Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 36

Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ásmundur svarar öllum 2. Segir Melaniu Trump ekki … 3. 10 þúsund miðar seldir á Guns … 4. Ótrúleg saga af íslensku … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Harpa Björnsdóttir flytur fyrirlesturinn „Bróderað landslag“ á vegum Listfræðafélags Íslands í dag kl. 12 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Harpa mun fjalla um sérkennileg myndverk frá árunum 1914-1956, þar sem himinn og vatn er málað en landslag saumað út með listsaumi og kallast verkin á við þá landslags- dýrkun sem kom fram hjá íslenskum listmálurum á sama tíma og tengist sjálfstæðisbaráttu og styrkingu á sjálfsmynd þjóðar sem rís á þessum árum til fullveldis og síðar til fulls sjálfstæðis, að því er fram kemur í til- kynningu, en sýning á nokkrum slík- um verkum verður opnuð í Safna- safninu um miðjan maí og er Harpa sýningarstjóri hennar. Harpa hefur starfað sem mynd- listarmaður frá árinu 1983, var verk- efnastjóri Menningarnætur í Reykja- vík 1997 og 1998 og framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík 1999-2000. Hún hefur einnig verið sýningarstjóri fjölmargra sýninga. Bróderað landslag í Safnahúsinu  Sýning á verkum þriggja meistara íslenskrar abstraktmálunar, þeirra Nínu Tryggvadóttur (1913-1968), Guðmundu Andrésdóttur (1922- 2002) og Þorvalds Skúlasonar (1906- 1984), verður opnuð á morgun í i8 gall- eríi við Tryggvagötu sem jafnan sýnir verk samtíma- myndlist- armanna. Þrír meistarar ab- straktsins í i8 Á fimmtudag Suðvestlæg átt, 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en éljum sunnan- og vestanlands síðdegis. Úrkomulaust norðaust- anlands. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast austantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 m/s og slydda eða rigning með köflum austantil en styttir upp í kvöld. Hiti 1 til 7 stig að deg- inum, mildast suðaustanlands, en víða næturfrost inn til landsins. VEÐUR Tíu úrvalsdeildarlið tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fót- bolta í gær, en tvö féllu úr leik. Valur sló nýliða Kefla- víkur úr leik með 2:0- heimasigri og Stjarnan hafði betur á móti Fylki á heima- velli, 2:1. Átta úrvalsdeildar- lið höfðu betur gegn liðum í deildunum fyrir neðan og voru úrslitin samkvæmt bók- inni. 2. deildar lið Kára er einnig komið áfram. »2 Báðir nýliðarnir úr leik í bikar „Það er grafalvarlegt mál að saka mann um að vera ofbeldismaður. Því er ekki kastað fram í hálfkæringi eða að gamni sínu til þess að koma höggi á andstæðing sinn. Þetta eru þungar og alvarlegar ásakanir,“ segir Magn- ús Stefánsson, fyrirliði deildar- og bikarmeistara ÍBV í handknattleik karla, sem var fyrir helgina úrskurðaður í tveggja leikja keppnisbann af aganefnd HSÍ. »1 Þetta eru þungar og alvarlegar ásakanir „Það var töluvert bras á KR-liðinu í vetur. Það komu stundir þar sem maður efaðist um liðið. Það var deyfð yfir öllu saman og hungrið virtist vera farið. Það var farið að örla á pirr- ingi og samstaðan var lítil,“ skrifar Benedikt Guðmundsson, körfubolta- sérfræðingur Morgunblaðsins, sem fjallar um Íslandsmeistara KR í karla- flokki í blaðinu í dag. »4 Komu stundir þar sem maður efaðist um liðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta er náttúrlega ekki bara ég, við erum stórt teymi á Rannsóknarstofu Háskólans og Landspít- alans í öldrunarfræðum. Þetta er viðurkenning fyrir okkur öll,“ segir Ólöf Guðný Geirsdóttir sem stödd er í Ósló til þess að taka á móti verðlaunum, en hún hefur verið valin efnilegasti vísindamaður í öldrunarrannsóknum á Norðurlöndum. Af sama tilefni var hún valin til þess að flytja heiðurs- fyrirlestur á 24. norrænu ráðstefnu í öldrunar- fræðum, sem nú stendur yfir í Noregi. Ólöf Guðný er með doktorspróf í næringarfræði og er verkefnastjóri á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, auk þess sem hún er dósent við Matvæla- og næring- arfræðideild Háskólans. Hún segir það mikinn heiður að hljóta þessi verðlaun. „Með þeim er m.a. verið að horfa til verkefnis sem við byrjuðum með 2008 og lauk árið 2010 en við erum enn að skrifa greinar úr því. Það kallast IceProQualita, en við vorum með eldra fólk í þjálfun í þrjá mánuði og skoðuðum áhrif pró- teina á vöðvauppbyggingu. Það sem kom okkur mjög á óvart, en hefði kannski ekki átt að gera það, var að eina skýringin hjá þeim þátttakendum sem náðu ekki árangri var að þeir borðuðu ekki nóg. Við köllum það megrun þegar við erum ung og viljum komast í kjólinn fyrir jólin, en þetta er mjög alvarlegt hjá eldra fólki þegar það fer að missa vöðvana. Skilaboðin eru þau að hreyfing og styrktarþjálfun er mjög mikilvæg, en við þurfum samt að tryggja það að grunnþörf eins og að borða nóg og rétt samsett sé í lagi. Við erum að hugsa um annað en að komast í kjólinn fyrir jólin, við er- um að hugsa um lífsgæði og að fólk geti búið leng- ur heima hjá sér,“ segir Ólöf Guðný. Í kjölfarið er rannsóknarstofan að skoða vannæringu aldraðra, og er að byrja með risastórt verkefni þar sem far- ið er heim til fólks og því gefinn matur sem mat- vælafyrirtæki hafa verið að þróa sérstaklega fyrir aldraða. „Við þurfum öll að borða, þó við séum 99 ára, og við þurfum öll að passa að fá nauðsynlega næringu.“ Ólöf Guðný segir rannsóknarstarf á Íslandi sambærilegt og í öðrum löndum, en að hér á landi séum við allt að 15 til 20 árum á eftir þegar kemur að umönnun og þjónustu við aldraða. „Við þurfum að vera miklu duglegri að koma þeirri þekkingu sem við höfum til þeirra sem þurfa að vinna með hana.“ Ólöf Guðný tekur á móti verðlaununum í dag en flytur heiðursfyrirlestur á föstudag. Hún kveðst vera nokkuð kvíðin fyrir fyrirlestrinum. „Ég kann að tala um vísindi en þetta er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og er bara frekar mikið stressuð,“ segir hún og hlær. Hún segir mjög ánægjulegt að hafa séð hversu margir voru á leið á ráðstefnuna frá Íslandi. „Ég veit ekki hversu margir eru eftir heima til þess að vinna innan um aldraða því það var allavega hálf flugvél af fólki í öldrunargeiranum á leiðinni á ráðstefnuna. Það hafa allir áhuga á þessari þekk- ingu og vilja gera betur, sem er mjög jákvætt.“ „Erum að hugsa um annað en að komast í kjólinn fyrir jólin“ Ljósmynd/Landspítali Efnileg Ólöf Guðný ásamt fleirum frá rannsóknarstofunni auk doktorsnema í næringarfræði.  Ólöf Guðný er efnilegasti vísindamaður í öldrunar- fræðum á Norðurlöndum Verðlaunin hlaut Ólöf í kjölfarið á tilnefningu frá Félagi íslenskra öldrunarlækna og Öldr- unarfræðafélagi Íslands í tilefni þess að Ís- lendingar halda norrænu ráðstefnuna í öldr- unarfræðum árið 2020. Íslenskar öldrunarrannsóknir verða mjög áberandi á öldrunarráðstefnunni í Ósló, en frá Rann- sóknarstofu Háskóla Íslands og Landspít- alans fara alls sjö manns og verða með erindi eða veggspjöld sem tengjast verkefnum sem þar er unnið að. Öldrunarráðstefn- an á Íslandi 2020 SJÖ ÍSLENDINGAR MEÐ ERINDI Í ÓSLÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.