Morgunblaðið - 02.05.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9 - 16. Opin smíðastofa
kl. 9 - 16. Stóladans með Þórey kl. 10. Opið hús, t.d. vist og bridge
kl. 13 - 16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40 - 12.45.
Kaffisala kl. 15 - 15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s. 535-2700.
Boðinn Miðvikudagur: Handavinnustofa opin frá 9 - 15.
Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9 -16. Myndlist kl. 9 - 12.
Morgunkaffi 10 - 10:30. Boccia kl. 10:40 - 11:20. Börn frá leikskólanum
Stakkaborg koma í heimsókn kl. 13. Glerlist kl. 13 - 16. Spiladagur,
frjáls spilamennska 12:30-15:50. Opið kaffihús 14:30 - 15:15.
Dalbraut 18-20 Samverustund með sr.Davíða Þór kl.14. Verslunar-
ferð í Bónus kl.14.45
Garðabær Vatnsleikfimi Sjál. Kl. 7:40/15:15. Kvennaleikfimi í Sjál
kl. 9:30. Kvennaleikfimi í Ásg. Kl. 10:40. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16:15.
Lokað í Jónshúsi vegna uppsetningu á Vorsýningu eldri borgara í
Garðabæ.
Gerðuberg Miðvikudagur Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16.
Útskurður m/leiðbeinanda kl. 09 - 12. Útskurður / Pappamódel
m/leiðb. kl 13 - 16. Félagsvist kl. 13 - 16. Leikfimi Helgu Ben
kl. 11:15-11:45. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9.10 Byrjenda-Boccia, kl. 9.30.
Glerlist, kl. 13. Félagsvist, kl. 13. Postulínsmálun.
Gullsmári Miðvikudagur. Myndlist kl 9. Ganga kl 10. Pótulínsmálun /
Kvennabridge / Silfursmiði kl 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Boccia kl.10 – 11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9 - 12, 500kr skiptið,
allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
10 hjá Carynu. Samverustund kl. 10.30 lestur og spjall. Hádegismatur
kl. 11:30. Handavinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi
kl. 14:30. Vorgleði verður föstudag 11. maí, grill og góður matur, uppl.
á staðnum eða s. 535-2720, allir velkomnir.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl.10, línudans með
Ingu kl.10. Zumba dans leikfimi með Auði kl. 13, tálgun í ferskan við
með Valdóri kl.14.30, síðdegiskaffi kl.14:30, allir velkomnir óháð aldri
upplýsingar í s. 411-2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag frá Borgum og inni í Egilshöll á sama
tíma. Gaman saman í Borgum kl. 13 í dag allir velkomnir.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl. 9 - 12, morgunleik-
fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10 - 12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga m.starfsmanni kl. 14, bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl.16.
Seltjarnarnes Gler, glerbræðsla neðri hæð Félagsheimilis kl. 9. og
13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía salnum Skólabraut kl.10. Kyrrðarstund
í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl.13. Handavinna
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi sundlauginni kl 18.30. Á morgun
fimmtudag 3. maí kl. 13.30 verður félagsvist í salnum á Skólabraut.
Munið skráninguna í ferðina í Stykkishólm og Breiðafjarðareyjar
8. maí. s. 893-9800.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Gestir sam
komunnar Janet Sewell og Hans
Kristian Skaar. Allir velkomnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
bæði í Mogganum og á mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Smá - og raðauglýsingar
Landssamband kvenna í
fræðslustörfum. Þuríður var for-
seti Landssambandsins og við í
nýju deildunum nutum hand-
leiðslu hennar þegar við vorum
að fóta okkur í starfsemi og til-
gangi félagsins.
Menntunarþrá Þuríðar var
einkennandi fyrir hana. Eftir
kennarapróf 1948 frá Kennara-
skóla Íslands fór hún að kenna
við ýmsa skóla, en sótti á þeim
tíma nám í Cambridge og í
Kennaraháskóla Kaupmanna-
hafnar. Þegar hún svo fékk Full-
bright-styrk 1967 fór hún til
Bandaríkjanna og lauk þar BSc-
prófi, mastersprófi og síðan
doktorsnámi í menntasálarfræði
1971 við Illinois-háskóla í Urban.
Lokastórvirki hennar var svo
að vinna að útgáfu Borgfirskra
æviskráa. Það var mikil vinna.
Sjö síðustu bindi verksins komu
út undir hennar ritstjórn.
Þuríður var dagfarsprúð kona
og lumaði á græskulausri kímni.
Það var gott að hlæja með
henni.
Miklu ævistarfi er lokið.
Margir munu minnast hennar
með þakklæti og gleði.
Ættingjum hennar sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Pálína Jónsdóttir.
Þuríður Kristjánsdóttir var
örlagavaldur í mínu lífi þegar
hún réð mig til starfa við Kenn-
araháskóla Íslands fyrir rúmum
fjörutíu árum. Ég var þá nýkom-
in heim úr sálfræðinámi í
Frakklandi, en Þuríður var pró-
fessor í uppeldis- og námssál-
arfræði við nýstofnaðan Kenn-
araháskóla Íslands, fyrst til að
gegna þeirri stöðu. Þetta var
upphafið að einstaklega ánægju-
legu samstarfi og djúpri vináttu
við Þuríði mína sem ævinlega
studdi sinn unga kollega með
ráðum og dáð og reyndist mér
sannkölluð heilladís á starfsferl-
inum.
Þuríður lauk kennaraprófi og
hóf kennsluferil rúmlega tvítug.
Hún átti síðar eftir fara í fram-
haldsnám í Kaupmannahöfn,
Cambridge, London og loks
ljúka doktorsprófi frá Illinois
háskóla 1971. Leiðbeinandi
hennar þar lýsti henni sem ein-
um besta nemanda sem hann
hefði haft og doktorsritgerðinni
sem „simply outstanding“. Hér
heima sinnti hún fjölþættum
hlutverkum í flestu því sem laut
að skólaþróun og þróun kenn-
aramenntunar á afar viðburða-
ríku tímabili í íslenskri skóla-
sögu, eins og lesa má um í ritinu
Steinar í vörðu sem út kom í til-
efni af sjötugsafmæli hennar.
Þuríður hafði allt það til
brunns að bera sem prýða má
einn kennara: hnífskarpa hugs-
un, einlægan velvilja í garð nem-
enda og hæfileikann til að gæða
lífi það námsefni sem fyrir lá
hverju sinni. Þær ríku kröfur
sem hún gerði til sjálfrar sín
hlutu að skila sér til nemenda
einnig. Henni var ómögulegt að
gera hlutina öðruvísi en vel, allt
sem hún lét frá sér fara varð lít-
ið listaverk: rithöndin eins og
skrautskrift og frágangur allur
óaðfinnanlegur. Sem náði einnig
til framgöngu hennar í dagsins
önn, hún var ævinlega glöð og
reif og svo umtalsfróm að hefði
getað komið niður á skemmti-
gildi samræðunnar, ef hún hefði
ekki bætt það upp með örlátu
spaugi á eigin kostnað. Henni
þótti til dæmis ekki lítið fyndið
þegar formaður kennarafélags-
ins afhenti henni sextugri af-
mælisgjöf frá okkur samstarfs-
fólkinu og óskaði henni til
hamingju með sjötugsafmælið!
Honum var raunar vorkunn: af-
köst hennar voru slík að ald-
urinn passaði engan veginn.
Það varð því skarð fyrir skildi
þegar Þuríður kaus að láta af
störfum um leið og hún hætti
sem aðstoðarrektor, þá aðeins
58 ára. Hún hafði verið allt í öllu
og í fljótu bragði blasti ekki við
hvernig KHÍ gæti án hennar
verið, enda þurfti marga starfs-
menn til að taka við öllum þeim
verkum sem hún hafði á sinni
könnu: aðstoðarrektor, námsráð-
gjafi, kennslustjóri, skjalavörð-
ur, fjármálastjóri auk kennsl-
unnar.
Við tóku önnur verkefni sem
heimtu hana alla, þá fyrst Saga
Borgarfjarðar en Þuríður var
borin og barnfæddur Borgfirð-
ingur og má nærri geta hvort
einstök ræktarsemi hennar hef-
ur ekki náð til upprunans einnig.
Hún yfirgaf okkur í KHÍ sem
betur fer ekki alveg, en kenndi
áfram tölfræði og aðferðafræði í
nokkur ár, alla tíð einstaklega
vel liðin og óumdeild jafnt meðal
nemenda og starfsfólks.
Þuríður lifði langan dag og í
fyrra kom fjölmenni saman til að
heiðra hana níræða. Elli kerling
hafði þá tekið sinn toll eins og
gengur, en brosið hlýja og ljúfa
sem mætti okkur var eftir sem
áður samt við sig.
Aðstæður valda því að við
Pétur getum ekki fylgt henni
síðasta spölinn, en samferðalag-
inu er fjarri því lokið, svo ríkan
sess á hún í huga okkar, sem
kennari Péturs á unglingsárum,
samstarfskona mín við KHÍ og
alla tíð kær vinur okkar beggja.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir.
Hæverska, alúð og kærleiki
eru einkunnarorð efst í huga
þegar minnst er skólasystur
okkar úr Kennaraskóla Íslands.
Manngæska og virðing fyrir öll-
um og geislandi hlýja voru lýs-
andi eiginleikar Þuríðar allt frá
okkar fyrstu kynnum.
Í Kennaraskólanum var hún
hinn ókrýndi foringi. Hún „dúx-
aði“ á lokaprófinu 1948 í bekkn-
um okkar. Námið hjá henni virt-
ist fyrirhafnarlaust og hafði hún
alltaf tíma til að miðla og hjálpa.
Eitt dæmi skal nefnt. Hún hafði
náð mikilli leikni í hraðritun.
Þessa hæfni nýtti hún sér, þegar
fyrirlestrar voru fluttir. Hún
hripaði þá niður efnið og ljósrit-
aði það og við hin nutum góðs af
því.
Persónuleiki hennar og
kennsluhæfni kom svo glögglega
í ljós og var hennar aðalsmerki.
Námsefnið var henni augljóst og
hún gerði flókna hluti skiljan-
lega og öll viðskipti hennar ein-
kenndust af einlægri hlýju.
Þessi einkenni hennar og frá-
bær námshæfni á öllum sviðum
opnaði henni leið til hæstu stiga
menntunar.
Kennsluferill hennar hófst í
Stykkishólmi. Þar naut ég góðs
af samstarfi við hana og kynntist
enn betur hæfileikum hennar i
kennslunni. Þar var henni falin
mikil ábyrgð við fyrsta ár gagn-
fræðanámsins og landsprófsins.
En þetta var upphaf af hinni
miklu ábyrgð á menntun ís-
lenskrar æsku, sem lögð var á
herðar hennar. Þá skulu örfá orð
endurtekin er flutt voru í 85 ára
afmæli hennar:
Með alúð og vinsemd, en viðmóti
hressu
var þér svo eiginlegt Þuríður mín.
Í Kennaraskólanum kynntumst við
þessu,
þar kom oft til hjálpar forganga þín.
Ef að ég kjarna í kennslunni nefni,
þarf kærleiksríkt viðmót að eiga sér
stað.
Víðtækust þekking á viðfangsefni
og vandasöm framlögn að einkenna
það.
Nærgætni umvafði nemendur þína ,
nálægð og festa var háttsemi þín.
Ummæli margra þar ótvírætt sýna
hve aðgát í nærveru sálar er brýn.
Unga stúlkan frá Steinum í
Borgarfirði hefur á farsælu lífs-
hlaupi sínu rutt steinum úr vegi
hjá miklum fjölda námfúsra
nemenda. Jafnframt hefur hún
reist sér óbrotgjarnan minnis-
varða á vettvangi mennta og
menningar á Íslandi.
Við bekkjarsystkinin, Guð-
mundur Magnússon, Jón Hjör-
leifur Jónsson og Þórunn Lár-
usdóttir, minnumst hennar með
mikilli virðingu og þökk.
Hjörtur Þórarinsson.
Á æskuheimili mínu í Skafta-
hlíð voru nokkrir kærkomnir
fastagestir og einn af þeim var
hún Íða okkar. Við bjuggum í
sama húsi en hvort í sínum
stigaganginum. Innangengt var
á milli og leit Íða oft við hjá okk-
ur eftir vinnu og var jafnan au-
fúsugestur. Hún var ekki tengd
okkur fjölskylduböndum en þær
mamma voru báðar úr Borgar-
firðinum og þar var lagður
grunnurinn að vináttu þeirra. Í
þau rúmlega sextíu ár sem leiðir
okkar hafa legið saman hefur
aldrei borið skugga á samskiptin
og þau rofnuðu ekki þótt for-
eldrar mínir létust báðir langt
fyrir aldur fram.
Ég var um það bil fjögurra
ára þegar kynni okkar hófust og
Íða rétt orðin þrítug. Hún var
afskaplega góð við okkur systk-
inin, sýndi öllu okkar brasi mik-
inn áhuga og ekki síst skóla-
göngu okkar eftir að hún
byrjaði. Hún hafði töluverð áhrif
á lífshlaup mitt og alltaf til hins
betra. Hún gekk þess ekki dulin
hversu mikið mig langaði til
þess að fara í sveit á sumrin og
þegar hún vissi að það vantaði
sumarstelpu á gott heimili í
Stafholtstungunum gekk hún í
málið og þar var ég í góðu yfir-
læti næstu fjögur sumur. Á
þessum árum kenndi Íða í
Hagaskóla en ákvað að afla sér
frekari menntunar í Bandaríkj-
unum og hélt utan haustið 1966.
Eitt af síðustu verkum hennar
áður en hún fór var að útvega
mér skólavist í Hagaskóla, sem
var ekki minn hverfisskóli en
þar þótti betra landspróf en í
flestum öðrum skólum. Í nýja
skólanum varð ég þess fljótt
áskynja hversu góður kennari
hún hafði verið og hve nemend-
ur söknuðu hennar mikið. Þann-
ig var það líka alla tíð að nem-
endur hennar, sama á hvaða
skólastigi hún kenndi, kunnu af-
skaplega vel að meta hana bæði
sem kennara og manneskju.
Ég er ekki frá því að áhugi
Íðu á menntunar- og skólamál-
um og velgengni í starfi hafi haft
áhrif á starfsval mitt. Það var
enginn kennari í fjölskyldu
minni en í samræðum við Íðu
fann ég hvað kennslan og sam-
skiptin við ungt fólk á mótunar-
árum þess hafði verið henni mik-
ils virði. Kannski þess vegna gat
ég hugsað mér að feta sömu slóð
og kennsla varð ævistarf mitt.
Sem fullorðnar konur áttum við
mörg samtöl um skólamál, bár-
um saman bækur okkar og alltaf
var hægt að leita í viskubrunn
hennar. Samvera okkar snerist
þó ekki eingöngu um vinnutengd
mál því að hún sýndi fjölskyldu
minni ávallt mikinn áhuga,
fylgdist með krökkunum mínum,
tók þátt í merkisatburðum í lífi
þeirra og var kærkominn gestur
í jólaboðum okkar systkinanna.
Eftir að Íða hætti að vinna og
hafði meiri tíma fórum við
stundum á sýningar og á kaffi-
hús á eftir og höfðum báðar
mikla ánægju af. Eftirminnileg-
asta sýningarferðin okkar var í
Safnahús Borgarfjarðar sumarið
2015, en þá stóð þar yfir sýn-
ingin „Gleym þeim ei“. Þar var
sögð saga 15 borgfirskra kvenna
sem höfðu verið á lífi árið 1915
þegar konur fengu kosningarétt.
Ein þessara kvenna var Rann-
veig á Steinum, móðir Íðu, svo
að tilefni ferðarinnar var ærið.
Að leiðarlokum kveð ég mína
kæru vinkonu með þakklæti fyr-
ir ævilanga vináttu, leiðsögn,
hvatningu, gefandi samræður og
ótal skemmtilegar samveru-
stundir.
Ingibjörg Axelsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Þuríði J. Kristjáns-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.