Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-3,68%
12,05
HAGA
+1,90%
45,5
S&P 500 NASDAQ
+0,57%
7.466,996
-0,15%
2.723,63
-0,35%
7.689,57
FTSE 100 NIKKEI 225
1.12.‘17 1.12.‘1730.5.‘18 30.5.‘18
1.900
752.500
2.074,5
2.270,00
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
77,42
-1,93%
22.018,52
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
55
63,73
Rekstrarhagnaður Primera Travel
Group nam 196 milljónum króna í
fyrra að sögn Andra Más Ingólfs-
sonar, forstjóra og eiganda félagsins.
Velta þess nam 38 milljörðum króna.
Fyrirtækið rekur ferðaskrifstofur á
Norðurlöndum, m.a. Bravo Tours í
Danmörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í
Noregi, Matkavekka í Finnlandi og
Heimsferðir og Terranova hér á
landi.
Andri Már segir að árið 2017 marki
tímamót í rekstri félagsins.
„Nú er lokið þriggja ára endur-
skipulagningar- og umbreytingaferli
þar sem við höfum stokkað rekst-
urinn algjörlega upp. Þetta hefur að
mörgu leyti verið mjög erfitt en skilar
sér nú í því að við horfum upp á tals-
verðan vöxt á komandi árum.“
Í kjölfar þess að félagið keypti leið-
andi ferðaskrifstofur á Norður-
löndum og hafið samþættingu þeirra í
fimm löndum, hefur verið unnið að
því að samþætta reksturinn í nýjum
tækni- og gagnagrunni.
„Þetta var mjög flókið verk og
raunar töpuðum við talsverðum tíma
og peningum þegar við lögðum af
stað með rangt kerfi. Við fundum svo
mun betri lausn sem hefur tekið okk-
ur talsverðan tíma að koma í gagnið.
En nú þegar það er komið felur það í
sér gríðarleg vaxtartækifæri þar sem
við getum opnað fyrir sölu í mun fleiri
löndum með lágmarksfjárfestingu.“
Bendir hann á að með hinu nýja
kerfi geti fyrirtækið tengst gríð-
arlegum fjölda söluaðila, bæði í flugi
og gistingu, í rauntíma og það skapi
sveigjanleika sem ekki var til staðar
áður.
„Á meðan tæknibyltingin felur í
sér ógnanir við hefðbundnar ferða-
skrifstofur þá leynast einnig í því
tækifæri. Áður fyrr þurftu ferðaskrif-
stofur að leigja flugvélar, beina þeim
á tiltekna staði yfir ákveðið tímabil og
reyna að fylla vélina. Núna getum við
selt ferðir í fjölmörg flugfélög á
hverjum tíma, ekki aðeins okkar vél-
ar heldur einnig annarra fyrirtækja.
Þarna liggja mikil tækifæri.“
Gríðarleg hagræðing
Þá segir Andri Már að samþætting
rekstrarins og tækniþróunin hafi leitt
af sér gríðarlegan sparnað.
„Við höfum lokað 56 söluskrif-
stofum og umsvif sem kölluðu á 500
starfsmenn áður er hægt að leysa af
hendi með 250 manns í dag. Þannig
sjáum við að rekstrarkostnaður hefur
lækkað um 1,5 milljarða króna milli
áranna 2016 og 2018.“ Segir hann að
uppfærð rekstrarspá fyrir yfirstand-
andi ár feli í sér hagnað upp á 967
milljónir króna.
Skoða skráningarmöguleika
Andri Már segir að nú sé fyrir-
tækið komið á þann stað að til greina
komi að skrá það á markað.
„Eftir að hafa unnið mikið inn á við
síðustu þrjú árin stefnum við núna á
talsverðan vöxt. Líklega 8% í ár og
15% á árinu 2019. Í mínum huga kem-
ur vel til greina að skrá félagið á
markað til þess að byggja enn frekar
undir vöxtinn. Í dag er eigið fé
félagsins um 5,8 milljarðar króna,
eiginfjárhlutfallið 33% og heildar-
eignir um 18 milljarðar. Það er sterk
staða að byggja á.“
Segir Andri Már að þar komi bæði
til skoðunar svokölluð hlutaskráning
á markað hér heima og erlendis eða
alfarið hér heima.
„Þetta förum við að skoða núna. Ég
held að félag af þessum toga væri
spennandi kostur fyrir fjárfesta enda
ekkert fyrirtæki á þessu sviði sem er
skráð hér heima í dag.“ Auk Primera
Travel Group á Andri Már einnig Pri-
mera Air. Hann segir að þar á bæ sé
einnig mikill vöxtur.
„Veltan á Primera Air nam um 20
milljörðum í fyrra. Við sjáum fram á
að veltan verði um 30 milljarðar á
þessu ári.“
Primera kannar
möguleika á skráningu
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Primera Travel Group
stefnir á mikinn vöxt á
komandi árum og til greina
kemur að skrá félagið á
markað. Það velti 38 millj-
örðum króna í fyrra.
Andri Már Ingólfsson er bæði eigandi og forstjóri Primera Travel Group.
HÚSNÆÐISMARKAÐUR
Leigufélagið Heimavellir hagn-
aðist um 99 milljónir króna á fyrsta
fjórðungi þessa árs, samkvæmt til-
kynningu félagsins til Kauphallar.
Þar segir einnig að rekstrarhagn-
aður fyrir matsbreytingu og af-
skriftir hafi numið 533,5 milljónum
króna. Þá voru rekstrartekjur tíma-
bilsins rúmlega 906 milljónir.
Heildareignir Heimavalla námu
rúmum 56 milljörðum króna í lok
mars, en þar af voru fjárfesting-
areignir rúmir 53 milljarðar og fjár-
festingareignir í byggingu rúmlega
2,5 milljarðar króna.
Eigið fé félagsins var 17,7 millj-
arðar í lok ársfjórðungsins. Heild-
arskuldir námu 38,8 milljörðum
króna. Eiginfjárhlutfallið er 31,3%.
„Uppgjör fyrsta ársfjórðungs er í
takt við væntingar og rekstur
félagsins er á réttri leið. Við erum að
reka öflugt leigufélag með það að
markmiði að stuðla að uppbyggingu
almenns leigumarkaðar á Íslandi
eins og þekkist víða á Norðurlöndum
og víðar í Evrópu,“ segir Guð-
brandur Sigurðsson framkvæmda-
stjóri í tilkynningunni. tobj@mbl.is
Heimavellir hagnast um
99 milljónir króna
Hlutabréf Heimavalla voru skráð í
Kauphöll Íslands á dögunum.
SJÁVARÚTVEGUR
Sjávarútvegsfyrirtækið HB
Grandi hagnaðist um 3,3 milljónir
evra á fyrsta ársfjórðungi 2018,
jafnvirði ríflega 400 milljóna
króna. Á sama tímabili í fyrra var
hagnaðurinn til samanburðar 3,7
milljónir evra. Þetta kemur fram í
afkomutilkynningu félagsins til
Kauphallar Íslands. Tekjur félags-
ins á tímabilinu námu 50,2 millj-
ónum evra en á sama tímabili árið
á undan voru tekjurnar 42 millj-
ónir evra.
Eiginfjárhlutfall lækkar
Heildareignir félagsins námu
509 milljónum evra í lok mars. Þar
af voru fastafjármunir 425 millj-
ónir evra og veltufjármunir 84
milljónir evra.
Eigið fé nam 260 milljónum
evra, og eiginfjárhlutfall í lok
mars var 51,1%, en var 51,6% um
áramótin. Heildarskuldir félagsins
voru í marslok tæplega 250 millj-
ónir evra.
tobj@mbl.is
Hagnaður HB Granda
400 milljónir króna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tekjur HB Granda jukust um meira
en átta milljónir evra á tímabilinu.
SKIPAFLUTNINGAR
Skipafélagið Cargow, sem að
meirihluta er í eigu Íslendinga, hef-
ur gengið frá fjármögnunarsamningi
á fjórða flutningaskipi sínu sem nú
er í smíðum í Taizhou í Kína. Skipið
sem um ræðir er, líkt og hin fyrri
þrjú, tæplega 140 metrar á lengd,
tæplega 22 metrar á breidd og hefur
burðargetu upp á 12 þúsund tonn.
Það mun bera einkennisnafnið Sigyn
W og verður afhent Cargow í júlí
næstkomandi.
Samningur um fjármögnunina var
undirritaður í Tókýó nú í vikunni að
viðstöddum sendiherra Íslands í
Japan og utanríkisráðherra Íslands.
Bjarni Ármannsson, stjórnar-
formaður félagsins, segir að skipin
hafi öll verið fjármögnuð í Japan.
„Það er hagstætt að fjármagna
skip í Japan. Hér er mikil þekking á
skipafjármögnun, vextir eru hér lág-
ir og alþjóðlega samkeppnishæfir.
Það er hvað mikilvægast fyrir okkur
að geta fest fjármögnunarkostnaðinn
til langrar framtíðar.“ Vísar Bjarni
þar til þess að vextirnir á fjármögnun
skipanna eru festir til 15 ára, án end-
urfjármögnunaráhættu og gjald-
miðlaáhættu þar sem fjármögnunin
er í sömu mynt og tekjurnar.
Fyrri tvö skipin sem Cargow hef-
ur látið smíða hafa nú þegar verið
afhent og eru komin inn í leiðakerfi
fyrirtækisins sem lýtur að flutn-
ingum fyrir Alcoa á Íslandi og í
Noregi, til og frá Rotterdam. Þriðja
skipið er statt á Suður-Kínahafi á
leið til Evrópu og mun innan
skamms bætast inn í leiðakerfið.
Sigyn W mun svo bætast inn í kerfið
í september næstkomandi.
Bjarni segir það táknrænt að
fulltrúar íslenskrar utanríkisþjón-
ustu hafi verið viðstaddir undirritun
fjármögnunarsamningsins.
„Það er alveg ljóst að sú þjónusta
sem þar er veitt skiptir viðskipta-
lífið miklu máli og ástæða til að geta
þess að þarna er unnið gott starf.
Við erum þakklát fyrir þá sér-
fræðiþekkingu sem þarna er og það
jákvæða viðhorf sem þar ríkir gagn-
vart stuðningi við viðskipti milli
landa.“
Fjórða skipið fjármagnað
Samningur um fjármögnun skips
Cargow var undirritaður í Japan.