannkallaður þúsundþjalasmiður.
Sérstaklega vel reyndust þið
mamma þegar Pétur minn var
orðinn veikur og þið hugsuðuð svo
vel um strákana mína. Sóttuð þá á
leikskólann og pössuðuð þá daga
og nætur meðan ég sat yfir pabba
þeirra er hann lá banaleguna.
Þú kenndir mér að sparsla og
mála og hjálpaðir mér að flísa-
leggja þegar við Pétur keyptum
Laufrimann og þegar við Hallur
vorum að byggja okkur framtíð-
arheimili varstu boðinn og búinn
að leggja okkur lið. Sjötíu og fjög-
urra ára hljópstu upp á þak að
negla niður klæðningu. Það verð-
ur ekki annað sagt en að þú hafir
borið hag litlu stelpunnar fyrir
brjósti enda fátt sem þú komst
ekki að í þeim framkvæmdum sem
hún tók sér fyrir hendur. Þú varst
líka svo stoltur af mér þegar þú
komst til mín upp í hesthús og ófá-
ar sögur gastu þá sagt af gamla
Brún sem var fyrsti hesturinn
þinn. Ég hugsa til þess nú þegar
framkvæmdir standa fyrir dyrum
að Bjarkarlæk í Grímsnesinu að
þú hefðir viljað vera þar og leggja
hönd plóg.
Þegar ég var eitthvað stressuð
að fara ein með krakkana á fót-
boltamót á Akureyri komuð þið
mamma að sjálfsögðu með. Við
þeystum með fellihýsið í eftirdragi
norður yfir heiðar og þegar þang-
að kom vorum við langbesta
stuðningsliðið.
Síðastliðin ár hafa ekki verið
þrautalaus, elsku pabbi minn. Þær
voru margar læknisheimsóknirn-
ar sem við fórum en oft voru það
líka okkar gæðastundir. Þú hafðir
svo gaman af því að segja frá lífinu
í gamla daga og við spjölluðum um
heima og geima og aldrei kom
maður að tómum kofanum um
málefni líðandi stundar. Þér þótti
gaman að fá fréttir af fólkinu þínu
og stórfjölskyldunni. Þú gekkst
ávallt beinn í baki og jakki og
bindi voru staðalbúnaður þegar
farið var úr húsi. Þú varst svo
ótrúlega minnugur og skýr og
þegar þú rifjaðir upp liðna daga
varstu með alla staðarhætti og allt
á hreinu.
Nóttina áður en þú kvaddir sat
ég hjá ykkur mömmu þar sem þið
sváfuð. Ég sagði þér hvað ég elska
þig heitt og hvað ég er þakklát fyr-
ir allt sem þú hefur gert fyrir mig
og að þú værir pabbi minn. Mér
finnst dýrmætt að hafa átt þessa
stund með þér.
Sofðu rótt, elsku pabbi,
þín elskandi dóttir,
Magnea Lena Björnsdóttir.
Elsku afi.
Meðal minna bernskuminn-
inga er þegar ég fór reglulega frá
Kópavogi til sumardvalar austur í
Grímsnes til ömmu og afa. Það
voru mikil forréttindi að fá að
dvelja hjá þeim á sumrin. Þau
tóku alltaf svo vel á móti mér og
mér hlýnar um hjartarætur að
hugsa um þennan tíma sem ég
fékk að dvelja hjá þeim. Ég minn-
ist hlýlegs heimilis afa Björns og
ömmu Þóru í Hlíð í Grímsnesi,
þar voru dyrnar ávallt opnar fyrir
alla. Allir sem áttu leið til þeirra
lentu í stórri veislu. Þar var tekið
svo vel á móti öllum og endalaus-
ar kræsingar bornar fram og
mikið spjallað.
Ég var svo heppin að vera
fyrsta barnabarnið þeirra og mér
var boðið að vera hjá þeim yfir
sumartímann við vinnu hjá
Landsvirkjun. Fyrstu árin mín
hjá þeim var dugnaðarforkurinn
afi minn yfirmaður þar. Amma sá
um Ljósafosslaug og gerði það
með miklum sóma ásamt afa sem
sá til þess að sundlaugin var sú
hreinasta á landinu. Það var
aðdáunarvert að sjá kærleikann
og væntumþykju ömmu í garð
afa. Hún tók ávallt á móti okkur í
hádeginu með dýrindismat. Þá
erum við að sjálfsögðu að tala um
kjarngóðan íslenskan mat, fisk og
rababaragraut í eftirrétt. Fyrir
kaffitímana var hún búin að baka
þvílíkar kræsingar. Ótrúlega
dugleg kona sem var í fullri vinnu
og hugsaði vel um fólkið sitt og
gerir enn í dag. Ég man eftir
ferðunum okkar afa út á vatn þar
sem við vitjuðum neta og náðum í
fisk í soðið. Mikil vinnusemi var í
þeim báðum alla tíð. Ekki nóg
með að vera duglegur þá var afi
alltaf svo snyrtilegur og vel til
hafður. Myndarlegur með sitt
kolsvarta hár og fallegu ljósbláu
augun sín. Þessara dugnaðar-
hjóna lít ég afar mikið upp til og
aldrei heyrði ég þau kvarta yfir
neinu. Takk, afi minn og amma,
fyrir allt það sem þið gáfuð mér
sem veganesti út í lífið.
Ömmu minni, mömmu minni,
systkinum hennar og öðrum að-
standendum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Rán Árnadóttir.
Afi minn, Björn Guðmundsson,
hefur nú kvatt þennan heim.
Hann var fallegur maður í marg-
víslegum skilningi. Alla tíð eins
og leikari í svarthvítri bíómynd.
Beinn í baki og óaðfinnanlega
klæddur. Með greiðu í innanverð-
um jakkavasanum. Þykkt hár
sem hélst dökkt fram eftir öllum
aldri. Örlítið skakkt bros út í ann-
að. Hafði leiftrandi skap og var
leiftrandi greindur. Hann var
ræðinn og glaðlegur en innra með
honum var líka einhver þögull
strengur, blíður en jafnframt sár.
Uppvöxtur hans var um margt
erfiður enda tímarnir aðrir. Hann
sagði sögur af ströndum, kinda-
hópum, fjöllum og sandstormum.
Mikilli vinnu og ábyrgð á barn-
sungum herðum. Hann gerði allt-
af það sem þurfti, án þess að
kvarta. Hann fékk ekki tækifæri
til að mennta sig í neinni iðn en
var ákaflega handlaginn og list-
fengur smiður.
Öll mín uppvaxtarár bjuggu
þau hjónin, afi Bjössi og amma
Þóra, á Írafossi í Grímsnesi. Við
systkinin eyddum miklum tíma
hjá þeim enda bjuggum við í
sömu sveit. Hinum megin við
vatnið. Ég gekk, hjólaði, fór á
hestbaki, grátbað um skutl og fór
á puttanum til þess að komast til
ömmu og afa á Író. Þegar ég fór í
uppnám var ég oftar en ekki rok-
in af stað í áttina að Írafossi. Ef
ég komst á leiðarenda var bræðin
oftast runnin af mér en amma og
afi tóku alltaf á móti mér af hlýju
og skilningi.
Þau voru skjól en líka skemmt-
un og félagsskapur. Þar voru
endalausar smákökur og litlar
kók í gleri. Á kvöldin súkku-
laðikaka og mjólkurglas og löng
samtöl við ömmu. Afi sá um að
svæfa. Við fengum að kúra uppi í
hjónarúmi í handarkrika. Svo
kom alltaf sama spurningin:
„Hvort viltu heyra apasögu eða
tröllasögu?“ Það tók mig nokkur
ár að átta mig á því að það skipti
ekki máli hvort ég bað um – þetta
voru allt íslenskar þjóðsögur og
engin þeirra fjallaði um apa! Afi
var lesblindur og hann las því
aldrei bækur fyrir okkur barna-
börnin. En hann var endalaus
uppspretta óteljandi þjóðsagna,
kvæða og þulna sem hann gat
flutt á lýtalausan hátt eftir minni.
Afi var fallegur maður. Hann
kenndi mér að lífið er aldrei fyr-
irhafnarlaust en það sem er mik-
ilvægast er að sýna heilindi í
ákvörðunum sínum og atferli til
að geta horft til baka og verið
sáttur við þá röð ákvarðana sem
æviskeið manns er samsett úr.
Stuttu áður en hann lést fór ég
að heimsækja hann og í þeirri
heimsókn kafaði hann dýpra en
ég man eftir að hafa heyrt hann
fara áður. Hann talaði af miklu
sjálfsinnsæi og heiðarleika um líf
sitt. Hann sagðist meðal annars
hafa fengið að vera Björn Guð-
mundsson lengi og væri þakklát-
ur fyrir. Mér fannst þetta einkar
fallega orðað og hefur oft verið
hugsað til þessara orða og þessa
samtals undanfarnar vikur.
Það er mikil gæfa að fá að fara
í gegnum svo langa ævi af reisn.
Sonur, faðir, afi og langafi. Að fá
að deila lífi sínu með öðru fólki og
skilja eftir sig fallegar og kær-
leiksríkar minningar í hugum
þess, eins og lifa nú í huga mín-
um. Takk fyrir að deila hluta lífs-
ins með mér, elsku afi. Takk fyrir
samveruna, hlýjuna, sögurnar og
veganestið.
Þitt barnabarn,
Bergþóra Snæbjörnsdóttir.
Elsku afi, þegar ég hugsa um
allar yndislegu stundirnar sem
ég hef átt með þér er efst í huga
mér þakklæti fyrir að hafa fengið
svona dýrmætan tíma með þér.
Ég minnist þess hvað þú varst
hress, kátur og hraustur og barst
aldurinn vel. Ég er þakklát fyrir
öll skutlin á fiðluæfingar, en við
áttum alltaf gott spjall og stund-
um leyndist nammi í hanskahólf-
inu sem þú laumaðir til mín í lok
æfingarinnar. Ég man vel þegar
þú og amma voruð að passa mig,
Hinrik og Jóel eitt skiptið þegar
mamma og pabbi fóru til útlanda,
hvað það var gaman hjá okkur.
Þú sagðir mér sögur, huggaðir
mig þegar ég meiddi mig í fót-
bolta og þegar ég gat ekki sofnað
af hræðslu við myrkrið og
skrímslin sem leyndust í því þá
sastu á rúmstokknum hjá mér
þar til ég sofnaði. Þú varst góður
maður og enn betri afi og fyrir
það er ég þakklát. Þegar þú
kvaddir heiminn kyssti ég þig
blíðlega á ennið á meðan tárin
runnu niður kinnarnar og sagðist
elska þig. Ég veit að þú lýsir okk-
ur veginn og passar að við vill-
umst ekki af leið. Hvíldu í friði,
elsku afi, ég mun sakna þín.
Írena Huld Halldóttir.
Í dag kveðjum við mætan
mann, Björn Guðmundsson frá
Hlíð í Grafningi. Bjössi, eins og
hann var ávallt nefndur, var ná-
granni minn við Sogið um ára-
tuga skeið. Betri nágranna en
þau hjónin Bjössa og Þóru hefði
ekki verið hægt að hugsa sér. Þau
voru ávallt tilbúin að aðstoða alla
sem þurftu á aðstoð að halda. Ég
hef sjálfsagt ekki verið eldri en
fimm ára þegar ég var spurður að
því hvort ekki væri erfitt fyrir
móðir mína hvað pabbi var mikið
að heiman vegna vinnu sinnar.
Ég svaraði um hæl að það væri
ekkert mál, ef eitthvað bjátaði á
væri bara kallað í Bjössa og hann
reddaði málinu. En Bjössi var
ekki bara góður nágranni heldur
var hann traustur vinur allt frá
því ég man eftir mér fyrst. Til
hans var alltaf hægt að leita með
smá og stór vandamál og hann
var alltaf tilbúinn að gefa af tíma
sínum þó að nóg væru verkefnin
heima fyrir. Það var oft mikið fjör
á heimili þeirra enda um stóra
fjölskyldu að ræða. Það kom hins
vegar ekki í veg fyrir að ég væri
þar heimagangur öll mín upp-
vaxtarár og á ég margar góðar
minningar þaðan. Heimili þeirra
byggðu þau í landi Syðri-Brúar
og nefndu Hlíð en seinna þurftu
þau að skipta um nafn og varð þá
nafnið Þórufell fyrir valinu. Þar
bjuggu þau lengst af en 2011
keyptum við hjónin Þórufell af
þeim og höfum dvalið þar mikið
síðan. Í Þórufelli er yndislegt að
vera og erum við hjónin Bjössa og
Þóru mjög þakklát að hafa eft-
irlátið okkur þeirra fyrra heimili
til áratuga.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Bjössa ævilanga tryggð og vin-
áttu, hennar verður lengi minnst.
Elsku Þóra, megi Guð styrkja þig
og fjölskylduna ykkar alla á þess-
um erfiðu tímum.
Gísli Jónsson.
Björn Guðmundsson, Bjössi
eða Bubbi eins og sumir kölluðu
hann, er látinn.
Hógvær, vinnusamur, greið-
vikinn og glæsilegur maður er
fallinn frá.
Ég kynntist Bjössa í byrjun ní-
unda áratugarins þegar ég kom
sem ung kona að Hlíð í Grímsnesi
með Snæbirni syni þeirra, en þar
bjuggu þau Bjössi og Þóra kona
hans lengst af. Ég flutti svo á Úlf-
ljótsvatn nokkrum misserum
seinna og bjó í yndislegu ná-
grenni við þau hjón þar til þau
fluttu úr sveitinni. Þau voru bæði
einstaklega greiðvikin og gestris-
in og alltaf voru dregnar fram
kræsingar, þó svo að við fjöl-
skyldan á Úlfljótsvatni værum
nánast daglegir gestir í Hlíð.
Bjössi var hógvær hófsemdar-
maður. Hann tranaði sér aldrei
fram og framkoma hans ein-
kenndist af prúðmennsku.
Bjössi hafði iðulega eitthvað
fyrir stafni og eftir að hann hætti
störfum hjá Landsvirkjun naut
hann þess að sinna ýmsum af
hugðarefnum sínum. Þeir voru
ófáir kertastjakarnir og bakkarn-
ir sem hann bjó til í rennibekkn-
um út í bílskúr og ég hugsa til
hans í hvert sinn sem ég lít aug-
um forláta hamar sem hann bjó
til sérstaklega handa mér af því
að mér gekk illa að losa skrúf-
urnar á hjólbörðunum þegar
sprakk á þeim. Hamarinn var til
að lemja á felgulykilinn, mjög
haganlega útbúinn og fylgir mér
enn. Hann gerði sér líka lítið fyrir
og gerði upp gamalt skrifborð
sem var hirt af rælni í einhverjum
flutningunum. Þetta skrifborð,
sem átti að fara á ruslahaugana,
er í dag mikið stofustáss, þökk sé
Bjössa.
Bjössi var greiðvikinn. Hann
var alltaf tilbúinn að aðstoða,
hvort heldur sem var við hey-
skap, hrossarekstur, sækja og
skutla og ekki síður að passa
barnabörnin ásamt Þóru sinni.
Hans hlutverk var að segja þeim
sögur fyrir háttinn og fara með
þulurnar löngu sem hann kunni
utanbókar.
Bjössi var glæsilegur maður
allt fram í andlátið. Hann var með
þykkt dökkt hár sem ekki fór að
grána fyrr en fyrir nokkrum ár-
um. Hann var alltaf afar vel til
fara, ákaflega smekklegur og
snyrtilegur.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þessum góða manni og að
hafa fengið að vera samferða hon-
um öll þessi ár. Það var margt
sem hann geymdi innra með sér
og bar ekki á torg.
Við Bergþóra dóttir mín áttum
dýrmæta stund með honum á
sjúkrabeði hans fyrir örfáum vik-
um. Þar rifjaði hann upp ótal
minningar frá barnæsku sinni,
sem var svo sannarlega ekki allt-
af auðveld, mikil ábyrgð og vinna
sem honum var falin, kornungum
drengnum. Þetta voru frásagnir
sem ég hafði ekki heyrt fyrr, en
skynjaði að hann vildi deila með
okkur á þessari stundu. Minning-
ar sem við Bergþóra geymum nú
í okkar huga og hún ber áfram til
næstu kynslóðar þegar þar að
kemur.
Mér þótti alla tíð óskaplega
vænt um hann Bjössa og ég veit
að það var gagnkvæmt. Hann
kallaði mig alltaf tengdadóttur
sína, þó svo að við Snæbjörn son-
ur hans hefðum slitið samvistum,
og fyrir mér verður hann alltaf
tengdapabbi minn.
Ég kveð Bjössa með söknuði
en ekki síður þakklæti fyrir falleg
samskipti sem aldrei bar skugga
á.
Margrét Sigurðardóttir.
Látinn er kær sveitungi, Björn
Guðmundsson frá Hlíð í Grafn-
ingi.
Þegar hugur reikar til fyrri
tíma um minningu Björns kemur
upp í hugann sá léttleiki og húm-
or sem honum fylgdi.
Björn sagði skemmtilega frá
ýmsum skondnum atvikum og
mannlífinu fyrrum í Grafningi,
Grímsnesi og víðar og fylgdi frá-
sögnunum gjarnan eftir með létt-
um leikhæfileika sem honum var
gefið og húmor.
Ég held að fáir hafi nú til dags
því miður þann frásagnarhæfi-
leika sem Björn hafði, t.d. um við-
brögð manna við óvæntar uppá-
komum, um skondin atvik og
fleira, mörkin þó ávallt sett svo
engan særði.
Björn vann til fjölda ára við
Sogsvirkjanirnar þar sem tær-
vatnið úr Þingvalla- og Úlfljóts-
vatni með freyðandi krafti sínum
fram í Sogið hefur um langt ára-
bil gefið ljós og yl til landsmanna.
Þar starfaði hann við verk-
stjórn, akstur og fleira og fórust
honum þau verk vel úr hendi með
lipurð og léttleika.
Minnist ég þess að Björn var
lengi vel á hertrukk miklum með
spilbómu, sem þótti nýstárlegt
verkfæri í þá daga hjá okkur
krökkunum.
Hann byggði með Þóru eigin-
konu sinni fjölskyldunni fallegt
hús/heimili með snyrtilegu um-
hverfi og fallegum garði skammt
frá byggðarkjarnanum við Ljósa-
foss á ættaróðali Þóru sem þau
nefndu Hlíð eftir æskuheimili
Björns, og dvöldu þau þar til síð-
ustu ára.
Björn og Þóra voru samrýnd
hjón og létt í lund sem gaman var
að heimsækja og spjalla við á
góðri stundu.
Óhjákvæmilega breytist
mannlífið og umhverfið á þessum
slóðum við fráfall þeirra sem þar
hafa átt svo sterkar rætur og
mörg sporin til leiks og verka
eins og Björn, þ.e. gáfu svæðinu
vissan ævintýrablæ og góðar
minningar sem seint gleymast.
Björn var lipur í hreyfingum
og bar aldurinn vel, sippaði fram
og til baka sem ungur væri allt til
síðustu ára.
Eftir Björn væri hægt að
skrifa margar skemmtilegar frá-
sagnir af atburðum og mannlífinu
fyrrum í sveitunum eystra sem
bíða verður betri tíma.
Foreldra Björns, heiðurs-
hjónanna Helgu og Guðmundi í
Hlíð í Grafningi, minnist fjöl-
skyldan með hlýhug.
Megi Guð vernda þau og minn-
ingu þeirra.
Með virðingu og þökk kveðjum
við kæran sveitunga og biðjum
Guð að vernda Björn og minn-
ingu hans og gefa fjölskuldunni
styrk og ljós til framtíðar.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar næturfrið.
(Hulda)
Þóru, börnum hennar, barna-
börnum, ættingjum og vinum
vottum við innilega samúð okkar.
Fyrir hönd Nesjavallafjöl-
skyldunnar,
Ómar G. Jónsson.
Björn
Guðmundsson