Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Vinsældir jeppa hafa aukist á síð- ustu árum, í framhaldi af miklum samdrætti í sölu slíkra bíla á tímum fjármálakreppunnar. Á allra síðustu misserum hafa svo rafknúnir jeppar skotið upp kolli og að minnsta kosti fimm slíkir koma á götuna á yf- irstandandi ári, 2018. Þetta endurspeglar meginþróun- ina síðustu tólf mánuðina eða svo á bílamarkaði, en það er áberandi vöxtur jeppa og rafbíla. Hafa bíl- smiðir því viljað sækja fram í þeim geira af auknum krafti og með miklu bílavali. Þar á meðal eru mörg frægustu bílamerkin. Fimm jeppa er beðið með sérstakri eft- irvæntingu á þessu ári en allir eru þeir vænt- anlegir af færiböndum bílsmiðja fyrir árslok: Audi e-Tron Quattro Audi sýndi e-Tron Quattro sem þróunarbíl í hitteðfyrra og frum- gerð Sportback-útgáfu bílsins kom til skjal- anna og reynsluaksturs í fyrra. Audi tekur nú þegar á móti pönt- unum með innágreiðslu svo ljóst má vera, að fullskapaður e-Tron Quattro er alveg á næstu grösum. Hann mun eflaust birtast á Par- ísarsýningunni í október eða jafnvel fyrr. Að sögn Audi verður drægi e- Tron Quattro 500 kílómetrar á fullri hleðslu og hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið mun aðeins taka 4,2 sek- úndur. Mun hann búa yfir ein- staklega öflugu upptaki, eða 800 Newtonmetra togi. Bíllinn verður með tengli fyrir hraðhleðslu. Jaguar I-PACE Ein helsta stjarna bílasýning- arinnar í Genf í mars sl. var Jaguar I-PACE en þar er á ferðinni stór jeppi sem ætlað er að keppa um hylli kaupenda við Tesla Model X. Bíllinn er sagður tæknivæddasti jagúarinn sem nokkru sinni hefur veið smíð- aður. Hann er tilbúinn til raðsmíði og verða fyrstu eintökin afhent kaupendum á næstu dögum og vik- um. Drægi I-PACE er uppgefið sem 500 kílómetrar á fullri hleðslu. Mercedes-Benz EQ Mercedes EQ var frumsýndur sem þróunarbíll á Parísarsýningunni 2016. Vænta má þess að endanleg út- gáfa bílsins verði sýnd seint á árinu. Þessi fyrsti hreini rafbíllinn frá Mercedes skartar nýrri trjónu sem verður táknræn fyrir rafbílamódel þýska lúxusbílsmiðsins. Úr þeim ranni er að vænta fleiri rafmódela með árunum. Blá lýsing verður til áhersluauka á yfirbyggingunni. Porsche Mission E-Cross Porsche er fyrst og fremst þekkt fyrir sína aflmiklu jeppa og sportbíla og þótti það því tíðindum sæta er þýski sportbílasmiðurinn tilkynnti að hann væri að þróa línu hreinna rafbíla með framtíðina í huga. Miss- ion E-Cross er hámarks skilgreining þess draums. Hann sýnist sameina útlit lágt liggjandi sportbíls og gagn- semi og nærveru jeppa. Hann er að verða að veruleika og búist er við að raðsmíði hefjist seint á árinu. Volkswagen ID Crozz Crozz er liðsmaður nýju ID-lín- unnar hjá VW sem kynnt verður á næstu 12 mánuðum með þremur stökum módelum, ID hlaðbak í sömu stærð og Golf, ID Crozz og ID Buzz, sem minnir á forna og frægra rúg- brauðstíma Volkswagen. ID Crozz er nokkuð samanrekinn að sjá og er því spáð að hann eigi eftir að ná miklum vinsældum í einum erfiðasta geira bílamarkaðarins. Uppgefið drægi er um 600 km og rafrásaraflið er sagt verða 302 hestöfl. Hermt er að Crozz verði samkeppnishæfur í verði í þeim tilgangi að auka að- dráttarafl hans í augum almennra bílkaupenda. agas@mbl.is Nýir rafjeppar á götuna 2018 Mercedes EQ er fyrstur í nýrri rafbílafjölskyldu. Það er stuð í kortunum framundan Rafjeppinn Audi e-Tron Quattro er á næstu grösum. Í samanburði við ökumenn annarra bílmerkja virðast öku- menn Porschebíla einkar ánægðir með kynlíf sitt. Í þeim efnum segjast tveir þriðju þeirra eða 65,5% vera farsælir eða mjög farsælir – og njóti oft samfara í bíl sín- um. Hærra skora engir ökumenn annarra bílmerkja, samkvæmt rannsókn um þetta efni í Þýskalandi. Þar kom í ljóst, að eigendur Mercedes og Volvo eru næstánægðastir með sam- líf sitt á grundvelli kynlífs. Þar segir að eitt hafi ökumenn Mercedes umfram eigendur Porsche og það er miklum mun meira kynlíf. agas@mbl.is Það er margvíslegt, mótorsportið, á minn sann Stundum er því fleygt, að bílar hafi áhrif á kynhvötina, til að mynda Porsche 911 Targa. Skyldi engan undra. Kynlíf eigenda Porsche kátast Bílar sem smíðaðir eru í Bandaríkjunum frá og með 1. maí síðastliðnum verða búnir bakkmyndavélum. Eng- in fordæmi munu fyrir slíkum reglum annars staðar frá. Bandaríska samgönguráðuneytið segir myndavélar, er sýna svæðið fyrir aftan bílinn á skjá á mælaborði, öryggisbúnað sem vera skuli staðalbúnaður í öllum nýjum bandarískum bílum. Gildir hið sama um alla útlenda bíla sem fluttir eru inn til Bandaríkjanna. Því er ljóst að ákvörðunin varð- ar evrópska bílsmiði. Þetta er í samræmi við reglur sem samgöngu- ráðuneytið í Washington gaf út árið 2014. Stofnun sem lætur sig varða bíla- og vegaröryggi (AHAS) seg- ir að barátta fyrir bakkmyndavélum sem staðalbúnaði í bílum hafi hafist fyrir alvöru þegar George W. Bush var Bandaríkjaforseti. Hafi sú barátta tekið áratug að skila árangri. Auknar kröfur um öryggisbúnað Ásamt öðrum öryggis- og neytendasamtökum stefndu AHAS-samtökin Þjóðvegaöryggissam- göngustofnun Bandaríkjanna (NHTSA) árið 2013 og sögðu stofnunina eigi hafa aðhafst nóg til að bakk- myndavélar yrðu að staðalbúnaði bíla. Brást NHTSA við því með reglum 2014 þar sem kveðið var á um að myndavélarnar skyldu vera í öllum nýjum bílum frá og með 1. maí 2018. Bakkmyndavélarnar eru ekki eini öryggisbúnaður- inn sem mæðir á öryggis- og neytendasamtökum. Þau vilja einnig sjá alla bíla með þróuðum tæknibúnaði á borð við sjálfvirka neyðarhemlun (AEB) sem hluta af árekstrarvörnum bíla, blinda bletts aðvörun, og við- vörun fyrir akreinaflökti. Tuttugu bílsmiðir hafa heitið því að neyðarbremsan verði staðalbúnaður frá og með 2022 en öryggis- og hagsmunasamtök neytenda vilja flýta því verulega. Hann er þegar fyrir hendi í bílum frá Mercedes-Benz, Volvo og Toyota. Samkvæmt upplýsingum öryggisstofnunar trygg- ingafélaga (IIHS) hefur árekstrum við akstur aftur- ábak fækkað um 72% með myndavélum og neyð- arbremsu. AEB með árekstrarvörn fram á við hefur fækkað árekstrum um 50% og blinda bletts viðvör- unarkerfið hefur fækkað árekstrum af völdum ak- reinaflökts um 14%. Eigendur bíla með engri bakkmyndavél geta búið þá slíkum öryggisbúnaði fyrir lítinn pening, eða að hámarki 200 dollara fyrir flatskjá, myndavél og öðru viðeigandi, að sögn bílaritsins Car&Driver. agas@mbl.is Bakkmyndavél í öllum nýjum bílum Eigi skal lengur blindandi bakkað Bakkmyndavélar eru mikilvægur öryggisbúnaður og gefur ökumanni betri yfirsýn yfir kringumstæður sínar. Þýski lúxusbílasmiðurinn Audi hef- ur stöðvað framleiðslu á nýjasta A6 módelinu vegna grunsemda um að fyrirtækið hafi komið fyrir hug- búnaði í bílnum til að villa um fyr- ir mengunarmælingum. Þýska samgönguráðuneytið staðfesti 8. maí frétt vikuritsins Der Spiegel um að á vegum þess væri verið að rannsaka meinta notkun nýs „ólöglegs búnaðar“ í um 60.000 Audibílum en helming þeirra er að finna á þýskum veg- um. Að sögn Spiegel er nýja A6- módelið með hugbúnað í stjórn- tölvum bílsins sem hægir af ásettu ráði á sérstökum mengunar- hreinsivökva síðustu 2.400 kíló- metrana í líftíma hans. Tilgang- urinn mun vera sá að losa ökumenn undan því að þurfa að bæta fyllingu af AdBlue-vökvanum milli reglubundinna skoðana bíla þeirra. Með því að hægja á notkun AdBlue-vökvans er skilvirkni hans við að eyða nituroxíði í útblæstri bílanna lækkuð verulega. Allt með þeim afleiðingum að dísilbílarnir menga miklum mun meira þann tíma sem eftir er fram að skoðun. Að sögn Spiegel eru miklar líkur á að Audi A6- og A7-bílar skráðir í Þýskalandi verði innkallaðir. „Fram að því hefur framleiðsla A6-bílsins verið stöðvuð,“ bætti rit- ið við. agas@mbl.is Audi stöðvar smíði A6 vegna útblásturssvika Ekki á af útblásturssvikurum að ganga... Nýr Audi A6 Quattro frumsýndur á bílasýningunni í Genf í febrúar sl. Smíð hans hefur nú verið stöðvuð vegna meintra útblásturssvika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.