Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 24

Morgunblaðið - 02.05.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 ✝ Dr. Þuríður Jó-hanna Krist- jánsdóttir fæddist á Steinum í Staf- holtstungum í Borgarfirði 28. apríl 1927. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 18. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Franklín Björnsson, bóndi, hreppstjóri og húsasmið- ur, og Jónína Rannveig Odds- dóttir húsfreyja. Systkini Þur- íðar voru Málfríður, húsfreyja í Reykjavík, f. 1912, Oddur, bóndi og hreppstjóri á Steinum, f. 1914, Kristín, húsfreyja í Bakkakoti, f. 1917 og Björn kennari í Reykjavík, f. 1920. Uppeldissystir Þuríðar var Sig- ríður Baldursdóttir, f. 1936. sálarfræði frá sama skóla árið 1971. Hún varð kennari við ný- stofnaðan Kennaraháskóla Ís- lands 1971 og fyrsti prófess- orinn við skólann 1973. Hún var jafnframt konrektor í nokkur ár. Hún starfaði sem stunda- kennari við aðra skóla, meðal annars Háskóla Íslands og Fóst- urskóla Sumargjafar og vann fyrir skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins. Þur- íður lét af störfum við Kenn- araháskólann árið 1989. Auk fræðistarfa í fagi sínu vann Þuríður að þýðingum og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Eftir að hún hætti að kenna vann Þuríður ötullega að út- gáfu Borgfirskra æviskráa og voru sjö síðustu bindin undir hennar ritstjórn. Í tilefni af 70 ára afmæli Þuríðar heiðruðu vinir hennar og samstarfsfólk hana með greinasafni um helstu viðfangsefni hennar á sviði menntunar og skólamála. Bókin ber heitið Steinar í vörðu. Þuríður verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 2. maí 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Systkinin eru nú öll látin. Þuríður stund- aði nám við Héraðsskólann í Reykholti og tók kennarapróf frá Kennaraskóla Ís- lands árið 1948 og var síðar við nám í Kennaraháskól- anum í Kaup- mannahöfn og Cambridge-háskóla í Englandi þar sem hún las aðferðafræði og tölfræði. Hún kenndi í Stykkishólmi, við Skógaskóla undir Eyjafjöllum og við Haga- skóla í Reykjavík. Árið 1967 fékk Þuríður Ful- bright-styrk til náms í Banda- ríkjunum. Hún lauk BSc-prófi frá ríkisháskóla Illinois í Ur- bana árið 1968, meistaraprófi 1969 og doktorsprófi í mennta- Þar sem mannkostirnir eru, þar eru mannalætin óþörf. Þessi orð Sigurðar Guðmundssonar, rektors MA, koma mér í hug þegar ég kveð föðursystur mína í hinsta sinn. Mig langar til að fara tvær kynslóðir aftur í tímann. Upp úr miðri nítjándu öld var ung stúlka að vaxa upp á Svarf- hóli í Stafholtstungum. Hún hét Þuríður Jónsdóttir (1842-1926). Hún þráði ekkert meira en að menntast. Flugskarpur hugur hennar þurfti viðfangsefni við hæfi. Menntun fyrir stúlkur var í besta falli draumsýn eða hé- gómi. Skóli, skólastofa eða kenn- ari ekki til. Hún hafði orðið sér úti um forskriftarbók sem sýndi stafagerðina. Skólastofan var veröldin utanhúss á Svarfhóli, svell var á túni að vetri, skrif- færi broddstafur eða nagli. Hún varð með tímanum mikill bréf- ritari. Íslenskuna hafði hún á til- finningunni enda skáldmælt. Réðist síðan á fullorðinsárum í að læra til ljósmóður hjá Jóni Hjaltalín landlækni, sem hafði þau orð um hana að hún hefði læknishendur og dýpri skilning á sjúkdómum en algengt er. Sonardóttirin Þuríður J. Kristjánsdóttir fetaði hins vegar menntaveginn með glæsibrag. Kennarapróf 1948. „Hver var nú efstur á lokaprófi?“ spurði móðir ein son sinn sem hafði útskrifast á sama tíma. „Þið látið þó ekki stelpu skáka ykkur á lokaprófi.“ Sonurinn svaraði: „Þú þekkir ekki hana Þuríði.“ Þetta var kannski leiðarstef fyrir það sem eftir kom, við hana var ekki auð- velt að keppa, hún var fæddur sigurvegari. Í bókinni Steinar í Vörðu eru vitnisburðir nemenda hennar frá öllum þeim stöðum þar sem hún kenndi, þar sem skín í gegn einlægur áhugi á vel- ferð nemenda, skýr framsetning á námsefni og sanngjarnar kröf- ur til hvers og eins. Náms- og starfsferill Þuríðar er rakinn annars staðar. Til að ná þeim ár- angri í lífinu sem hún gerði þarf sterkan vilja, skipulag, vinnu- semi og mikinn aga, auk náms- hæfileika. Ekkert af þessu skorti. Eftir starfslok í Kennarahá- skólanum beið næsta stórverk, útgáfa Borgfirskra æviskráa. Síðustu bindin í þeirri ritröð voru undir ritstjórn hennar. Það þurfti að fletta kirkjubókum, hafa samband við fólk hér og þar, lesa á legsteina þar sem þá var að finna og fleira. Hún fékk að vísu aðstoð úr ýmsum áttum. Þuríður J. Kristjánsdóttir ólst upp á Steinum í Stafholtstung- um, yngst fimm systkina. Eins og hún sagði sjálf, góðir for- eldrar, mannmargt heimili. Gott veganesti út í lífið. Pétur Krist- jánsson, sem lengi var á Stein- um, gekk eitt sinn framhjá rúmi hennar þar sem hún svaf sem ungbarn. Mælti fram eftirfar- andi vísu: Brosir gegnum svefninn sæta, silkihrundin smá. Biðjum hennar Guð að gæta, götu lífsins á. Hvort þessi vísa gamla mans- ins hafi orðið áhrínisorð eða ekki skal ósagt látið. En lífsgatan var óvenjulega árangursrík og athyglisverð. Þrátt fyrir alla velgengnina á lífsleiðinni heyrðist aldrei sjálfs- hól eða sjálfsupphafning. Líkast því að allt hefði gengið áfalla- laust og eðlilega. Síðasta sinn sem ég merkti að hún skynjaði hver væri þar á ferð kvaddi hún mig veikum rómi. Þar lauk óvenjulegri ævi. Kristján F. Oddsson. Nú er hún Þuríður frænka búin að yfirgefa okkar jarðneska heim, „Íða“ eins og hún var allt- af kölluð innan fjölskyldunnar. Ekki verða oftar fræðandi og skemmtilegar samræður yfir kaffibolla með henni, eða spjall í fjölskylduboðum, en þar lét hún sig aldrei vanta. Hún hugsaði vel um að halda tengslum við fjöl- skylduna, og auðvitað langt út fyrir hana, enda með afbrigðum vinamörg. Í bernsku hafði ég ekki svo mikið af Íðu að segja. Hún var að kenna hér og þar eða við nám erlendis, í Danmörku, Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum. Alla tíð héldum við þó góðu sam- bandi, enda alltaf náið samband þeirra systra, móður minnar og hennar. Best kynntumst við hjónin Íðu þegar við fórum í mjög eft- irminnilega ferð saman á Íslend- ingaslóðir í Kanada árið 2000, ferð sem var ákveðin með stutt- um fyrirvara og nánast ekkert undirbúin. Við ákváðum bara að fara og láta það ráðast hvort við hittum eitthvað af skyldfólki, en talsverður hópur skyldmenna er á svæðinu við Winnipeg-vatn, á Gimli, Árborg og víðar. Kannski var þetta eina ferðin hennar sem ekki var skipulögð út í æsar, enda ekki hennar stíll að láta reka á reiðanum, og kæruleysi frændans náð að smjúga inn. Strax fyrsta daginn á Gimli vorum við komin í kynni við skyldfólk sem við fundum af hreinni tilviljun á kvöldgöngu, þegar við sáum íslenska fánann við hús þar sem fullorðinn mað- ur var að sinna einhverju utan- dyra. Auðvitað gáfum við okkur á tal við hann og kom í ljós að konan hans og Íða voru náskyld- ar, ömmur þeirra systur, fæddar á Svarfhóli í Stafholtstungum. Nú var Íða á heimavelli með sína ættfræði og sitt ótrúlega minni. Að góðum gömlum ís- lenskum sið var boðið upp á kaffi og spjallað fram eftir kvöldi. Næsta dag fóru hlutirnir að gerast. Ervin, eins og heiðurs- maðurinn heitir, hafði látið boð út ganga um að komnir væru Ís- lendingar, þeirra á meðal með afbrigðum fjölfróð kona, sem vert væri að hitta. Dagskrá vik- unnar fór að taka á sig mynd, heimboðum rigndi inn og dag- skráin sem í upphafi var óskrif- að blað var allt í einu orðin þétt- skipuð. Það kom svo sannalega í ljós í þessari ferð hvað Íða átti auð- velt með að ná til fólks og kynn- ast því. Hún var með afbrigðum góður hlustandi og eins og áður hefur komið fram sérlega fjöl- fróð. Gamall maður í íslenskri lopa- peysu á kaffihúsi í Árborg fékk ekki frið, var spurður hverra manna hann væri. Íða var ekki lengi að finna tengsl fólks frá fyrri tíð. Eitt leiddi af öðru og tíminn var fljótur að líða. Eftir að Íða flutti af Hjarð- arhaganum átti hún nokkur góð ár í fallegri íbúð á Aflagranda 40, með einstöku utsýni. Þar undi hún sér vel með allar bæk- urnar í kringum sig, en bóka- safnið er mikið og vandað. Síðustu tvö árin dvaldi hún á hjúkrunarheimili að Droplaugar- stöðum, þar sem vel var hugsað um hana. Vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólkinu fyrir hlýja og góða umönnun, einnig ættingjum og vinum sem styttu henni stundirnar síðasta spölinn. Við munum sakna ánægju- legra samverustunda en þær lifa í minningunni. Hildur og Bjarni. Þuríður J. Kristjánsdóttir, eða Íða frænka, hefur nú kvatt þennan heim. Hún var um margt einstök kona og braut- ryðjandi. Hún hafði þor og þrek til að feta menntaveginn sem hafði meira verið farinn af karl- mönnum. Laufey amma sagði mér oft sögur af Steinasystk- inunum og þá kom fram að Íða hafi verið sjálfstæð og þyrsti í að læra um nýja hluti allt frá því hún var lítil stelpa. Ég man þeg- ar Íða rifjaði upp námsárin í Danmörku, Englandi og Banda- ríkjunum, þá ljómaði hún. Hún ferðaðist töluvert um heiminn, ég man vel eftir þegar hún kom heim að Steinum með albúm full af myndum úr hverri reisunni af annarri þar sem skilmerkilegur texti var við hverja mynd, hand- skrifaður með hennar einstak- lega fallegu rithönd. Íða sagði frá þannig að maður upplifði sig nánast hafa verið með henni í för. Þegar Íða kom að Steinum var alltaf ákveðin reisn yfir henni þegar hún renndi í hlaðið og steig út úr bílnum í ljósu ferðafötunum sínum með alpa- húfuna. Íða fylgdist alltaf náið með börnum og barnabörnum systk- ina sinna. Hún var áhugasöm um nám og námsstöðu okkar. Þegar ég var í menntaskóla fengum við vinkona mín stund- um að koma heim til hennar til að læra í næði. Ef Íða var heima þegar við komum var hún búin að leggja á borð og yfir bakkels- inu var spjallað um viðfangsefni okkar frá nýjum sjónarhornum sem við höfðum ekki leitt hug- ann að. Mér er ógleymanlegur dagurinn þegar ég varð stúdent, þá kom Íða og aðstoðaði mig við að koma mér í upphlut sem ég hafði valið að klæðast. Síðan gengum við saman út í mennta- skóla, þar sem hún fylgdist með útskriftinni. Eins þegar ég út- skrifaðist sem kennari var hún við athöfnina, þó hún hafi nú kannski ekki einungis verið þar fyrir mig, þar sem hún var heið- ursgestur, þótti mér vænt um að hafa hana á staðnum og enn vænna þótti mér um það þegar hún kom upp í Borgarnes og samgladdist mér í útskriftar- veislunni. Það er gaman að börnin okkar Benna hafa fengið tækifæri til að kynnast Íðu. Við heimsóttum hana oft í ferðum okkar til Reykjavíkur en þó er ein heimsókn okkar minnisstæð- ari en aðrar en það var þegar við sóttum hana suður og hún gisti hjá okkur í Borgarnesi. Við nutum samskiptanna og samver- unnar. Við brosum enn út í ann- að þegar við minnumst þessarar heimsóknar þar sem Íðu lá svo á að komast aftur til Reykjavíkur daginn eftir því hún þurfti að komast á fund. Ekki mátti ég keyra hana aftur suður, hún vildi taka strætó. Þegar Íða var búin að ákveða eitthvað þá sat þar við. Fyrir tæpu ári fluttum við fjölskyldan hingað suður og var þá einfaldara að skreppa í heim- sókn til Íðu. Hún var áhugasöm um hvernig börnunum gengi að feta sig áfram í nýjum heim- kynnum og skólum. Einnig gát- um við rætt endalaust um kennslu og samskipti við nem- endur og gildi þess að vanda til verka við að leiðbeina ungu fólki. Í síðustu heimsóknum var farið að halla undan fæti hjá henni, hugurinn var kominn aftur til þess tíma þegar hún bjó á Stein- um. Nú hefur Íða kvatt en henn- ar verður ávallt minnst með kærleika og þakklæti á mínu heimili. Jónína Laufey Jóhannsdóttir. Hún Íða var góð, skemmtileg og fyndin kona. Það var aldrei dauð stund með henni. Hún var vinkona ömmu Lóu. Við elsk- uðum hana eins og hún væri ein af fjölskyldunni. Hún kom alltaf til okkar á jólunum. Þá borðaði hún með okkur jólamatinn og opnaði með okkur pakkana. Hún kom líka til okkar í afmæli og stundum í mat. Það var gaman að koma í heimsókn til hennar. Þá fékk ég að liggja í rúminu hennar og lesa. Hún átti líka alltaf til súkkulaði. Þegar hún átti 90 ára afmæli gáfum við henni mynd af henni þegar hún var lítil sem hún var mjög ánægð með. Ég sakna hennar svo mikið. Vonandi líður henni vel í himna- ríki. Lóa Bryndís Arnarsdóttir. Hún Íða mín er dáin, einn af hornsteinunum í lífi mínu. Við vorum mjög nánar þótt ekki værum við skyldar. Hún og Lóa móðir mín kynntust þegar þær hófu nám í Kennaraskólanum 1944-5. Þær leigðu saman meðan á námstímanum stóð og með þeim tókst strax mikill og náinn vinskapur sem stóð í tæp 70 ár. Hún varð nánast partur af stór- fjölskyldunni, þekkti þar flesta og mætti meira að segja á ætt- armót. Íða var tíður gestur á æskuheimili mínu, datt oft inn á kvöldin eða um helgar. Þá var mikið spjallað og hlegið og gjarnan gripið í spil en hún var slungin spilakona. Íða hafði góða nærveru, var glaðlynd og óspör á fallega bros- ið sitt. Hún var skarpgreind og sérlega fróð manneskja enda há- menntuð, mikill grúskari og fræðikona og átti gífurlegan fjölda bóka. Æðrulaus var hún, kvartaði ekki yfir hlutunum heldur gerði það besta úr öllu. Æskustöðvarnar í Borgarfirði voru henni mjög kærar og heim- sótti hún sveitina sína oft. Íða var mikil skólamanneskja og fylgdist grannt með mér í námi, gaf mér oft bækur þegar ég var yngri og hvatti mig þann- ig áfram í lestri. Hún fagnaði með mér hverjum áfanga, smáum sem stórum, ég gat alltaf leitað til hennar ef eitthvað var og las hún t.d. yfir ýmis verkefni fyrir mig. Við tók svo áhugi hennar á skólagöngu barnanna minna og gladdist hún með okk- ur yfir velgengni þeirra. Þegar Íða tók bílpróf tíðkaðist það almennt ekki að konur keyrðu bíla á Íslandi. Snéri fólk sér þá gjarnan við til að horfa þegar hún átti leið hjá. Ósjaldan bauð hún okkur mæðgum í styttri og lengri bílferðir en seinna snérist það við og ég sá um aksturinn. Við fórum saman í sumarbústaði og á berjamó og sumarið 1995 fórum við þrjár í mjög vel heppnað og eftirminni- legt ferðalag um Vestfirði. Sum- arið 2013 fórum svo við fjögur, ég, börnin mín og Íða, í dásemd- arveðri á Þingvöll, sennilega síð- asta heimsókn hennar á þennan fallega sögufræga stað. Íða ferðaðist ekki bara um Ís- land heldur víða um heim. Hún átti vini hér og þar eftir nám sitt í Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum og bæði tók á móti þeim hér heima og heim- sótti þá út. Hún og mamma ferð- uðust einnig töluvert saman er- lendis, þær keyrðu t.d. vítt og breitt um Bandaríkin og fóru í mánaðar hnattferð um suður- hvel jarðar. Íðu var margt til lista lagt, hún prjónaði mikið og saumaði út, málaði á postulín, batt inn bækur, fékkst við ljóðagerð og hafði yndi af að hlusta á tónlist. Hún var afar félagslynd, dugleg að rækta tengsl við vini og ætt- ingja og mikill gestgjafi. Einna mest yndi hafði hún þó af því að lesa og var hún alltaf að fletta bókum eða blöðum, alveg fram undir það síðasta. Aldrei dauð stund hjá henni Íðu minni. Það er táknrænt að Íða skyldi stíga inn í sumarlandið sitt síð- asta vetrardag. Við fjölskyldan erum þakklát fyrir allar okkar samverustundir og munum sakna þeirra. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína og fyrir tryggðina sem hún sýndi mömmu alla tíð. Hvíl í friði, elsku Íða mín. Magnea Gunnarsdóttir. Þuríður kom inn í líf foreldra okkar, Valborgar Sigurðardóttur og Ármanns Snævarr, er hún hóf kennslu við Fósturskóla Ís- lands sem leiddi til þess að hún síðar leysti móður okkar af sem skólastjóri Fósturskólans vetur- inn 1969-1970. Allar götur síðan lágu leiðir þeirra saman og vin- áttan styrktist eftir því sem árin liðu og samverustundum fjölg- aði. Hún auðgaði tilveru foreldra okkar og þau hennar. Það er óvenjulegt að ein manneskja geti verið jafngóður vinur beggja hjóna, en Þuríði var það í lófa lagið. Hún hlustaði svo vel á þau, hvort í sínu lagi og saman þegar bæði töluðu hvort í kapp við annað. En Þuríður sem alltaf gat gert margt í einu, tekið þátt í samræðum, horft á sjónvarp og lesið, fór létt með að hlusta á þau bæði og tala um leið. Hvað einkenndi Þuríði? Hún bjó yfir mikilli ró sem bar vott um jafnvægi hugans. Hún var í senn einstaklega lausnarmiðuð, skörp og gjörhugul, en einnig skipulögð, nákvæm og vinnu- söm. Vönduð, gefandi mann- eskja og gegnheil. Svo kom sjarminn og kímnigáfan. Leynd- ardómsfullt brosið sem læddist yfir andlitið og breyttist svo í hneggjandi opinmynntan hlátur. Það sem tengdi þau þrjú sam- an voru bækur. Þuríður las ekki aðeins bækur, hún samdi bækur og batt þær inn. Öll þrjú lásu og sömdu bækur, en enginn í hópn- um stóð Þuríði á sporði í próf- arkalestri. Hún las prófarkir allra þriggja. Símtölum Þuríðar og mömmu lauk einatt með því að mamma tilkynnti að það væri matur fyrir þrjá í pottunum og Þuríður var mætt að vörmu spori. Þá gat pabbi verið með í samtalinu og samverustundir þeirra þriggja saman voru þeim dýrmætar. Öll héldu þau upp á níræð- isafmæli sín. „Hvað er það sem ræður langlífi?“ Í óundirbúinni ræðu sem Valborg yngri hélt í níræðisafmæli Þuríðar varpaði hún fram þeirri spurningu, hvort lykillinn að langlífinu gæti verið vinátta og góðar stundir með góðum vinum, þar sem mál eru brotin til mergjar. Þau voru vits- munaleg þrenning, nutu sam- vista á einstakan hátt, allaf að vinna, bera saman bækur, lesa prófarkir – en fyrst og fremst að njóta stundarinnar og vináttunn- ar. Þau voru öll einstök, gæfu- menni, gáfumenni – góðar og gefandi manneskjur. Við erum Þuríði innilega þakklát fyrir djúpa vináttu við fjölskylduna. Að leiðarlokum minnumst við hennar með mik- illi virðingu. Sigríður, Sigurður og Valborg Snævarr. Góð og greind kona hefur kvatt þennan heim. Það munu margir minnast hennar með virðingu og hlýju. Við Þuríður vorum nokkur ár samkennarar við Kennaraskóla Íslands, sem þá var að breytast í Kennaraháskóla. Þar var Þur- íður vel metin, virkur leiðtogi og varð fyrsti prófessor skólans ár- ið 1973. Ég minnist þess að hún leiddi réttindanám kennara þegar það var haldið af Kennaraháskólan- um. Þetta var nám fyrir starf- andi kennara, sem ekki höfðu kennarapróf. Ég hafði fregnir af því hve Þuríður sinnti nemend- um í þessu námi af mikilli alúð og fagmennsku. Við Þuríður höfðum reyndar kynnst áður en leiðir okkar lágu saman í Kennaraháskólanum. Hún vann með eiginmanni mín- um, Ágústi Sigurðssyni, við kennsluefni í dönsku. Þá var hún heimagangur hjá okkur. Þuríður skrifaði fallega grein um Ágúst þegar þess var minnst að hann hefði orðið 100 ára. Fjölskyldan var mjög þakklát Þuríði fyrir þessi skrif. Árið 1975 var stofnuð ein deild á Íslandi af Alþjóðlegu fé- lagi kvenna í fræðslustörfum. Þuríður var fyrsti formaður deildarinnar. Tveimur árum seinna voru stofnaðar tvær deildir í viðbót og samtímis Þuríður J. Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Íða frænka, þá er komið að kveðjustund í bili og þakka ég þér fyrir ynd- islegar stundir í gegnum lífið. Ástar- og saknaðar- kveðja. Þín Helga Rannveig Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.