Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 Annálaður ítalskur bílsmiður, Lancia, er um það bil að leggja upp laupana. Aðeins einn bíll er enn smíðaður, smábíllinn Ypsilon. Það er sjaldgæft að bílmerki hverfi en í seinni tíð hafa þó bæði Rover og Saab orðið fyrir því. Og líkur eru nú á að Lancia bætist í hópinn. Lancia var um skeið öflugur bílsmiður og stoltur. Einhvern veginn hefur fyrirtækið lent á milli stafs og hurðar í FCA-veldinu, móðurfélagi Fiat og Chrysler. Rætur Lancia liggja aftur til ársins 1906 og um skeið voru bílar fyrirtækisins hátt metnir meðal bíláhuga- manna. Í seinni tíð hefur það hins vegar barist við mót- byr og orðið að láta undan. Til að Ypsilon nái út- breiðslu þarf að koma til móts við kröfur markaðarins um ódýrari bíl, en það myndi þýða enn minni afrakstur og líklega rýra enn frekar möguleika Lancia-merkisins á að fá að lifa. Frægðarsólin gengin til viðar Er nú svo komið, að einasti raðsmíðaði bíllinn, Ypsi- lon, sem kom fyrst á götuna 2011, er aðeins seldur á Ítalíu. Kom ný kynslóð af honum fyrir fjórum árum og gæti hún orðið hin síðasta. Fiat-fyrirtækið varði á sín- um tíma rúmum 500 milljónum til þróunar bílsins. Sá kostnaður er reyndar sagður hvati til að halda smíðinni áfram til að fá sem mest upp í hann. Lancia er hluti af FCA-samsteypunni og eftir að Fiat tók þar við yfirráðum hefur sól Lancia sigið hratt niður að sjóndeildarhring. Þar er nú megináhersla lögð á Fi- at-merkin Alfa Romeo, Maserati og Fiat. Þótt margur Ítalinn beri sterkar tilfinningar til Lancia og gréti hvarf merkisins ná engar slíkar þrár inn í stjórn- endasvítur FCA. agas@mbl.is Lancia að leggja upp laupana Eini smíðisbíll Lancia, Ypsilon, er aðeins seldur á Ítalíu. Belgískur bíleigandi átti sér einskis ills von er hann opnaði bréf sem hann fékk óvænt frá lögreglunni. Rak hann í rogastans er þar var tilkynnt að hann hefði mælst á 696 km/klst. hraða, að sögn dagblaðs- ins La Province. Hinn dagfarsprúði bílstjóri taldi sig ekki einu sinni hafa virt reglur um hámarkshraða að vettugi, hvað þá svona svakalega. Í bílnum hans væri ekki vélarafl til að ná 696 km hraða en hann er af gerðinni Opel Astra. Þegar öllu hafði verið á botninn hvolf var nið- urstaðan sú að laganna verðir höfðu ekki still hraða- myndavélina rétt er þeir afrituðu meint brot Belgans. Í ljós kom að hann hafi ekið á 60 km/klst. hraða á vegarkafla með 50 km leyfilegum hámarkshraða. agas@mbl.is Hversu öflug getur Astran verið?! Mældur á 696 km/klst. hraða! Opel Astra er knár bíll en smár og hefur ekki vélarafl til að ná hraðanum sem lögreglan taldi sig hafa mælt. Snarpur og skemmtilegur í akstri Flestir borgarjeppar af því taginu sem X2 tilheyrir eiga það sammerkt að vera liprir og nettir, og eru því á heimavelli í innanbæjarakstri. Sjaldnast er um sérstakar rakettur að ræða, enda er það ekki kjarna- hlutverk umræddra bíla. BMW-inn sem hér um ræðir má þó eiga það að hann er býsna snarpur, sjálfskipt- ingin er spræk, togið prýðilegt og mjög gaman fyrir ökumann að taka stjórnina með blöðkuskiptingunni í stýrinu. Sport-stillingin stendur fyrir sínu og vel það, og til að friða sam- viskuna inni á milli er þarna Eco- hnappur sömuleiðis. En í eigin still- ingu en bíllinn semsagt býsna skemmtilegur og snarpari en ég átti satt að segja von á. Fjöðrunin er í stífara lagi sem ljær bílnum sportlegan svip. Er það vel því þetta er meiri malbiksbíll en mal- arbíll. Þá er veghljóð í þægilegu lág- marki og bíllinn hinn viðkunnanleg- asti á ferð. Eyðslan reyndist í um 5,5 lítrum og það kvartar ekki nokkur maður undan því. Góður kostur – sem kostar Þegar allt er sett upp á strik er BMW X2 einkar skemmtileg viðbót við barmafullan „crossover“-flokkinn, bæði hvað útlit, innviði og aksturseig- inleika varðar. Þetta er klárlega einn sá skemmtilegasti og persónulega er ég þrælskotinn í útliti bílsins. Sá böggull fylgir aftur á móti skammrifi að X2 er í dýrari kantinum; það þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart, BMW hefur aldrei keppt á verð- grundvelli eða sóst eftir samkeppn- isforskoti á þeim forsendum. Ódýr- astur fæst hann á um 5,4 milljónir og dýrastur fer hann upp í um 7,3 millj- ónir. Ef sérstakt útlitið heillar og við- komandi er veikur fyrir BMW þá mun það væntanlega ekki skipta neinu máli. Í stað glugga aftan við afturhurð er BMW-merkið sett í öndvegi. Góð lausn. Sportleg lögun bílsins takmarkar skottplássið aðeins, en án þess að það komi að sök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.