Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í byrjun maí tók gildi ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Hafa ýms- ar sektir verið hækkaðar og t.d. geta þeir sem aka um á nagla- dekkjum yfir sumartímann núna átt von á 80.000 kr sekt í stað 20.000 kr áður, og í fyrsta skipti að hjólreiðamenn eiga á hættu að fá 20.000 kr sekt fyrir að hjóla á móti rauðu ljósi. Sérstaka athygli hefur vakið að sektin fyrir að nota farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar hækkar úr 5.000 kr upp í 40.000 kr. Nær sekt- in jafnt til þeirra sem tala í símann eða nota með öðrum hætti, s.s. til að skoða samfélagsmiðla eða senda textaskeyti. Björgvin Þór Guðnason, formað- ur Ökukennarafélags Íslands, er ánægður með að sektir vegna far- símanotkunar hafi hækkað enda al- varlegt vandamál hve margir öku- menn eru með athyglina við símann frekar en umferðina. Notk- un farsíma í akstri hafi átt þátt í banaslysum og snjallsímarnir valdi því að sumir eru annars hugar á bak við stýrið. „Ekki er nóg með að fólk sé að tala í símann heldur er það jafnvel að taka augun af veginum til að horfa á símaskjáinn og með aðra hönd á síma en hina á stýri.“ Prófa hvernig athyglin hverfur Að sögn Björgvins berst talið oft að snjallsímanotkun í ökunáminu: „Í verklegum ökutímum eru dæmin allt í kringum okkur þar sem bíl- stjórar sjást akandi með símann á lofti. Í bóklegu ökunámi er líka fjallað vandlega um símanotkun og í Ökuskóla 3 er sérstaklega tekið á akstri og símanotkun með því að láta nemendur leysa tiltekið verk- efni og á sama tíma senda SMS. Þar upplifa þeir hvernig athyglin á verkefninu hverfur þegar verið er að nota símann.“ Það er ekki bara unga fólkið sem á erfitt með að láta símann frá sér á meðan það ekur. Ef fylgst er með bílunum sem bíða á rauðu ljósi á götum Reykjavíkur þá má sjá að margir eru með augun á kjöltunni, og með kunnuglegan bláan bjarma á andlitinu frá snjallsímaskjánum. Björgvin segir að það geti vissu- lega verið freistandi fyrir suma ökumenn að nota símann en fólk verði að fara varlega og láta sím- ann í friði ef það vill ekki hætta á slys eða haá sekt. „Þeir sem eiga erfitt með að láta símann vera gætu þurft að grípa til þess ráðs að geyma hann utan seilingar. Það getur líka hjálpað að slökkva á hringingunni svo að síminn trufli ekki aksturinn ef einhver hringir á meðan eða sendir skilaboð.“ Tölfræði yfir slys vegna far- símanotkunar liggur ekki fyrir hér á landi, en þeir sem halda að sím- inn skerði ekki getu þeirra til akst- urs ættu að kynna sér bandarískar rannsóknir sem benda til þess að eitt af hverjum fjórum bílsslysum vestanhafs stafi af því að ökumaður var að skrifa eða lesa textaskilaboð á símanum sínum. Raunar bendir flest til að það sé sex sinnum hættulegra að skrifa textaskilaboð undir stýri en að aka undir áhrifum áfengis. Sex sinnum hættulegra að senda textaskilaboð en aka ölvaður Samkvæmt bandarískum mælingum tengist fjórða hvert umferðarslys snjallsímanotkun, enda truflar síminn einbeitingu ökumanns. Það getur verið freistandi að fikta í símanum í umferðinni og kannski best að slökkva á hringingu og skilaboðahljóðum meðan ekið er. Búið er að hækka sektir vegna snjall- símanotkunar undir stýri. Í bæði verklega og bóklega ökunáminu er núna lögð rík áhersla á hve mikið síminn getur truflað. Um langan aldur hafa sótagnasíur verið í útblástursgreinum dísilbíla til að draga úr mengun þeirra. Nú munu sótgildrur birtast í bens- ínbílum líka. Þannig hefur Volkswagen tekið í notkun svonefndar GPF-síur sem gegna munu sama hlutverki í bens- ínbílum. Þetta er liður í þeim til- raunum VW að ná niður heild- arlosun gróðurhúsalofts allra smíðisbíla fyrirtækisins. Fulltrúar Volkswagen segja að með tilkomu þessarar nýju hreinsi- tækni muni losun koltvíildis minnka og í sumum módelum um allt að 95%. Þessar síur voru teknar í gagnið í Up GTI fyrr á árinu og í fyrra í handskiptum Tiugan 1,4 TSI. VW skuldbatt sig árið 2016 að taka sótagnasíur í notkun í bensín- vélum en það var liður í aðgerðum bílsmiðsins til að ná sér aftur á kreik í framhaldi af útblást- urshneykslinu frá 2015. Aðrir bílsmiðir eru einnig að taka GPF-síur í notkun og mun Mercedes-Benz til að mynda hafa tekið þær í notkun í einhverjum gerðum S-Class. Og eins og VW er Mercedes með áætlanir um að brúka þær í öllum bensínbílum sín- um. Þá hefur Ford þegar tekið sótsíurnar í notkun í orkubúntinu Mustang. Bensínbílar hafa fallið undir lög- gjöf um losun sótagna frá því svo- nefndur EU5-stuðull tók gildi árið 2009. Í september 2017 var svo EU6-stuðullinn tekinn í gagnið en hann kveður á um skyldur bílsmiða til að smíða vélar með tífalt minni sótlosun en samkvæmt fyrri stuðli. agas@mbl.is Sótgildrur líka í bensínbíla VW Kuskið þurrkað af táknmerki Volkswagen á trjónu Touareg-jeppa. Þrengir enn að útblásturssótinu Fjallaklifurkeppnin á Pikes Peak í Colorado-ríki í Bandaríkjunum heillar og hafa evrópskir bílsmiðir sýnt henni sérstakan áhuga. Í ár stefnir Volkswagen að því að slá raf- bílamet „keppninnar til skýjanna“. Þar sló franski rallmeistarinn Se- bastien Loeb öll met fyrir nokkrum árum á sérsmíðuðum Peugeot-bíl. Nú ætlar Volkswagen að skoða fjall- ið og gera þar ekki minni rósir. VW hefur af þessu tilefni smíðað sérstakan keppnisbíl og sýndi hann á dögunum í Ales í Frakklandi. Hef- ur hann verið nefndur I.D.R Pikes- Peak, en keppnin árlega fer fram 24. júní nk. Fyrstu tveir stafirnir í nafni bílsins skírskota til ID-snjalltækni VW og R-ið til þess að þetta sé keppnisbíll. Stefnir á að slá metið Klifurmetið sem VW ætlar að glíma við á ofurbíl sínum hljóðar upp á 8:57,118 mínútur. Tómaþungi I.D.R Pikes Peak er undir 1.200 kíló- um og tveggja rafmótora aflrás hans skilar 680 hestöflum. Þá er bíllinn sagður komast úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 2,25 sekúndum, sem er meiri hröðun en keppnisbílar í formúlu-1 og e- formúlunni ná. Meginmarkmið Volkswagen með þróun I.D. R Pikes Peak var ekki að hámarka afkastagetuna, eins og venjulega á við um kappakstursbíla, heldur að finna rétta jafnvægið milli orkuforðans og þyngdar bílsins. Litíumjónarafgeymar verða í bíln- um, svipaðir þeim sem notaðir eru í venjulegum rafbílum. Orkuþéttni í þeim er lykilatriði við framleiðslu háspennustraums. Um 20% orku- þarfar bílsins í klifrinu framleiðir hann sjálfur. Endurheimtir hann rafmagnið á bremsusvæðum fyrir krappar beygjur. Þegar bremsað er virka rafamótorarnir eins og rafalar og umbreyta bremsuorkunni í raf- magn og skila því til rafgeymanna. agas@mbl.is VW reynir við Pikes Peak Volkswagen hefur smíðað þennan rafdrifna ofurbíl, I.D. R Pikes Peak, til að slá met í fjallaklifrinu upp Pikes Peak í Colorado í júnílok þessa árs. Tekst að slá magnað met Sebastien Loeb?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.