Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Kraftvélar buðu nýverið til hittings í húsakynnum sínum við Dalveg í Kópavogi þar sem tilefnið var frum- sýning og um leið formleg afhending á fyrsta eintakinu af Iveco Daily Electric, fyrsta 100% rafmagns- bílnum í flokki stærri sendibíla. Við sama tækifæri kynnti fyrirtækið til leiks sendibíl ársins, Iveco Daily Blue Power en línan inniheldur þrjá aflgjafa framtíðarinnar, eins og þeir eru kynntir til sögunnar; Daily er sem fyrr segir 100% rafmagnsbíll, Daily Hi-Matic er metanbíll og Daily dísil Euro 6 RDE Ready er díselbíll. Hugsaður fyrir þéttbýlið „Þessi vörulína er fyrst og fremst hugsuð til notkunar í þéttbýli til að draga þar úr mengun,“ útskýrir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri atvinnu- bifreiða hjá Kraftvélum. „Víða í stór- borgum erlendis hafa nú þegar verið settar takmarkanir á notkun at- vinnubíla innan borgarmarkanna til að stemma stigu við útblást- ursmengun og hér er komin vörulína sem nýtist fullkomlega í hvaða þétt- býli sem vera skal því bílarnir menga ekki eins og aðrir atvinnubíl- ar sem brenna hefðbundnu jarð- efnaeldsneyti.“ Ívar bætir því við að markmiðið hjá Iveco með nýju lín- unni hafi verið að bjóða upp á at- vinnubíla sem standast allar kröfur fyrirtækja til bíla sinna, en koma um leið til móts við ströngustu umhverf- isviðmið. „Það er ennfremur gaman að geta þess að árið 2015 var Iveco Daily valinn sendibíll ársins, og þá með þessu sama útliti, og nú þremur ár- um seinna hreppir hann aftur sömu verðlaunin. Það má því halda því fram með góðu móti að þeir séu að gera eitthvað rétt,“ bætir Ívar við. Umrædd verðlaun eru á alþjóðavísu kosin af dómnefnd bílablaðamanna frá 25 löndum. Svara kalli nútímans Aðspurður segir Ívar að Daily raf- magnsbíllinn sé með allt að 200 km. raundrægni og 2 tíma hrað- hleðslumöguleika. Koltvísýrings- útblásturinn er vitaskuld 0%. „Daily Blue Power metan er svo með allt að 400 kílómetra drægni með HI-Matic 8 gíra sjálfskiptingu og gefur dísilvélum ekkert eftir varðandi afl ásamt því að vera hljóð- látari heldur en hefðbundin dísilvél og það sem meira er, metan losar 95% minna af CO2 heldur en dís- ilbíll,“segir Ívar. Loks eru Daily dísil Euro6 RDE Ready dísilbílarnir tilbúnir fyrir LCV mengunarstaðla þá er taka gildi í Evrópu árið 2020. „Þeir eru með allt að 7% lægri eldsneyt- iseyðslu en núverandi dísilbílar og leggja línurnar fyrir komandi fram- tíð,“ bendir Ívar á. Það var Veitur ohf sem tóku á móti fyrsta Daily Blue Power Elect- ric 100% rafmagnsbílnum. „Veitur ohf er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hafa sýnt frum- kvæði meðal íslenskra fyrirtækja í að taka í notkun umhverfisvæna at- vinnubíla,“ bendir Ívar á að lokum. jonagnar@mbl.is Kraftvélar kynna orkugjafa framtíðar frá Iveco Umhverfisvænir fyrir þéttbýlisakstur Morgunblaðið/Árni Sæberg Iveco Daily Blue Power en línan inniheldur þrjá aflgjafa framtíðarinnar, eins og þeir eru kynntir; Daily er sem fyrr segir 100% rafmagnsbíll, Daily Hi-Matic er metanbíll og Daily dísil Euro 6 RDE Ready er díselbíll. Fjölmenni var við frumsýninguna hjá Kraftvélum enda verður umræðan um vistvæna atvinnubíla og útblástursmengun í þéttbýli sífellt háværari. „Þessi vörulína er fyrst og fremst hugsuð til notkunar í þéttbýli til að draga þar úr mengun,“ útskýrir Ívar Þór, sölustjóri hjá Kraftvélum. Markmiðið hjá Iveco með nýju línunni er að bjóða upp á umhverfisvæna valkost sem standast um leið allar kröfur fyrirtækja til atvinnubíla sinna. Það vakti athygli í Moskvu að Vla- dímír Pútín mætti á nýrri og býsna stórri límúsínu til athafnarinnar þar sem hann sór embættiseið við upp- haf nýs sex ára kjörtímabils sem for- seti Rússlands. Það markaði nýja tíma í Rússlandi er kubbslaga kolsvarta glæsi- bifreiðin leið yfir Rauða torgið og skilaði Pútín til athafnarinnar í Kremlín. Bíllinn er af gerðinni Cor- tege og leysir af hólmi þýskan bíl af gerðinni Mercedes Maybach sem Pútín hefur notað hingað til. Það er afturhvarf til fyrri tíma er sovéskir og rússneskir leiðtogar brúkuðu ZIL-límúsínur til ferða- laga. Lægra settum leiðtogum var ekið um á Chaikas-bílum eða mávum með öðrum orðum. „Hann er svalari en bíll Trumps“ hafði rússneska fréttastofan No- vosty eftir gesti við hátíðarathöfn- ina, en Donald Trump Bandaríkja- forseti ekur um á sérsmíðaðri og skotheldri Cadillac-bifreið. „Þetta er forvitnilegasta bílafrétt fimm síðustu ára,“ sagði fréttamað- ur Rossiya 24-sjónvarpsins og hrós- aði bílnum hástöfum. „Hann er smíðaður í Rússlandi, úr rúss- neskum íhlutum og handverki rúss- neskra sérfræðinga,“ bætti hann við. Ekki er Cortege-bíllinn alveg al- rússneskur því vél hans var þróuð með aðstoð verkfræðinga frá þýska sportbílasmiðnum Porsche. Forsetalímúsína Pútíns hefur ver- ið í þróun frá árinu 2013 að sögn TASS-fréttastofunnar. Þróun- arverkefnið hefur kostað 12,4 millj- arða rúblna, jafnvirði um 20 millj- arða króna. Sjálf smíði bílsins hófst svo í fyrra, en hann er rúmlega sex metra langur. Hann er hluti af nýrri 16 bíla lúxuslínu til afnota fyrir fyr- irmenni sem verður í umsjá rúss- nesku leyniþjónustunnar. Segjast geta keppt við þá bestu Forsetalímúsínan ber undirheitið Aurus og í línunni þeirri verða t.d. stallbakur að nafninu Senate og margnotabíll að nafni Arsenal. Eru nöfnin sótt í turna Kremlarm- úranna, að sögn sjónvarpsins. Þá er ætlunin að markaðssetja hina nýju línu lúxusbíla og bjóða hverjum sem er til kaups. Þannig hyggjast Rússar sýna að þeir geti keppt við framleiðendur á borð við Mercedes-Maybach, Bentley og Rolls-Royce að gæðum og kaupverði og þurfi ekki að vera háðir innflutn- ingi á bílum. Rússneskir leiðtogar hefur löngum líkað að slá um sig á flottum bílum. Bolsjevíkaleiðtoginn Vladímír Lenín lagði hald á bílaflota keis- arans sem hann steypti af stóli og fór vart hænufet öðruvísi en á Rolls- Royce Silver Ghost. Uppáhaldsbíll Jósefs Stalín var aftur á móti Pack- ard. Brynvarðar ZIL-límúsínur komu til skjalanna á sjötta áratugnum og brúkaðar fram undir aldamót, en þá viku þær fyrir aðallega fyrir Merce- desbílum. Tsjhaíka-límúsínan var einnig þróuð á sjötta áratugnum. Spurningin sem eftir á að fá svör við snýst svo um það hvort rúss- neskir ólígarkar og milljónamær- ingar muni hætta að kaupa Merce- des, Rolls-Royce, Bentley, Porsche og önnur vestræn lúxusmerki. Slíkir bílar voru í miklum meirihluta á bíla- stæðum Kremlínar er Pútín sór eið sinn. agas@mbl.is Rússlandsforseti velur rússneskt Hin nýja og veglega forsetalímúsína Vladímírs Pútín af gerðinni Cortege á leið til innsetningarathafnarinnar í Kreml 7. maí síðastliðinn. Pútín fær nýja volduga for- setalímúsínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.