Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur verið einmanalegt að bera
of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á
hlutunum. Það er eins og aðgerðir þínar hafi
öfug áhrif og þetta veldur þér miklu hugar-
angri.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú mátt finna til svolítið meira sjálfs-
trausts því það skemmir fyrir þér hversu
reikull og hikandi þú ert. Vinátta og heiðar-
leiki skipta miklu máli í umgengni við aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu ekki styggur þótt eitthvað
tefji verkefni þitt því þú hefur í svo margt
annað að grípa á meðan. Taktu því rólega og
komdu jafnvægi á sjálfan þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Í vinnunni og annars staðar hefurðu
ekki vald yfir öðrum fyrr en þú hefur unnið
fyrir því. Haltu þínu striki því sumum er ekki
sjálfrátt vegna eigin mistaka.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Beittu verkviti þínu því þú hefur nóg til
þess að leysa þau verkefni sem þér hafa ver-
ið falin. Afköst þín vekja undrun og aðdáun
samstarfsmanna þinna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú veist aldrei hvernig fólk bregst við
beiðnum þínum nema þú berir þær fram. Ef
mistök eiga sér stað orsakast þau af fljót-
færni eða kæruleysi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er rangt að láta eigið skap bitna á
öðrum. Aðrir geta ekki verið sammála þér
um allt og því verður að vera sátt um ósam-
komulagið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú virðist ekki ráða við að-
stæður lengur, en það er enn tími til að snúa
hlutunum við. Leitaðu þér hjálpar því betur
sjá augu en auga og þá verður auðveldara
að ráða fram úr hlutunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samvistir við aðra gefa þér mik-
ið svo þú skalt verja eins miklum tíma með
vinum og vandamönnum og þú mögulega
getur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhver óróleiki ríkir á vinnustað
þínum og þér finnst erfitt að átta þig á
stöðu mála. Allt virðist þrungið merkingu og
mikilvægi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það reynir á samskipti þín við
yfirboðara, foreldra eða yfirmenn í dag. Ein-
hver brennur í skinninu eftir að sýna þér
trúnað.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur komið sér vel að vera
gæddur hæfilegum skammti af þrjósku þeg-
ar allir vilja kasta sinni ábyrgð yfir á þig.
Vínylplatan hefur fengið upp-reisn æru. Fyrir nokkrum ár-
um voru nýjar vínylplötur nánast
hættar að seljast og hægt var að
kaupa þær notaðar fyrir slikk.
Geisladiskurinn var á sínum tíma
talinn hinn fullkomni arftaki hljóm-
plötunnar, en það er eins og eitt-
hvað hafi gerst þegar fjaraði undan
honum og tónlistin fór á netið þar
sem hún er nú sótt inn á eitthvert
ský, sem er alls staðar og hvergi.
x x x
Nú er fyrirrennarinn álitinn skilatónlist með mun hlýrri og
fyllri hætti, og rispur eru frekar
taldar kostur en galli. Gildir þá
einu þótt líkja megi þessari þróun
saman við að menn hefðu ákveðið
að leggja tölvunum og ritvinnslu-
forritunum og draga fram ritvélar
á ný.
x x x
Austurríkismaðurinn Günter Loibl er hins vegar á því að
vínylplatan sé ekki endastöð og
finnst fráleitt að þær séu enn fram-
leiddar með sama hætti og fyrir 80
árum. Hann er að þróa háskerpuví-
nyl, sem hann vonast til að geta
komið á markað á næsta ári.
x x x
Plöturnar eru búnar til með þvíað skera rákir í lakkplötu.
Búnar eru til afsteypur af henni og
þær síðan notaðar til að þrykkja
vínylplöturnar. Loibl hyggst búa
rákirnar til með leysigeisla. Hann
heldur því fram að það muni bjóða
upp á mun meiri nákvæmni og
víkka það tíðnisvið sem koma megi
til skila á plötunni. Að auki muni
meira efni komast á plöturnar, eða
allt að 30 mínútur á hvora hlið.
x x x
Í grein í Der Spiegel segir aðplötufyrirtæki séu þegar farin að
sýna þessari uppfinningu Austur-
ríkismannsins áhuga. Loibl heitir
því að betri hljómur sé í vændum,
en áhugamenn um vínyl skuli ekki
örvænta, rispurnar muni ekki
hverfa. Og safnarar geta farið að
hlakka til – eða fengið kvíðakast –
því að í vændum er tækifæri til að
kaupa uppáhaldsplöturnar í enn
einu forminu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því
að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
(Fyrra Pétursbréf 5.7)
Meira til skiptanna
Helgi R. Einarsson sendi mérskemmtilegar limrur – sagði að
stundum hlypi í hann einhver púki og
það gerðist einmitt þennan morgun: –
„Kalla má þetta eineltislimrur í að-
draganda borgarstjórnarkosninga“:
Málefnin aukaatriði
Hana vil ég vænan
og vaskan, sagði hænan.
Dag B. Egg-,
Eyþór stegg,
en ekki VG.
(Líf getur ekki verið hani)
Dagdraumar
Er vaknar borg undan vetri
meira skal nýtast hver metri.
Byggðir nú þéttum
(með bílum og stéttum.)
En verður hún við þetta betri?
Hver er maðurinn?
Í auðmýkt sig bukkar og beygir
um borgarmálin ei þegir
því allt er í sóma
og algerum blóma.
Um „línuna“ lopann svo teygir.
Að lokum
Ofrímuð limra
Dagur, sá lífsglaði, létti,
ljómaði þegar hann frétti
af auðum bletti.
Ermarnar bretti
upp og sagði. „Þétti“.
Og nú er farið út í aðra sálma. Eftir
göngutúr dagsins datt Pétri Stef-
ánssyni í hug:
Að mér sækir (ekki treg)
indæl gleðivíma.
Alla daga arka ég
úti klukkutíma.
Lífs á strætum leik ég mér
lítt í skapi stúrinn.
Kaffisopinn indæll er
eftir göngutúrinn.
Ingólfur Ómar bætti við:
Lífs um stræti fimur fer
frjáls með glöðu sinni.
Þess á milli alltaf er
að yrkja á fésbókinni.
Hallgrímur Pétursson orti:
Blótaðu ekki, bróðir minn,
bót það eykur nauða,
engum hjálpar andskotinn
og allra síst í dauða.
Kristján Fjallaskáld kvað:
Á ævi minni er engin mynd
hjá austanvérum slingum
ég er eins og kláðakind
í klóm á Húnvetningum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Eineltislimrur
og nokkrar stökur
„LITLA TÖNGIN GEFUR MÉR ALLTAF
KRAMPA Í HÖNDINA.“
„ÞÚ SKILDIR VESKIÐ ÞITT EFTIR Í
FISKBÚÐINNI!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... útataður varalitur!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG GLÍMI EKKI VIÐ NEIN
VANDAMÁL!
HANDLEGGURINN
ER FASTUR! ÞAR KOM
EITT
ÞESSI AUMINGJA MAÐUR
FÉKK EINN ÓVÆNT Á
LÚÐURINN!
HVERNIG LÖGUM VIÐ
MUNNINN HANS?
ÞVO HANN MEÐ SÁPU!!