Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 13
löngum verið sölupunktur Cayenne og helsti styrkleiki að blanda saman með trúverðugum hætti sportlegum aksturseiginleikum og svo jeppaleg- um þægindum. Aðbúnaður öku- manns er hreint frábær, allt til alls er til staðar og innan þægilegrar seil- ingar. Einna mesta athygli vekur 12,3 tommu upplýsingaskjár sem kemur feikivel út í innréttingunni og upplýsir ökumann um hvað sem vera skal – allt sem hann fýsir að vita og aukinheldur ýmislegt sem hann hafði ekki rænu á að velta fyrir sér. Porsche Cayenne e-Hybrid er há- tæknibíll, svo það sé ítrekað, og þó allt of langt mál sé að telja upp allan staðalbúnaðinn þá má benda á eitt og annað nýstárlegt. Einstaklings- bundin loftgæðastýring er stað- albúnaður og það sem meira er, með aðstoð sérstaks smáforrits sem hlaða má í snjallsíma eigandans, er hægt að hita eða kæla loftið innandyra með fyrirvara, án þess að ræsa sprengihreyfilinn; hér er það ný og öflugri tengirafhlaða sem kemur til skjalanna. Þessi nýja rafhlaða lætur ennfremur til sín taka þegar ekið er af stað, en við komum betur að því í næstu málsgrein. Áðurnefnt smáforrit, eða app, mun innan tíðar einnig gera ökumanni kleift að leggja bílnum fjarstýrt. Það nýtist til að mynda þegar leggja þarf á svo þröngu svæði að vart er mögu- legt að opna dyrnar til að stíga út. Þá má einfaldlega stíga út úr bílnum fyrir lagninguna, og stýra honum með aðstoð símans inn í stæðið. Staðalbúnaðurinn er ríkulegur og meðal fáanlegs aukabúnaðar er til að mynda ítarlegur „head-up“ upplýs- ingaflötur sem varpað er á fram- rúðuna í sjónlínu ökumanns, nudd í sætum með 5 mismunandi still- ingum, upphituð framrúða, lofkæld aftursæti og margt fleira. Sem fyrr segir, lengi getur gott batnað. Eruði ekki að djóka í mér?! Og þá að kjarna málsins – hvernig er svo að aka hinum nýja Porsche Cayenne e-Hybrid? Það er hreint lygilegt. þessi bíll er einfaldlega nýtt viðmið í akstri sportjeppa. Eins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra úr Framsóknarflokknum hefði orðað það: „Þar sem 340 hestafla bensín- mótor og 110 kw rafhlaða koma sam- an, þar er gaman.“ Og það er engin lygi; það er hreint sprúðlandi gaman að aka þessum bíl. Samanlagt afl er 462 hestöfl sem skila 700 Nm togi til hjólanna og það veit hamingjan að hann togar. Vélbúnaðurinn í Ca- yenne (sem og í nýrri Panameru e- Hybrid) er fenginn frá ofur- sportbílnum Porsche 918 Spyder (ekki leiðum að líkjast þar!) og vinnslan slík að mann setur hljóðan. Að bíll sem vigtar 2,3 tonn sé fimm sekúndur í hundraðið er vitaskuld einhvers konar verkfræðigaldur. Illu heilli þá rigndi mestan part þess tíma sem ég var við prófanir í Suður- Frakklandi svo ekki gafst með skyn- samlegu móti tækifæri til að prófa Sport eða Sport+ akstursstilling- arnar, en bara Hybrid Auto stillingin er nógu stórkostleg í akstri til að fá ökumann til að skælbrosa, ef ekki skríkja af kátínu. Og þetta á að heita jeppi? Eruði ekki að djóka í mér?! Sá jafnbesti sem ég hef prófað Það þarf því ekki að orðlengja frekar, að loknum reynsluakstri get ég með sanni sagt að þessi jeppi er að minnsta kosti jafngóður bestu lúx- us-jeppum sem ég hef prófað hingað til. Það er einfaldlega ekki snöggan blett að finna, sér í lagi nú þegar hönnunardeildin hefur gert aftur- endann jafn vel úr garði og raun ber vitni. Vitaskuld fellur útlit bíla undir persónulegt mat en þar hafið þið all- tént minn túkall hvað málið varðar. Eini gallinn er vitaskuld sá að ekki hafa allir kaupgetu til að fjárfesta í tæplega 13 milljóna króna bíl, und- irritaður þar með talinn, en þegar sú tala er sett í samhengi við verðmiða á ýmiskonar öðrum jeppum sem selst hafa hér á landi verður upphæðin næsta hláleg. Þessi spottprís helgast vitaskuld af því að Cayenne e- Hybrid fellur í núllflokk hvað inn- flutningsgjöld varðar og nú vona ég innilega að stjórnvöld hér á landi beri gæfu til að viðhalda þeim hvata sem í þessum núllflokki felst. Bæði umhverfisins vegna og ekki síður af því ég óska yður öllum, lesendur góð- ir, að eiga þess kost að fá að prófa þennan stórkostlega bíl. Þegar haft er í huga hve Cayenne er orðinn fal- legur á að líta, um leið og hann er hreint óargadýr í akstri, þá er við hæfi að vitna í frasa úr eftirlæt- isbíómynd undirritaðs, sem kom út árið 1982: „Fríða og Dýrið? Þessi er hvorttveggja!“ Ljósmynd/Porsche A.G. + Akstur, útlit, bún- aður, sparneytni – Hreint rafmagns- drægi ekki nema 44 km 3,0 lítra V6 turbo bensínvél ásamt 100 kw rafmótor 462 hestöfl/700 Nm 8 þrepa Tiptronic-sjálfskipting 0-100 km/klst.: 5,0 sek. Hámarkshr.: 253 km/klst. Drif: AWD 22" álfelgur Eigin þyngd: 2.295 kg Farangursrými: 645/1.610 l Mengunargildi: 75 g/km Verð frá: 12.990.000 kr. 3,3 l í blönduðum akstri Umboð: Bílabúð Benna Porsche Cayenne e-Hybrid Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur Porsche Cayenne er að minnsta kosti jafngóður bestu lúxus-jeppum sem ég hef prófað hingað til. Það er einfaldlega ekki snöggan blett að finna, sér í lagi nú þegar hönnunardeildin hefur gert afturendann jafn vel úr garði og raun ber vitni. Afl og aksturseiginleikar eru með ólíkindum. Nærmynd af 22 tommu felgunum sem bílinn prýddu við prófanir. MORGUNBLAÐIÐ | 13 Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.