Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 31

Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 31
Fræg Hótelerfinginn Paris Hilton er opinská í nýrri heimildarmynd, Meme. Hótelerfinginn Paris Hilton greinir frá því í nýrri heimildarmynd um samfélagsmiðlastjörnur að henni hafi liðið eins og henni hafi verið nauðgað eftir að myndbandi af henni í samförum við fyrrverandi unnusta, Rick Salomon, var lekið á netið árið 2004. „Það var eins og mér hefði verið nauðgað,“ segir Hilton. „Mér fannst sem ég hefði misst hluta af sálu minni,“ segir hún og að hana hafi á tímabili langað að deyja. Heimildarmyndin sem Hilton segir þetta í nefnist Meme og er eft- ir leikstjórann Bert Marcus. Var hluti af markmiði hans að sýna aðr- ar hliðar á samfélagsmiðlastjörn- unni víðfrægu sem er einn af erf- ingjum Hilton-hótelakeðjunnar. Myndin var frumsýnd á Tribeca- kvikmyndahátíðinni í New York sem haldin var í síðustu viku. Líkir kynlífsmynd- bandi við nauðgun Íslenski dansflokkurinn frum-sýndi verkið Hin lánsömu eft-ir Anton Lachky síðastliðiðföstudagskvöld. Lachky hef- ur getið sér gott orð sem danshöf- undur en hann samdi áður verk með dansflokknum, Fullkominn dagur til drauma, og fékk fyrir það Grímu- verðlaun árið 2012. Hin lánsömu er blanda af súrreal- ísku leikriti með miklum texta, danssýningu, glamúr, skemmtun og kabarett. Það hefst á kraftmikinn og epískan hátt þar sem dans- ararnir keppast hver um annan að ná athygli áhorfandans, klæddir ga- lakjólum og kjólfötum. Hannes Þór í hlutverki Leiðtogans býður okkur velkomin heim til sín og fjölskyldu sinnar. Þau eru ríkasta fjölskylda Íslands, þau eiga Ísland, og þau eru alltaf hamingjusöm! Hann ávarpar dansarana með þeirra eigin nöfnum og hegðar sér eins og sjónvarps- kynnir í beinni útsendingu, ýktur og sjálfumglaður. Hann hefur völdin og ákveður reglurnar, hann er brúðu- meistarinn, költleiðtoginn. Verkið spyr spurninga um sam- félag og innri virkni þess, völd og frelsi einstaklingsins, og hvort hægt sé að finna hamingjuna í fyrir- myndarheimi allsnægtanna. Áhorf- andinn fær fljótt á tilfinninguna að hann sé fastur í vondum draumi eða standi á barmi endalokanna. Allt er mjög óþægilegt, andrúmsloftið blandað sjúkri meðvirkni og fjöl- skyldan föst í ánauð Leiðtogans. Það koma augnablik þar sem virðist eins og Leiðtoginn sé að missa tök- in, og heimurinn ætli að leysast upp, en það gerist svo ekki. Áhorfandinn bíður þannig eftir uppreisn eða upp- gjöri sem kemur aldrei og verkið endar á ófullnægjandi hátt. Í einni senu lætur Leiðtoginn systkini sín leika dansandi grísi undir klassískri tónlist. Með þessari grótesku uppstillingu skapar höf- undurinn andrúmsloft ofbeldis og óþæginda sem þó var á sýningunni tekið með fögnuði hjá mörgum áhorfendum. Leiðtoginn heldur síð- an áfram og lætur karlkyns dansar- ana í hlutverk hafmeyja með stút á munni og stór brjóst, nei, stærri brjóst! Hér eru karlmenn að gera grín að kvenleika með það að mark- miði að skemmta áhorfendum. Ef þetta á að vera kaldhæðin satíra eða ádeila þá er það ekki skýrt. Það þarf að íhuga vel svona framsetningu, svona grín hefði mátt deyja í gær. Karldansararnir þrír fara allir með veigamikil hlutverk. Hannes í hlutverki Leiðtogans er þungamiðja verksins, og hinir karldansararnir, Andrean og Einar, fá einnig bita- stætt efni til að moða úr. Þeir ögra Leiðtoganum, annar með draum- órum og frelsisþrá, en hinn með erótíkinni. Allir þrír gera hlut- verkum sínum góð skil, þeir hafa gott vald á húmor og sýna mikla færni í oft erfiðum kringumstæðum. Kvenhlutverkin eru mun veiga- minni, í raun svo veigalítil að maður spyr sig hvort femínísk umræða hafi ekki náð eyrum höfundarins. Það er helst að Þyri Huld hafi eitthvað til að vinna úr í hlutverki litlu systur- innar, sem þó því miður snýst aðal- lega um að hún skuli vera passíf, krúttleg og setja sig þess á milli í sirkusstellingar. Hinir kvendansar- arnir eru enn frekar í bakgrunni, ef undan eru skildir nokkrir örstuttir sólódansar, og á sérstaklega Tanja Marín þar eftirminnilega innkomu. Þetta kemur á óvart og maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum kven- dönsurum flokksins eru ekki gefin sterkari hlutverk í stórsýningu eins og þessari. Hlutverk Leiðtogans hefði til dæmis alveg eins getað ver- ið í höndum konu, og skal þá engri rýrð varpað á frammistöðu Hann- esar, sem sannarlega var glæsileg. Höfundurinn hefur greinilega smekk fyrir skrumskælingu. Á ein- um stað í verkinu vitnar hann með beinum hætti í Svanavatnið, sem er viðmiðunarpunktur í danssögunni. Senan er hlaðin kaldhæðni og er mögulega skot á staðalímyndir dansheimsins, en maður spyr sig hvort það hafi verið ætlunin eður ei? Á öðrum stað tilkynnir Leiðtoginn okkur að nú ætli þau að dansa eins og við sjáum dansað í myndböndum á YouTube, við áhorfendur hljótum að kannast við það. Maður spyr sig hvort þurfi tengingu við Svanavatn- ið eða YouTube til að við skiljum eða misskiljum? Þarf að láta dans- ara gera ýktar eftirlíkingar af dýr- um til að við veltumst um af hlátri? Er einhver ótti við að áhorfendur kunni ekki að meta dans og þurfi því ýkta leikræna tilburði og dægur- tengingar til að ná til þeirra? Lýsingin í sýningunni er fag- mannleg, hún þjónar verkinu, og það er unnið fallega með reyk. Hljóðmyndin samanstendur af klassískri tónlist í bland við teknó- tónlist og þunga dróna, og hún styð- ur þannig undir heildarupplifunina. Búningarnir eru flottir og raunsæir, skýr hugmynd sem passar vel inn í óljósan glamúrheim. Leikstíllinn er ýktur, og ná dansararnir að gera leik góð skil og halda athygli áhorf- enda, ásamt því að sýna stórkost- lega danshæfileika. Kóreógrafían einkennist af stuttum og hröðum frösum þar sem dansararnir stökkva af stað úr kyrrstöðu í kraft- mikinn dans. Danshöfundurinn ger- ir miklar kröfur með sínum ein- kennandi hröðu danstempóum. Dansararnir takast á við verkið af mikilli einbeitni og krafti, gefa hvergi eftir, en þó er tempóið svo hratt á köflum að áhorfandinn sér að þau eiga í fullu fangi með að halda í við hraðann. Kannski hefði mátt slaka þarna aðeins á og leyfa dönsurunum að njóta sín betur. Það hefur komið fram að danshöf- undurinn hefur unnið efnið og hand- ritið á mjög skömmum tíma, og hann er sjálfur sinn eigin drama- túrg. Það er ekkert að því að vinna hratt og alfarið út frá eigin sýn, en í þessu tilfelli hefði lengri undirbún- ingur og meiri íhugun verið til bóta. Við hefðum þá séð heildstæðari verk og betri útfærslur á einstökum atriðum. Það er líka mjög einhæft hvernig sviðsrýmið er nýtt. Leiðtog- inn er oftast fremst á sviðinu, dans- ararnir fyrir aftan, og sviðið virkar oft hálftómt. Svo eru klisjukenndar uppsetningar þar sem hópurinn ger- ir eitthvað samhæft og einn dansari brýst fram í sóló. Það er ekkert ferðalag á sviðinu sem segir eitt- hvað, og það vantar að huga að smá- atriðum. Á köflum er Hin lánsömu fyndin, glæsileg og skemmtileg sýning, en það er færni dansaranna sem gerir hana þess virði að sjá. Sú hugsun situr í manni að lokinni sýningu hvernig hægt sé í dag að bjóða upp á verk á stóru sviði með miklum um- búnaði og fyrirhöfn, sem gerir lítið úr hlutverki kvenna og hinir kúguðu meðlimir fjölskyldunnar fá aldrei tækifæri á uppreisn. Ef verkið á að vera kaldhæðið eða ádeila á skipt- ingu valdsins, hvort sem er í dans- heiminum eða almennt, þá er það ekki skýrt. Skilaboðin eru á tvist og bast og grunnurinn sem byggt er á er óljós. Hins vegar gefur efni verksins tilefni til margra heilabrota og umræðna, sem er gott, en maður spyr sig: Hver er boðskapurinn og hver er tilgangurinn? Ljósmynd/Jónatan Grétarsson Dansararnir „Á köflum er Hin lánsömu fyndin, glæsileg og skemmtileg sýning, en það er færni dansaranna sem gerir hana þess virði að sjá,“ segir rýnir. Skilaboðin í verkinu séu á tvist og bast og grunnurinn óljós. Óljós heimur valda og karla Borgarleikhús, stóra sviðið Hin lánsömu bbnnn Íslenski dansflokkurinn. Hugmynd og handrit: Anton Lachky. Danshöfundur: Anton Lachky. Ljósa- hönnuður: Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Búningahönnuður: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Hljóðmynd: Baldvin Magnússon. Dansarar: Einar Aas Nikke- rud, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Tanja Marín Friðjónsdóttir og Þyri Huld Árna- dóttir. Frumsýning föstudag 27. apríl 2018. NÍNA HJÁLMARSDÓTTIR DANS Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 2/5 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.