Morgunblaðið - 17.05.2018, Side 8
Magnús Orri segist í samtali við Viðskipta-
Moggann vera sífellt að hugsa um að koma
hlutum á hreyfingu, að skapa eitthvað nýtt.
„Ég hef gert örugglega hátt í 10 mismunandi
viðskiptaáætlanir í gegnum tíðina, sumt hefur
gengið upp en annað ekki,“ segir Magnús og
brosir um leið og hann kveikir á tölvunni til að
sýna blaðamanni kynningu á metnaðarfyllsta
verkefninu til þessa, Fjallaböðunum í Þjórs-
árdal, sem fyrirhugað er að hefja byggingu á
vorið 2019.
Rauðukambar, félagið sem heldur utan um
Fjallaböðin, eru með aðstöðu á skrifstofuhæð
Bláa lónsins í turninum á Smáratorgi. Magnús
er sjálfur fyrrverandi markaðsstjóri húðvara
hjá Bláa Lóninu og þekkir því vel til ferðaiðn-
aðarins. Auk þess skrifaði hann bók árið 2012
þar sem hann viðraði sýn sína fyrir Ísland í
nútíð og framtíð. Eitt af leiðarstefjunum þar
er uppbygging umhverfisvænnar ferðaþjón-
ustu, sem Magnús segir að sé leiðin fram á við
fyrir Ísland. Hann vill að sú sýn birtist með
skýrum hætti í Fjallaböðunum.
Þjórsárdalurinn setið eftir
Þjórsárdalurinn hefur að sögn Magnúsar
Orra setið eftir í ferðamannabylgjunni sem
staðið hefur yfir hér á landi frá hruni, þrátt
fyrir að í dalnum sé að finna ýmsa áhugaverða
sögustaði og fagrar náttúruperlur. Flestir
sem koma í dalinn ferðast þar á eigin vegum
að sögn Magnúsar, enda er aðgengi að mörgu
leyti ábótavant, vegir slæmir og ekki hefur
verið byggð góð aðstaða fyrir ferðafólk við
náttúruperlur eins og Gjána og Háafoss. „Við
viljum koma að því í samstarfi við heimamenn
að bæta aðstöðu ferðafólks til að njóta Þjórs-
árdalsins. Bæði með uppbyggingu Fjallabað-
anna og gistingar og svo ekki síður með upp-
byggingu annarrar aðstöðu víða um dalinn.
Fjallaböðin verða umhverfisvænt hótel og
baðlón þar sem fólki á að líða vel eftir útivist í
dalnum og á hálendinu. Sumir vilja koma við í
böðunum sem hluti af dagsferð, aðrir vilja
gista. Hjá okkur á fólk að geta notið sín í lopa-
peysunni, eftir að hafa verið úti að leika sér á
fjallaskíðum eða hestbaki. Við erum ekki að
horfa til þess að þú þurfir að tipla um í hvítum
slopp eða á háum hælum,“ segir Magnús
kankvís.
Staðurinn á að verða, að sögn Magnúsar,
eins konar miðstöð fyrir þá sem leggja leið
sína um dalinn, í hvaða erindagjörðum sem
þeir kunna að vera. Um er að ræða fjögurra
milljarða króna framkvæmd, sem fjármögnuð
er að fullu af frumkvöðlunum Magnúsi, bróð-
ur hans Ellerti og Ragnheiði B. Sigurð-
ardóttur og Íslenskum heilsulindum, sem eru
í eigu Bláa Lónsins, Eldeyjar og Icelandic To-
urism Fund. „Þetta teymi er mjög sterkt. Það
var til dæmis gaman fyrir okkur frum-
kvöðlana að hitta forsvarsmenn þessara aðila,
því frá fyrstu tíð fundum við hvað þau voru
áhugasöm um þessa nálgun okkar. Þá er
Ragnheiður uppalin á Ásólfsstöðum í Þjórs-
árdal og það er mikill akkur fyrir verkefnið að
hafa hana um borð. Hennar þekking er ómet-
anleg,“ segir Magnús.
Hann segir að markmiðið sé að upplifun
hvers og eins verði sem allra best. „Við viljum
skilja bílastæði vel frá baðlóninu og gisting-
unni. Því munum við byggja þjónustumiðstöð
sem þjónar sem gestamóttaka niðri við veg
um átta kílómetrum frá og ferja fólk á raf-
magnsbílum eftir fjallvegi til og frá Fjallaböð-
unum. Þannig munu gestir setjast upp í raf-
magnsbifreið og „klöngrast“ eftir misgóðum
malarvegi upp að Fjallaböðunum. Það yrði allt
hluti af upplifuninni. „Ef það er snjór þá verð-
ur bara smá vesen að fara í bað,“ segir Magn-
ús brosandi og heldur áfram: „Með þessu vilj-
um við ná því besta fram, gefa fólki kost á að
upplifa baðferð í einstakri náttúru og minnka
áreitið frá bílum og umferð. Þetta eru líka
skýr skilaboð um áherslur okkar í umhverf-
ismálum,“ segir Magnús Orri, en hann hefur
unnið að verkefninu allt síðan frumkvöðlarnir
hófu samstarf fyrir þremur árum.
Heita vatnið er aðalatriðið
Magnús lýsir náttúrunni á svæðinu sem stór-
merkilegri. Háifoss, Hjálparfoss og Gjáin séu
allt fallegir áfangastaðir, og gervigígar í daln-
um séu einstakir á heimsvísu. Aðstandendur
Fjallabaðanna vilji bæta aðgengi að þessum
perlum, t.d. með merkingu gönguleiða, upplýs-
ingaskiltum, göngubrúm yfir Fossá og fleiru.
„Við erum að framkvæma á viðkvæmu svæði og
erum fullkomlega meðvituð um ábyrgð okkar
hvað snertir einstaka náttúru dalsins. Þá er
ótalin menning svæðisins, en Stöng og Þjóð-
veldisbærinn í Þjórsárdal eru að mörgu leyti
gleymdar perlur en bærinn er tilgátuhús byggt
á höfuðbýlinu Stöng sem talið er að hafi farið í
eyði í Heklugosi árið 1104.“
Magnús segir að heita vatnið sem vellur upp
úr jörðinni sé forsenda þess að ráðist sé í fram-
kvæmdina. Það hefur í áratugi runnið í sund-
Fjögurra milljarða krón
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fjallaböðin, nýr baðstaður og 40
herbergja hótel, í eigu dótturfélags
Bláa Lónsins, Íslenskra heilsu-
linda, og þriggja frumkvöðla,
munu byrja að rísa á næsta ári í
Þjórsárdal. Magnús Orri Schram,
forsvarsmaður og einn frumkvöðl-
anna í verkefninu, segir að lögð
verði áherslu á upplifun í Fjallaböð-
unum, og verkefnið í heild verði eitt
hið umhverfisvænasta sem sést
hefur hér á landi.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018FRÉTTASKÝRING
Mikil jákvæðni ríkir gagnvart Fjallaböð-
unum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, að
sögn oddvitans, Björgvins Skafta Bjarna-
sonar.
„Það eru allir spenntir fyrir þessu, nú
þegar ljóst er að þetta er að verða að veru-
leika,“ segir Björgvin í samtali við Við-
skiptaMoggann. „Þetta er óhemju flott og
öflugt ferðamannasvæði, en það hefur ekki
verið notað til að þjónusta ferðamenn, sem
hafa því gengið þarna sjálfala. Það hefur
svolítið farið í taugarnar á okkur, því það
skemmir landið.“
Björgvin segir að Fjallaböðin muni skipta
miklu máli fyrir atvinnulífið í hreppnum.
Hann segist aðeins hafa áhyggjur af tveim-
ur málum. Annars vegar að vel verði staðið
að umhverfismálunum og eins að staðurinn
verði ekki einhver lúxusstaður, eins og
hann orðar það. „Forsætisráðuneytið [sem
fer með þjóðlendurnar] hefur talað fyrir því
að þetta verði ekki þannig staður, og það
eru allir á sömu blaðsíðu með það.“
Ferðamennirnir hafa
gengið sjálfala
„Við í Basalt viljum að byggingin verði hluti
af þessa stórbrotna umhverfi. Með því að
fella bygginguna inn í landið lágmörkum við
sjónræn áhrif hennar. Jarðvegsrannsóknir
hafa einnig sýnt fram á að ákjósanlegt sé að
fella bygginguna í fjallið vegna dýptar niður á
föst jarðlög á svæðinu. Efnið sem tekið er úr
hlíðinni er notað á ný til að fergja þakið og
húsformið er brotið upp svo að herbergin og
aðrir hlutar byggingarinnar standa stök út úr
jörðinni. Að vissu leyti mætti segja að við
séum um leið að kinka kolli til íslenskrar
byggingararfleifðar,“ segir Marcos Zotes
arkitekt hjá Basalt arkitektum.
Hann bætir við að veðurfar og sólaráttir
ráði einnig miklu um formun byggingarinnar.
„Lega hennar í fjallinu er frá vestri til austurs
en þannig náum við að hámarka birtu í húsið
frá suðri. Beggja vegna byggingarinnar eru
sterkir vindstrengir úr norðri sem koma nið-
ur með hlíðunum. Með því að fella bygg-
inguna í landið lágmörkum við vindálag og
viðhald vegna veðurfars.“
Verkefnið kinkar kolli til
íslenskrar byggingararfleifðar