Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Bæði sprotafyrirtæki og voldugir
bílaframleiðendur vinna núna að
því hörðum höndum að þróa sjálf-
akandi bíla. Miklar framfarir hafa
orðið á síðustu árum og bílar kom-
ið á markað sem geta ekið sér
sjálfir við vissar aðstæður. Íslend-
ingar fengu forsmekk að því sem
koma skal á Snjallborgarráðstefnu
Reykjavíkur fyrr í mánuðinum, en
þá áttu gestir í Hörpu þess kost að
fá far með sjálfakandi rafmagnsbíl;
15 manna skutlu frá Autonomous
Mobility sem Hekla og Smyril
Line fluttu til landsins.
Friðbert Friðbertsson, forstjóri
Heklu, segir að heimsókn sjálf-
akandi bílsins í Hörpu hafi bæði
sýnt hve langt tæknin sé komin og
einnig varpað ljósi á það að fram-
leiðendur eigi enn þó nokkuð í
land. „Ökutækin frá Autonomous
Mobility ferðast eftir fyrirfram af-
markaðri braut og þekkja það um-
hverfi sem þau aka um. Ef eitt-
hvað óvenjulegt verður á vegi
þeirra, eins og t.d. gangandi veg-
farandi, þá greina skynjarar að
umhverfið er ekki eins og það á að
vera og ökutækið nemur staðar. Á
viðburðinum í Hörpu snjóaði til að
mynda og átti skutlan erfitt með
að átta sig á snjónum svo hún tók
upp á því að stoppa og jafnvel
flauta.“
Smám saman munu ökutæki
Autonomous Mobility og annarra
framleiðenda læra að skilja betur
umhverfi sitt og vita hvenær er
óhætt að aka og hvenær ekki.
„Framleiðendur glímdu t.d. við það
að skynjarar litu á hrúgur af lauf-
blöðum á veginum sem fyrirstöðu
eða holu og þurfti að kenna bíl-
unum að greina vissa liti og mynst-
ur í þessum hrúgum svo þeir létu
þær ekki stöðva sig.“
Leiðin upp á fimmta þrep
Tækninni að baki sjálfakandi bíl-
um er skipt niður í fimm þrep þar
sem bílar á fimmta og efsta þrep-
inu (e. level 5) aka sér alfarið sjálf-
ir, hvar sem er og við hvaða kring-
umstæður sem er. „Fyrsta þreps
sjálfstýring er t.d. sjálfvirk gang-
stýring (e. adaptive cruise control),
þar sem ökumaðurinn þarf áfram
að stýra en skynjarar á bílnum
fylgjast með staðsetningu bílsins á
undan og hægja eða auka ferðina
eins og þarf. Skutlan sem við feng-
um til landsins er með fjórða þreps
sjálfstýringu, þ.e. hún getur ekið
sér sjálf en aðeins eftir að búið er
að kortleggja fyrir hana aksturs-
svæðið,“ útskýrir Friðbert.
Sjálfakandi bílar á fimmta þrepi
byggja allir á svipuðum grundvall-
aratriðum: þeir beina skynjurum í
allar áttir til að greina umhverfi
sitt og öflug tölva um borð vinnur
úr upplýsingunum til að velja
örugga leið fyrir bílinn. Framleið-
endur hafa prófað sig áfram með
mismunandi gerðir skynjara og
þannig notar t.d. sjálfakandi bíll
Uber bílaþjónustunnar 360° leysi-
geislaradar en Google hefur prófað
sig áfram með radartækni, sónar
og öflugar myndavélar. Tölvan og
skynjararnir þurfa ekki aðeins að
átta sig á lögun umhverfisins held-
ur verða líka að geta gert grein-
armun á t.d. reiðhjóli eða mót-
orhjóli á ferð og þekkt í sundur
holu og vatnspoll á götunni.
Friðbert segir tækninni fleygja
fram og raunhæft sé að áætla að
sjálfakandi bílar verði komnir í al-
menna notkun á meðal annarra
farartækja áður en langt um líður.
„Það er búið að útfæra tæknina í
aðalatriðum og eftir situr áfram-
haldandi þróun og prófanir til að
yfirstíga smáar og stórar hindr-
anir. Fimmta stigs sjálfakandi
bílar ættu að koma á göturnar um
miðjan næsta áratug að mati
þeirra sem til þekkja og áður en
það gerist verða fjórða stigs sjálf-
akandi bílar eins og skutlan frá
Autonomous Mobility komin í fulla
notkun á afmörkuðum svæðum
eins og t.d. á flugvöllum.“
Bylting í samgöngum
En hverju mun það breyta þegar
það er bíllinn, en ekki ökumað-
urinn, sem stjórnar? Ávinning-
urinn er margþættur og gæti
tæknin jafnvel gjörbreytt því
hvernig fólk kemst á milli staða.
Samgöngur gætu orðið skjótari,
ódýrari og mun öruggari.
„Fjölgun sjálfakandi bíla getur
mögulega leitt af sér meiri hag-
kvæmni í umferðinni og umferð-
armannvirki ættu að virka betur
þar sem sjálfvirka tæknin býður
upp á að ökutækin ferðist nær
hvert öðru. Farþegar sem kjósa
sjálfakandi almenningssamgöngur
geta nýtt tíma sinn betur og notað
ferðina til að slaka á, lesa blöðin
eða horfa á sjónvarp frekar en að
þurfa að hafa athyglina við akst-
urinn. Reyndar gætu sjálfakandi
bílar verið svo skilvirkir að farþeg-
ar ná ekki einu sinni að klára úr
kaffibolla eða fletta í gegnum eitt
dagblað áður en þeir koma á
áfangastað,“ segir Friðbert. „Sjálf-
akandi bílar munu ekki bara gera
samgöngur þægilegri og ódýrari
heldur eiga líka eftir að umbreyta
borgum sem glíma í dag við þunga,
erfiða og mengandi umferð.“
Friðbert er ekki á því að sjálf-
akandi bílar muni gera út af við
einkabílinn: „Við viljum njóta
áfram þeirra þæginda sem við er-
um vön í dag enda ná einstaklingar
að lifa einkar fjölbreyttu lífi og
sinna fjölda verkefna á skömmum
tíma á einkabílnum. Tæknin eykur
enn frekar þá kosti sem við höfum
og gerir lífið áhyggjulausara,“ seg-
ir Friðbert og bendir á að margir
muni vilja eiga ökutæki sem fellur
vel að áhugamálum þeirra og lífs-
stíl. „Á meðan fólk mun nota sjálf-
akandi bíla til að sinna daglegum
ferðum innanbæjar þá gæti verið
gott að eiga t.d. fjórhjóladrifsjeppa
til að sinna áhugamálum eins og
veiði, eða fyrir ferðir í sumarbú-
staðinn.“
En hvað verður um bílaframleið-
endurna og bílaumboðin við þessar
breytingar? Friðbert segir að
fyrirtækin í greininni átti sig á að
sjálfakandi bílar muni gjörbreyta
markaðinum, og næsta víst að þau
fyrirtæki sem ná að verða fyrst til
að bjóða almenningi framúrskar-
andi lausnir til að komast á milli
staða, í sjálfakandi bílum eða með
öðrum hætti, munu standa með
pálmann í höndunum. „Hlutverk
bílaumboðanna gæti smám saman
breyst frá því að selja ein-
staklingum og fyrirtækjum bíla yf-
ir í að selja notendum marg-
víslegar samgöngulausnir. Eitt er
víst að við munum halda áfram að
óska eftir því að komast hratt,
þægilega, örugglega og ódýrt á
milli staða og umboðin munu halda
áfram að leika stórt hlutverk.“
Sjálfakandi bílar
handan við hornið
Fimmta stigs sjálfakandi bílar, sem geta ekið sér sjálfir hvar sem er og við
hvaða skilyrði sem er, eru væntanlegir um miðjan næsta áratug. Fram-
leiðendur lofa þægilegri, öruggari og hagkvæmari samgöngum.
Sjálfakandi bílar ættu að geta gert umferðina mun öruggari, en tilraunir
með tæknina hafa ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Sjálfakandi floti Uber.
Google hefur reynt margs konar skynjara í sínum sjálfakandi bíllum.
„Hlutverk bílaumboðanna gæti smám saman breyst frá því að selja ein-
staklingum og fyrirtækjum bíla yfir í að selja notendum margvíslegar
samgöngulausnir,“ spáir Friðbert um framtíð bílamarkaðarins.
AFP
Morgunblaðið/Kristinn
Bandaríski bílsmiðurinn Buick mætti til leiks á bílasýn-
ingunni í Peking í byrjun maí með nýjan rafjeppa, En-
spire, sem tilbúinn er í fjöldaframleiðslu.
Enspire vakti mikla athygli í Peking. Hér er um
hreinan rafbíl að ræða en Buick segist stefna að því að
koma með 20 módel rafbíla á markað fram til ársins
2023. Verður sjónum einkum beint að Kínamarkaði í
því sambandi.
Enspire er með nýrri drifrás frá General Motors
(GM) að nafni eMotion en afl hennar verður 410 kíló-
vött og uppgefið drægi bílsins 600 km. Upplýsinga- og
aðgerðaskjár byggist á 5G-tækni og það er ekki bara
hún sem er hraðvirk heldur mun og aðeins taka 40 mín-
útur að hlaða nær tóma rafgeyma í 80% hleðslu, ann-
aðhvort með spanstraumi eða kapli.
Einnig sýndi Buick stallbak að nafni Velite 6 og
vöktu báðir bílarnir óskipta athygli, samkvæmt fregn-
um. Ekki þarf að koma á óvart að Buick skuli sýna kín-
verska markaðinum áhuga því þangað hafa farið 85%
allra bíla sem bandaríski bílsmiðurinn hefur flutt út.
Þannig keyptu Kínverjar 1,18 milljónir Buick-bíla í
fyrra en til samanburðar seldi fyrirtækið „aðeins“
219.231 eintak á heimamarkaði sínum í Bandaríkj-
unum.
Velite 5 var hleypt af stokkunum í hitteðfyrra í Kína
og hefur selst vel. Hinn nýi Velite 6 hefur nú einnig
verið frumsýndur þar í landi, en hann líkist engum öðr-
um bíl í smíðislínu Buick og lítið hefur verið látið uppi
um hann. Þó verður hann fáanlegur sem annaðhvort
rafbíll eða tengiltvinnbíll. Síðarnefnda útgáfan verður
með 1,5 lítra bensínvél og rafstýrðri skiptingu. Með
fullri rafhleðslu og tankfylli bensíns mun hann draga
um 700 km.
agas@mbl.is
Enspire knúinn eMotion
Buick frumsýnir rafjeppa
Buick Enspire-þróunarbíllinn á stalli sínum á sýningu
í Kína en hann er nánast tilbúinn til raðsmíði.